Tíminn - 12.02.1978, Page 29

Tíminn - 12.02.1978, Page 29
Sunnudagur 12. febrúar 1978 ;t Ail ;i :L il n 29 HERRANOTT Albert á brúnni leiklist HERRANÓTT Menntaskólans f Revkiavik. ALBERTABRÚNNI eftir Tom Stoppard. Þýöandi: Olga Guörún Arnadóttir Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson. Leikmynd: Nemendur i byggingarlist Herranótt Menntaskólans i Reykjavik frumsýndi Albert á brúnni eftir Tom Stoppard á öskudaginn, en verkið er árlegt framlag skólans til leiklistar- innar i borginni. Að þessu sinni var leikið i Breiðholtsskóla, þar sem að- staöan er hin ágætasta, sumsé leikhús, sem tekur marga i sæti. Hefur undirritaður ekki áður séð svona fullkomna aðstöðu i skóla, og er það reyndar furðu- legt að svona góð aðstaða skuli ekki vera notuð meira I þágu leiklistarinnar, þvi Breiðholt er stór bær, a.m.k. miðað við Is- lenzkar aðstæður, og þvi' ekkert til fyrirstöðu að þar geti þrifizt leiklistarlif, eða áhugaleikhús. Herranótt Herranótt Menntaskólans i Reykjavik hefur það umfram aðra leikflokka i skólum, aö þar er byggt á gamalli hefð, sem rekja má aldir aftur i tímann. Skólinn, eða öllu heldur nem- endurnir, keppa ekki aðeins við sjálfasig, heldur hafa lika heið- ur aö ver ja, og það hefur liklega oröiðtil þiessaðHerranóttbýður yfirleitt upp á vandaðar sýning- ar. Sveinn Einarsson, þjóöleik- hússtjóri, greinir nokkuð frá Herranótt i safni til sögu Reykjavikur, eða Reykjavik i 1100 ár, sem Sögufélagið gaf út árið 1974, og telur hann fyrstu tegund leiklistar, sem vitað er um i Reykjavik, vera „siðasta skeið Herranæturinnar, hún flyzt með skólanum frá Skál- holti og fer fram hér i Reykja- vik, og hér liður hún lika undir lok”. Sveinn lýsir Herranótt tíl forna á þessa leið: „Ég þarf ekki að lýsa þessari hefö, hún er nokkuð kunn og tæki þar að auki lengri tima heldur en við mundum geta ætl- aðokkur hér, aukþesssem hún i sjálfu sér á ekki heima i þessu samhengi; að verulegu leyti er hún afsprengi bændamenn- ingarinnar, en við ætlum fyrst og fremst að finna uppi leiklist- ina á mölinni, leiklistina, sem er sprottin af þvi fólki, sem býr i fjölbýli. Herranóttin er krýn- ingarathöfn, þar var kóngur, þar var biskup, sem prédikaði, þetta er allt i tengslum við svip- uð fyrirbærierlendis, og skal ég ekki fara nánar út i það. Hins vegar gerist það áriö 1799, að sá, sem valinn hafði verið kóngur og átti að prédika, hann leggur niður sin veldistákn, epli og sprota og þvi um likt, þakkaði Magnater alla sina sæmd, eins og segir þar, en sagðist ekki vilja vera öðrum fremri. Þetta þótti yfirvöldum heldur váleg tiðindi, og er þá komiö að til- vitnuninni, sem alþekkt er, héldu, að hér væri komin „óleyfileg frihedsprincipia” i lik ingu við þá, sem þá höfðu verið „á ferö i Paris”, var þar átt við frönsku byltinguna. Nema þaö skipti engum togum, að fyrir- tæki skólapilta var bannaö og lagðist af. örlögin eru stundum gráglettin, sá, sem þurfti aö gera þetta, var Geir biskup Vidalin, sem var yfirmaður skólans, og hafði sjálfur skrifað leikrit fyrir skólapilta.” Ennfremur þetta: „Lærði skólinn flyzt til Reykjavikur árið 1846, og þá er þegar hafizt handa um skóla- leiki að nýju, Holberg verður fyrir valinu, ég held, að Eras- mus Montanus hafi veriö fyrst- ur 1847, og siðan var Den stundeslöse eða Æðikollurinn. Skólapiltar léku að sjálfsögðu á islenzku, en annars var land- lægt á þessum tima að leika á dönsku. Það er ekki aö undra, bærinn er hálf-danskur, þýðing- ar erulitlar til, og það veröur i tizku eins og þá var orðaö, „aö ganga á danska kommindiu”. Á engar þessar sýningar er þó selt inn, það gerist i fyrsta skipti 14. janúar 1854.” Það er örðugt að meta Herra- nótt,- gildi hennar fyrir liðandi stund hefur sjálfsagt verið mis- jafnt, en ávallt hefur liklega þótt nokkur fengur að sýningum nemenda. Hitt er örðugra, sumsé þaö að meta hin miklu áhrif sem Herranótt hefur haft á leikhús- lifið hér á landi, og er þá bæði átt viö bókmenntir og leiklist. A Herranótt kynnast margir, sem siðar urðu liðtækir, leiklist- inni fyrst, en þvi hafa læröir menn haldið fram að i raun og veru fari menn aðeins einu sinni i leikhús, én það er i- fyrsta sinn — og sumir jafna sig aldrei. Albert á brúnni Rétt eins og menntaskóla- nemar dragast áfram með langa og oft óljósa sögu i leik- list, þá