Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. marz 1978
3
Mikið um
árekstra
i gær
— Bakkus við
stýrið í tveim
tilfellum
Fram til kl. 19 i gær urðu yfir 40
árekstrar i Reykjavik. Aksturs-
skilyrði voru mjög slæm vegna
hálku, en einnig mun föstudags-
umferðin hafa haft sitt að segja.
Engin alvarleg slys urðu á mönn-
um, en tveir þeirra sem i þessum
árekstrum lentu, voru grunaðir
um að hafa haft Bakkus konung
með i ferðum.
fangelsi fyrir
minni afbrot
HEI— Ég trúi ekki að fangelsis-
vist bæti nokkurn mann, þó að
hún sé þvi miður oft nauösynleg.
Tel ég þvi að takmarka þurfi
fangelsisrefsingar eins og unnt
er með góðu móti, sagði Ölafur
Jóhannesson dómsmálaráð-
herra, á blaðamannafundi s.l.
fimmtudag.
Lögfestar voru breytingar á
ákvæðum almennra hegningar-
laga árið 1976, sem rýmkuðu
heimildir til að beita sektarrefs-
ingum fyrir ýmis fjármuna- og
skjalabrot. Breytingar þessar
vorugerðar að tillögu hegninga-
laganefndar.
Dömsmálaráðuneytið telur
rétt, að i framhaldi af þessum
breytingum verði nú stofnað til
heildarendurskoðunar á viður-
lagakerfi refsilaga. Þess er
óskað, að hegningarlaganefnd
hefji nú þegar endurskoðun
þessa, sérstaklega að athuga
möguleika á enn rýmri heim-
ildum tilað beita sektarrefsingu
eingöngu, einkum um minni
háttar afbrot. Jafnframt verði
kannað hvort fært sé að taka
upp nýjar refsitegundir, er
komið gætu i stað refsivistar i
vissum tilvikum. Má i þvi sam-
bandi nefna meðal annars
skýldunám, t.d. iðnnám, þjón-
ustu- eða skylduvinnu einhvers
konar, eða skyldu til að vera á
einhverjum ákveðnum stað sem
viðkomandi væri komið fyrir á
um ákveðinn tima. Yrðu menn
þá auðvitað undir eftirliti þann
tima er ákveðinn væri i hverju
tilfelli.
Þess er vænzt að unnt verði að
leggja lagafrumvarp eða
frumvörp um þetta efni fýrir
það Alþingi er nú situr.
Þá kom frem á fundinum, að
reynt verður eftir megni að
stytta tímann frá dómsupp-
kvaðningu þar til afplánun
hefst. Rúm er nú fyrir um 100
fanga i islenzkum fangelsum.
Tiðni brota var hér lengi vel í
lægri kantinum miðað við önnur
Evrópulönd. En undanfarin ár
hafa verið hér hlutfallslega
fleiri morðmál en viða annars
staðar.
Til upplýsingar má geta þess,
að gert er ráð fyrir að hver vist-
dagur fanga kosti nálægt 10 þús.
kr. á yfirstandandi ári.
Félag isl. stór-
kaupmanna:
Álagning
í heildsölu
afur
komin í
lágmark
Félag islenzkra stór-
kaupmanna mótmælir harðiega
þeirri ákvörðun verðlagsyfir-
valda að lækka verzlunar-
áiagningu um 10% i kjölfar
gengisfellingarinnar i fcbrúar,
segir i ályktun er félagið hefur
sent frá sér.
Siðan segir að frá þvi álagning
hafi litillega verið leiðrétt i april
eftir lækkanir i kjölfar gengis-
fellinga haustið 1974 og febr. 1975
hafi álagning aðeins verið leiðrétt
einu sinni, þ.e. i nóv. 1977. Sú tak-
markaða leiðrétting hafi nú verið
tekin aftur að fullu.
Þá segir að álagning i heildsölu
sé aftur komin i fyrra lágmark
þrátt fyrir að i greinargerð verð-
lagsstjóra fyrir tillögunni til
hækkunar i nóv. s.l. segi aö i
skýrslu Þjóðhagsstofnunar um
verzlun komi fram að afkoma
þeirra er bundnir eru af verðlags-
ákvæðum.sé ekki góð og i sumum
tilfellum slæm. Lækkunin nú sé
þvi alveg órökstudd.
Einnig mótmælir félagið þvi
harðlega, aö álagning i heildsölu
sé nú mun lægri en hún hafi áður
verið, á sama tima og allir
kostnaðarliðir hafi stórhækkað.
Rekstrarfjárskortur heildverzl-
unar hafi aldrei verið meiri og
vaxandi erfiðleikar með fjár-
magna eöiileg vörukaup, sem
dregur úr þjónustu, til tjóns fyrir
neytendur.
Félag islenzkra stór-
kaupmanna leggur áherzlu á að
heildverzluninni verði heimiluö
eðlileg starfskjör og álagning
miðuð við þarfir vel rekinna
fyrirtækja.
Missti
framan af
handlegg
GV—A miövikudag varð það slys
á Vélbátnum Tjaldi frá Isafirði,
að maöur festist i spili með þeim
afleiðingum, aö hann missti
framan af vinstri handlegg ofan
viðolnboga. Maðurinn liggur nú a
sjúkrahúsi á Isafiröi og liöur vel
eftir atvikum.
