Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. aprll 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón SigurOsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:. 86387. Verö i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði. ... . ... Blaöaprcnt h.f. Verstu afleið- ingarnar Það fer ekki milli mála, að útflutningsbannið, sem hefur verið boðað af Verkamannasamband- inu að undirlagi ýmissa leiðtoga Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins, getur haft ýmsar alvarlegar afleiðingar. Það getur fljótlega valdið ýmsum erfiðleikum i sambandi við sölu islenzkra afurða erlendis. Innan tiðar myndi það stöðva sjávarútveginn og fiskvinnslustöðvarnar að mestu, þar sem geymslur þeirra myndu fyllast, og eftir það yrði ekki unnt að taka á móti fiski. Þetta getur hins vegar orðið nokkuð mismunandi eftir stöðum eða hvernig er ástatt með útflutninginn. Stæði bannið einhvern tima, myndi það þannig valda miklu atvinnuleysi á ýmsum útgerðarstöð- um viðs vegar um land og bitna hart á fólki þar. Allt eru þetta mjög alvarlegar afleiðingar, en þó eru alvarlegustu afleiðingarnar ótaldar. Ef sá til- gangur með verkfallinu heppnaðist að brjóta niður efnahagslöggjöfina og fullar verðbætur yrðu greiddar aftur, myndi verðbólguvöxturinn aukast að nýju og sennilega ekki verða neitt við hann ráð- ið. Launþegar myndu ekki bæta kjör sin, heldur fá fleiri verðminni krónur. Rekstrarskilyrði atvinnu- veganna myndu versna og sennilega myndu mörg þeirra stöðvast og atvinnuleysið halda innreið sina. Siðast, en ekki sizt, er svo það, að þetta myndi enn auka ójöfnuðinn i launamálum, þar sem hátekjumaður fengi 4-5 krónur i auknar verð- bætur meðan láglaunamaðurinn fengi aðeins eina krónu. Tvimælalaust yrðu þetta verstu afleiðingamar. Raunverulega er það engum meira til hags að reynt sé að draga úr verðbólgunni en láglaunafólk- inu. Vaxandi verðbólga leikur það alltaf verst. Þvi er hörmulegt til þess að vita, að pólitiskir ofsa- menn skuli tefla samtökum láglaunafólks fram og etja þeim út i verkfall, meðan þeir, sem betur mega, eiga ekkert að leggja á sig, en skera svo upp fjórfaldan ávöxt á við hina. Þetta er sannarlega sorgarleikur. Láglaunastéttir þurfa að öðlast þá reisn að láta ekki leika sig á þennan hátt. Þær þarfnast for- ingja, sem láta ekki þá, sem betur eru settir, nota sig á þennan hátt. Þær verða að láta sér skiljast, að aðalatriðið er ekki há krónutala kaupsins, heldur raunverulegur kaupmáttur þess. Leiðin til að auka hann er ekki að auka verðbólguhraðann, heldur að reyna að draga úr honum. Á grundvelli minnkandi verðbólgu á svo að vinna að auknum kaupmætti lægri launanna. Það ber lika að viðurkenna, að útflutningsbannið er ekki ákveðið af hinum óbreyttu liðsmönnum verkalýðsfélaganna. Það hefur ekkert verið rætt á fundum þeirra. óbreyttir liðsmenn hafa ekkert verið spurðir ráða. Bannið er fyrirskipað að ofan, og bak við það standa raunverulega leiðtogar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins. Hjá ýmsum verkalýðsfélögum hefur gætt augljósrar tregðu við það að fara eftir fyrirmælum. Þetta sést t.d. glöggt á Vestfjörðum. Hinum óbreyttu liðs- mönnum er augsýnilega ljóst, að hér er farið inn á hina hæpnustu braut. Það er svo réttlætismál, að unnið sé að kjarabót- um þeirra, sem lakast eru settir. En það verður ekki gert með þvi að láta hin ranglátu verðbóta- ákvæði kjarasamninganna taka aftur gildi. Það verður ekki gert með þvi að sleppa verðbólgunni aftur alveg lausri. Af öllum slæmum afleiðingum, sem útflutningsbannið gæti haft, yrðu það verstu afleiðingarnar. Þ.