Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 2
2* Föstudagur 7. april 1978 ► Waldheim: Begin kalli her- mennina heim Sameinuöu þjóöirnar/Reuter. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna Kurt Waldheim hefur farið þess á leit við Menachem Begin, for- sætisráðherra tsraels, að hann flýti brottflutningi israelskra her- manna frá Suður-Libanon. Beiðn- in var send gegnum israelska sendiráðið i London, en þar er Waldheim nú i heimsókn. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna sagði, að friðargæzlu- sveitirnar væru nú sem óðast að koma sér fyrir á svæðinu þar sem bardagar hafa farið fram að undanförnu. I tilkynningu varð- andi málið sagði, að aðalritarinn væri i stöðugu sambandi við is- raelsk yfirvöld og hann vonaðist til að hermennirnir yröu fluttir burt, svo að friðargæzlusveitirnar gætu sinnt störfum sinum eins og ætlazt væri til. Frakkland: Áherzla lögð á efnahagsmálin Paris/Reuter. Valery Giscard d’Estaing lagði áherzlu á efna- hagsmáiin á fyrsta fundi sinum með hinni nýskipuðu 22 manna stjórn Frakklands. Ekki er búizt við neinum meiriháttar kosning- um i Frakklandi næstu þrjú árin, og sagöi forsetinn að hann vonað- ist til að stjórnin gripi þetta óvenjulega tækifæri til að ráðast af alvöru og þunga gegn hinum raunverulegu vandamálum landsins. 1 ávarpi hans á fundi með stjórninni sagði meðal annars, að þrátt fyrir að efnahags- og gjald- eyrisvandi steðjaði nú aö velflesi- um þjóðum heimsins ætti nýja stjórnin að stefna að örari hag- vexti i Frakklandi án þess þó að Valery Giscard d’Estaing raska efnahagsjafnvæginu. Giscard hafði gefið i skyn, að i hinni nýju stjórn myndu taka sæti menn, sem vinstrimönnum þætti veigur i að sætu i hægri- og mið- Framhald á bls. 8. Vance: Vopnasölubanni til Tyrklands verði aflétt Washington/Reuter. Utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, Cyrus Vance, bað i gær Bandarikjaþing um að aflétta vopnasölubanni til Tyrklands sem gilt hefur i þrjú ár. Stjórnin hefur hafið baráttu fyrir þvi að banninu verði aflétt og telur að það geti orðið til að ýta undir það, að lausn finnist á Kýpurdeilunni. Mikill fjöldi þing- manna i báðum deildum þingsins munu vera banninu fylgjandi. Vance sagöi, að á sinum tima hefði banninu veriö komið á til að sýna Tyrkjum, að nauðsynlegt væri að virða bandarisk lög. Tyrkir notuðu bandarisk vopn á ólöglegan hátt, og beittu þeim við innrásina á Kýpur. Utanrikisráð- herrann telur hins vegar, að nú sé timi til kominn ,,að horfa fram á Tirus, Libanon/Reuter. Um 100 franskir hermenn úr friðargæzlu- liði Sameinuðu þjóðanna i Suð- ur-Libanon hófu i gær að leita að þeim tsraelsmönnum sem talið er að geti hafa komizt lifs af er Palestinuarabar gerðu árás og drápu að minnsta kosti þrjá Israelsmenn. Israelski herinn til- kynnti, að þrir tsraelsmenn hefðu látið lifiö og fjórir særzt nærri Ras El-Ain, sem er suður af Tirus. Jafnframt var sagt að tveggja hinna særðu væri saknað. Franskir hermenn leituðu á Ras El-Ain svæðinu eftir að allir ibúar þess höfðu verið fluttir á brott. Aðgerð þessi var fram- kvæmd samkvæmt skipun æðsta yfirmanns herafla Sameinuðu þjóðanna i Libanon. Foringi frönsku hermannanna vildi þó ekki greina frá þvi i hvaða til- gangi leitin hefði verið fram- kvæmd, en Palestinuarabar munu hafa náð likunum af is- raelsku hermönnunum. Talsmaður Palestinuskæruliða