Sektir frekar en
Aukum hlutfall framleiðslunnar
sem fer í dýrari pakkningar
Jón Thors, deildarstjori fangelsisdeildar, óiafur Jóhannesson,
ráðherra, og Þorsteinn Jónsson, fulltrúi 1 dómsmálaráðuneytinu.
dómsmálaráðherra, Eirfkur Tómasson, aðstoðarmaður dómsmála-
— segir Tryggvi Finnsson
um geymslu fisks í tönkum
JB—,,Já við erum aðfaraað taka
upp þennan háttinn varðandi
geymslu á fiski á næstunni. Þar
er þó eingöngu um að ræða
geymslu á óslægðum bátafiski
sem berstá land daglega. En það
hefur verið mikið vandamál að
verja þennan fisk fyrir skemmd-
um yfir nótt. Bæði er það að
óslægður fiskur geymist verr en
slægður, og svo hefur verið erfitt
að fá menn til að vinna við slæg-
ingu á nóttunni. Við teljum að
þetta muni bæði auka geymsluþol
fisksins og verðmæti hans.”
Þannig fórust Tryggva Finns-
syni, forstjóra Fiskiðjusamlags
Húsavikur orð, er blm. innti hann
eftir þvi hvort fyrirhugað væri að
taka upp notkun á tönkum til
geymslu á fiski i fyrirtækinu i
stað plastkassanna, sem nú eru
notaðir.
Að sögn Tryggva rakst hann
ásamt fleirum á þessa tanka, er
þeir komu i frystihús i Noregi i
sumar, þar sem verið var að gera
tilraunir með þessa geyma. Er
þetta eini geymirinn af sliku tagi i
landi i Noregi, en Norömenn hafa
haft þetta um borð i mörgum bát-
um sinummeðgóðum árangrisér
i lagi i sildarbátum. I þessum til-
raunatanki hafa verið gerðar alls
kyns rannsóknir m.a. geymslu-
þolsrannsóknir og hefur árangur-
inn orðið jákvæður. Hefur t.d.
verið hægt að geyma óslægðan
fisk i honum i allt að þrettán daga
óskemmdan. Aðferðin er fólgin i
þvi að köldu vatni, saltvatni eöa
sjó erdælti gegnum geymana þar
sem fiskurinn er geymdur, og
mun vera hægt að stjórna hita-
stiginu nákvæmlega. Þetta er
ekki ný aðferö til að geyma fisk,
þvi hún hefur lengi verið þekkt.
Hins vegar hefur gengið illa að
finna aðferð tilað losa tankana og
hefur það staöið i vegi fyrir þvi
fram til þessa, að hægt væri að
koma þessu i framkvæmd. Að
sögn Tryggva er það mál nú leyst
þannig, að lofthringrás inni i
tönkunumbeinirfiskinum þangað
sem hann á aö fara.
Ekki taldi Tryggvi þetta koma
til með að leysa plastkassana af
hólmi, en kvað það hins vegar
vera álit Norðmanna.
„Við hugsum þetta aðallega i
sambandi við óslægða fiskinn og
fisk sem geymist illa, — hefur t.d.
fengið i sig mikið af átu. Með
Plastkassar eru nú notaðir hér á landi i frystihúsum sem og bátum
til að geyma óunninn fisk.
þessu stefnum við að þvi að auka
hlutfall framleiðslu okkar i dýrari
pakkningar og ná sem mestu af
fiskinum sem fer i salt i fyrsta
flokk. Með þessum tönkum verö-
um við ekki eins bundnir af tim-
anum með slægingu, munum við
til dæmis geta geymt fisk sem
berst á föstudegi, fram á mánu-
dag. Það má segja aö þaö sé við-
leitni til að koma á venjulegum
vinnutima i fiskiðnaðinum eins og
i öðrum atvinnugreinum sagði
Tryggvi.
Kostnað sagöi Tryggvi vera tiu
til tuttugu milljónir og mun vera
áformað að setja tankinn upp i
húsinu i mai n.k.
Telexskákkeppni íslands og A-Þýzkalands
fer að likindum fram i apríl
SST — „Við höfum nýlega fengið
bréf frá forsetum FIDE og
Alþjóölega bréfskáksam-
bandsins, þar sem þeir- fóru
góðfúslega fram á það við okkur
að tefla við A-Þýzkaland I telex-
keppninni, svo að fyrsta alþjóð-
lega telexskákkeppnin mætti
verða að veruleika, og er það svar
þeirra við kæru okkar,” sagði
Einar S. Einarsson fórseti Sí i
samtali viö Timann i gær.
Eins og kunnugt er varð ekkert
úr fyrirhugaðri telexkeppni þess-
ara landa fyrr i vetur, þar sem A-
Þjóðverjar ákváðu upp á eigin
spýtur að fresta henni, en annað
tveggja landanna teflir við Rúss-
land eða Hoiland til úrslita. Svar
Skáksambandsins við frestun A-
Þjóðverjanna var að kæra þá til
forseta fyrrgreindra skáksam-
banda, sem nú hafa svarað kær-
unni á þennan hátt.
— Við erum svo sem ekkert
sérstaklega ánægðir með þessi
málalok og teljum enn, að kepp-
endur i slikum keppnum eigi ekki
að geta ákveðið frestun upp á
eigin spýtur án þess að tilgreina
nokkrar gildar ástæður, sagði
Einar ennfremur. — Við föllumst
hinsvegará beiðni forsetanna, og
ef að likum lætur fer keppnin
fram um miðjan april. Eins og
sakir standa nú er td. ekki útlit
fyrir að Guömundur Sigurjönsson
veröi laus fyrr en á þeim tima
vegna þátttöku i mótum erlendis,
en hann er einn þeirra sem keppa
fyrir Islands hönd telexkeppn-
inni, sagði Einar S. Einarsson aö '
lokum.