Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. marz 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði' Blaðaprent h.f. Eftirþankar að loknum ólöglegum verkföllum Hin ólöglegu tveggja daga verkföll, sem nokkur launþegasamtök boðuðu til, eru um garð gengin. Þótt forgöngumenn þeirra beri sig mannalega og láti vel af þátttökunni, er jafnvist, að þeir gerðu sér von um, að hún yrði miklu meiri, einkum þó hjá opinberum starfsmönnum. Þá er vitað, að þar sem þátttakan var sæmileg, gengu margir nauð- ugir til leiks, og þar sem þátttakan varð mest, eins og hjá Dagsbrún i Reykjavik, var beitt hreinum þvingunum við marga félagsmenn og þeir neyddir með hótunum til að hætta vinnu. Af öllu þessu er ljósþað launþegar ganga ófúsir til ólöglegra verk- falla. Sennilegasta niðurstaðan af þessu er sú, að foringjar launþegasamtaka muni i framtiðinni hugsa sig betur um en þeir gerðu nú.áður en þeir boða til ólöglegra verkfalla. Sennilegt verður að telja, að margir launþegar hafi; notað verkfallsdagana til að ihuga betur hvort sú barátta, sem er háð af forustumönnum þeirra gegn efnahagslöggjöfinni, sé byggð á rétt- um rökum. Forustumenn þeirra hafa hampað töl- um, sem eiga að sýna, að tapið nemi mánaðar- launum hjá lágtekjumönnum og hálfs annars mánaðarlaunum hjá hátekjumönnum. Þessir út- reikningar eru byggðir á þvi, að krónufjöldinn, sem menn fá, verði þetta miklu minni en hann hefði ella orðið, ef efnahagslögin hefðu ekki komið til sögunnar. En eru menn ekki löngu búnir að átta sig á, að krónufjöldinn er enginn mælikvarði á kaupmátt launanna? Það er rétt, að án efnahags- laganna hefðu menn fengið fleiri krónur, en það hefðu orðið verðminni krónur en menn fá nú. Ef efnahagslögin hefðu ekki komið til sögunnar, hefði verðbólgan orðið frá 36-40% á árinu, en með efna- hagslögunum er stefnt að þvi, að hún verði um 30%. Þegar þetta er tekið með i reikninginn, nem- ur krónutölulækkunin ekki neinum mánaðarlaun- um, heldur miklu minni upphæð. Krónurnar, sem menn fá, verða að sönnu færri, en þær verða verð- meiri en ella. Það sorglega við baráttu margra forustumanna launþegasamtakanna er, að þeir miða kjörin alltof mikið við krónur, án tillits til þess hvers virði þær eru. Þetta á sinn þátt i þvi, þó að fleira komi til, að þótt krónufjöldi launanna ykist um 60-80% á sið- asta ári, jókst kaupmátturinn ekki nema 6-8%. Þetta varð jafnframt orsök þess, að verðbólgan jókst að nýju á árinu og var komin upp i 50% um áramótin i stað 26% á miðju ári. Álita menn, að það sé rétt stefna, að halda áfram á þessari braut? Halda menn að það sé rétt stefna hjá verkalýðs- leiðtogunum að berjast fyrir þvi, að menn fái laun sin stórhækkuð i krónutölu,án tillits til þess hvers virði þessar krónur eru? Er ekki réttara að vikja þessum krónutölum til hliðar og hugsa meira um kaupmátt launanna en krónutöluna? Og er það lika ekki nokkurs virði að spenna bogann ekki meira en svo, að full atvinna sé tryggð? Þegar allt kemur til alls er það hún, sem skiptir mestu. Vonandi hafa verkfallsdagarnir orðið til þess, að launþegar og þó sérstaklega forustumenn þeirra hafa hugleitt þessi mál betur og þó fyrst og fremst það, að kaupmátturinn og atvinnan eru höfuðmál- in, en ekki krónutalan. Þ.Þ. Hann er erfiðasti andstæðingnr Indriu SA ATBURÐUR gerðist i Bombay i Indlandi nokkru eftir áramótin, að ameriski stórhringurinn IBM lokaði verksmiðju sinni þar og hætti jafnframt allri starfsemi i Indlandi. Astæðan var sú, að rikisstjórnin hafði sett honum þau skilyrði, að starfsemi hans i Indlandi yrði rekin af sameignarfyrirtæki hans og indverska rikisins, og yrði hlutur rikisins 60% af hluta- fénu. Jafnframt var IBM sett það skilyrði, að það yrði að láta þessu nýja fyrirtæki i té allar tæknilegar upplýsingar, sem það réði yfir og snerti rekstur þess. Þetta siðar- nefnda þótti IBM jafnvel öllu lakara en hið fyrra, þar sem yfirburðir þess á ýmsum svið- um og þó einkum i tölvufram- leiðslu, hafa fólgizt i þvi, að