Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 1
FÆRIBANDAREIMAR í METRATAU LANDVÉLAR HF. Smiðjuvegi 66. Sími: 76600. < GISTING MORGU NVERÐUR 45. tölublað laugardagur 4. marz 62. árgangur SIMI 2 88 66 ÞÁTTTAKA MISJÖFN í VINNUSTÖÐVUNINNI GV— Það er ljóst að undirtektir við tilmæli forráðamanna stærstu launþegasamtaka i landinu hafa verið misjafnar. Fjármálaráðu- neytið hefur sent fjörlmiðlum skrár um mætingu rikisstarfs- manna eftir stofnunum þann 1. og 2. marz og sýna þær að þátttaka I vinnustöðvuninni hefur verið óveruleg. Þó hafa ekki enn borizt upplýsingar um allar stofnanir menntamálaráðuneytisins, en fljótt á litið virðist sem þátttaka rikisstarfsmanna hafi verið mest i skólum. En hvað hyggjast launþega- samtökin gera i framhaldi af þessum aðgerðum? —Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarð- anir um hvað skuli gera i fram- haldi af þessum aðgerðum sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB i viðtali við Timann . Mein- ingin er að leggja til á fundi stjórnarBSRB að samninganefnd verði skipuð og kölluð saman næstkomandi föstudag. Fyrir þeim fundi' mun liggja tillaga um körfu á endurskoðun á kaupliðum samninganna. Sú krafa felur i sér að samningarnir verði teknir i gildi, sagði Kristján. Mörg félög innan Al- þýðusambands Isfands hafá nú þegar sagt upp kaupliðum samninganna og önnur hafa til- Kynnt að af þvi verði um næstu mánaðarmót. Nánar er greint frá þátttöku i vinnustöðvuninni á bls. 10 og 11. A útifundinum á miðviku- dag mætti Jón Iiannesson for- maður Launamálaráðs BHM með þennan skjalabunka og er hann „til vitnis um þá viðleitni að mæta viðsemjendum okkar af sanngirni og nota rök byggð á opinberum gögnum og skýrslum,” sagði Jón i ræðu sinni. Hann sagði ennfremur: „Ef þessi ólög sem Alþingi hefur nýverið samþykkt verða ekki brotin á bak aftur væri eðlilegast að feykja þessum skjalastafla i veður og vind, loka skrifstofum okkar, spara okkur það fé og þá fyrirhöfn sem felst í gerð kjarasamn- inga”, Á myndinni gerir Jón sig liklegan til aö henda skjalabunkanum. Timamynd: Gunnar. AÐEINS DAGSPURSMÁL HVENÆR FRYSTIHÚSIN LOKA Hei — Aðalrekstrarerfiðleikar frystihúsanna i Vestmannaeyjum og á Suðvesturlandi stafa af rangri verðlagningu milli stór- fisks og millistærðar af fiski, sagði Stefán Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar i Vestmannaeyjum, i viðtali við blaðið. A þessu svæði er mikill hluti hráefnisins stórfiskur, og fyrir hann þarf að greiða 20-25% hærra verk. Þar við bætist, aö i vinnslu gefur stórfiskur 2-3% verri nýt- ingu en millifiskur. Útkoman úr þessu er sú, að hráefniskostnaður hjá frystihúsunum hér i Eyjum er um 60% af útflutningsverömæti, en væri eðlilegur um 50% og svo er viða annars staðar. Meðan veröið á saltfiski var hátt gat þetta gengiö, en svona gengur þetta ekki lengur. Astandiðer sliktnú, að ekki var hægt að greiða útgerðarmönnum fyrir fiskinn um þessa helgij þannig að sjómenn fá ekki sin laun. Má þvi segja að aðeins sé dagaspursmál hvenær verði aö loka fyrirtækjunum. Þaö væri svo skelfilegt að ég þori varla að Arið 1977 nam heildarafli, hag- nýttur á Suðurnesjum, alls 163.137 tonnum miðað við óslægðan fisk. Verðmæti aflans upp úrsjó nam 6,4 milljörðum króna, en út- flutningsverðmæti aflans er áætl- að 14,5 milljarðar króna, sem er nálægt 