Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 4. marz 1978
Breyttir tímar
— ný vinnubrögð
Það er hvorki sanngjarnt eða
eðlilegt að bera saman liðandi
stund og viðhorf þau og að-
stæður, sem riktu á fyrstu árum
kaupfélaganna. Allt er gjör-
breytt. Hin daglegu verkefni eru
önnur, lifsviðhorfin ólik og ver-
öldin öll meö öðrum blæ.
f upphafi var megináherzlan
lögð á aö bæta verzlunarkjör og
verzlunarhætti. Sala búsafurða
var annað höfuðatriði umbóta-
starfsins. Undraveröum
árangri tókst oft að ná á fyrstu
áratugum félaganna. Astæðan
var ekki súað forystumennirnir
væru miklu snjallari verzlunar-
menn en þeir sem fyrir voru.
Munurinn varfyrst og fremstsá
að stefnt var að öðru marki. Og
vegna þess hve ástand
verzlunarmála var slæmt fyrir,
kom skjótt i ljós umtalsverður
árangur.
Við myndum i dag verða
undrandi ef við sæjum hver
álagning á innfluttar vörur var
oft áður en kaupfélögin komu til
sögunnar og raunar alltfram til
þess að þau náðu að verða leið-
andi afl á viðskiptasviðinu. Það
liggur viðað igleymsku sé fallið
hvernig ástandið var. Eitt-
hundrað prósent og jafnvel
nokkur hundruð prósent
álagning mun þá ekki hafa verið
neitt einsdæmi þegar aðstæður
leyfðu.
Stofnun og starfsemi kaup-
félaganna leiddi strax tilþess að
álagning lækkaði stórlega. Um
það geymir sagan fjölmörg
dæmi. Ahrif félagsverzlunar-
innar urðu þvi skjótt mikil og
það var ekki eingöngu kaup-
félagsfólkið sem naut góðs af
starfinu. Hinir sem utanvið
stóðu, fengu lika nokkuð i sinn
hlut. Lægri álagning og almennt
lægra vöruverð færði þeim
ómældan ávinning enda þótt
þeir héldu áfram að verzla við
innlenda og erlenda kaupmenn.
Endurgreiddur tekju-
afgangur
Við getum ekki i skjótri
svipan gert grein fyrir þvi í dag
hver ávinningur hefir orðiö af
samvinnuverzlun á einhverju
tilteknu árabili. Hinsvegar
þekkjum við að endurgreiddur
arður kaupfélaganna var lengi
vel umtalsverð prósenta af
vöruverði auk þess sem lagt var
i stofnsjóð og varasjóð. Með
starfsemi félaganna vannst þó
ekki það eitt sem öllum kom til
góða að álagning lækkaði al-
mennt, heldur varð verzlunin i
heild með skaplegri hætti.
Þegar fram liðu stundir
minnkaði bilið milli samvinnu-
verzlunar og einkaverzlunar
eftir þvi sem brotin var niður
aðstaðan til að viðhalda ofsa-
legri verzlunarálagningu. Um
leið skertist hinn sýnilegi
árangur kaupfélaganna sem
fram hafði komið með greini-
legum hætti i endurgreiðslum af
keyptum vörum.
Ahrif kaupfélaganna á verð-
myndun voru óumdeilanleg, en
súskoðun varsamt sem áöurall
almenn, að áhrif þeirra væru
ekki nógu alhliða og viðtæk til
að tryggja að hinni gömlu okur-
tilhneigingu væribægt til hliðar.
Þessi rök voru á lofti höfð þegar
afskipti rikisvalds af verzlunar-
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur
samúð við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður
okkar, tengdaföður og afa
Sigurlaugs Bjarnasonar
Kagnheiðarstöðum
Sérstakar þakkir til hjúkrunarliðs gjörgæzlu- og lyf-
lækningadeildar III B, Landspitalans fyrir góða umönnun
i veikindum hans.
Guðlaug Hinriksdóttir,
Sæunn Sigurlaugsdóttir, Helgi Guðmundsson,
Sigriður Sigurlaugsdóttir, Ásmundur Guðmundsson,
Júliana Sigurlaugsdóttir, Valdimar Guðmundsson,
Bjarney Sigurlaugsdóttir, Pétur Hermannsson
Hinrik Sigurlaugsson, Guðmundur Sigurlaugsson,
Karitas Sigurlaugsdóttir, Arni Sigurlaugsson
og barnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og jarðarför
Garðars Björnssonar
bónda, Neðra-Asi.Hjaltadal.
