Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 7. april 1978 Framsöguræða Páls Péturssonar: Ríkisstjóm ákveði vexti Ég hef leyft mér aö flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka tslands ásamt hæstvirtum þingmönnum Þórarni Þórarinssyni og Þórarni Sigurjónssyni. Sú breyting sem við leggjum til að gerð verði á Seðiabankaiögunum er að i stað orðanna 113. gr: Seðlabankinn ákveöur hámark og lágmark vaxta, sem um getur i 10. gr. komi: Rikisstjórnin ákveður að fengnum tillögum Seðlabanka ts- iands hámark og iágmark vaxta. Þá er einnig lagt til að vextir af rekstrar- og afurðalánum atvinnuveg- anna verði háðir beinni ákvörðun rikisstjórnarinnar sökum þess hve geysimikilvægur sá lánaflokkur er fyrir þjóöarbúskapinn. Breyting sú sem hér er lagt til að gerð verði á lögum um Seölabanka tslands er i þvi fólgin að ákvöröunarvald um vexti skuli fært frá Seölabankanum til rikisstjórnarinnar, þó að sjálfsögðu veröi Seðlabankinn rikisstjórn til ráðuneytis. Það er hiutverk Alþingis og rikisstjórnar I umboöi þess að stjórna landinu og er Alþingi legiö á hálsi þegar stjórn landsins fer úrskeiöis. Ekkert efnahags- kerfi stenzt nú- verandi okurvexti tæki iútgerðeða fiskvinnslu fari á þingis frá þvi i fyrravor um höfuöið raunar hefur hér á lausaskuldir bænda.en þá lagði ég Akvörðun vaxta er mjög mikil- verður þáttur I stjórn efnahags- mála og þróun atvinnulifs I land- inu, og þess vegna er misráöið ef Alþingi á að stjórna Islandi á annað borö og rikisstjórn 1 um- boði þess, að fela henni ekki ákvörðunarvald i jafnmikilvægu máli enda beri þá ríkisstjórn og stuðningsmenn hennar á Alþingi fulla ábyrgö á ákvörðunum þeim, sem teknar eru. Rikisstjórnin á og verður að hafa heildaryfirsýn yfir efna- hagsþróun i landinu og vald til þess að hafa stjórn á henni. Þvi er að sjálfsögðu ekki til að dreifa, ef einstökum rikisstofnunum er fal- in sjálfstæð ákvarðanataka um mikilsverðustu þætti efnahags- mála. 4. gr. Seölabankalaganna hljóðar að visu svo: 1 öllu starfi sinu skal stjórn Seðlabanka Is- lands hafa náiö samstarf viö rikisstjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sinum varðandi stefnu I efnahagsmálum og fram- kvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining við rikisstjórnina aö ræða er Seðlabankastjórn rétt að lýsa honum opinberlega og skýra skoðanir sinar. Hún skal engu aö siöur telja þaö eitt meginhlutverk sitt að vinna að þvi að sú stefna sem rlkisstjórnin markar aö lok- um, nái tilgangi sínum. — Lýkur hér tilvitnun i lögin. Sór af sér ábyrgð Þessi loönu ákvæði 4. greinar skapa augljóslega enga tryggingu skapa ekki rikisstjórn nægilegt svigrúm til þess aö taka sjálf- stæða ákvörðun um einn mikils- veröasta þátt efnahagsmála enda bæri þá rikisstjórn og þingmeiri- hluti sá er styður hana fulla og óskoraða ábyrgð á þeim ákvörðunum, sem teknar eru og mun þá súpa seyðið af þeim mis- tökum sem kunna að veröa gerö þess er raunar nýlegt dæmi aö fyrrverandi viðskiptamála- ráðherra Lúðvlk Jósepsson sór af sér ábyrgð á vaxtahækkuninni 15.7.74. Ég vil sem sagt að glögg- lega sé skilið á milli bakara og smiðs þ.e. að smiðurinn smiði og aö bakarinn baki og náttúrlega að bakarinn sé ekki hengdur fyrir smiðinn , svo framarlega sem smiðurinn hefur brotið af sér. Ég er þeirrar skoðunar að langt um of hafi veriö gengiö á vald Al- þingis og að þaö sé brýnt verkefni fyrir það að endurheimta áhrif sin I þjóöfélaginu sem þvi eru ætluö með stjórnarskrá og lögum og væri það brýnna verkefni fyrir Alþingismenn aö sækja aftur það vald sem dregizt hefur úr höndum kjörinna