vera á undan öðrum með ýms- ar nýjungar. Um likt leyti og þetta gerðist,hætti ameriska fyrirtækið Coca Cola allri starfsemi sinni i Indlandi af sömu ástæðum. Einkum fannst Coca Cola það skilyrði óaðgengilegt að þurfa að láta i té upplýsingar um hinn fræga drykk sinn, sem engum hefur enn tekizt að eftirlikja til fulls. Indverska rikisstjórnin hefur reynt að svara þessu með þvi að framleiða nýjan drykk, sem reynt er að hafa sem lik- astan Coca Cola, og nefndist hann ’77. Þetta nafn er dregið af þvi, að Janataflokkurinn komst til valda á árinu 1977. Alls hafa nú um 60 erlend fyrirtæki hætt starfsemi á Ind- landi af framangreindum ástæðum. ÞAÐ ER iðnaðarmálaráð- herra Janatastjórnarinnar, sem komst til valda eftir þing- kosningarnar i marz i fyrra, er fylgt hefur fram umrædd- um skilyrðum með jafnmikilli einbeitni og raun ber vitni. Hann er hins vegar ekki upp- hafsmaður að þeim.Þau rekja rætur til löggjafar, sem rlkis- stjórn Indiru Gandhi fékk samþykkta fyrir fimm árum. Löggjöf þessi hefur þann til- gang að sporna gegn of mikl- um áhrifum fjölþjóðafyrir- tækja i Indlandi. Janata- stjórnin telur sér ekki annað fært en að sýna i verki, aö hun fylgi þessari löggjöf fram með enn meiri einbeitni en Indira sjálf. Af þessu má nokkuð ráða hvert er viðhorf Indverja til fjölþjóðafyrirtækja. Það getur lika haft sitt að segja i þessum efnum, að iðn- aðarráðherrann er sósialisti. Hann er George Fernandes, George Fernandes foringi flokks sósialdemó- krata sem innlimaðist i Jan- ataflokkinn eftir þingkosning- arnar á síðasta ári. Janata- flokkurinn er að þvi leyti furðulegtfyrirbæri, að hann er stofnaður með samruna flokka, sem hafa mjög ólik stefnumið. Flokkurinn er framhald af kosningabanda- lagi flokka sem var stofnað með það eitt fyrir augum, að koma Indiru Gandhi frá völd- um. Það tókst og bandalags- flokkarnir voru þvi nauð- beygðir til að mynda stjórn saman. Jafnframt þótti það skapa henni öruggastan grundvöll, að bandalaginu væri breytt i flokk. Margir spá þvi, að hann eigi ekki langa framtið fyrir höndum, þvi að vinstri öflin og hægri öflin i honum munu ekki eiga sam- leið til lengdar. SITTHVAÐ bendir til þess, að Fernandes sé þeirrar skoðun- ar, að Janataflokkurinn verði ekki lengi óklofinn. Það er andstaðan gegn Indiru Gandhi, sem heldur honum saman, en hann er ósammála um flest annað. Fernandes vildi ekki taka þátt i rikisstjórninni, heldur vinna áfram fyrir mál- stað sósialdemókrata. Það voru kjósendur i kjördæmi hans, sem neyddu hann til að verða ráðherra. Þeim átti hann þökk að gjalda, þvi aö hann sat i fangelsi meðan Skrifstofa IBM I Bombay,sem nú hefur verið lokað. kosningarnar fóru fram, einn affáum andstæðingum Indiru, þvi að öðrum hafði hún sleppt úr haldi. Kona hans stjórnaði kosningabaráttu hans og hlaut hann kosningu með miklum meirihluta atkvæða i kjör- dæminu, sem áður var talið tryggt Kongressflokknum. Fernandes fór huldu höfði fyrst eftir að Indira tök að stjórna með herlögum og skipulagði hann mótspyrnu gegn rikisstjórninni. Hinn 10. júni 1976 tókst lögreglunni að handsama hann og var hann ákærður fyrir þátttöku i fyrir- hugaðri skemmdarstarfsemi, sem aðallega átti að vera fólg- in i þvi að sprengja hús og samgöngutæki. Fernandes segir þennan áburð vera al- rangan. Hann nægði hins veg- ar til þess, að honum var ekki sleppt lausum fyrir þingkosn- ingarnar eins og öðrum leið- togum stjórnarandstööuflokk- anna. Hann náði kosningu samt. I fangelsinu segist hann hafa sætt hinni verstu með- ferð, en þó skárri en bróðir hans, sem hafi verið beittur pyntingum. Fernandes er yngsti maður- inn i Janatastjórninni 46 ára gamall. Ýmsir fréttaskýrend- ur telja hann þann andstæðing Indiru Gandhi.sem geti reynzt henni erfiöastur keppinautur. Flest bendir til, aö hann eigi eftir að koma mikið við sögu. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Fernandes hrekur IBM og Coea Cola úr landi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.