Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 4, marz 1978 Jón Skaftason: Sami kjördagur verði í alþingis- og sveitar- s tj ór narkosningum Á fundi sameinaðs þings á fimmtudag mælti Jón Skaftason (F) fyrir þingsályktunartillögu sinni um sama kjördag fyrir alþingis- og sveitarstjórna- kosningar. Tillögugreinin hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að láta athuga, hvort ekki sé æskilegt, að reglu- legar kosningar til alþingis og sveitarstjórna fari fram sam- timis.” Sagði Jón Skaftason i fram- söguræðu áð hann flytti málið i þingsályktunarformi vegna ým- issa vandamála og tengdra laga- breytinga sem þurfa athugunar við. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Þingsályktunartil- laga þessi var lögð fram á siðasta þingi, en var ekki afgreidd. Kjörtimabil til alþingis og sveitarstjórna er venjulegast 4 ár. „Skv. 57. gr. laga nr. 52 frá 14. ágúst 1959, sbr. lög 22/1971, eiga almennar reglulegar alþingis kosningar að fara fram siðasta sunnudag i júnimánuði. Hafi þingrof átt sér stað getur kjör- dagur þó verið annar. Skv. 17. gr. laga nr. 58 frá 29. marz 1961 eiga almennar sveitar- stjórnarkosningar i bæjum og þeim hreppum, þar sem fullir 3/4 hlutar ibúanna eru búsettir i kauptúni, að fara fram siðasta sunnudag i maimánuði, sem ekki Jón Skaftason ber upp á hvitasunnudag. Þáð er vel þekkt hérlendis að kosningaundirbúningur fyrir alþingis- og sveitarstjórnar- kosningar er kostnaðarsamur og timafrekur. Siðustu vikurnar fyrir kosningarnar eru starfs- menn flokkanna og embættis- menn, sem sjá eiga um kosning- arnar, algjörlega bundnir kosningastarfinu. Kosninga- undirbúningsins gætir og um allt þjóðfélagið. Venjulegast er ekki kosið sama ár til alþingis og sveitarstjórna. Rándýr kosningaundirbúningur fer þvi fram bæði fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar. Frá Þjóðfélagslegu sjónvarmiði verður að telja þetta óheppilegt og að áliti flm. þessarar, tillögu ónauðsynlegt. Réttur kjósandans til að neyta atkvæðisréttar sins ætti á engan hátt að skerðast við þá bjytingu, að kjördagur fyrir reglulegar alþingiskosningar verði sá sami og að þær fari fram samtimis. Með tillöguflutningi þessum er lagt til, að alþingi feli rikis- stjórninni að athuga breytingu þessa áttina. Flm. er kunnugt um, að ár- ið 1970 var i Sviþjóð tekið i lög það ákvæði að kjósa samtimis til þjóðings (riksdagen), lands- þinga (landsting) og sveitar- og bæjarstjórna (kommun). Þessi skipan gekk i gildi um leið og einnar deildar kerfi var komið á i þjóðþinginu. Kjördagur þar er þriðji sunnudagur i september þriðja hvert ár. Aður höfðu gilt svipuð ákvæði og hér, þ.e. að kjörtimabilið var fjögur ár og kpsningar annars vegar til þjóð- þingsins og hins vegar til lands- þinga og sveitar- og bæjarstjórna voru aðskildar og fóru ekki fram á sama ári.” Jón sagði i framsöguræðu sinni að umrædd breyting i Sviþjóð hefði gefizt vel, haft i för með sér S veitar s tj ór nar kosningar: Kosið verði á laugardegi — sami kjördagur um allt land Á fundi i neðri deild alþingis á miðvikudag mælti Gunnlaugur Finnsson fyrir frumvarpi til iaga um breytingu á lögum um sveitarstjórnarkosningar. Meðfiutningsmenn Gunnlaugs að frumvörpum þessum eru Ólafur G. Einarsson (S), Magnús T. ólafsson (Sfv) og Páll Pétursson (F). 1 greinargerð með frum- varpinu um breyting á sveitar- stjórnarlögum og efnislega samhljóða framsöguræðu Gunnlaugs segir: „Með frum- varpi þessu er gert ráð fyrir tvenns konar breytingum á sveitarstjórnarlögum, hvorum tveggja að þvi er varðar kosningar til sveitarstjórnar. 