fulltrúa þjóöarinnar og i hendur ýmissa æviráöinna starfs- manna kerfisins og sérfræöinga þess heldur en að eyða hér timan- um I það að biöja fólkið i landinu afsökunar á þvi að þingmenn skuli hafa kaup. Það er ekkert annað en lltil- mennska af stjórnmálamönnum að vera að veigra sér viö þvi aö taka þær ákvarðanir sjálfir sem þeirra er aö taka. Fjöldamargar ákvarðanir eru pólitiskar i eðli sinu og eiga lika að vera þaö, en menn verða ætið að vera reiðu- búnir að standa þjóöinni reikningsskap geröa sinna. Valdiðer til þess aö nota þaö nota þaö á þann hátt sem þjóöskipulag okkar útheimtir og á þann hátt sem viö teljum aö það veröi þjóö- félaginu fyrir beztu. Viröing Al- þingis felst ekki I þvi að ætla mönnum úti bæ að taka þær ákvaröanir, sem Alþingis er að taka. Verður að breyta vaxta- stefnunni Hvers vegna er ég að drepa sér- staklega á ákvarðanir Seölabank- ans um vaxtakjör eru þau mál ekki öll i stakasta lagi með þvi fyrirkomulagi sem verið hefur undanfariö? Þessu verð ég þvi miður aö svara neitandi. Það verður aö breyta um vaxtastefnu og umfram allt um vaxta- gerjunaraöferðina. Ég verð hér að rifja upp þróun nokkurra siðustu ára. Ég hef veriö þing- maður I bráöum 4 ár, og á þvi timabili hafa setið 2 rlkisstjórnir. Þegar ég kom hér fyrst I hátt- virta deild voru forvextir af al- mennum vixlum 11-11,75% en nú eru þeir 23.5%. Vextir af fasteigna- og handveðslánum til lengri tima en tveggja ára voru 13% eru nú 26% forvextir af afurðalánum voru 7-9% eru nú 18% og dráttarvextir voru 1,5% á mánuði en eru nú komnir upp I 3% á mánuði. þaö er að segja 36% á ári. Sfðan hefur verið fundinn upp nýrlánaflokkur og það er nú saga að segja frá honum. 1. mai 1976 voru opnaðir til innlána vaxta- aukareikningar þar sem menn gátu fengið okurrentu af pening- um sinum. Þetta þótti fólki gott og innlög urðu strax mikil og dró þá að sama skapi úr innlögum á almennum sparisjóðsvöxtum. Auövitað var ekki hægt fyrir bankana að lána út meö vixil- vöxtum, sem voru 1/5 ’76 16,75% peningana úr vaxtaaukareikning- um sem teknir voru til geymslu fyrir 22% vexti. — Af sjálfu leiöir. — Þetta ráðslag varð til þess að vixlafyrirkomulagið sem haföi að ýmsu leyti gefizt vel var lamað og sumstaðar alveg eyðilagt. Nú er svo komið að i stað vixla með eðlilegum vöxtum verða menn að taka vaxtaaukalán á 33% vöxtum — allt var þetta gert i þeirri von að lagfæra efnahagskerfiö og til þess aö draga úr hraða veröbólg- unnar. „Neikvæður” bati Batinn er samt hægur, batinn er „neikvæður” svo aö orða- leppar Seðlabankamanna sjálfra séu notaðir. Þaö gefur auðvitaö auga leiö að ekkert efnahagskerfi stenzt svona ráðslag hvað traust sem það væri. Verzlun sem þarf aö búa við svona vaxtakjör verður að fá þá einhvern veginn uppiborna og hefur tækifæri til þess. Þeir fara beint út i verðlag- ið. Neytendur, lika vaxtaauka- neytendur þurfa að greiöa hærra verð fyrir sina neyzluvöru. Svipaða sögu er að segja frá iðnaðinum. Þar kemur þó eitrun- in ennþá berlegar I ljós, þar sem vextirnir velta ekki eins hratt út I verðlagið eðli málsins samkvæmt og auk þess að hækka framleiðsl- una og spilla samkeppnisaöstöðu við erlendan iðnað krenkir þetta allan atvinnuveginn og þvi meir sem þetta vandræöaástand stendur lengur. Hvað varöar útgeröina og fisk- vinnsluna þá liggur þaö alveg ljóst fyrir að við þessi vaxtakjör er þrengt mjög kosti útgerðarinn- ar. Þetta getur ekki farið ööruvisi en að grundvöllurinn undir fisk- vinnslunni brestur, þar með und- an útgerðinni einnig enda haldast þessar greinar I hendur þegar til lengri tima er