Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 7. april 1978 Dýrmætar gjafir til kirkna í Skagafirði AS-Mælifelli. Við fermingu i Mælifellskirkju á skirdag 23. marz, var tekið til heilagrar notkunar patinudiskur, sem Helga Steindórsdóttir á Fitjum hefur gefið kirkjunni til minning- ar um mann sinn, Sigurð Anton Einarsson, sem lézt hausið 1968. Hefur kirkjan ekki átt slikan grip lengi sem úttektargerðir vitna. Er þessi gjöf þeim mun meiri verð, að hennar var full þörf, en vitað er að slikar gersemar af hreinu silfri eru mjög dýrar. Er Helgu þökkuð hin fagra gjöf og henni og látnum manni hennar beðnar blessunarbænir i Mæli- fellssöfnuði, sem minnist hans meðgóðum minningum enn i dag. Þá var þess getið við páska- messu á Reykjum i Tungusveit, að Margrét Björnsdóttir, hús- freyja i Saurbæ, færði Reykja- kirkju nýlega kr. 100.000 i minn- ingu manris sins, Þórarins Ey- mundarsonar.bónda i Saurbæ, en Þórarinn var jarðsunginn frá Reykjakirkju hinn 20. ágúst 1976. Þótt Saurbær sé i Viðimyrarsókn, en að visu innsti bær hafði Þórar- inn kosið sér kirkjuleg i Saurbæ. Margréti ekkju hans voru færð- ar alúðarþakkir við hátiðarguðs- þjónustuna á páskunum og Þórarins i Saurbæ beðið blessun- ar, en sóknarprestur gat þesssér- staklega i lok páskaræðu sinnar, að Þórarinn hefði birzt honum þrem dögum eftir dauðann á merkilegan hátt, þar sem boð- skapur upprisu og eilifs lifs var hið sýnda tákn. Sparisjóður vélstjóra: Innlán jukust um 47,8% 1977 1 nóvember mánuði s.l. flutti sparisjóðurinn starfsemi sina i nýtt, eigið húsnæði að Borgartúni 18, en sparisjóðurinn hafði þá frá stofnun starfað i leiguhúsnæði. Rekstur sparisjóðsins gekk vel á árinu. Hagnaður fyrir afskriftir nam kr. 8,8 millónum, en alls námuafskriftir kr. 1,3 milljónum. í árslok voru innlán við spari- sjóðinn kr. 839,3 milljónir og höfðu aukiztá árinu um kr. 269,5 milljónir, eða 47,8%. Hlutfall veltuinnlána af heildarinnlánum var 17,6%. Útlán sparisjóðsins námu i árs- lok kr. 508,9 milljónum og höfðu aukizt á árinu um 114,8 milljónir eða 29,1%. Hlutfall vixillána af heiidarútlánum var 82,5%. Vaxtaaukalán þrefölduðust á ár- inu og námu i árslok kr. 69,3 milljónum. Innistæður i Seðla- banka voru i árslok kr. 233,6 milljónir og höfðu aukizt á árinu um 63%. Þar af voru innistæður á bundnum reikningi kr, 193.9 milljónir. Lausafjárstaða spari- sjóðsins var góð á árinu. Endurkosnir voru i stjórn sparisjóðsins þeir Jón Júliusson og Jón Hjaltested. Stjórnarmaður kosinn af Borgarstjórn Reykja- vikur er Gi'sli ólafsson. Endur- skoðendur kosnir af Borgarstjórn Reykjavikur eru Sigurður Hall- grímsson og Guðmundur Agústs- son. Vonandi er þjóðin að skilja að iðnaður er það Smiði og framleiðsla er ekki það sama sem Y':,. koma skal HEI —Eins og áður hefur verið sagt frá hlaut vélsmiður frá Hofsósi Fjólmundur Karlsson verðlaun úr Verðlaunasjóði iðnaðarinser þeim var úthlutað öðru sinni nú fyrir nokkru. Verðlaunasjóður iðnaðarins var stofnaður 1976 og hefur það markmið að veita heiðursverð- laun einhverjum þeim sem að mati sjóðsstjórnar, verðskuldar verðlaun fyrir afrek eða fram- tak á sviði íslenzks iðnaðar eða í hans þágu. Blaðamaður náði tali af Fjól- mundi og fannst áhugavert að kynnast manninum litillega og skoðunum hans á ýmsum mál- um. Eðlilega snerust um- rasðurnar að mestu um iðnað og iðnaðarmál þ.