Tíminn - 12.02.1978, Page 33
Sunnudagur 12. febrúar 1978
33
og tækjum til landbúnaðarins i
samanburði við aðrar at-
vinnugreinar.
11. Augljóst er að þær efnahags-
ráðstafanir sem um er rætt i
tillögum formannsins og meiri
hluta verðbólgunefndar muni
ekki leysa nema að litlu leyti
söluvandamál landbúnaðarins
á þessu ári. Þvi mun þurfa
viðbótarráðstafanir fyrir
landbúnaðinn svo hlutur
bænda haldist i ekki lakara
hlutfalli við aðrar stéttir en
verið hefur. En vegna þess
hve kjör bænda hafa verið
knöpp að undanförnu þyrfti
hlutur bænda að batna hlut-
fallslega miðað við aðra i
þjóðfélaginu og skorar stjórn
Stéttarsambands bænda á rik-
isstjórnina að gera ráðstafan-
ir i þá veru i samráði við
stjórn Stéttarsambands
bænda.
Samþykkt á fundi stjórnar
Stéttarsambands bænda 7. febrú-
ar 1978.
f.h. Stéttarsambands bænda
Gunnar Guðbjartsson
Arnarflug
margfaldar
farþegafj ölda
HEI— A siðasta ári voru farþeg-
ar á vegum Arnarflugs 80.360. Er
það gifurleg aukning þvi árið
áður en þá voru farþegar 17.515.
Fyrstu átta mánuði ársins var
ein þota af gerðinni Boeing 720 i
ferðum á vegum félagsins en í
september s.l. var önnur þota
sömu gerðar tekin i notkun.
Fastráðnir starfsmenn Arnar-
flugs voru i ársbyrjun 12 að tölu
en voru orðnir 52 f árslok.
Eins og fram kemur i ofan-
sögðu jukust verkefni Arnarflugs
að miklum mun á þessu öðru
starfsári félagsins. A vegum is-
lenzkra ferðaskrifstofa og félaga-
samtaka voru farþegar fluttir til
Kanada, Norðurlanda,Bretlands,
trlands, Þýzkalands, Austurrikis,
Spánar, Portúgals, Grikklands og
Kanarieyja. Þá voru vélar félags-
ins i tiðum ferðum fyrir erlend
flugfélög.
íslandsferðir frá
Kaupmannahöfn
íslendingafélagið i Kaupmanna-
höfn og námsmannafélagið þar
hyggst gangast fyrir flugferðum
lieim til islands á þessu ári. En
þar er um að ræða páskaferð og
sumarferðir.
Páskaferðin er háð þvi, að þátt-
takendur verði eigi færri en sex-
tiu, og er höfð tilhögun, sem
greiðir fyrir þvi, að fólk á félags-
svæðinu, er á heima utan Kaup-
mannahafnar, geti tekið þátt i
hennifyrir sama gjald og aðrir. A
hinn bóginn er þátttakan bundin
við aðild að öðru hvoru félaginu.
Um sumarferðir verður liklega
hægt aðveija um venjulegar flug-
ferðir um flestar helgar i júni og
júli', eða þátttöku i ferðum með
leiguflugvélum, sem liklega fara
frá Kaupmannahöfn 10. júni og
22. júli. Er þá miðað við, að fyrri
hópurinn komi aftur til Kaup-
mannahafnar 3. spetember, en
hinn siðari hafi miklu skemmri
viðdvöl og snúi til Danmerkur 13.
ágúst. Fargjöld i þessum ferðum
verður lægra en þau, sem tengj-
ast venjulegu flugi, en aftur á
móti eru ferðirnar bundnar við
ákveðna daga.
Samningum um þessar ferðir
er þó ekki, að fullu lokið.
0 Sérálit
dæmin lýsa og um er að velja i
þessu efni, mætti nefna svo:
1) Samdráttarleið,en i henni felst
fyrst og fremst það að beita
f jármála- og lánamálatækjum
hins opinbera i aðhaldsátt og
til beinnar verðlækkunar án
afskipta af gerðum kjara-
samningum.
2) Launastöðvunarleið, sem
treystir fyrst og fremst á
launastöðvun til þess að draga
úr verðbólgu og þar með úr
kostnaðarhækkun hjá atvinnu-
vegunum.
3) Gengislækkunarleið, sem
treystir fyrst og fremst á það
að lækka gengið verulega i
einu skrefi til þess að tryggja
rekstrargrundvöll útflutnings-
atvinnuvega og jafnvægi i ut-
anrikisverzlun, en á niðurfell-
ingu verðbóta á laun til þess að
hamla gegn verðbólgu auk
strangra aðhaldsráðstafana á
sviði lánamála.
4) Málamiðlunarleið,sem treyst-
ir á nokkra gengislækkun og
takmörkun verðbóta auk fjár-
mála- og peningamálaráðstaf-
ana.