litiö. Þessi fyrir- tæki verða aö greiöa rekstrar- og afurðalánavexti uppá 18% og 25% af yfirdráttarheimild siöan 33% af vaxtaaukalánum, sem þau neyðast til þess að taka vegna þess aö eölileg vixlafyrirgreiðsla Páll PétursMn Jón Skaftason er nú úr sögunni, siöan kemur rúsinan I pylsuendanum 36% dráttarvextir á ári ef ekki tekst aö standa i skilum og það er lik- legt að þannig fari viða. Verðum að fleyta út- gerðinni. Ég er ekki að segja aö það þurfi að vera óeðlilegt aö einhver fyrir- Reykjanesi fyrirtækjum verið haldið á floti sem ekki hafa átt raunverulega lifsvon en almennt talað góðir Alþingismenn, viö getum ekki látið alla útgerð á Is- landi fara á höfuöið. Þetta er undirstaðan undir þeim útflutn- ingi sem við höfum, þess vegna verður að fleyta útgerðinni hvaö svo sem það kostar og þá byrði vitum viö að við veröum að axla. Þess vegna er óvitaskapur að gleyma þessari hlið málsins. Loks kem ég að landbúnaöin- um. Samkvæmt verðlagsgrund- velli 1. marz er I visitölubúinu gert ráð fyrir eigin fé 2.112.255 og það ber vexti eftir gamla stil, 5% — eða samtals vextir af eigin fé 105.613 kr. Þá eru skuldir við Stofnlánadeild 1.065.650 meö vexti 10,9% samtals 116.156. Siðan eru lausaskuldir 507.137 og á þær eru reiknaöir rúmir vixilvextir 23,75% eða samtals 120.445. Þetta gerir samtals vaxtakostnað 385.804. Það er nú allt og sumt. Bóndi sem á sitt bú skuldlaust og þaö fjármagn sem hann þarf I ársveltuna getur bjargazt vel aö visu fær hann enga vexti af ævi- tekjum sinum eða sinna sem bundnar eru I þessu búi — nema þá að veröbólgan hækkar verö- mæti þess i krónutölu ár frá ári. Bóndi sem ekki er svo ástatt um að hann eigi sjálfur allt sitt fram- kvæmda — eða veltufé er miklu verr staddur, reiknaðir vextir standa ekki undir nema litlu broti af þvi fjármagni sem þaö kostar að reka sauðfjárbú yfir árið jafn- vel þótt jörð og bú væri skuldlaus eign og einungis þyrfti að taka að láni rekstrarfé til ársrekstrar. Gjöld visitölubúsins eru reiknuð tæplega 7,5 millj. og falla þau til allt árið. Ef við jöfnuðum þessa upphæö út og gefum okkur þriggja milljóna skuld til jafnaöar allt árið þá yrðu vaxta- gjöld 712.500 krónur. Þannig litur málið út hvað viö- vikur þeim bændum, sem bezta hafa aðstöðuna en hvernig fer þá fyrir þeim sem lakari hafa að- stöðuna eða þá frumbýlingunúm. Þeim eru hreinlega bundnar drápsklyfjar. Skuldugir bændur hafa á undanförnum mánuðum neyðst til þess að taka vaxta- aukalán með 33% vöxtum svo mörgum tugum eða hundruðum milljóna króna skiptir til þess að fleyta áfram lausaskuldum sin- um, enda hefur hæstvirt rikis- stjórn ekki komiö þvi I verk að framkvæma til fulls ályktun Al- til og var það samþykkt hér, að fela rikisstjórninni að útvega veð- deild Búnaðarbankans fjármagn til þess að breyta lausaskuldum verst settu bændanna i föst lán, aö sjálfsögðu með viðráðanlegum vöxtum. Vaxtaaukalán hafa engir bændur efni á þvi að taka nema þeir sem stórrikir eru. Háir vextir skapa mis- rétti Þá skapa of háir vextir mjög mikið misrétti milli þeirra sem hafa stofnað heimili og komið sér upp Ibúðarhúsnæði fyrir nokkru og þeirra sem eru að gera það nú eða eiga það eftir, og á þann hátt er unga fólkinu I landinu gert mjög erfitt fyrir. Sagan er ekki öll sögð enn það er meira blóð i kúnni. Við getum ekki treyst þvi að vextir séu komnir i hámark, ekki gert ráð fyrir þvi aö hér verði stanzaö af sjálfu sér. Ég leyfi mér að vitna til 1. heftis Fjármálatiðinda 1978 timarits sem Seölabankinn gefur út. Þar segir Bjarni Bragi Jóns- son I grein sem heitir Verðtrygg- ing fjármagns á