hygg ég að almenningur geri ef til vill meiri kröfur til Herranætur en skólasýninga al- mennt. A það bæði viö um verk- efnaval og uppfærslu leikja. Albert á brúnni eftir Tom Stoppard er ágætt verk og sam- boðið skólanum. Leikurinn er i þýðingu Olgu Guðrúnar Arna- dóttur og var fluttur i útvarp ár- ið 1975. Tom Stoppard er fertugur aö aldri, og er einn vinsælasti leikjahöfundur Breta. Frá þvi er greint, að leikrit hans hafa verið tekin til sýningar af rúm- lega 350 leikfélögum i 19 lönd- um, og verk hans eru kennd i skólum viðs vegarum heim, og þau hafa verið þýdd á yfir 30 tungumál. Aibert á brúnni segir frá ung- um menntamanni, sem leggur stund á heimspeki i skóla. Hann fær vinnu i vinnuflokki, sem málar stórbrú. 1 flokknum eru 5 menn, og þegar þeir hafa lokið við að mála siðustu stálbitana á öðrum endanum, þá stendur það heima, að hinn endinn er byr jaöur að flagna og það verö- ur að byr ja að mála brúna aftur. 1 tugi ára hafa sumir þessara manna málað brúna, en þá kemur tæknin til skjalanna. Vinnuhagræðingur borgarinnar finnur það út, að með þvi að nota dýrari málningu, sem end- ist i átta ár, þá megi fækka málurunum úr fimm i einn, og Albert sækir um stööuna, þvi brúin hefur heillað hann og orð- ið grundvöllur nýrrar reynslu og hamingju. Albert barnar vinnukonuna heima hjá sér, og þau giftast, þvi hann er frá góðu heimili, og ungu hjónin byrja búskap. En Albert hefur meiri áhuga á brúnni en ungu konunni sinni og barninu, brúin verður honum ástriða,og hannreynir að dvelj- ast þar öllum stundum. Konan jagast. Telur að hann geti fengið betri stöðu vegna þess að hann er menntaður, en Albert veit að þá verður hann að fórna brúnni og hamingju sinni um leið. Þetta er ekki merkilegur söguþráður, en styrkleiki þessa verks er fólginn i hliðstæöunum. Þótt verkið snúist um brú, þá dregst samfélagið ósjálfrátt inn i máliö, og viö sjáum heiminn frá nýrri hlið. Leikurinn er brotinn upp I stutt atriði, sem tengjast vel, þrátt fyrir mikinn hraða. Tákn- málið er auðskilið fyrir h vern og einn. Þórhallur Sigurðsson leik- stýrir þessu verki, en hann hóf einmitt leikferil sinn hjá Herra- nótt. Þórhallur nýtir vel starfs- kraftinn. Uppfærslan verður stilfærð, vegna þess hve allir eru ungir. Bandarikjamenn gera nú dálitið af gangster- myndum, þar sem börn fara meö hlutverk mafiuforingj- anna. Þótt nemendur MR séu komnir til þroska, þá eru æsku- töfrarnir svo afgerandi, að það setur sérstakan svip á verkið, sem er mjög áhrifamikið á köfl- um. Leikurinn er frjáls, hæfilega stilfærður, og hann gerir hæfi- legar kröfur til imyndunarafls- ins. Leikmyndin er hreint af- bragð, frumlegoglátlausi senn. Viö brjótum ekki þá hefð að geraeinstökumleikurum skil. Þó teljum viö þennan hóp vera jafnari en oft áður. Þessir fóru með hlutverk: Sveinn Yngvi Egilsson Sigriður Erla Gunnarsdóttir Ilalldóra Gunnarsdóttir Jón Atli Arnason Þórhallur Eyþórsson, Magnús Erlingsson, Margrét Rún Guðmundsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Egill Másson, Kristján Franklin Magnús, Mimir Völundarson, Ólafur Rögnvaldsson, Þá er ekki annað eftir en aö þakka gott boð og skemmtilega sýningu. Jónas Guðmundsson Opið bréf til ríkissaksóknara Hr. rikissaksóknari Þórður Björnsson. Fundur kennara og nemenda Flensborgarskólans i Hafnarfiröi mótmælir þvi harðlega að þú i krafti þins embættis hafir látið banna sýningar á kvikmyndinni „Veldi tilfinninganna” eftir japanska leikstjórann Nagisa Oshima. Við mótmælum þvi að þú skulir leyfa þér aö úrskuröa kvikmynd, sem vakti geysilega athygli i Cannes ’76 og margir vildu kalla einstætt listaverk, kvikmynd, sem brezka kvikmyndastofnunin kaus beztu mynd ársins ’76,íclám, er varði við lög að sýna á þessari fyrstu kvikmyndahátiö Islands. Þætti okkur fengur í aö vita hvort þú hyggst einnig ákvarða hver verði leyfiieg dagskrá listahátið- ar á sumri komanda. Okkur þvkir það næsta óheilla- vænleg þróun, að geðþótta- ákvöröun embættismanna hins opinbera sjceri úr um hvað er list og hvað ekki. Bændur - Verktakar Höfum stóraukið varahlutalager okkar, og höfum fyrirliggjandi flestalla varahluti i Perkingsmotora og Massey Ferguson dráttarvélar og traktor gröfur. Vélar og þjónusta h.f. Smiðshöfða 21, simi 8-32-66.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.