Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 7. april 1978 L Nýkomin barnahlaðrúm 3 GERÐIR Sendum í póstkröfu r Verzlunin Stjarnan Borgarbraut 4 - Borgarnesi 3 K húsgögn — Hvildarstólar — Skrif- borðsstólar — Hljómflutningstæki — Myndavélar — Allur skófatnaður — Raf- magnstæki — Gjafavörur — Leikföng — Skrifstofuvélar — Litasjónvörp — Gar- dinubrautir — Fermingargjafir i úrvali. Sendum i póstkröfu um allt land. Stjarnan-Borgarnesi -Simi (93) 7325. L HIM BO-veggsamstæður fyrir hljómflutningstæki Tilvaldar fermingargjafir Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 lesendur segja Enda öldin önnur Fimmtudaginn 12. jan 1978 kom búnaðarmálastjóri fram i fréttaauka útvarps. Þar kom hann með nokkrar ráöleggingar til bændastéttarinnar. Þvi miður missti ég af frétta- aukanum að nokkru leyti.Eitt af þeim heilræðum sem hann lagði fram til bjargar og viðhalds is- lenzkum landbúnaði var, að bændur skyldu fækka bústofni sinum, og fara á vertið, eða i aðra vinnu. Þannig er trú bún- aðarmálastjóra á islenzkum landbúnaði i byrjun ársins 1978. Samfara þessari hvatningu láð- ist honum að minnast á hver skyldi annast bústörf á meðan bóndi væri aö heiman, varla húsmóðirin? — þar sem hún er aö mestu leyti talin litils megn- ug, — samanber launin, sem henni eru ætluð af opinberri hálfu fyrir starf sitt við búið. Annað fólst lika i þssari hvatningu, og það var að ráð- leggja bændum að nýta ekki jarðir si'nar til fullnustu og þar með að skerða tekjumöguleika bóndans á eigninni sem hann annars gæti haft. Sem sagt, hann ætlar að láta bændur taka upp þann hátt sem tiðkaðist á öndveröri þessari öld og fyrr. Eins og öllum er kunnugt þá var sjór sóttur af bóndanum, en konan og börnin voru heima og gættu bús, sem oftast voru nokkrar kindur, ein til þrjár kýr og einn til tveir hestar. Ég hefði ætlað að menn nútimans væru fallnir frá þeim búskaparháttum sem þá tiðkuð- ust,enda öldin önnur. Mér hefði þótt eölilegra, ef hann hefði með fyrrgreindri ráðleggingu ætlað sér að koma meðráð til að stemma stigu við offramleiöslu landbúnaðaraf- urða. Þáhefðiverið nær að ráð- ast að þeim vanda á eðlilegri hátt að minu áliti, sem ég skal nú vikja að. Eins og öllum er kunnugt er fjöldinn allur af jörðum um allt land ósetinn af lögbýlismanni, en búskapur stundaður Eins og öllum er kunnugt, er fjöldinn allur af jörðum um alit land ósetinn af lögbýlismanni, en búskapur stundaður bæði i stórum og smáum stil, svo sem i kaupstöðum og kauptúnun) landsins. Þeir sem nýta þessar jarðir hafa meirihluta sinna tekna af annarri vinnu, en stunda búskap sem aukastarf eða tómstundagaman. Þennan búskap á að leggja niður, þvi þaðan kemur megnið af þeirri offramleiðslu sem talað er um. Þessu til viðbótar má nefna að þessir tómstundabændur fá alla styrki og lán frá opinberum sjóöum til jafns við bónda sem heldur fulia ábúð á sinni jörð og reynir að gera henni allt tU sóma sem islenzkum bónda sæmir. Þá ætti rikisvaldið aö hætta keppni við bændur á yfirfullum markaði. Þar á ég við fjárbúin og kúabúin sem rikið rekur. Við þessihúer haldinn mikiU og dýr starfskraftur sem hægt væri að nýta á arövænlegri hátt fyrir þjóðarbúið. Nú mun einhver segja: Þetta eru tilraunabú fyr- ir bændur sjálfa. Þvi svara eg svo að það þyrfti ekki mörg bú með bústofn sem svarar til aUt að þremur til fjórum visitölubú- um eða jafnvel meira, tU að halda uppi tUraunum, því jafn- vel væri hægt að færa þær inn á sjálfseignarbúin algerlega. Mér hefur fundizt að einmitt þessi atriöi hafi Utið komið fram i þeirri umræðu um landbúnað, sem þó er búin að vera mikil undanfarið, og á eftir að verða áfram um sinn. Ég fær ekki skilið, hvað þessi atriði virðast vera mikil feimnismál allra sem um landbúnað tala og rita. Það má segja sem svo, að ef á þessum málum væri tekið sem vert væri, myndi það skerða einstaklingsfrelsið. Mikið rétt, tómstundabændurnir geta hald- ið sínu, en þá án lána og styrkja úr opinberum sjóðum land- búnaðarins, og þeir fái það verð fyrir afurðir sinar, sem fæst