Svanhildur Steinsdóttir
og fjölskylda
Maðurinn minn og faðir
Lúðvik Einarsson
andaöist i Landakotsspitala 28. febrúar.
Gyðriður Jóhannsdóttir,
Jóhanna Lúðviksdóttir.
álagningu voru upp tekin. Sam-
vinnumenn trúöu þvi hinsvegar
að vöxtur samtaka þeirra og
aukin áhrif gætu skilað eins
góðum eða betri árangri og þar
ættu landsmenn frjálsa leið og
heilbrigða til verndar hag sin-
um. Samvinnumenn munu yfir-
göngu sinni i kjörbúðaverzlun
stigu kaupfélögin á sinum tima
athyglisvert spor. Vöru-
markaðir þeir.sem upp hafa ris-
ið á seinustu árum eru ný út-
færsla á þvi formi og hafa kaup-
menn i nokkrum tilfellum tekið
myndarlega á þvi máli.
Árið W77 itom heihkiitifsiqHur kmyfébgflww
48 miljónum. Ákveðið er nð hakki tiitsoðvnwn
áfram og veróð þau í hverjuiti mánuði.
Um takmarkað vörumagn er að neÁa hverju
sinni og því bendum við fólki á oð þaðborgar
sig að f yigjast vei nteð auglýsingunum.
$ Hittumst i kaupfélaginu
leitt enn vera sömu skoðunar.
A hinum siðari árum hefir það
stundum heyrzt hjá þeim.sem
ekki vilja sjá eða viðurkenna
hlut samvinnuverzlunar og holl
og góð áhrif hennar að það
kunni að vísu að vera eitthvað
til i þvi að kaupfélögin hafi
skilað árangri á fyrstu árum
þeirra en þeir timar séu löngu
að baki svo sem bezt megi sjá á
þvi.að litið fari fyrir endur-
greiðslum af tekjuafgangi til
félagsmanna.
Þessi rök eru ekki haldbær.
1 fyrsta lagi skila félögin dag-
lega óbeinum tekjuafgangi með
þvi að vera til og skapa aðhald
og samkeppni á viðtæku
verzlunarsviði. I öðru lagi
endurgreiða þau I raun tekjuaf-
gang þótt i öðru formi sé en áður
var.
Nýjar leiðir
Það er ljóst að viða er verið að
leita nýrra leiða til sparnaðar
og aukinnar hagkvæmni vöru-
dreifingar i smásölu. Með for-
A ýmsan hátt hefir þrengt að
smásöluverzlun og ráðstöfunar-
fé til endurgreiðslu verið litið.
Nokkur kaupfélög hafa þó
viðhaldið hinu gamla kerfi að
endurgreiða til stofnsjóðs i árs-
lok.
Það kom fram með greinileg-
um hætti á seinastliðnu ári að
KRON og nokkur önnur félög
breyttu formi endurgreiðslunn-
ar á þann hátt að félagsmenn
áttu þess kost, að fá i hendur
sérstök afsláttarkort sem veittu
þeim 10 prósent afsiátt frá
búðarverði á ákveðnum tima-
bilum. A þennan hátt mun
KRON hafa sparað sinu fólki
um 15 milljónir á árinu 1976 auk
annars afsláttar sem var áþekk
upphæð. Um þetta munar veru-
lega.
Tilboðaformið
Þriðja leiðin er TIL-
BOÐA-formið sem kaupfélögin
hafa skipulagt og auglýst. Segja
má að það sé ennþá á reynslu-
stigi. Þvi er samfara mikil
BÍLAPARTA-
SALAN
auglýsir
NYKOMNIR VARAHLUTIR í:
Land Rover
Volvo Amason
Vo/kswagen 1600
Playmouth Belvdedere
Singer Vogue
BÍLAPARTASALAN
Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og
jarðarför bróður okkar
Sigurðar Gunnlaugssonar
frá Eiði
Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki að
Kristneshæli fyrir góða hjúkrun.
