Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 4. marz 1978 Muzorewa, Chirau og Smith Samningar undir- ritaðir í Ródesíu Salisbury/Reuter. Ian Smith forsætisráðherra ritaði i gær undir samkomulag er hann hefur gert við þrjá leiðtoga blökkumanna um meirihluta- stjórn þeldökkra i Ródesiu. Smith, sem hefur verið i farar- broddi i ródesiskum stjórnmál- um i 14 ár, lýsti þvi yfir að hann hefði fengið nóg af stjórnmálum og óskaði þess helzt að snúa heim á búgarðinn sinn. Fleiri en 100 fréttamenn voru viðstaddir er Smith skrifaði undir samn- inginn.erhann gerðiviðþá Abel Muzorewa biskup, séra Nda- bandingi Sithole og Jeremiah Chirau ættarhöfðingja. Samningar stóðu i þrjá mán- uði, en nú verður mynduð bráðabirgðastjórn, sem undir- búa á þjóðaratkvæðagreiðslu og valdatöku blökkumanna i des- ember. 1 sjónvarpsviðtali skömmu eftir undirskriftina sagðiSmith: ,,Ég vonast til þess að 31. desember verði siðasti dagurinn sem ég sinni stjórn- málum, og ég geti helgað mig nautgriparækt eins og ég hef alltaf viljað”. Mörg erfið verkefni biða bráðabirgðastjórnarinnar, m.a. mun hún reyna að binda endi á skæruhernað þann, er staðið hefúr i fimm ár, afla alþjóðavið- urkenningaroggera tillögurum stjórnarhætti svartrar meiri- hlutastjórnar i öllum smáatrið- um. Bráðabirgðastjórnin mun taka við völdum innan fárra vikna, en i henni eiga sæti leið- togarnir fjórir er aðild eiga að nýgerðum samningum. Talsmaður skæruliðahreyf- ingar i Ródesiu Joshua Nkomo sagði að samkomulagið i Salis- bury væri trygging fyrir þvi að blóðsúthellingar haldi áfram i landinu. Þegar hafa 7.000 manns fallið i átökunum, en Muzorewa biskup og séra Sit- hole vonast til þess að skærulið- ar leggi nú niður vopn. Anker Jörgensen: Biður Frakka ekki af sökunar Kaupmannahöfn. Anker Jörgen- sen forsætisráðherra Dana hefur ekki i hyggju að senda franska forsetanum, Valery Giscard d’Estaing afsökunarbeiðni. Astæðan er, segir Jörgensen, að ,,ég hef ekkert sagt sem krefst þess að ég biðjist afsökunar.” Giscard d’Estaing sagði eftir stjórnarfund i gær, að ummæli danska forsætisráðherrans á meðan á heimsókn hans i Banda- rikjunum stóð, væru óæskileg. Talsmaður forsetans sagði að samkvæmt áliti forsetans væri illa séö, að erlendur þjóðarleið- togi skipti sér af frönskum innan- landsmálum. Anker Jörgensen hefur sagt að málið sé sprottið af þvi, að á blaðamannafundi i Washington var hann spurður hvort sigur vinstri manna i Frakklandi myndi hafa skaðleg áhrif innan Efnahagsbandalagsins. Jörgen- sen svaraði þvi til að sigur vinstri manna myndi engin áhrif hafa. Jörgensen sagði við komuna til Kaupmannahafnar að ef hann hefði ekki svarað spurningunni, hefði e.t.v. verið litið á það sem samþykki þess að vinstri stjórn i Frakklandi væri skaðleg. Forsætisráðherrann mun þurfa að gera grein fyrir máli sinu fyrir nefnd, er fjaÚar um utanrikis- mál, og i fyrirspurnartima þings- ins. Anker Jörgensen. Timamynd: Róbert ■ f|9p 31 i m rJI m* li 11 Atherton til Jórdaníu Carter reynir að beita Israelsmenn þrýstingi Jerúsalem, Amman/Rcuter. Sendimaður Bandarikjanna, Al- fred Atherton, hélt til Jórdaniu i gær til að reyna að fá leiðtogana þar til að taka þátt i friðarumleit- ununum. A meðan búa Israels- menn við vaxandi þrýsting frá Carter Bandarikjaforseta, en hann vill að þeir veiti frekari til- slakanir sem leitt gætu til friðar- samninga. Á fundi með fréttamönnum i fyrradag lagði Carter áherzlu á að mikilvægt væri að aðhyllast sáttatillögu Sameinuðu þjöðanna númer 242, en hún er mjög and- stæð viðhorfum israelskra ráð- herra. 