Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 15
við forráða-
SOS — Reykjavík. —Ég mun halda til
Amsterdam eftir keppnistímabilið/ þar sem
ég mun kanna aðstæður hjá Ajax og ræða
við forráðamenn félagsins/ sagði Ásgeir
Sigurvinsson í stuttu spjalli við Tímann á
fimmtudagskvöldið/ en þá var hann
nýkominn til Belgiu frá Frakklandi/ þar
sem Standard Liege lék ágóðaleik gegn úr-
vali úr frönsku liðunum St. Etienne og
París St. Germain.
menn
félagsins
og kanna
aðstæður hjá
þessu fræga
hollenzka
Ásgeir var ekki fyrr kominn
til Liege en hann var kallaður á
fund með frægum v-bÝzkum
umboðsmanni sem beið eftir
Asgeiri. Þessi V-Þjóðverji er
mjög snjall umboðsmaður, og
hafa margir frægir knatt-
spyrnumenn á meginlandi
Evrópu látið hann sjá um samn-
inga fyrir sig. Þá hafa frægustu
félög Evrópu ávallt samband
við hann — en hann rekur stóra
umboðsskrifstofu i Frankfurt.
V-Þjóðverjinn benti Ajax á
Ásgeir.
Forest
lagði
Q.F.R.
Nottingham Forest
tryggði sér sæti í 8-liða
úrslitum ensku bikar-
kepnninnar með því að
vinna sigur (3:1) yfir
Q. P. R. á City Ground í
þriðju viðureign félag-
anna. Tony Woodcock (2)
og Martin O'Neil skoruðu
mörk Forest, en Stan
Bowles skoraði mark
Q.P.R.
Orient —Chelsea 2:1
Ipswich — BristolR. 3:0
Eftirtalin lið mætast i 8-liða
úrslitunum:
Middlesbrough — Orient
Wrexham — Arsenal
W.B.A. — Nott. Forest
Millwall — Ipswich
Nokkrir leikir voru leiknir i
ensku 1. deildarkeppninni i
vikunni:
Man. Utd. —Leeds 0:1
Arsenal — Norwich . 0:0
Birmingham—W.B.A. 1:2
—Eftir að ég hafði rætt málin
við v-þýzka umboðsmanninn,
vorum við sammála um að ég
skyldi biða og sjá hvað forráða-
menn Standard Liege ætlúðu
sér.
Til Ajax?
— Hefurðu þá mestan áhuga á
að fara til Ajax?
— Ég hef mestan áhuga á að
breyta til — vikka sjóndeildar-
hringinn og kynnast nýjum að-
stæðum. Ég er búinn að vera
lengi hjá Standard Liege — það
var gaman fyrst, en nú er þetta
orðið daglegt puð og það gerist
ekkert nýtt og skemmtilegt. Ég
er ekki kominn til með að segja
að ég fari til Ajax — það eru
mörg önnur lið með i dæminu.
Ég vona að Standard Liege setji
liði í
Amster-
dam
mig á sölulista strax eftir þetta
keppnistimabil og ég geti farið
frá félaginu án þess að þurfa að
standa ieinhverju þrefi. Eins og
ég hef sagt við þig áður, þá er ég
með allar klær úti til að losna
frá Standard Liege,
Fjörugur leikur
— Hvernig gekk Standard
Liege i Frakklandi?
— Við máttum bita i það súra
epliað tapa 0:1 i mjög fjörugum
sóknarleik. Argentinumaðurinn
Bianchi, sem leikur með Paris
St. Germain, skoraði eina mark
leiksins. Annar frægur
Argentinumaður lék einnig —
Housemann, en franska úrvals-
liðið var skipað mjög sterkum
leikmönnum úr Paris St.
Germain, og St. Etienne, sagði
Ásgeir að lokum.
KR-ingar lögðu
Valsmenn að velli
— í spennandi leik í 1. deildar-
keppninni i körfuknattleik
KR-ingar tryggðu sér þýðing-
armikinn sigur (70:69) yfir
Valsmönnum í 1. deildarkeppn-
inni i körfuknattleik á fimmtu-
dagskvöldið. Leikur liðanna var
æsispennanai cg komust Vals-
menn fljótlega í 16 stiga forskot
i byrjun leiksins, e í KR-ingar
létu það ekki á sig fá, frekar en
fyrri daginn — þeir :éku skin-
andi vel og unnu upp íorskot
Valsmanna og náðu yfirhönd-
inr: og sigurinn varð þeirra.
Piazza skoraði flest stig KR-
inga — 23 en Jón Sigurðsson
skoraði 18 stig. Hockenos skor-
aði 30 stig fyrir Val og Kristján
Agústsson skoraði 29 stig, en
þeir voru áberandi beztu leik-
menn Vals, ei. aftúr á móti voru
KR-ingar sterl. heild.
Tékkinn Jan Faberá kominn til Blikanna...
Ætlar að kynnast
vinnustöðum
leikmanna sinna
— og skipuleggja æfingar sinar eftir þvi hversu
erfið störf þeir vinna
JAN FABERA
Breiabliks.