í öllum leiðunum fjórum er ein-
hver gengislækkun þegar i stað
talin nauðsynleg. Dæmin sýna
gengislækkun frá skráðu gengi 3.
febrúar 1978 frá 8% til 10% upp i
20%, i þeim felst einnig nokkur
skerðing kaupmáttar frá þvi, sem
að er stefnt með gildandi kjara-
samningum, minnst i samdrátt-
ar/niðurfærsluleiðinni, en mest i
launastöðvunar- og gengislækk-
unarleíðunum. 1 málamiðlunar-
ieiðinni er að þvi stefnt aðhalda i
aðalatriðum þeim kaupmætti,
sem var aðmeðaltali á árinu 1977.
Telja verður, að brýn þörf sé
fyrir ákveðnar aðgerðir i efna-
hagsmálum þegar i stað, og jafn-
vramt sé mikilvægt, að við lausn
á hinum aðsteðjandi efnahags-
vanda séufarnar leiðir, sem leggi
grundvöll að bættri efnahags-
stefnu á næstu árum. 1 aðalatrið-
um er um tvær leiðir að velja:
1. Að fylgja þeirri meginhug-
mynd sem sett er fram i Dæmi
2 i þriðja kafla skýrslunnar og
lýsa mætti sem samdráttar- og
niðurfærsluleið gegn verð-
bólgu, að afstaðinni
óhjákvæmilegri gengislækkun
um nálægt 10% þegar i' stað, en
gerðir kjarasamningar haldist
óbreyttir.
2. Að fylgja þeirri meginhug-
mynd, sem sett er fram i Dæmi
5 i þriðja kafla skýrslunnar og
lýsa mætti sem málamiðlunar-
leiðgegn verðbólgu, að afstað-
inni um það bil 15% gegngis-
lækkun þegar i stað, samhliða
nokkurri skerðingu verðbóta-
ákvæða gildandi kjarasamn-
inga auk hliðarráðstafana á
sviði rikisfjármála og lána-
mála.
Eins og nú er ástatt i efnahags-
málum verður að álita, að sú
meginhugmynd, sem fólgin er i
málamiðlunarleiðinni, sem lýst
er i fimmta dæminu (nánar til-
tekiðDæmi 5b) ilokagrein þriðja
kafla sé skárri kostur, þegar tekið
ertillittil sem flestra markmiða i
efnahagsmálum. 1 þessu felst
fýrst og fremst ábending um að-
alatriði nauðsynlegra aðgerða en
ekki um framkvæmd þeirra i
einstökum greinum. í þessu
efrii skiptir miklu máli, að ekki sé
gengið iengra i mildandi ráðstöf-
unum á sviði rikisfjármála en
raunverulegur grundvöllur er
fyrir.
Enn ein nýjung frá
Tækniskólanum
Nýjasti árangur af viðleitni
Tækniskóla islands til að svara
þörfum þjóðfélagsins fyrir margs
konar tæknimenntun er braut-
skráning 5 byggingatækna, þann
20. des. s.l. segir i fréttatil-
kynningu frá skólanum.
Hugmyndin er að bygginga-
tæknarnir muni einkum starfa
sem byggingastjórar, verk-
stjórar, eftirlitsmenn, verktakar,
sölumenn og innkaupastjórar, og
i minna mæli sem aðstoðarmenn
á rannsóknastofum og sem
starfsmenn á verkfræðistofum
eða við landmælingar. Næst hefst
kennsla á þessari námsbraut i
haust.
Sama dag voru brautskráðir 7
raftæknar og eru þeir þar með
orðnir 44 frá skólanum i 6 ár-
göngum. Hafa þeir viða haslað
sér völl og menntunin reynzt hin
nytsamasta.
Loks voru brautskráðir 12
byggingatæknifræðingar og eru
þeir þar með orðnir 118 frá skól-
anum i 7 árgöngum.
Nám tæknanna tekur 2 1/2 ár
eftir sveinspróf, en tæknifræðinga
5 1/2 ár. Menntun meinatækna er
þó með öðrum hætti og tekur 2 ár
eftir stúdentspróf.
í haust var tekið upp svokallaö
áfangakerfi i Tækniskólanum og
hefur það gefizt mjög vel.
Fjöldi nemenda á haustönn var
nálega 300.
12 byggingatæknifræðingar er brautskráðust nýlega: Talið frá vinstri: fremri röð: Sveinn Karlsson, óiafur
Stefánsson, Stefán Finnsson, Steingrfmur Hauksson, Stefán Veturliðason, aftari röð: Sveinn Krist-
jansson, Hermann Hermannsson, Ingólfur Margeirsson, GIsli Gunnlaugsson, Baldur Bjartmannsson,
Haukur Helgason og Atli Jóhann Hauksson.
JMW MíL
mmm 'i _ ~ -
Mynd af 6 raftæknum (einn vantar), talið frá vinstri: fremri röð, Björn Ingvarsson, Sigmar Guðbjörnsson,
Ágúst Jónsson, aftari röö: Stefán Arngrimsson, Kristinn Kristinsson, Magnús Björnsson, Guðmund Þor-
leifsson vantar á myndina
Hinir 5 nýbrautskráðu byggingatæknar, taiið frá vinstri: Gestur Björnsson, Jón Guömundsson,
Bjarni Snæbjörnsson, Sigurbjörn Þokelsson og Karl Ragnarsson.