1 sáttatillögunni er gert ráð fyrir að Israelsmenn verði á brott af öllu herteknu landi, en ekki er kveðið nákvæmar á um landsvæðið en svo, að fsraelskir ráðherrar telja að vesturbakki Jórdan sé hér undanskilinn. Talið er að Carter muni leggja mikla áherzlu á þessa sáttatillögu á fundi með Begin, sem fara á fram i Washington 13. marz. Begin hefur sagt að vestur- bakki Jórdan verði aldrei framar undir stjórn annarra en Israels- manna, þvi slikt yrði ógnun við öryggi Israelsrikis. Enn tengt við Salyut Moskva/Reuter. I gær bjuggu geimfararnir Vladimir Remek og Alexei Gubar^v geimfar sitt und- ir tengingu við geimstöðina Salyut-6. Geimfararnir i stöðinni, þeir Yuri Romenenko og Georgy Grechko, munu i dag slá eldri met hvað varðar lengd vistar Uti i geimnum. Vladimir Remek, sem er tékkneskur, er fyrstu maður- inn, sem hvorki er Bandarikja- maður né Sovétmaður, sem tekur þátt i geimferð. 1 gær voru allir geimfararnir sagðir við góða heilsu, en þeir Romenenko og Grechko hafa verið i geimnum i nærri 12 vikur. Grechko hefur þegar verið lengur úti i geimnum en nokkur annar maður, en hann á aðra geimferð að baki. Fyrra metið i samfelldri vist úti I geimnum rúmlega 84 daga áttu Bandarikjamennirnir Gerald Carr,Edward Gibson og William Pogue Spent. NY SÖLUSKRÁ Bílasalan BRAUT s.f.—Skeifunni 11 — Síman 81502 —- 81510 Komið - hringið eða skrifið og fáið eintak endurgjaldslaust Söluskráin liggur frammi á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bflasala Hinriks Akureyri: Bilasala Norðurlands Borgarnes: Samvinnutryggingar Egilsstaðir: Bilasalan Fell s/f Hornafjörður:Vélsmiðja Hornafjarðar ísafjörður: Esso Nesti Keflavik: Bilasalan Hafnargötu 50 Vestmannaeyjar: Jóker v/Heimatorg DilAJAIAn Skeifunni 11 ^ . J England: Löndunar- banni aflétt GV —Á fundi i Hull i fyrradag með fulltrúum Landssambands isl. útvegsmanna og flutninga- og verkamannasambandsins i Hull var gert samkomulag um að frá og með næstkomandi mánudegi skyldu islenzk skip fá leyfi til að landa i Hull, og er þar með lokið eins árs löndunarbanni i Eng- landi. Þá er lýst yfir i samningnum, að stefnt skuli að þvi að Islend- ingarlandi 15-20þúsund tonnum á ársgrundvelli i Hull, og reynt að miða að þvi, að þessi fiskur komi á þeim tima sem mest eftirspurn er eftir fiski, þ.e.a.s. á veturna og haustin. Þá er þvi lýst yfir i samningnum, að 35% þess afla sem landað verður i Englandi skuli landað i Hull. I samningnum segir einnig aö stefnt verði að þvi að útflutnings- tollar á flatfiski i Englandi verði lækkaðir. Þennan samning á að endurnýja árlega. Einn bátur.Vingþór NS er nú á leiðinni til Hull með 60 tonna afla oger væntanlegur þangað imiöri næstu viku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.