íslandi bls. 9: „Reynslan af vaxtaaukaform- inu gaf tilefni til upptök,u almenns verðbótaþáttar vaxta og var það nýmæli tekið upp 1. ágúst 1977 með 8% verðbótaþætti, er félli inn I vextina án aðgreiningar frá sjálfum gangi lánsviöskiptanna. Féll vaxtaaukinn þar með saman við verðbótaþáttinn. Upprunaleg hæð verðbótaþáttar var tengd 26% verðbólgu á ári og skyldi þátturinn breytast sem svaraði 6/10 af breytingu verðbólgustigs að mati Seðlabankans fyrst um sinn þar til annað yrði ákveðið. Stigmögnun verðbólgunnar með haustinu olli svo hækkun verö- bótaþáttarins upp I 11% frá 21. nóv og frá 21. febrúar upp 114%.” Þannig standa málin i dag. Verðbótaþátturinn er búinn að færa vextina fram sjálfvirkt um 6% siðan 1. ágúst i sumar. Meö svona aðförum hlýtur verðbólgan að magnast hröðum skrefum. Hvenær verða vextir 50-60-70%. Hvar stinga menn við fótum. Þetta slævir ekki verðbólgubáliö. Þetta er eins og ef slökkviliöiö færi að dæla benzini á. eldinn til þess aö reyna að slökkva hann. Aukin verðtrygging Það er að visu rétt að sparifé hefur rýrnað á tslandi að undan- Framhald á bls. 23 Jón Skaftason: Verðbólga: - meiru skipt en aflað er — verðum fyrst að ná niður verðbólgunni Að lokinni framsöguræöu Páis Péturssonar fyrir frumvarpi til laga um vaxtaákvörðunarvald tók til máls Jón Skaftason (F) og mælti á móti samþykkt frumvarpsins, auk þess sem hann sagði að samþykkt þess hefði i reynd enga minnstu breytingu i för með sér á vaxta- ákvöröunum i landinu. Vaxta- ákvörðun Seðlabankans, sagði hann, væri aldrei tekin I and- stöðu viö rikisstjórn á hverjum tima. Lög frá 1961 legðu þá lagaskyldu á bankastjórn að hún starfaði ekki i bága við stefnu rikisstjórnarinnar á hverjum tima og meiriháttar ákvarðanir yrðu að vera í sem fyllstu samræmi við þá stefnu. Þá sagði Jón, að það væri ekki skylda Seðlabankans að ákveða hámarkog lágmark vaxta. Hins vegar væri ljóst, að réði fram- boð og eftirspurn á lánsfé vöxt- unum væru þeir nú til muna hærri en raun ber vitni. Hér á landi hefði tillit til hagsmuna sparifjáreigenda ráðið stefn- unni undanfarin ár. Hvernig ætla þeir, sem heimta lægri vexti.spurði Jón, aðtryggja nóg sparifé i bankakerfinu til þess aðyfirleittsé hægt aö lána tU at- vinnufyrirtækja? Skoraði Jón á þá sem eftir sér töluðu aö svara þessari spurningu. Þá vitnaði Jón Skaftason i greinargerð með frumvarpinu, þar sem segði að of háir vextir beinli'nis stuðluðu að verðbólgu- vexti. Kvað Jón þetta sjónarmið eiga rétt á sér, en taldi hitt þó vega þyngra, að væru vextirnir of lágir og umframeftirspurn eftir lánum, keyrði verðbólgan fyrst úr hófi og miklu minna færi fyrir þjóðhagslega aröbær- um fjárfestingum. Það væri slegizt um að taka lán, jafnvel ennþá, og það sem vakti fyrir mönnum væri að hafa af þessu verðbólgugróða. Sagði Jón, að kominn væri timi til þess að menn horfðust i augu við þá staðreynd, að verð- bólgan orsakaði háa vexti og eina leiðin til að lækka vextina væri að koma verðbólgunni nið- ur. „Þjóð, sem eyðir ár eftir ár miklu meira en hún aflar, er óhjákvæmilega að glæða verð- bólguna, hvað sem hver segir. Við erum alltaf að skipta fleiri krónum heldur en til eru, og þá er gripið til þess gamla ráðs, sem hér hefur verið stundað á íslandi i nokkra áratugi, að krónum er bara fjölgað. Þær eru gerðar minni, en þær verða fleiri. Ef við finnum okkur ekki menn til að stoppa þennan hættulega leik, þá mun verð- bólgan halda áfram hér eins og hún hefur gert og þá hefur ein- hver smálækkun vaxta engin áhrif til þess að lækna hana.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.