á.m. um helztu framleiðsluvöru hans sem er hljóðkútar undir bila en af þeim framleiðir Fjólmundur um hundrað tegundir. — Var það lilviljun að þú hófst framieiðslu á hijóðkútum öðru fremur, Fjólmundur? — Nei, það var ekki tilviljun. Fyrirtæki mitt hafði tekið að sér árstiðabundin verkefni. Ég hafði marga afbragðs menn i vinnu og vildi finna einhverja framleiðslugrein svo að ég kæmist hjá að segja þeim upp starfi. Eftir að hafa velt þessu dálitið fyrir mér valdi ég hljóð- kútaframleiðsluna. Það gerði ég fyrst og fremst vegna þess að allir vita hvað hljóðkútar eru til hvers þeir eru notaðir og að þeir hafa takmarkaða endingu. Taldiég þvi að auðvelt mundi að koma þeim á markað og jafnvel að unnt reyndist að fá einhverja fyrirgreiðslu til tækjakaupa. En raunin varð nú aldeilis önnur. Þegar ég leitaði lánafyrír- greiðslu kom strax þessi spurn- ing á móti: „Hvað veizt þú nema einhverjir fleiri hefji þessa framleiðslu?” Og auð- vitað var hægt að slengja þessu framan i mig. Ekki vissi ég hvað settar yrðu upp margar hljóðkútaverksmiðjursem allar mundu fjárfesta i sömu vélum og keppa hver við aðra unz þær lognuðust útaf eins og farið hefur með fjölda fyrirtækja á íslandi, þó að ein verksmiðja dygði til að anna öllum mar_-'ðnum. Islenzkur iðnaður virðist stundum svo ófrjór að oft er apað eftir þvi sem aðrir eru byrjaðir á. Fyrirgreiðslu fékk ég þvi ekki og varð þvi að byrja smátt og smiða mikið af vélakostinum sjálfum. En tvó* til þrjú siðustu ár hefur þetta gengið miklu bet- ur. Það er komin kynning á vör- una og þeir sem kaupa hættir að hræðast framleiðsluna. Að fjármgna skipu- lagslaust er verra en ekki — Stendur rikisvaldið vel að máium iðnaðarins? — Rikisvaldið tel ég vera al- gerlega afskiptalaust um — Vilt þú benda á eitthvað sérstakt sem við getum fram- leitt? — Ég hef margt i huga þó að ég sé ekki reiðubúinn að nefna sérstök atriði að órannsökuðu máli. Þó vil ég néfna að i tengsl- um við innlendar skipasmiðar, sem er stóriðnaður á islenzkan mælikvarða eru ýmis verkefni fyrir hendi. Ég hef t.d. komið i skipasmiðastöð þar sem for- stjórinn var að kvarta um að hann vantaði fagmenn. Ef um verksmiðju er að ræða eins og égtel að skipasmiðastöð eigi að vera, þá er óþarfi að meginhluti starfsliðsins séu fagmenn. Þar eiga að vinna æfðir starfsmenn undir stjórn fagmanna. Fyrsta flokks rafsuðumaður þarf t.d. alls ekki að vera smiður. Aftur á móti eru á smærri verkstæðum viðs vegar um land góðir smiðir sem sumir kvarta um ónóg verkefni. Þessir menn gætu tek- ið að sér að vinna fjölmargt af þvi sem til skipsins þarf. Sér- hæfing skipasmiðastöðva i búnaði og tækjum nýttist lika betur en ella ef smærri verkefn- um væri deilt til annarra. Sú viðleitni er of rik i Islendingum að vilja potast við að framleiða sjálfir allt sem þeir þurfa. Það á að framleiða hlutina þar sem það er ódýrast, alveg sama hvar það er á lands- byggðinni. Ég framleiddi einn hlut og aðrir aðra sem siðan yrðu settir saman i einni verk- smiðju i stað þess að setja upp i mörgum fyrirtækjum sömu vél- ar sem siðan standa litið nýttar. — Hefur þú tekið að þér ein- hverja slika framleiðslu? — Já ég hef leitað fyrir mér um verkefni hjá öðrum fyrir- tækjum. Ég fann marga inn- flutta hluti sem ég bauðst til að framleiða á sama verði. Reynd- in er sú að nú framleiðum við