Þ. Kenýustjórn reynir að bjarga villtum dýrum: Nær þrjú hundruð búðum í landinu lokað Tekið fyrir frjálsa sölu fílabeins, skinna og annarra slikra gripa UM miðjanmarzmánuð gekk i gildi bann i Kenýu. Bannið tekur til allrar verzlunar með skinn, horn, tennur, bein og klær villtra dýra, og það er sett til þess að vernda þá stofna villidýra, sem i landinu eru, og sumir hverjir standa orðið mjög höllum fæti. 298 búðum, sem byggðu tilveru sinaá shkri verzlun, þar af um þremur af hverjum fjórum i höfuðborginni sjálfri, var lokað að kvöldi 12. marz að undangengnum gifurlegum uppboðum og útsölum, svo að vörubirgðunum yrði þó i eitt- hvert verð komið. Þetta voru einkum húðir, filabein og klær af ýmsu tagi, eða varningur, erúrsliku var gerður, svo sem skálar á filafótum, stand- lampar á antilópuleggjum, il- skór úr zebraskinni, handtösk- ur úr filaeyrum, apaskinns- teppi, impalahausar, hálsfest- ar úr ljónaklóm og f jaðurham- ir og gazellufeldir og ótal margt annað. Hinu mikla framboði fylgdi gifurlegt verðfall á öliu af þessu tagi hina siðustu daga, og eigendur búðanna börmuðu sér sáran og fórnuðu höndum yfir þvi, hversu hart þeir væru leiknir. En engrar miskunnar var að vænta af hálfu stjórn- ■ arvaldanna. Sögu þessara búða skyldi lokið og verzlun með varning af þessu tagi tek- in þeim tökum, að villidýra- stofnunum stafaði ekki hætta af henni. Svo hittist á, að alþjóöaþing sérfræðinga i einni grein sál- fræði stóð i Nairóbi, er þetta gerðist. Margir þeirra voru fúsir til þess að kaupa sumt af þeim furðugripum, sem i boði voru. En það nægði auðvitað ekki til þess að halda verðinu uppi, framboðið var of mikið tÚ þess og kaupendurnir of fá- ir. Þeir fengu þess vegna hina fáséðustu og undarlegustu muni á gjafverði. Þess er þó að geta, að kaup- menn höfðu jafnskjótt og sölu- bannið var boðað, stórhækkað allt verðlag hjá sér, jafnvel tvöfölduðu það. Þeir geröu sér vonir um, að salan örvaðist stórkostlega vegna hins boð- aða sölubanns, og i trú á þetta höfðu þeir haldið áfram að sanka að sér varningi af jafn- vel enn meira kappi en áður. Þetta hvort tveggja átti sinn þátt i þvi, hversu hastarlega sló i bakseglin hjá þeim. Og með hærra verðlagi jókst lika freistingin til þess að beita brögðum, og þess voru ófá dæmi, að i þessum búðum sumum væru úlfaldabein seld sem filabein, þegar I hlut átti fólk, er litla vöruþekkingu hafði á þessu sviði og gat ekki gert sér grein fyrir þvi, hvaö það var að kaupa. Mun þetta einkum hafa gengið út yfir ferðamenn frá Vesturlöndum, sem illa voru aö sér i svona viðskiptum. Þaðvar hinnaldni þjóðhöfð- ingi, Jómó Kenýatta, sem tók ákvörðunina um þetta verzl- unarbann skömmu fyrir sið- ustu áramót. Aður hafði hann sett villidýraveiðum mjög þröngar skorður. En þrátt fyrir þung viðurlög hafði ekki tekizt að framfylgja þeim, svo að við yrði unað, þvi aö ekki skorti veiðiþjófa, sem tóku á sig þá áhættu, er ólöglegum veiðum fylgdi, á meðan verzl- un af þessu tagi var óheft. Kaupmennirnir voru i vitorði meðveiðiþjófunum, ef þeir þá gerðu þá ekki beinlinis út, og lögreglunni tókst ekki að kló- festa nema fáa. En náttúru- fræðingar og umhverfisvernd- Ilaugar af filabeini meö merkjum, sem eiga að sýna, að það er löglega fengiö, I birgðastöð í Mombasa. armenn horfðu upp á það, að sifellt voru höggvin stærri og stærri skörð i villidýrastofn- ana i landinu. Ævinlega var viðkvæðið hjá kaupmönnunum. að þeir hefðu fengið gripi sina með löglegum hætti, annað hvort hefðu þetta verið sjálf- dauð dýr eða dýr, sem eftir- litsmenn griðlanda hefðu fellt sökum elli eða vegna þess, að þau hefðu veriðöðrum dýrum hættuleg. Þetta gilti ekki hvað sizt um filana. Háar sektir og þung viðurlög megnuðu ekki að hamla gegn þe§su á viðun- andi hátt. Margir eigenda þessara búða höfðu farið þess á leit, að gildistöku bannsins yrði frestað um nokkra mánuði, svo að þeir fengju ráðrúm til þess aðselja birgðir sinar með eðlilegum hætti. En þeim umsóknum var algerlega hafnað og kaupmönnunum jafnframt tilkynnt aö það sem finnastkynni óselthjá þeim að kvöldi 12. marz, yrði gert upptækt. — Þeir