Tíminn - 12.02.1978, Page 30

Tíminn - 12.02.1978, Page 30
30 Sunnudagur 12. febrúar 1978 AMIN í VINÁTTUHUG: Einræðisherra Uganda lofar friði og sáttum á mikilli hersýningu er vestanmegin Nílar i norður- hluta landsins. Hér fæddist Am- in fyrir 52 árum i hinum fá- menna Kakwa ættflokki. Faðir hans var fátækur bóndi sem ekki hefði látið sig dreyma um að sonur hans yrði sá einvaldur Afriku sem menn óttuðust meira en alla aðra. Frá þvi að Amin tók völdin með aðstoð hersins hefur hann unnið að þvi skipulega að koma mönnum af sinum eigin kyn- stofni i stjórn hersins og borgaralegra málefna. Hann byggir völd sin á Kakwa ætt- bálknum og þrem öðrum skyld- um ættflokkum, samtals aðeins hálfri milljón manna en ibúar tJganda eru samtals 11 milljón- ir. Með þvi að hafa hátiðahöldin i þessum landshluta gat Amin slegið tvær flugur i einu höggi þakkað stuðningsmönnum sin- um og sýnt að hann hafi ekki gleymt uppruna sinum við kröpp kjör. Hið siðastnefnda er alltaf vinsælt. 100.000 myrt bað sem mestan fögnuð vakti meðal Ugandabúa almennt var að Amin lofaði friði og sáttum, IdiAmin Dada forseti Uganda tíl tífstiðar, marskálkur, for- sætisráðherra og doktor hélt fyrir skömmu hátiö vegna þess að sjö ár voru liðin frá valda- töku hans. Skrautlegar her- sýningar fóru fram og siðan var veizla þar sem sýndir voru dansar ættflokka og góðgæti var á boðstólum. Af tilfinninga og hag- kvæmnisástæðum fóru hátíöa- höldin fram i þorpinu Kokobo sem einnig er kallað Arna sem Eftirlætissynir Amins, Moses átta ára og Mwanga fjögurra ára voru i hermannabúningum viö hátiöina sem fram fór sjö árum eftir valdatöku föður þeirra. Amin hefur tekiö sér fimm konur og státar af þvi að hafa getiö 31 barn. Amin varaforseti hans og varnarmáiaráöherra (t.v.) gæöa sér á kjúkiingum meðan þeir viröa fyrir sér hersýninguna. jafnvel þótt þeir eigi erfitt með að trúa orðum hans. Samkvæmt heimildum frá Al- þjóðlegu lögfræðinganefndinni og Amnesty alþjóðasamtökun- um hefur Amin látið myrða 100.000 andstæðinga sina eink- um menn af Lancho og Acholi-ættflokkunum — venju- lega á grimdarlegan hátt. En i Kokobosór hann, að 1978 „yrði ár friðar, ástar, einingar ogsátta”. „Uppfrá þessu hef ég ekkert illt i hyggju. Ég vil auðsýna öllum heimi vináttu.” I fyrstu ræðu sinni til þjóðar Uganda, sem Amin Hutti eftir valdatökuhersins lýsti hann þvi yfir að hann væri fyrst og fremst hermaður og þessvegna fáorður. Siðan hefur hann blaðr- að i sifellu án þess að hægt væri að taka orð hans alvarlega. Það yrði betur umhorfe I heiminum, ef alvara fylgir að þessu sinni orðum hans. Nokkrir sovézkir T-54 skriðdrekar voru á hersýningunni. V erðlagningin lögmæt, — dómur bæjarþings Reykjavíkur Framleiösiuráö landbúnaöarins/ sendi Tfmanum svolátandi frétta(■ tilkynningu, sem raunar er úty skrift úr dómabók bæjarþings 1 Reykjavík.um dóm þann.ergekk 18. janúar um mál Alþýöusam- bandsins gegn framleiösluráöi. Fréttatilkynningin er svolátandi: 18. janúar sl. var á bæjarþingi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli Alþýðusambands tslands gegn Framleiðsluráöi landbúnað- arins og Sexmannanefnd. Mál þetta reis vegna ákvörðun- ar sexmannanefndar um hækkun á landbúnaðarvörum sem fram- leiðsluráð landbúnaðarins aug- lýsti hinn 23. marz 1976. t endurriti úr dómabók Bæjar- þings Reykjavikur í málinu segir m.a. um málavöxtu: „Stefnukröfur voru: Aðdæmt verði, að ákvörðun sex- mannanefndar um hækkun á verði landbúnaðarvara um kr. 170.540.00 og birt varmeð auglýs- ingu Framleiðsluráðs landbúnað- arins, dags 23. marz 19761 Lög- birtingablaöi nr. 29, hinn 14. april 1976, verði dæmd andstæð 1. mgr. 9. gr. laganr. 