Tíminn - 12.02.1978, Síða 26

Tíminn - 12.02.1978, Síða 26
26 Sunnudagur 12. febrúar 1978 Nútíminn ★ ★ ★ Margir munu kannast við brezku hl.jómsveitina Black Sabbath, en hún er einkum fræg fyrir mjög þungt rokk. Hljóm- sveitin var á hátindi ferils sins 1970, er þeir sendu frá sér breið- skifuna „Paranoid” og á þeim tima þótti hljómsveitin meira að segja frumleg. En svo seig á ógæfuhliðina og eftir nokkrar lélegar breiðskifur féll BS nær þvi i gleymsku. En þótt litið hafi farið fyrir BS, þá gáfust þeir ekki upp og hættu, eins og flest- um hefði e.tv. þótt raunhæfast, ekki sizt eftir að aðalmaðurinn hafði fengið þá grillu að verða heimsfrægur upp á eigin spytur og sagt skilið við sina gömlu fél- aga. En reyndin varð önnur. Ozzie Osbourne, sá er hætti, er genginn til liðs við Black Sabbath að nýju, eftir nokkurra mánaða fjarveru og segist hon- um svo til, að þessi timi, sem hann var fjarri Black Sabbath, hafi verið eins og hjónaskilnað- ur! Black Sabbath æfa nú fyrir upptökur á næstu breiðskifu sinni, sem bera mun heitið „Never say die” og er það vel til fundið þvi að ekkert lýsir hinum ódrepandi baráttuvilja Black Sabbath betur. (Byggt á NME) Ozzie Osbourne, söngvari Black Sabbath. „NEVER SAY DIE” Black Sabbath fi Tvær nýjar s tór hlj óms veitir — sem mikils er að vænta af í framtiðinni Horace Parlan er lamaður á hægri hendi en er þó einn af fremstu Jazzpianistum i heiminum. JASSVIÐBURÐUR Trio Horace Parlan með hljómleika hér á landi 1 gær komu til landsins, á vegum Jass vakningar, þrir bandariskir jassleikarar, Trio Horace Parlan, og munu þeir leika hér á þrem tónleikum og var hinn fyrsti þeirra i Mennta- skólanum við Hamrahlið i gær- kveldi. Jassleikarar þeir sem um ræðir eru, Horace Parlan pi'anoleikari f. 19.1.31. Doug Raney gitarleikari f. 29.8.56. og er þvi aðeins 21 árs gamall, og Wilbur Little, bassaleikari f. 5.3.28. Trióið kemur hingað i beinu framhaldi af Evrópuferð sinni og héðan halda þeir n.k. þriðju- dag áleiðis til Noregs. 1 samtali viö Jónatan Garðarsson fv. for- mann jassvakningar kom eftir- farandi fram. Meðlimir Trio Horace Parlan erubúsettir i Evrópu, nánar til- tekið eru þeir Parlan og Raney búsettir i Danmörku og Little i Hollandi. Astæðan fyrir þessari hljómleikafór er sú, að nýlega gaf Doug Raney út sina fyrstu breiðskifu og stóð til að þeir Parlan myndu kynna hana tveir, en á siðustu stundu fengu þeir Wilbur Little til liðs við sig og hófu kynningu á breiðskifu Raneys og nú eiga islenzkir jassáhugamenn þess kost að kynnast leik þessara ágætu listamanna og um leiö fulltrúum þeirra jassleikara er hafa gert garðinn frægan i kóngsins Kaupmannahöfn nú um nokkurt skeið. Astæðuna fyrir þeirri grózku, er rikt hefur i Kaupmannahöfni sambandi viö jassmá aö nokkru rekja til þess að blökkumenn- irnir Dexter Gordon saxafón- leikari og Kenny Drew pianóleikari ásamt Norman Gránz framleiðanda hafa á undanförnum árum setzt að I Danmörku og helgaö jassinum krafta sina. Ekki er að efa aö mikill feng- ur er i' komu Trio Horace Parlan og meðlimir þess eru svo sann- arlega ekki af verri endanum. Horace Parlan er fæddur i Pittsburg i Pennsylvaniu i Bandarikjunum, hann hóf pianónám 7 ára, aö ráði lækna, en 5 ára hafði hann lamazt að hluta til i hægri hluta likamans. Parlan lærði að beita vinstri höndinni við leik sinn og er nú yfirburðamaður á þvi sviði. Hann hefur leikið með mörgum heimsfrægum köppum I gegn- um árin, og i þvi sambandi næg- ir að nefna nöfn eins og Charles Mingus, Booker Erwin, George Tucker, Dexter Gordon, Tubby Hayes o.fl. Parlan hefur verið búsettur i Höfn siðan 1972 og leikið reglu- lega i Jasshus Monmatre auk þesssem hann hefurleikið inn á breiðskifur og tekið þátt i hljómleikahaldi. Doug Raney er frá New York og eins og áður segir aðeins 21 árs gamall. Þrátt fyrir sinn unga aldur hefur Raney afrekað