fengu nógan frest, og vissu vel, hvað i vændum var, sagði Matthew Ögútú, ferðamála- og umhverfis- málaráðherra Kenýumanna. Þeir hafa sjálfir verst af þvi, ef þeir trúðu þvi ekki, að okkur væri alvara, og geta engum öðrum um kennt en sjálfum sér. Hannbætti þvi við, að þessir menn gætu snúið sér aö ann- arri verzlun, ef þeir vildu og farið til dæmis að selja út- skorna muni eða skartgripi, sem búnir væru til úr steinum. Matthew Ógútú, sagði að þetta verzlunarbann væri rök- rétt framhald af þeim ákvörð- unum, sem áöur hefðu verið teknar, villtum dýrastofnum til verndar. Það var óhugsandi að horfa upp á það, að þessar búðir væru reknar eins og áður, þegar búið var að leggja bann við öflun þess, sem þar varselt, nema þá innan mjög þröngra marka. Það hefði verið að loka augunum fyrir afbrotum. Hann bætti þvi við, að nú myndi einnig hert baráttan gegn veiðiþjófum, sem ekki létu sér segjast við þetta, og einkum yrði lagt kapp á, að þeir gætu ekki smyglað skinnum og tönnum eða öðru verðmæti af þessu tagi út úr landinu. Þannig virðast þessar að- gerðir bera vitni um, að Kenýustjórn hyggist nú veita stofnum villtra dýra þá vernd, sem duga má, en á það hefur einmitt mjög brostið fram undir þetta, og kenýskum stjórnvöldum verið stórlega legið á hálsi fyrir athafnaleysi sitt og sofandahátt. En hinni nýju stefnu verður að fylgja mjög fast fram, ef hún á að verða meira en orðin tóm. Duft úr horni Javan-nashyrninga er meira virði en jafnþyngd þess i gulli, og hér sem annars staðar er gróðafiknin hinn illi djöfull, sem rekur menn áfram til hvers sem vera skal. Og verö- ið hækkar eftir þvi, sem gengur á dýrastofninn. Hvitir nashyrningar eru nær þvi út- dauðir. Aðeins einn smáhópur er eftir i öllu landinu, á vernd- arsvæði, sem nefnist Mehrú, og hans er gætt allan sólar- hringinn af hermönnum, sem búnir eru hinum beztu vopn- um. Svartir nashyrningar eru i mestri hættu fyrir veiðiþjóf- um, þvi að viða i Afriku er þvi trúað, aði horni þeirra sé efni, sem auki stórlega kynorku. Siðast liðin fimm ár, er talið, að fimm þúsund svartir nashyrningarhafi verið felldir til þess að ná i horn þeirra. Talið er, að á þessum ára- tugi hafi helmingur alls fila- stofnsins verið felldur, og er talið, að i Kenýu séu nú eftir 55-75 þúsund filar. Arið 1976 notuðu Kenýumenn tiu lestir filabeins til útskurðar og annars listiðnaðar, en hitt var margfalt meira, sem út var flutt af óunnu filabeini, eink- um til Austurlanda, og er álitið, aö sá útflutningur hafi kostað tuttugu og þrjú þúsund fila lifið. En aðeins 68 lestir af öllu þessu filabeini voru fengnar með löglegum hætti. Ef kenýsk stjórnvöld ganga nógu hart fram, ættu flestir stofnar villtra dýra i Kenyuaö ná sér tiltölulega fljótt, þvi að lifsskilyrði þeirra eru góð og viðkoman allör. Þó er mjög hæpið, að sumar tegundir nas- hyrninga rétti sig við, úr þvi sem komiö er.sökum þesshve stofnarnir eru orönir fáliðaðir. Þar á meðal eru svörtu nashyrningarnir. Rikisstjórnin I Kenýu hefur nýlega birt fyrstu niðurstöður rannsóknar á ástandi villtra dýrastofna, sem gerðar hafa verið i rækilegri flugleit um landið allt. Taka þessar at- huganir til tuttugu dýra- tegunda. Sumt i þessari skýrslu geta heitið ánægjuleg- ar fréttir, en annað fyrst og fremst vitnisburður um það, hversu höllum fæti dýralifiö stendur. Meðal þess, sem glæðir vonir, eru þau tiðindi, að grá zebradýr reyndust um fjórtán þúsund, en fyrir nokkrum árum hafði verið gizkað á, að ekki væru eftir nema fimmtán hundruð. Þess má ennfremur geta, að giraffar reyndust 79 þúsund, bufflar 63 þúsund, filar sextiu þúsund. En svartir nashyrn- ingar' fundust aðeins átján hundruö. Að sjálfsögðu getur hér skeikaö nokkru til eða frá, en ekki afarmiklu, að sögn þeirra, sem stjórnuöu fluginu og önnuðust talninguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.