sagði, að skæruliðar hefðu hafið skothrið á israelskan herbil, sem komið hefði i áttina að búðum Palestinumanna fimm kilómetr- um suður af Tfrus. Búðirnar eru i þorpi norðan svæðisins, sem veginn fremur en að lita til baka” þvi áframhaldandi vopnasölu- bann geti skaðað öryggi Banda- rikjanna, komi illa við NATO, hefti eðlileg samskipti við Tyrki og flæki stöðu Bandarikjamanna gagnvart Kýpurdeilunni. Bandarikjastjórn reynir nú að fá þingið til að veita Tyrkjum 175 milljón dollara vopnasölulán, og 50milljónir til að leysa efnahags- vanda landsins. Einnig hyggst stjórnin halda áfram vopnasölu til Grikkja og tryggja þeim vopn að andvirði 140 milljóna dollara. Vance telur að mikilvægt sé að Bandarikjamenn eigi góð við- skipti bæði við Grikki og Tyrki, og að bætt sambúð þeirra við rikin gæti leitt til þess að eitthvaö taki að miða i samkomulagsátt i Kýpurdeilunni. Israelsmenn hertóku i siðasta mánuði. Talið er að Israelsmenn- irnir hafi verið komnir inn á svæði er Palestinuskæruliðar halda. Talsmenn Palestinuaraba sögðu i fyrradag að svo virtist sem Israelsmenn reyndu að halda innrásinni áfram inn i Libanon i stað þess að verða á brott með herlið sitt eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt til. 93 franskir hermenn komu til Libanon i gær og eru hermenn i friðargæzluliðinu nú orðnir 1.900 talsins. Hermennirnir eru frá Frakklandi, Sviþjóð, Noregi og Iran. Franz Josef Strauss Franz Josef Strauss: Nevtrónu- sprengjan er nauðsyn Hamborg/Reuter. Vestur-þýzki hægrisinninn Franz Josef Strauss sagði i gær, að ef Banda- rikjamenn tækju ákvörðun um að framleiða ekki nevtrónusprengj- una, myndi það hafa i för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir NATO. „Verði smiði nevtrónu- sprengjunnar hafnað, mun það hafa óskaplegar afleiðingar fyrir hernaðarmátt NATO og varnir i Evrópu,” sagði Strauss i viðtali við dagblaðið Bild. Stuðningsmenn sprengjunnar segja að hún muni bægja frá árásum skriðdrekasveita Var- sjárbandalagsins i Evrópu. Sprengjan er kjarnorkusprengja, sem drepur allt lif á stóru svæði, en veldur tiltölulega litlu tjóni á mannvirkjum. Stjórnir kommún- istarikja og andstæðingar sprengjunnar á Vesturlöndum halda þvi' fram að vopnið sé hið ómannúðlegasta sem upp hefur verið fundið. Strauss sagði i viðtalinu, að Sovétmenn hefðu raskað hernaðarjafnvæginu i Evrópu með mikilli uppbyggingu herafla sins. Jafnframt telur hann, að hætti Bandarikjamenn við smiði sprengjunnar, verðiþeirekki eins ótviræöir leiðtogar i hinu vest- ræna hernaðarbandalagi. Franskir hermenn við komuna til Libanon Friðargæzluliðar leita israelskra hermanna * — Halda Israelsmenn áfram inn á svæði Palestínumanna? Paðer ekki að spyrja að þvi, þegar þfða tekur norðanlands.... Myndin er frá Akureyri. Ákureyri: Ljúka endurbyggingu gatna i sumar FI — Að sögn Sigurðar Óla Brynjólfssonar, bæjarfulltrúa á Akureyri, hefur verið ákveðið að verja 650 milljónum króna alls til gatnagerðar og skipulagsstarfa á Akureyri árið 1978. Sigurður sagöi, að raungildi þessarar upp- hæðar væri hið sama og undan- farin ár, en hins vegar hefðu meira fé farið i nýbyggingu vega vegna þenslu bæjarins. Mestur hluti framkvæmda- fjársins fer beint til gatnagerðar, eða 400 milljónir króna. Af þeirri upphæð fara 175 milljónir i að endurbyggja gamlargötur, aðal- lega á Norður-Brekkunni og Eyr- inni, 4,6 kilómetrar alls. Til nýbyggingar gatna i nýju byggðahverfunum norðan Glerár verður varið 142 milljónum króna og eru þær götur samtals 4,4 kiló- metrar. Tiltölulega litilli upphæð er varið i ár til malbikunar, enda megináherzla lögð á endurbygg- ingu gatna vegna hitaveitunnar. Þó hefur verið ákveðið að mal- bika u.