Tíminn - 12.02.1978, Page 23

Tíminn - 12.02.1978, Page 23
Sunnudagur 12. febrúar 1978 23 Vronski og Anna leika tennis I útiegöinni frá lifi heldra fólksins I Rússlandi Anna Karenina — framhaldsmynd frá brezka sjónvarpinu 1 frumdrögum sinum að skáldsögunni lýsir Tolstoj önnu Kareninusem öfriðri, með lágt, mjótt enni og stórt nánast af- myndað nef. En hún hafði keppnina með sér a.m.k. hvað úthtiö snerti. Höfundurinn varð ástfanginn af henni og gerði á henni fegrunaraðgerð áður en hann kynnti hana lesendum, og i gegnum árin hafa fegurstukon- ur leikið hlutverk hennar. Sjálf Gréta Garbo lék hana tvisvar, og Vivien Leigh hin undurfagra fór með hlutverk hennar 13 ár- um siöar. 1 tiu mynda fram- haldsflokki frá BBC eru önnu enn gerðgóö skil. Nicola Pagett, sem lék Elisabetu, hina duttlungafullu dóttur Bellamys lávarðar í Húsbændum og hjú- um, kann að komast næst því að túlka konuna, sem Tolstoj skap- aði fyrir 100 árum. Þrátt fyrir fegurö sina var Gréta Garbo einkennilega karl- mannleg i aöra röndina, og það var eins og hún bæri ósýnilega áletrun: „Horfið en snertið ekki”. Vivien Leigh var mjög kvenleg, en hún var einnig fjar- ræn, eins og dýrmætt listaverk i glerkassa.Nicola Pagetter hins vegar bæði Ulfinninganæm og lostafull, jarðnesk og blóðheit. Andlit hennar er alltaf lifandi, en þannig lýsir Tolstoj einmitt önnu Kareninu. 1 samanburöi viö fýrirrennara sina eru and- litsdrættir Nicolu hvergi nærri fullkomnir: augun eru svolítið útstæð, varirnar of þykkar, og kinnbeinin óvenju há. En fyrir eina af þessum dásamlegu til- viljunum náttúrunnar, vega gallarnir hver annan upp og út- koman verður sérkennUega fag- urt andlit. Ef leikkonan, sem fer meö hlutverk önnu er rétt valin, hlýtur Anna Karenina aö verða gott leikverk, og Nicola Pagett ber þessa mynd uppi með glæsi- leika sinum og töfrum, segir Gerald Clarke I bandariska timaritinu Time. Myndin fer hægt að af staö eins og margar aðrar i flokknum Masterpiece Theater og höfundur handrits- ins, Donald Wilson, hefur gert fyrstu þrjú atriöin ófyrirgefan- lega ruglingsleg. Ahorfandinn er jafnvel í vafa um, hvenær ástasamband þeifra önnu og Vronski greifa hefst. En þegar atburðarásin er loks komin af stað, gengur allt glæsilega fýrir sig til loka — er Anna mætir ör- lögum si'num á brautarstöðinni. Hlutverk Önnu hefur aldrei verið betur leikið, segir gagn- rýnandi Time Tekin i Ungverjalandi Eric Porter, sem lék Soames Forsyte i SöguForsyteættarinn- ar fer hér meö hlutverk annars kokkáls, Karenins, eiginmanns önnu. Andlit hans og sál virðast Vronski riöur um skógana i nágrenni St. Pétursborgar brothætt og visnuð eins og sið- ustu haustlaufin, og þegar hann heilsar önnu, sem er að koma frá Moskvu á brautarstöðinni i St. Pétursborg, segir hann aö- eins: „Það er gott að þú ert komin. heim aftur. Það er held- ur leiöinlegt hér án þin.” Vronski, sem verið hafði sam- ferða önnu i lestinni, er and- stæða hans. Stuart Wilson leikur hann, fallegan mann, róman- tiskan, eftirsóttan i hópi þeirra, er lifa hátt. „Mér liöur eins og hungruðum manni þegar ein- hver gefur honum mat,” þannig lýsir Anna tilfinningum sinum gagnvart Vronski. Myndaflokkur, sem tekur samtals 10 klst. að sýna,hefur ýmislegt fram yfir venjulega kvikmynd — 8 klst. a.m.k. Þessi Anna Karenina hefur rikari blæbrigði en kvikmyndirnar. Tolstoj ætlaði upphaflega að kalla skáldsögu sina Tvenn hjónabönd, og eitt aöalþema bókarinnar er andstæðan milli hamingjusömu hjónanna Kitty- ar (Caroline Langrishe) og Lev- ins (Robert Swann) og þeirra ólukkulegu, Kareninhjónanna. 1 myndaflokknum er hægt að túlka þennan annan söguþráð verksins og sanna þau frægu orö Tolstojs úr upphafi skáldsög- unnar: „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn sérstaka hátt.” Flest útiatriði myndaflokks- ins voru tekin I Ungverjalandi, og gömlu göturnar I Budapest koma í stað Moskvu og St. Pétursborgar fyrir hundrað ár- um. Það eina sem vantar á er rússneska viðáttan. Mynda- tökumönnunum hefur tekizt betur upp i inniatriðunum I stof- um og danssölum, sem sýna fullkomlega glæsiheim aðalsins fyrir byltinguna, þegar franska var i hávegum höfð og allt var leyfilegt ef þaö var falið. Nær allir eigasérástarsamband eins og Anna og Vronski.og hórdóm- ur lætur rikisfólkinu dável. Anna Karenina er saga um andstæður, hamingju og óhamingju, hlýju og kulda. Hún hefur áður verið vel sögð, en hvergi, nema auövitað i skáld- sögu Tolstojs sjálfri, hefur hún verið túlkuð á eins sterkan og öruggan hátt og i þessum myndaflokki brezka sjónvarps- ins. (Þýtt og endursagt SJ) STEINA- SAFNARAR Litlar slipivélar (tromlur) og slipiduft fyrir ^ steinasafnara 8 S.HELGASON HF STEINSMIÐJA Sfcemmuvegi 48 - Kópavogl - Slml 76877 - Pósthdtf 19S STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. Hversvegna að burðast með allt í fanginu fötu.skrúbb, þvottaefni og flr. Hvað með tveggja fötu skruggukerru. sem eyðir engu. kemst yfir 20 km/klst. og er ótrúlega lipur í umferðinni? lalaSlBKalstsIsilEÍIsIsIalsIsIaSIsIsiIsIsIs YAHIAHA since 1887 Drifreimar í Yamaha snjósleða fyrirliggjandi Verð með söluskatti kr. 2.668 Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900 IsIsIalsIslalsIsSIsSIsIslsIslsIalslsIsIa v

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.