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem minntust okk-
ar með heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttræðis- og
nfræðisafmælum okkar hinn 2. febrúar og 12. janúar s.l.
Sigriður Jónsdóttir og Hjörleifur Jónsson
frá Giljum
4*
undirbúningsvinna bæði hjá
kaupfélögunum og Innflutnings-
deild Sambandsins. Kunnug-
leiki af markaðsþörf og
nákvæmni i vöruvali þarf að
vera til staðar.
Þar sem TILBOÐS-leiðin er
að nokkru leyti auglýsinga- og
kynningarform sem hentar
mjög vel ákveðnum merkjum
og vörutegundum, hefir þar
opnast leið til að fá fram-
leiðendur til að selja þær vörur
sem i TILBOÐS-söluherferðir
fara með sérstaklega góðum
kjörum. Það er hluti af aug-
lýsingakostnaði framleiðend-
anna.sem á þennan hátt kemur
neytendum til góða. Þegar þar
við bætist að Innflutningsdeild
Sambandsins og kaupfélögin
taka af þessum vörum til sinna
þarfa ekki nema hluta þeirrar
álagningar sem leyfð er, þarf
engan að undra að þessi nýja
leið er ekki siður athyglisverð
en hið upprunalega endur-
greiðsluform.
48 milljónir
Það liggur ljóst fyrir að með
þvi að hagnýta sér TIL-
BOÐS-formið spöruðu kaup-
félöginsinufólki um 48 milljónir
ás.l. ári. Það munarum minna.
Eðlilegt má þvi telja, að þessi
leið verði reynd áfram. Ákveðið
mun vera að svo verði gert á
þessu ári og vitað er að þegar
hefir farið fram mikil undir-
búnings- og skipulagsvinna i þvi
sambandi. Fróðlegt verður að
sjá hvort þessi nýja aðferð fest-
ist i sessi eða hvort hún leiðir ef
til vill til þess, að. önnur form
verði skoðuð.
Allt bendir þetta til þess að
kaupfélögin haldi vöku sinni.
Svo á að vera og til þess er
ætlazt af félagsmönnum þeirra.
Eru stofnsjóðs-
greiðslur úrelt form?
Eðliiegt er að þessi spurning
vakni og umræður um hana
gætu verið fróðlegar. Að sinni
skal hún þó að mestu látin liggja
milli hluta. Þó skulum viö gera
okkur grein fyrir þvi að með út-
borgunar- og afsláttarleiðinni
tapasteittþýðingarmikið atriði.
Með þvi að varðveita tekjuaf-
ganginn i stofnsjóði hafa sam-
vinnufélögin safnað og haft i
hendi sér fjármagn sem um
hefir munað við uppbyggingu
verzlunar, iðnaðar og athafna-
lifs. Með úthlutun i hinu nyja
formi er þessum ávinningi
fórnað þvi sömu fjármunir
verða ekki notaðir til hvoru-
tveggja.
Samvinnumaður
Danskur
prófessor
flytur hér
fyrirlestur
um mataræði
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins hefur boðið prófessor Poul
Astrup við Rikisspitalann i Kaup-
mannahöfn að flytja fyrirlestur
hér á landi um mataræði og
hjartasjúkdóma.
Ákveðið er að Astrup flytji
fyrirlestur sinn i Súlnasal Hótel
Sögu, fimmtudaginn 9. marz kl.
20.20.
I samráði við Læknafélag ts-
lands og Læknafélag Reykjavikur
hefur öllum læknum verið sér-
staklega boðið á fundinn. For-
maður Læknafélags Islands,
Tómas A. Jónasson mun verða
fundarstjóri.
Þess er vænzt, að sem flestir er
hafa áhuga á neyzluvenjum og
heilsufari sjái sér fært að mæta á
fundinum.
Frjálsar umræður munu að
sjálfsögðu verða leyfðar, enda
æskilegt að þeir sem eru á önd-
verðum meiði við kenningar
Astrips láti sér heyra á fundin-
um. Prófessor Poul Astrup er
þekktur fyrir efasemdir um rétt-
mæti þess að ráðleggja fólki að
breyta neyzluvenjum sinum til að
foröast hjarta- og æðasjúkdóma.
Gert er ráð fyrir að Astrup flytji
einnig fyrirlestur við læknadeild
Háskólans.