101/1966ogóheimilt að láta hana koma til frakvæmda 24.1976.” Ennfremur: „Stefnandi lýsir málavöxtum á þá leið, að með samningi dags. 1. marz 1976 hafi Alþýðusamband Islands f.h. til greindra félaga og sambanda og Vtnnuveitendafé- lags tslands, Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna og Reykjavikurborgar gert með sér kaup og kjarasamning, þar sem siðast gildandi samningar aðil- anna voru framlengdir með breytingum, sem þessi samning- ur og sérsamningar félaganna fela i sér. Þessi nýi samningur, dags. 1. marz skyldi skv. 17. ‘gr. hans gilda frá 1. marz 1976 til 1. mai 1977. Samkvæmt lögum nr. 101/1966 um framleiðsluráð landbúnaöar ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.f 1., segir svo i 9. gr. laganna: „Heim- ilt er að breyta afurðaverði til framleiðenda og þar með sölu- verði landbúnaðarvara ársfjórð- ungslegafrá l.desember, 1. marz og 1. júni vegna hækkunar á kaupi, svarandi til þess, að laun bónda og verkafólks hans I verð- lagsgrundvelli landbúnaðarvara séu færð til samræmis við þá hækkun, sem kannað hafa orðið á kaupi i almennri verkamanna- vinnu i Reykjavik á undangengnu þriggja mánaða tímabfli.v’ A fundi sinum 8. marz, 16. marz, 19. marz og 20. marz 1976, hafði framleiðsluráð landbúnaðarins og sexmannanefnd' ákveöið, að breyta söluverði Iandbúnaðar- vara til neytenda þrátt fyrir ákvæði 9. greinar, að breyting sé aðeins heimil „...til samræmis við þá hækkun, sem kunni aö hafa crðið á kaupi I almennri verkamannavinnu I Reykjavik á undangengnu þriggja mánaða timabili, 1. des.-l. marz, hafi eng- in hækkun orðið. Stefnandi telji þessa verðhækkun til neytenda og alla meðferð þessa máls and- stæða 6. gr„ 7. gr„ 8. gr. og 9. gr. laga nr. 101/1966. Um afstööu stefndu segir svo m.a. I dómabók bæjarþings: „Af hálfu stefndu er aödraganda að verðlagningu landbúnaðaraf- urða i marz 1976 lýst svo, að um verðlagningu landbúnaöarafurða sé mælt I lögum nr. 101,8. desem- ber 1966, um framleiðsluráð land- búnaðarins, verðskráningu, verö- miðlun og sölu á landbúnaðaraf- urðum o.fl. Þar sé nefnd sex- manna falið að ákveða af- urðaverðiö til framleiðenda og verð landbúnaðarafurða i heild- sölu og smásöliuRáð sé fyrir þvi gert, að verðlagsgrundvöllur gildi fyrir tvö ár i senn frá byrjun verðlagstimabils 1. september og skuli hann tilbúinn fyrir þann tima ár hvert, nema annað sé ákveðið I sexmannanefndinni. Verðlag landbúnaðarafurða geti breytzt á þriggja mánaða íresti og megi þá færa laun bónda og verkafólks hans i verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara tíl sam- ræmis við þá hækkun, sem kunni að hafa orðið á kaupi i almennri verkamannavinnu i Reykjavilc á undangengnu þriggja mánaða timabili. Mörg undanfarin ár hafi verð- stöðvun i einhverjum mæli gilt á tslandi. Um það hafi verið sett margvisleg löggjöf, t.d. bráöa- birgðalög nr. 28, 21. mai 1974 um timabundnar ráðstafanir til við- náms verðbólgu, sbr. lög nr. 75, 22. ágúst 1975.NÚ gildi I þessuefni lög nr. 13. 