1 fyrsta lagi er gert ráð fyrir þvi, að kjördagur verið einn og hinn sami um land allt, þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Lita verður svo á, að tveir kjördagar með sem næst mán- aðar millibili séu leifar af Ureltu skipulagi. Þegar lögbundinn kjördagur I þéttbylissveitarfé- lögum var færður frá siöasta sunnudegi i janUar til siðasta sunnudags i mái, sem ekki er hvitasunnudagur, þótti ekki rétt að stiga skrefið til fulls. Senni- lega hafa vorannir i sveitum, einkum vegna sauðburðar, valdið þvi, enda getur kjör- dagur samkvæmt gildandi reglum verið hvenær sem er á timabilinu frá 18. mai (ef hvita- sunnudag ber upp á 25. mái) til mánaðarloka. Hér er lagt til að horfið verði frá þeirri hefð að kjósa á sunnudegi. Laugardagur er nU orðinn almennt fridagur og ekki afgerandi stærri sá hópur sem Gunnlaugur Finnsson bundinn er vegna starfs sins á laugardegi en sunnudegi. Ætla má, að hinn stóri hópur kjör- stjórnarmanna og annarra starfsmanna við kosningar, og ekki siður mikill þorri almenn- ings, sem vakir eftir kosninga- Urslitum, geti mætt betur hvildur til starfs sins á mánu- dagsmorgni en ella, ef þessi háttur verður upp tekinn. 1 öðru lagi er lagt til að gerðar verði breytingar á framkvæmd óhlutbundinna kosninga. Óbundið persónukjör á sér enn víða stað i strjálbýlishreppum og er ekki ástæða til að leggja það niður að svo stöddu, þótt frá þvi hafi verið horfið I nálægum löndum. Lagaákvæði nU heimila tvenns konar framkvæmd: Annars vegar að kosnir eru helmingi fleiri fulltrUar en kjósa skal á einum lista, og eru þeir rétt kjörnir aðalmenn sem flest fá atkvæði þar til fyllt eru sæti aðalmanna, en varamenn verða jafnmargir, eftir þvi sem atkvæði hafa fallið. Gallinn við þessa framkvæmd er augljós og ékki rakinn itarlega hér, þó aðeins bent á þá staðreynd, að þeir gætu náð kjöri sem aðal- menn sem ekki hafa til þess raunverulegt kjörfylgi, enda þótt þeir hafi kjörfylgi til að taka sæti varamanns. Þessi aðferð mun enda vera fram- kvæmd á tiltölulega fáum stöðum. Hin aðferðin, að kjósa aðal- menn sér og siðan varamenn, krefst tveggja kjörfunda og leiðir viðast til þess, að kjör- dagar verða tveir. Er raunar vart hægt að sjá aö fullt samræmi sé milli ákvæð- anna um kjörfundi i kosninga lögum til alþingis, sem gilda einnig i sveitarstjórnar- kosningum, og ákvæðanna i sveitarstjórnarlögunum og lögum um sveitarstjórnar- kosningar hins vegar. SU leið, sem lagt er til i frv. að farin verði, ætti að gera kleift að kjósa aðalmenn og varamenn á sama kjörfundi og tryggja að ekki verði aðrir kosnir aðal- menn en þeir, sem til þess hafa kjörfylgi, en þeim nýtist at- kvæðin til kjörs varamanna, sem fá atkv. á lista aðalmanna, nái þeir ekki kjöri sem slikir.” Þá mælti Gunnlaugur fyrir frumvarpi til laga um breytingu 'á lögum um sveitarstjórnar- kosningar og sagði að um væri að ræða fylgifrumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnar- lögum og væri til samræmingar. Þórarinn Þórarinsson: Hægja á fram- kvæmdahraða á Grundartanga Framhald fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu Jónasar Arnasonar (Abl), Stefáns Jóns- sonar (Abl) og Lúðviks Jóseps- Sonar (Abl) um könnum á rekstrarhorfum járnblendi- verksmiðjunnar í Hvalfirði urðu sl. fimmtudag. Tillaga þingmanna Alþýðu- bandalagsins hljóðar svo: „Alþingi ályktar að kjósa sjö manna nefnd til að kanna rekstrarhorfur járnblendiverk- smiðjunnar í Hv-alfirði. Verði störfum nefndarinnar hraðað sem mest má verða. Leiði könn- un i ljós að fvrirsjáanlegt tap verði af fyrirtæ'íii þessu skulu framkvæmdir á Grundartanga stöðvaðar tafarlaust og leitað skynsamlegra ráða til að hag- nýta aðstöðuna þar.” Þórarinn Þórarinsson (F) lýsti sig andvigan tillögunni i þeirri mynd sem hiín væri upp borin og kvaðst ekki vantrúaður á viðgang járnblendiverksmiðj- unnar, væri til lengri tfma litið. Hins vegar væri ljóst, að á með- an sú kreppa sem nú stendur i stáliðnaði, vari, verði ekki um arð af verksmiðjunni að ræða. Þvi væri hann fylgjandi þvi að athugað yrði hvort ekki bæri að draga úr framkvæmdahraðan- um á Grundartanga og þá jafn- framt við