20% alls útflutningsverð- hugsa um það ástand sem þá yröi i bæ eins og Vestmannaeyjum, þar sem hreinlega allt byggist á fiski. Um erindislok frystihúsa- manna til Reykjavikur sagöi mætis sjávarafla landsmanna 1977. „Þrátt fyrir þennan mikla aflafeng á fiskvinnslu og útgerö Suðurnesjamanna við mikla fjár- hagserfiðleika að striða, þegar á heildinaerlitið, oger nú svo kom- ið að fjöldi fyrirtækja hefur orðið Stefán, að allt væri óljtíst ennþá. Máliö væri i höndum sjávarút- vegsráðherra ogtreysti hann á að eitthvaðgerðistþarfljótlega. Það yrði hreinlega að vera mjög fljót- lega. að hætta störfum og önnur ramba á barmi stoðvunar. Skuldir fiskvinnslu og útgerð- arfyrirtækjanna við sveitar- félögin, rafmagnsveiturnar, ríkissjóð, oliufélögin og ýms þjón- ustufyrirtæki eru svo miklar að i Framhald á bls. 19. Fyrirsjáanlegt atvinnu- leysi á Suðurnesjum — takist ekki að finna lausn á vanda fiskvinnslunnar Inneignirnar í Danmörku: Byrjaðir að flytja gjaldeyr- inn heim SKJ — Gjaldeyriseftirlitinu hafa nú borizt svör frá eigendum inni- stæða i sænskum bönkum og eru reikningseigendur þegar farnir að flytja fé sitt heim. Að sögn Sigurðar Jóhannessonar for- stöðumanns Gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Islands hafa verið gerðarráðstafanir til aö fleir fari að fordæmi þeirra reikningseig- enda, er þegar hafa orðið við til- mælum Gjaldeyriseftirlitsins þess efnis að þeir selji islenzkum bönkum gjaldeyrinn. Um 80 Islendingar eiga reikn- inga i Danmörku, en Siguröur vildi ekkisegja til um hvemargir hefðu þegar flutt innistæðurnar til íslands, enkvað mikla hreyfingu á málum reikningseigenda þessa dagana. Landsbanka málið: 25 millj. sóttar til Sviss GV —Á miðvikudag var i Saka- dómi úrskurðað að gæzluvarö- hald fyrrverandi forstöðumanns ábyrgðardeildar Landsbankans skyldi framlengt um tvær vikur, tilkl. 16.15. marz, en sem kunnugt er hefur Haukur Heiðar verið i gæzluvarðhaldi allt frá 22. des- ember siðastliönum. Réttar- gæzlumaður Hauks Heiöar, Sveinn Snorrason hefur kært úr- skurðinn til Hæstaréttar. Blaðinu barst i gær eftirfarandi fráttatilkynning frá Sveini Snorrasyni hrl, og Landsbanka Islands: Sveinn Snorrason, hrl., réttar- gæzlumaður Hauks Heiðar, og Barði Arnason, forstöðumaður erlendra viðskipta Landsbanka tslands, fóru um siöustu helgi til Sviss til þess aö sannreyna þá staðhæfingu Hauks Heiöar aö hann geymdi þar fjármuni, sem hann óskaði að rynnu til Lands- bankans upp i væntanlegar kröfur bankans á hendur honum. Sam- ráð var haft við Rannsóknarlög- reglu rikisins og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans um ferö þessa. Fjármunir þessir eru aö hluta til i verðbréfum, sem enn hafa ekki verið seld vegna þeirrar óvissu, sem rikir á verðbréfa- markaði i svissneskum frönkum. Fjármunir þessir eru nú i sameiginlegri vörzlu Lands- bankans og Sveins Snorrasonar, hrl., og ætlaðir til ráöstöfunar til Landsbankans þegar hann krefst þess. Verðmæti þessara fjármuna má ætla að sé liðlega 25 milljónir króna. Auk þessa hefur Haukur Heiðar þ. 8. febrúar s.l. gefiö út þing- lýstar skuldbindingar um aö ráö- stafa ekki fasteignum sinum i Reykjavik og Grafningi án sam- þykkis Landsbankans og afhent bankanum til vörzlu hlutabréf aö verðmæti 6-7 millj. króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.