23. mai 1975 um launa- jöfnunarbætur, bætur almanna- trygginga, verðlagsmál oil., sem séu i meginatriöum staöfesting bráöabirgðalaga sama efnis nr. 88 24. september 1974 til 31. mai 1975 og þar til öðruvisi verður ákveðið má ekki hækka verð vöru eða þjónustu.... frá þvi, sem var 23. september 1974, nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda og skulu þau ekki leyfa neina hækkun nemaþau teljihana óhjá- kvæmilega. Leyfi til hækkunar tekur þó ekki gildi fýrr en það hefur hlotið staðfestingu rikis- stjórnarinnar”. Samkvæmt þessu séu engar verðhækkanir raun- verulega gildar nema til komi samþykki rikisstjórpar á hverj- um tima. Ætla verði, að þessi lagasetning ýti til hliðar annarri löggjöf, eldri, þar til öðru visi verði ákveðið.” t áliti dómsins segir m.a.: „tll.kafla laga nr. 101 frá 1966 er mælt fyrir um verðlagningu land- búnaðarafurða. Þar er m.a. til- greint hvað taka skuli I verðlags- grundvöll landbúnaöarvara, hverjir skuli ákvarða afurðaverð hvernig verðlagningu skuli hagað gildistima verðlagsgrundvallar og hvenær heimilt er að breyta afurðaverði til bænda. Eins og mál þetta liggur fyrir er ekki ágreiningur um fjárhæð hinnar umdeildu hækkunar, held- ur einungis hvort heimilt hafii verið að láta hækkunina koma ti'l framkvæmda 24. marz 1976 eða ekki. Að lokum segir i áliti dómsins: „Akvörðun sexmannanefndar um hækkun á verði landbúnaðarvara, birt með auglýsingu Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, dags. 23. marz 1976,1 Lögbirtingarblaði 14. april 1976, var samþykkt mótat- kvæðalaust i sexmannanefnd. Hækkunin var gerð með sam- þykki rikisstjórnarinnar og er hún þvi i samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr,13frá 1975. Verðurþvi að telja löglega að hækkuninni staðið og að heimilt hafi verið að láta hana koma til framkvæmda 24. marz 1976. Styðst sú skoðun einnig við 1. mgr. 4. gr. laga nr. 101 frá 1966. Niðurstaða málsins veröi þvi sú, að kröfur stefnanda verða ekki teknar til greina.” Dómsorð: „Stefndu, Framleiðsluráíi landbúnaðarins og sexmanna- nefnd skulu vera sýkn af kröfu stefnanda, Alþýðusambands ts- lands I máli þessu. Málskostn- aður fellur niður”. Dómari i málinu var Auður Þorbergsdóttir borgardómari. Lögfræðingur Alþýðusambands tslands var Egill Sigurgeirsson hrl. en lögfræðingur Framleiðslu- ráðs og sexmannanefndar var Beriedikt Blöndal hrl. Hestamenn — Tamningamenn Til leigu á Suðurnesjum ibúðarhús og að- staða fyrir hesta, góð tamningaaðstaða fyrir hendi. Viðkomandi þyrfti aö taka að sér fóðrun á ca. 20 hestum. Tiivalið fyrir fjölskyldu sem vildi búa utan þéttbýiis en getur jafnframt stundað vinnu og notið þjónustu þéttbýiis- ins. Einnig kæmi til greina fjöiskyida er vön væri umgengni við hesta Qg aðeins tæki aðsér hiröingu þeirra. Tilboð með simanúmeri, sendist afgreiðslu blaðsins merkt: Hestahirðing 1272. » Æt m Kaffiboð fyrir Iðjufélaga 65 ára og eldri verður haldið á Hótel Loftleiðum — Vík- ingasal, sunnudaginn 26. febrúar n.k. kl. 15. Miðar verða afhentir á skrifstofunni. Stjórn Iðju.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.