Hrauneyjafossvirkj- un. Betra væri að skera niður fjárfestingu við stórfyrirtæki eins og þetta, þegar nauð- syn er á fjárfestmgarniður- skurði, heldur en að skera niður fjárframlag við minni einingar. Við það skyldi þá miða að járn- blendiverksmiðjan verði full- búin til framleiðslu þegar betur árar- i stáliðnaði, en þess ætti ekki að vera mjög langt að biða. sparnað og minni ófrið af kosningum og sjaldnar, og hefði hann fyrir sér ummæli margra sænskra þingmanna i þessum efnum. Þá sagði Jón að tillögu þessa, svo ogfrumvarptillagaum aukin áhrif kjósandans á röðun lista, flytji hann með það i huga að ein- falda mjög þá athöfn sem felst I þvi að kjósa sér fulltrUa á alþingi og i sveitarstjórnir. alþingi Rannsókn á lifnaðarhátt- um æðarfugls Sigurlaug Bjarnadóttir hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á |lögúm um fugla- veiðar og fuglafriðun. Meðf- lutningsmenn Sigurlaugar eru Jóhannes Arnason (S) og Gunn- laugur Finnsson(F): Fyrsta grein frumvarpsins hljóðar þannig: „Aftan við l.mgr. 11. gr. laganna bætist: Ef eðlilegum nytjum af æðvar- varpier ógnað af ágangi arnar, er ráðuneytinu skylt, sé þess óskað af hlutaðeigandi varpbónda, að senda svo fljótt sem unnt er sér- fræðing á staðinn, er fylgist með og geritillögur um, hvernig megi koma i veg fyrir eða bæta tjón af völdum arnarins. Ráðuneytinu er þá heimilt að gripa til tafarlausra aðgerða til varnar viðkomandi æðarvarpi, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 27.gr., án þess þó að erni verði eytt.” t greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Æðarvarp á tslandi hefur þvi miður farið minnkandi á síðari árum og mun þar ekki sizt um að kenna ágangi varg- fugla, svartbaks, hrafns og arnar. Gegn tveimur hinum fyrrnefndu hafa verið hafðar uppi nokkrar varnir, sem þó hafa ekki getað stöðvað fjölgun þeirra, sérstak- lega svartbaksins. örninn er hins vegar alfriðaður og má það telj- asteðlilegt, svo mjög sem gengið hefur á arnarstofninn á siðari ár- um, svo að fuilrar varúðar er þörf. Einmitt vegna þess er eins vægt farið i sakirnar og hægt er I þessu frumvarpi. Framkvæmd þess, ef að lögum verður, mundi engu að siður vera vinningur og aukið öryggi fyrir varpeigendur og um leið gagnlegt fyrir visinda- menn okkar að fá þannig tækifæri til að fylgjast með hátterni arnar- ins og þvi tjóni, sem hann veldur á æðrvarpi er hann herjar á.” Bann við erlendum fjárframlögum til stj ór nmálaflokka Stefán Jónsson (Abl) mælti á miðvikudag fyr- ir frumvarpi til laga um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við islenska stjórnmála- flokka. Meðflutnings- menn hans eru: Oddur Ólafsson (S), Jón Árm. Héðinsson (A) og Stein- grimur Hermannsson (F). Greinargerð með frumvarpinu hljóðar svo: „Að dómi flutnings- manna er æskilegt að sett verði sérstök löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka á landi hér, þar sem m.a. verði kveðið á um skyldur þeirra til opinberra reikningsskila, og verði þar að sjálfsögðu reistar skorður við þvi, að erlendir aðilar geti náð á þeim fjárhagslegum tökum. Sérstök þingnefnd, skipuð fulltrúum allra flokka, vinnurnú að undirbúningi þessa máls, sem er allmikið og vandasamt verk. Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp, sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú i vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaf lokks, Al- þýðuflokksins að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga tilþess að kosta útgáfu blaðs sins og standa straum af annarri stjórnmála- starfsemi á landi hér. Skiptir hér ekki máli að dómi flutnings- manna þótt gjafafé þetta sé sótt til Norðurlanda. Þarf ekki að rök- styðja það álit i greinargerð þvi alls ekki verðúr við það unað, að neinir erlendir aðilar fái að gera út stjórnmálaflokka á tslandi.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.