Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. marz 1978
5
Starfslaun ur launasjoði Mosfeiishreppur
rithöfunda 1978 — Lóðaúthlutun
— 248 mánaðarlaun til 86 rithöfunda
ESE — Starfslaunum úr Launa-
sjóði rithöfunda hefur verið út-
hlutað fyrir árið 1978.
Fjárveitingar til sjóðsins í fjar-
lögum námu 47.181.000.00 krón-
um, en það nægir til veitingar 248
mánaðarlauna, samkvæmt byrj-
unarlaunum menntaskólakenn-
ara.
Rett til greiðslu úr sjóðnum
höfðu islenzkir rithöfundar og
höfundar fræðirita og einnig var
heimilt að veita starfslaun fyrir
þýðingar á islenzku.
Sú kvöð fylgdi veitingu starfs-
launa i 3 mánuði, eða lengur, að
þeir höfundar.sem um þau starfs-
laun sóttu, skuldbundu sig til þess
aðgegna ekkifastlaunuðu starfi á
meðan þeir nytu starfslauna.
Umsóknarfrestur um starfs-
laun úr sjóðnum rann út 31. des-
ember s.l. og bárust sjóðnum 135
umsóknir. Tveir rithöfundar
fengu starfslaun i 9 mánuði, 5 rit-
höfundar hlutu 6 mánaða
starfslaun, 24 fengu 3 mánaða
starfslaun og 46 fengu starfslaun
til tveggja mánaða.
Eftirtaldir rithöfundar hlutu
starfslaun úr Launasjóði rithöf-
unda fyrir árið 1978:
9 mánaða laun hlutu:
Hannes Pétursson
Þorsteinn frá Hamri
6 mánaða laun hlutu:
Einar Bragi
Ingimar Erl. Sigurðsson
Jóhannes Helgi Jónsson
Jón Helgason
Vésteinn Lúðviksson
4ra mánaða laun hlutu:
Guðbergur Bergsson
Guðmundur Danielsson
Guðmundur Gislason Hagalin
Hafliði Vilhelmsson
Hjörtur Pálsson
Jón Björnsson
Jón úr Vör
Jökull Jakobsson
Tryggvi Emilsson
3ja mánaða laun hlutu:
Birgir Sigurðsson
'Einar Pálsson
Guðmundur Frimann
Gunnar M. Magnúss
Indriði Indriðason
Jakobina Sigurðardóttir
Jón Óskar
Kristinn Reyr
Oddur Björnsson
Ólafur Haukur Simonarson
Pétur Gunnarsson
Sigurður Guðjónsson
Sigurður A. Magnússon
Sigvaldi Hjálmarsson
Steinar Sigurjónsson
Steingerður Guðmundsdóttir
Steinunn Sigurðardóttir
Thor Vilhjálmsson
Þórarinn Eldjárn
Þorgeir Þorgeirsson
Þorsteinn Stefánsson
Þórunn Elfa Magnúsdóttir
Þráinn Bertelsson
Ornólfur Árnason
'2ja mánaða laun hlutu:
Agnar Þórðarson
Anna Kristin Brynjólfsdóttir
Armann Kr. Einarsson
Bergsveinn Skúlason
Birgir Svan Simonarson
Bragi Sigurjónsson
Davið Oddsson
Egill Egilsson
Einar Guðmundsson
Einar Laxness
Eirikur Jónsson
Eiríkur Sigurðsson
Elias Mar
Ernir Kr. Snorrason
Filippia S. Kristjánsdóttir
Gestur Guðfinnsson
Gisli J. Astþórsson
Gréta SigfUsdóttir
Guðlaugur Arason
Guðmundur L. Friðfinnsson
Gunnar Benediktsson
Gunnar Dal
Gunnar Gunnarsson
Gylfi Gröndal
Helgi Sæmundsson
Hilmar Jónsson
Hreiðar Stefánsson
Indriði Úlfsson
Indriði G. Þorsteinsson
Ingólfur Jónsson
Jóhann Hjálmarsson
Sr. Jón Thorarensen
Jónas Guðmundsson
Kári Tryggvason
Kristján frá Djúpalæk
Magnús MagnUsson
Matthias Jóhannessen
Nina Björk Arnadóttir
Olga Guðrún Árnadóttir
Pjetur Lárusson
Ragnar Þorsteinsson
Sigurður Pálsson
Stefán Júliusson
Torfey Steinsdóttir
Þórir S. Guðbergsson
Þorsteinn Marelsson.
Alis hefur þvi verið úthlutað 248
mánaðarlaunum til 86 rithöfunda.
Mótmæli frá
framreiðslu-
mönnum
Fundur haldinn i Félagi
framreiðslumanna 28. febrúar
1978 mótmælir harðlega þeirri
árás, sem felst i samþykkt
meirihluta alþingis á frumvarpi
rikisstjórnarinnar hinn 16. þ.m.,
þar sem vegið er að frjálsum og
lögmætum samningum verka-
lýðsfélaganna.
Mosfellshreppur auglýsir hér með eftir
umsóknum um einbýlishúsalóðir i Tanga-
hverfi.
Umsóknum sé skilað fyrir 18. marz 1978.
Eyðublöð fást á skrifstofu hreppsins, Hlé-
garði.
Áætlað er að svæðið verði byggingarhæft
siðari hluta sumars.
Sveitarstjóri.
Hjúkrunarfræðinga
vantar i sumarafleysingar á Sjúkrahúsið
á Sauðárkróki.
Upplýsingar gefur hjúkrunarfram-
kvæmdarstjóri i sima 95-5270.
Sjúkrahús Skagfirðinga
Sauðárkróki.
Aðalfundur
Gigtarfélags íslands verður haldinn i
Dómus Medica sunnudaginn 5. marz kl.
15 •
Dagskrá skv. félagslögum.
Á fundinum talar Guðný Danielsdóttir
læknir um vöðvagigt.
Mætið vel og stundvislega.
Gigtarfélag íslands
í sýningarsalnum Armúla 3 ídagogá morgun
10-17
AUGLYSINGASTOFA SAMBÁNDSINS / LJOSM EFFECT- S ÞOFiGEIRSSON
Heimsins fyrsti
fólksbíll með V8- dísilvél
Einnig sýnumvið
nokkra aðra vinsæla GM-bíla
Höfum gert bækling á íslensku sem lýsirhinum
mörgu og ótrúiegu nýjungum þessa bíls, ásamt
16000 km reynsluaksturslýsingu hins virta
tímarits Popular Science.
1féladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900