Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 4. marz 1978
HIM BO-veggsamstæður
fyrir hljómflutningstæki
Tilvaldar fermingargjafir
Húsgögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18
Sími 86-900
Mosfellshreppur
— Forstöðustarf
við leikskólann að Hlaðhömrum er laust
til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 18. marz.
Umsóknum skal skilað til undirritaðs sem
gefur nánari upplýsingar.
Sveitarstjóri.
Auglýsing
frá Menntamálaráði íslands
um styrkveitingar árið 1978
Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1978
verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir
úr Menningarsjóði íslands:
Útgáfa tónverka
Til útgáfu islenskra tónverka verður veitt-
ur styrkur að upphæð kr. 700.000.—.
Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um
tónverk þau sem áformað er áð gefa út.
Dvalarstyrkir listamanna
Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr.
250.000.—hver. Styrkir þessir eru ætlaðir
listamönnum sem hyggjast dveljast
erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið
og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum
skulu fylgja sem nákvæmastar upp-
lýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem
ekki hafa fengið sams konar styrk frá
Menntamálaráði siðastliðin 5 ár ganga að
öðru jöfnu fyrir við úthlutun.
Styrkir til fræðimanna
Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem
stunda fræðistörf og náttúrufræðirann-
sóknir. Umsóknum skulu fylgja upp-
lýsingar um þau fræðiverkefni sem unnið
er að.
Umsóknir um framangreinda styrki skulu
hafa borist Menntamálaráði, Skálholts-
stig 7 i Reykjavik fyrir 31. mars næstkom-
andi. Nauðsynlegt er að nafnnúmer um-
sækjanda fylgi umsókninni.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu Menningarsjóðs að Skálholtsstig 7 i
Reykjavik.
ASt, BSRB, Launamálaráð BHM, FFSt og INSt boðuðu til fjölmenns útifundar á Lækjartorgi á miö-
vikudag og sjást hér fundarmenn veita eftirfarandi ávarpi samþykki sitt:
Útifundur launþegasamtakanna, haldinn á Lækjartorgi 1. marz 1978, mótmælir harðlega árás rfkis-
stjórnarinnar á lifskjör launafóiks og frjálsan samningsrétt samtakanna.
Meö lögum frá alþingi stefnir rikisstjórnin aö stórfelldri kjaraskerðingu, þótt afkoma þjóðarbúsins og
þjóöartekjur gefi fyilsta tilefni ti umsaminna kjarabóta.
Riftun löglega gerðra kjarasamninga hefur vakið réttláta reiöi og hefur alþýða landsins risið upp til mót-
mæla meö tveggja daga allsherjarvinnustöövun. Fagna ber þeirri vlðtæku samstöðu sem tekizt hefur
meö stærstu launþegasatökum landsis, og þeirri einingu sem rikir um að hindra kjaraskerðingunni og
tryggja I framtiðinni fullan og óskorðaðan rétt til frjálsra samninga um kaup og kjör.
Aform rikisstjórnarinnar um að takmarka samningsréttinn meö skerðingu á vlsitöluakvæðum kjara-
samninganna eru tilræði við frjálsan samningsrétt launþegasamtaka á tslandi.
íslenzk alþýöa!
Sýnum órofa samstöðu.
Sameinumst öll undir kröfuna:
KJARASAMNINGANA t GILDI! Timamynd: Gunnar.
Umdeild vin
— vinnuveitendum og launþegum b
Tveggia daga vinnustöðvun
stærstu launþegasamtaka I land
inu er nú lokið, og er ljóst að
þátttakan hefur verið nokkuð
misjöfn, og jafnvel minni en for-
ystumenn launþegasamtakanna
höfðu vænzt. Vinnustöðvun þessi
er nokkuð annars eðlis en fyrri
verkföll lauaegasamtaka, og
greinir menn á um hvort þau eru
samkvæmt lögum eða ekki. Ekki
er boðað til verkfalla af hálfu for-
verkföll launþegasamtakanna
að undanteknum prentarafélag-
inu og verkalyðsfélaginu Dags-
brun, heldur er hverjúm og einum
félaga i sjálfsvald sett hvort hann
1 fari I verkfall eða ekki.
50% þátttaka
—Eftir þvi sem við höfum bezt
kynnt okkur er þátttakan 50% hjá
þeim stéttárfélögum, sem ekki
starfa við öryggis- og heilsu-
gæzlustörf, sagði Kristján
Thorlacius formaður BSRB I viö-
tali við Timann. Ég tel aö i heild
hafi þessar aögerðir heppnazt og
að stjórnvöld verði að hlusta á svo
ákveðin mótmæli sem þetta sýn-
ir. Það fer ekki á milli mála að al-
menningsálitið fordæmir, að ekki
sé staðiö við geröa samninga.
—Ég tel þetta fullkomlega eðli-
legar og lýðræðislegar aðgerðir.
Þetta er nauðvörn gegn þeim
ólögum sem alþingi hefur sett Ég
lái það engum þó að hann hræðist
hótanir stjórnvalda og ég vil taka
þaö fram og leggja á það mikla
áherzlu, að ef ríkisstjórnin ætlar
að framkvæma aðgerðir um opin-
bera brottrekstra, þá mun launa-
fólk i landinu risa upp til varnar,
sagði Kristján.
Óveruleg þátttaka.
Fjármálaráöuneytið hefur sent
til fjölmiðla fréttatilkynningu þar
sem birt er könnun um mætingu
ríkisstarfsmanna 2. marz, og
kemur þar fram að þátttakan i
verkfallinu hafi veriö óveruleg og
að vegna ummæla Kristjáns
Thorlacius formanns BSRB, um
að um helmingur rikisstarfs-
manna, annárra en þeirrá sem
starfa að heilbrigðis- og öryggis-
málum, hafi tekið þátt i verkfalli,
muni ráðuneytið birta skrá yfir
í Hafnarfirði var litil þátttaka I verkfallinu og lögðu hafnarverkamenn
ekki niður vinnu. Hér sjást þeir vinna við uppskipun. Kvað við annan
tón I höfninni I Reykjavlk eins og sést á neöri myndinni.
Tlmamyndir:G.E.