þjálfari
Tékkinn Jan Faberá, þjálfari
Breiðabliksliðsins i knattspyrnu,
er kominn til landsins og stjórn-
aði hann sinni fyrstu æfingu hjá
Blikunum i Kópavogi i gærkvöldi
Hughes hetja Liverpool
— sem vann sætan sigur (2:1) yfir Benfiea
i Evrópukeppni meistaraliða
Emlyn Ilughes, hinn snjalli
fyrirliði Liverpool var hetja
Mersey-liðsins, þegar það vann
góðan sigur (2:1) yfir Benfica I
8-liða úrslitum Evrópukeppni
meistaraliða. Leikur liðanna fór
fram i Lissabon i Portugal og
var rigning á meðan leikurinn
fór fram og þannig var leik-
vangurinn einn forarpyttur sem
leikmenn Liverpool kunnu vel
að meta enda vanir slikum að-
stæðum i Engiandi þessa dag-
ana.
Portúgalir skoruðu fyrsta
markið en Jimmy Case tókst að
jafna — 1:1. Emlyn Hughes
skoraði siðan sigurmark Liver-
pool um miðjan siðari hálfleik-
inn, með þrumuskoti af löngu
færi — knötturinn skall upp und-
irsamskeytum marks Benefica.
Úrslit urðu þessi i Evrópu-
keppninni:
Evrópukeppni meistaraliða:
FC Brugge — A. Madrid....2:0
Wacker (Austurriki) —
Mönchengladbach........3:1
Benefica — Liverpool.....1:2
Ajax —Juventus...........1:1
Evrópukeppni bikarhafa:
Veile — Twente...........0:3
Porto — Anderlecht.......i: o
Real Betis — Dynamo
Moskva ..................0:0
Austria (Austurriki) —
HadjukSplit............1:1
UEFA-bikarinn:
AstonVilla — Barcelona ....2:2
Frankfurt — Grasshoppers ..3:2
Bastia — Carl Zeiss Jena ....7:2
Magdeburg —Eindhofen .... 1:0
Johan Cruyff og Zuviria skor-
uðu fyrir Barcelona — 2:0, en
þeir McNaught og Deehan náðu
að jafna fyrir Aston Villa við
mikinn fögnuð hinna 46.619
áhorfenda.
Faberá er mjög kunnur knatt-
spyrnuþjálfari i Tékkóslóvakiu —
hann átti stóran þátt i því að
Tékkar urðu Evrópumeistarar
landsliða ' 1976, og undir stjórn
hans varð unglingalandslið Tékka
Evrópumeistarar 1972.
Faberá er fyrrum leikmaður
með Dukla Prag og einnig var
hann fastamaður i Tekkneska
landsliðinu um nokkurra ára
skeið. Hann lék knattspyrnu þar
til hann var 35 ára, en þá hóf hann
nám við íþróttaháskólann I Prag
—■ útskrifaðist síðan þaðan með
mjög mikla þekkingu. Undan-
farin ár hefur hann verið einn af
æðstu mönnum knattspyrnunnar I
Tékkóslóvakiu, og hefur hann
haft umsjón með þjálfun tékk-
Bikarslagur
5 leikir hafa verið leiknir i 16-liða
úrslitum bikarkeppninnar i hand-
knattleik og hafa úrslit þeirra
orðið -þessi:
Ármann — Vikingur ......... 14:21
ÞórVestm.ey. — Grótta ....29:22
Fram — KR.............28:22
Breiðablik — Haukar....22:24
Valur — Fylkir........26:14
nesku landsliðanna i knattspyrnu.
Þess má geta að Faberá þjálf-
aði landslið Súdan 1967-1970 og
gerði hann Súdan að Afrikumeist-
urum 1969.
Breiðabliksmenn binda miklar
vonir við Fabera, en þetta er i
fyrsta skipti sem erlendur knatt-
spyrnuþjálfari þjálfar i Kópa-
vogi. Jan Feberá, sem er 49 ára,
hefur skrifað undir eins árs
samning við Breiablik og ef
honum likar vel hér, eru miklir
möguleikar á þvi að hann verði
hér i tvö ár.
Faberá tilkynnti i gær á fundi
með fréttamönnum, að hann
muni fara á vinnustaði leikmanna
Breiðabliks-liðsins og sjá þá við
störf sin á vinnustað. Siðan mun
hann skipuleggja æfingar hvers
leikmanns eftir þvi hvað hann
starfar — þeir sem vinna erfiðis-
vinnu, verða ekki látnir reyna
eins mikiðá sig og t.d. nemendur.
Með þessu fyrirkomulagi getur
Faberá gert sér grein fyrir þvi, úr
hvaða störfum leikmennirnir
koma, þegar þeir mæta á æfingar
hjá honum.
Eins og fyrr segir, þá er mikill
hugur I leikmönnum Breiðabliks-
liðsins — þeir hafa æft mjög vel
að undanförnu -og byggt sig vel
upp fyrir komu Tékkans. —SOS
Laugardagur 4. marz 1978
Ásgeir fer til
AJAX
til að ræða
Iþróttir