þ.b. 2 kilómetra i götum milli Mýrarvegar og Byggðaveg- ar, en. þar eru hitaveitulagnir fullfrágengnar. 40 milljónir króna fara svo tíl ýmissa verka. Nóg verður við þessar 40 millj- ónir að gera, þvi að veturinn hefur verið erfiður hvað varðar viðhald gatna á Akureyri, erfitt hefur verið að gera við holur.sem myndazt hafa og vérða fyrstu vorverkin að hressa upp á vegina almennt. Sigurður Óli sagði, að með framkvæmdunum i sumar yrði endurbygging gatna langt komin, og ætti þvi að verða hægt að leggja megináherzlu á- bundið slitlag næstu árin. Eskfirðingar sterkir — á svæðismóti Austurlands í skák SSt — Svæðismót Austurlands 1978 i skák fór fram á Eskifirði skömmu fyrir páska. Keppendur voru frá Eskifirði Djúpavogi og Reyðarfirði alls 43, en veður og færð hamlaði þátttöku frá mörg- um stöðum. 1 eldri flokki voru keppendur sjö og varð Gunnar Finnsson sigurvegari annað árið í röð. Röð efstu manna var annars þessi: 1. GunnarFinnsson Eskifirði 4 1/2 v. af 5 mögul. 2. Jón Baldursson Eskifirði 3 1/2 v. 3. Hákon Sófusson Eskifirði 3v. I yngri flokki voru keppendur 36. Fyrst voru tefldar undanrásir og siðan átta manna úrslit. Röð efstu manna varð þessi: 1. Halldóra Traustadóttir, Eski- firði 6 v. af 7 mögul. 2. Guðmundur Árnason, Eskifirði 6 v. 3. Þór Jónsson Eskifirði 5. Sveit Skáksambands Austur- lands sigraði nýlega i annarri deild i deildakeppni Skáksam- bandsins og teflir þvi i fyrstu deild að ári. Skákkeppni stofnana hafin SSt- Arleg skákkeppni stofnana, sem haldiner á vegum Skáksam- bandsins, hófst siðastliðinn mánudag og eru rúmlega 40 sveitir meðal þátttakenda. Keppt er i tveimur riðlum, og er teflt i A-riðli á mánudögum, en B-riðli á miðvikudögum. Tefldar verða fjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Eftir eina umferð i A-riðli eru tvær sveitír með fullt hús vinn- inga, A-sveit Útvegsbankans og sveit Fjölbrautarskóla Suður- nesja, með fjóra vinninga. Þátt- takendur i A-riðli eru annars þessir: A-sveit Útvegsbankans, A-sveit Landsbankans, A-sveit Isal, Orkustofnun, Veðurstofan, Rafmagnsveitur Reykjavikur, Búnaðarbankinn, Sveinsbakari, Breiðholt h.f., grunnskólar Reykjavikur, A ogB-sveitir Flug- leiða, Fjölbrautarskóli Suður- nesja, BSR og Fjölbrautarskólinn i Breiðholti. Félag löggiltra rafverktaka: Atelur vinnubrögð verölagsnefndar Fundur Félags löggiltra raf- verktaka i Reykjavik, sem hald- inn var að Hótel Esju 20. marz sl. átelur handahófskennd vinnu- brögð Verðlagsnefndar við skömmtun álagningarinnar á út- selda vinnu og minnir i þvi sam- bandi á könnun á álagningarþörf, sem lokið var fyrir tveimur ár- um, enekki hefur enn fengið með- ferð hjá Verðlagsnefnd, segir i fréttatilkynningu frá félaginu, sem blaðinu hefur borizt. Fundurinn telur ámælisvert að á ný skuli tekinn upp sá háttur að mismuna enn meira en áður hlið- stæðum starfsgreinum án þess að fyrir liggi rökstuddar forsendur. Þá telur fundurinn að óverjandi sésá dráttur, sem verður hverju sinni á ákvörðunum nefndarinn- ar, jafnvel svo vikum skipti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.