fjölda af hlutum (artiklum) sem notaðir eru viða um land. Það er allt i lagi að flytja inn en ekki það sem hægt er að framleiða hér á sama verði, eða ódýrara. Dæmi um svona samvinnu er allsstaðar að finna, þar sem iðnaður er þróaður. Stjórnendur lánastofnana og ráðgjafastofn- ana þyrftu að taka þessi mál al- varlegar en þeir gera, þvi verk- efnin eru næg ef skipulagi er beitt. Ekkert meginatriði hvaðan hráefnið kemur — Við höfum nú rætt um málmiðnað en væri ekki eðli- legra að beina kröftunum fyrst og fremst að innlendum hrá- efnum? t —Málmsmiði, t.d. smiði ýmis konar véla og tækja, er undir- stóðugrein fyrir allan annan iðnað og flesta nútima starf- semi. Þvi tel ég þróun málm- smiði grundvallandi atriði fyrir iðnþróun i landinu. Innlendu hráefnin er auðvitað sjálfsagt að vinna eftir þvi sem hag- kvæmt reynist en það er ekkert meginatriði hvaðan hráefnið kemur. En við komumst ekki langt i iðnaði nema við búum sjálfir i hendurnar á okkur að talsverðu leyti. Aftur á móti verður að gjalda varhug við þeirri hugmynd að ekki sé hægt að framleiða hér ýrnsa hluti, þó að rétt sé og hag- kvæmt að kaupa sérgreinda hluti (componanta) til þeirrar framleiðslu erlendis frá. Ég held að mönnum gengi betur að átta sig á fjölbreytileg- um möguleikum iðnaðarins ef menn gerðu sér þessi atriði og önnur tilsvarandi nógu ljós. Fjólmundur Karlsson, vélvirki, með verðiaunaskjai/sem hann fékk um ieið og honum voru afhent verðiaun úr Verðiaunasjóði iðnaðarins. Tfmamynd G.E, aðkoma inn i myndina. Þó að ég viljiaðvisuekki láta rikisvaldið koma of nærri hlutunum, þarf það að undirbyggja jarðveginn og skipuleggja þessi mál. Við eigum fjölmarga ágæta tækni- og iðnaðarmenn væru þeir til- búnir að starfa saman. — Hefur þú trú á uppbyggingu ýmisskonar smáiðnaðar? — Með þvi að gera kerfis- bundna leit að viðfangsefnum, er ég þess fullviss að þau má finna fjölmörg. En það kostar að vinna þarf mjög skipulega að málunum. — Nú framleiðir þú aðallega einn hlut i margbrotið tæki. Eru margir álika möguleikar fyrir hendi? —- Já ef fyrirtækin eru nógu litil. Litil sérhæfð fyrirtæki geta verið hagkvæm og ég tel að i okkar islenzka iðnað vanti mik- ið af sérhæfingu. Sumir álita að við getum ekki verið með sér- hæfðan iðnað fyrir svona litinn markað, en þá er aðalatriðið að fyrirtækin séu sem minnst og á sem flestum sviðum. Ég tel að smáfyrirtækin séu forsmáð. Það eru allt of margir sem telja ekkert íönaö nema stóriðnað. En aðalatriðið er að fyrirtækið sé vel þróað og geti framleitt góða vöru á hag- kvæmu verði. Úr vinnslusal Stuðlabergs h /f á Hofsósi«þar sem Fjólmundur framleiöir um 100 tegundir af hljóðkútum. iðnaðarmál. Þrátt fyrir Iðn- kynningarár, sem nú er nýlokið er sú upphæð sem lögð er fram til iðnaðarmála á þessu ári raunverulega sú lægsta sem nokkurn tima hefur verið lögð fram af rikisvaldinu. Eftir alla baráttuna og allt sem búið er að leggja fram af iðnaðinum sjálf- Fyrri hluti um er framlagið til iðnaðar- mála á þessu ári ekki nema 0,53% af fjárlögum. Þetta kalla ég óeðlileg viðbrögð valdhaf- anna. — llvert á hiutverk rikis- valdsins að vera i uppbyggingu iðnaðarins? — Nú á timum verður ekkert gert af viti nema með skipu- lagningu. Að fara með fé á skipulagslausan máta er verra en ekki. Þarna þarf rikisvaldið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.