fyrir þær til útflutnings. Einnig m ætti nefna aðra hlið á þessumáli. Margur tómstunda- bóndinn hefur það mikinn bú- skap (þá sauðfjárbúskap oft- ast), að hann hefur ekki sumar- beit nema fyrir litinn hluta sins bústofns. Og hvar hefur hann upprekstur? Það væri kannski vert að kanna það mál almennt. Ég get ekki látið hjá liða að minnast á þá skattpiningu, sem bændur eru að leggja á sig (ef- laust hefur flestum þótt nóg af sköttum) þar sem er fóður- bætisskatturinn, sem er lagöur á til þess að sá búskapur geti haldið velli, sem ég hef bent á hér að framan. Þykir mér slikt óhæfa og Stéttarsambandinu til stórháðungar. Siðan skal upp taka kvótakerfi, sem á að skammta bóndanum bústofn. Sem sagt hingað og ekki lengra! Hvar skal nú setja mörkin? Jú, minni búin, og þar með talin bú tómstundabænda, sem hafa undir og um hálft visitölu- bú, skulufá fullt verð fyrir sinar afurðir, en bóndinn sem brýzt áfram með dugnaði og hefur náð visitölubúinu og jafnvel meira, hann skal fá fullt verð að vissu marki, en eitthvað fyrir hinn hlutann. Slik eru úrræðin. Nú er timi til kominn fyrir bændastéttina að hamra á forustumenn sina að leita úr- lausna, i samráði við rflrisvald- ið, svo að leiða megi þessi mál öllheil i höfn,ogumfram alltað finna meinsemdina. Það er nauðsyn að láta ábú- anda hverrar jarðar, sem setin er, njóta forréttinda hvað fyrir- greiðslu úr opinberum «j<áum snertir, og á annan hátt. Ekki má heldur skerða rétt búandi manns til að hafa þann bústofn sem jörð hans getur borið, ásamt sameiginlegum afréttar- löndum. Frumbýlingur Um tvær bækur 1 auglýsingaflóði aðventunnar 1977 voru það tvær bækur sem tóku hug minn allan, enda voru þær auglýstar ósleitilega. Það voru ævisaga Guðlaugs Rósinkranz og viðtal við Jónas frá Hriflu. Hefi ég nú eignazt bækur þessar báðar og lokið lestri þeirra. Likar mér bók Guðlaugs mjög vel og tel að þar sé um sannfræði að ræða og þaðhafi verið mikiö lán að hann liföi það, aðganga frá texta bók- arinnar að fullu. Einu stóru vill- una þar milli spjalda tel eg vera i formálanum, þar sem segir að Gullna hliðið hafi verið eitt þeirra þriggja leikrita, sem sýnd voru við opnun Þjóöleik- hússins. Og getur maður með tilliti til þessa gizkað á hvað hefði getað orðið, ef aðrir hefðu þurft að botna bókina. Um hina bókina, sem ber naf- nið Viðtöl við Jónas frá Hriflu er öðru máli að gegna, hún stendur ekki undir nafni, ætti heldur að heita hugleiðingar um samtöl við Jónas. Er hún byggð upp á allt annan hátt en venja er um viðtalsbækur þegar viðmælandi veit fyrir, að samtalið eigi að birtastá prenti. Þannig eru við- töl V.S.V. Valtýs Stefánssonar, Guðmundar Danielssonar og fl. mynduð. En hér er höfundur að rifja upp samtöl yfir matborði fyrir meir en 10 árum, en þá var Jón- asi mjög farið að förlast minni og heldur ekki útilokað að höf- undur sjálfurséháður misminni samanber formálann fyrir ævi- sögu Guðlaugs Rósinkranz. Sem dæmi um þaö hvað Jónas var farið að misminna á þessum tima, er hann var kominn yfir áttrætt vil ég nefna siðustu bók- ina Samferðamenn, sem hann skrifaöi og út kom ’70 tveim ár- um eför dauöa hans og var búin til prentunar af bróðursyni hans dr. Jónasi Kristjánssyni. Þar segir á bls 95 eftir að lýst hefir verið aðdraganda að byggingu fyrstu Esju 1923 og eftirliti Em- iis Nielsen með smiði hennar, „Nielsen stýrði skipinu nokkur ár þar til hann tók við forstöðu Eimskipafélagsins.” Nú hefði maður getað haldið að doktorinn, sem sjálfsagt hef- ir lesið prófarkir hefði vitað að Eimskipafélag Islands var stofnaði 1914 og Emil Nielsen var þá strax ráðinn fram- kvæmdastjóri. Ég undrast að vandamenn Jónasar skyldu leyfa að minning hans yrði þannig lögð á altari gróðafiknar- innar, þvi einhvers staðar hefir verið vel smurt. En Jónas barðist alla ævi gegn gróðaöflunum, sem notuðu vafasamar útgáfur sér til fram- dráttar, allt frá þvi hann var rit- stjóri Skinfaxa blaðs Ung- mennafélaganna 1913. Sigurjón Sigurbjörnsson, Lindarhvammi 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.