margt, sem á heimsmælikvarða má telja, en það á hann ekki langt aðsækja, þvi að faðir hans er Jimmy Raney, sem hefur verið talinn einn af mestu jass- gitarleikurum sem uppi eru i dag. Doug Raney hefur ný lokiðvið sina fyrstu breiðskifu, en hún var hljóðrituð i september á sið- asta ári. Með Raney leika á skifunni, þeir Duke Jordan á pianó, Hugo Rassmussen á bassa og Billy Hart á trommur. Doug Raney hefur m.a. leikið með Herbie Hancock á breið- skffunni Mwandishi. Wilbur Little er frá Norður Karólinu. Hann er nú búsettur i Holiandi. Little hefur starfað með mönnum eins og Miles Davis, John Coltrane, Randy Weston og Duke Jordan. Tónleikar Trio Horace Parlan verða i kvöld á Hótel Esju og á morgun mánudag á Hótel Loftleiðum. Báðir tónleik- arnir hefjast kl. 21. Frá Bretlandi berast þær fregnirað tvær nýjar stórhljóm- sveitir hafi verið stofnaðar. Að annarri þeirra standa ekki ómerkarimenn en Bill Bruford, áður með Yes, Gong, King Crimson og Genesis, John Wetton, áður með King Crimson, Family, Roxy Music og Uriah Heep, Allan Holds- worth, sem hefurleikið með Soft Machine Jean Luc Ponty og Gong og Eddie Jobson, sem tók m.a. við af Eno i Roxy Music, auk þess sem hann hefur leikið með Curved Air og Frank Zappa. Hin nýja hljómsveit kemur til með að heita U.K. Eins og sjá má á þessari uppp- talningu eru þetta allt frábærir listamennjsem gaman verður að heyra frá i framtiðinni, en nú þessa dagana vinna þeir að sinni fyrstu breiðskifu, sem koma mun út hjá E.G. Records, og mun vera fyrirhugað að þeir fylgi henni eftir með hljóm- leikahaldi i Bretlandi nú i vor. Aðdragandinn að stofnun hljómsveitarinnar var sá, að Bill Bruford og John Wetton, höfðu haft samband viö Rick Wakeman, árið 1976 með það fyrir augum að stofna hljóm- sveit, en sú hugmynd komst aldrei lengra, en að þeir komu nokkrum sinnum saman til æfinga, — en ekkert meira. Hugmyndin var svo endurvakin i fyrra, þegar gamall kunningi þeirra beggja, Eddie Jobson, kom til London, sem meðlimur i hljómsveit Frank Zappa. Bruford og Wetton fengu Jobson til liðs við sig ogfylltihann fylli- lega upp i það skarð, sem Wakeman, haföi skilið eftir sig. Bruford, Wetton og Job- son hófu þvi næst æfingar af kappi, sem trló, þar til að sú hugmynd vaknaði að bæta Allan Holdsworth i hópinn en hann hafði aðstoð að Bruford við gerð sinnar fyrstu breiðskifu, „Feels good to me”, en hún kom út fyrir skömmu og hefur vakið mikla athygli. Og nú eru þeir sem sagt fjórir og liklegir til mikilla afreka og er vonandi að þeir komist klakklaust yfir alla fæðingarerfiðleika, þvi að heim- inum veitir ekki af nýrri frábærri hljómsveit, sem fyllt getur i eitthvað af þeim skörð- um, sem komin eru i hóp hljóm- sveita sem hafa lagt sig i lima við að flytja vandaöa rokktón- Hin hljómsveitin sem stofnuð hefur verið, ber nafnið Dick Coverdale Band, eftir söngvaranum Dick Coverdale, en hann er fyrrum söngvari Deep Purple, hinnar sálugu. Coverdale hefur staðið fyrir ut- an hljómsveitalifið i 18 mánuði, eða jafn langan tima og liðinn er siðan Deep Purple leystist upp. Coverdale hefur fengið til liðs við sig, þá Mick Moody og Bernie Marsden, sem leika á gitara, David Dovell trommu- leikara, en hann er fyrrum trommuleikari Streetwalkers en þeir eru nýhættir, og fjórði með- limurinn er Neil Murray bassa- leikari en hann er fyrrverandi Colosseum meðlimur. Nú, og þessa dagana munu þeir félagar i DCB vera að stöðugum æfingum og upp úr miðjum mánuðinum munu þeir vafalaust hafa nóg aö gera við að kynna nýja breiðskifu Davids Coverdale, sem ber heitið „North Wind”, en hún mun vera væntanleg á markaðinn um svipað leyti. (Byggt á NME.) U.K., frá vinstri, John Wetton, bassi og söngur Allan Holdsworth, gítarar, Bill Bruford, Trommur og siagverk og Eddie Jobson, hljómborð og fiðla.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.