Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. april 1978 3 Mývatns- og Laxársvæðið: Svæði sem hefur alþ j óðlegt gildi sem votlendi JB — Blaðinu hefur borizt frétt frá utanrikisráðuneytinu, þar sem greint er frá gildistöku samþykktar, er kveður á um verndun votlendis. En i sam- bandi við þess samþykkt hefur Mývatns og Laxársvæðið verið tilkynnt sem svæði sem hefur alþjóðlegt gildi og er sett á sér- staka skrá sem slikt. 1 frétt utanrikisráðuneytisins segir: m.a.: „Hinn 2. þ.m. gekki gildi fyrir tsland samþykkt er undirrituð var i Ramsar, tran, hinn 2. febrúar 1971 um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalif. Samþykktin var fullgilt fyrir tslandshönd hinn 2. desember s.l. samkvæmt heim- ild i ályktun Alþingis samþykkt- ari hinn 4. mai 1977. Við fullgild- Framhald á bls. 8. Laxá I Aðaldal. verndarsvæði. En Laxársvæðið hefur verið tilkynnt sem aiþjóðlegt Samkór Selfoss ásamt stjórnanda, Björgvin Þ. Valdimarssyni Samkór Selfoss heldur vortónleika Nú á næstunni mun Samkór Sel- foss efna til nokkurra tónleika á Selfossi og i nágrannasveitum. Akveðnir eru tónleikar á Sel- fossi föstudag 7. april f Selfossbiói kl. 21., að Flúðum laugardag 8. april kl. 21, á Selfossi sunnudag- inn 9. apríl kl. 16, Félagsiundi Gaulverjabæ þriðjudag 18. april kl. 21 og i Þorlákshöfn sunnudag 23. april kl. 21. Þá mun kórinn taka þátt i 40 ára afmælisfagnaði Landssam- bands blandaðra kóra, sem haldið verður i Reykjavik dagana 14. og 15 april n.k. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt bæði innlendra og er- lendra höfunda. Stjórnaiidi Samkórs Selfoss er Björgin Þ. Valdimarsson. Kópavogur: Vélhjól út af vegi ESE— 1 gærum kl. 15varðalvar- legt slys á Borgarholtsbrautinni i Kópavogi, þegar ungur maður sem ók vélhjóli sina vestur göt- una missti stjórn á þvi skammt vestan við brúna, sem liggur yfir Reykjanesbrautina, meðþeim af- leiðingum að hjólið flaug fram af allháum gr jótkanti sem þarna er. Ungi maðurinn var fluttur i gjör- gæzludeild Borgarspitalans, en að sögn lögreglunnar i Kópavogi mun hann vera mikið slasaður. Ársþing Félags íslenzkra iðnrekenda í gær: Vilja láta fresta tollalaákkun Arsþing iðnrekenda að Hótel Loftleiöum TimamyndirGE SJ — Eins og ástandið er hér nú blasir það við öllum ábyrgum mönnum, að ekki verður lengur umflúið að fjörbreyta hinu is- lenzka efnahagskerfi. Svo mæltist Davið Scheving Thorsteinssyni, sem i gær var endurkjörinn formaður Félags is- lenzkra iðnrekenda á 44. ársþingi þess að Hótel Loftleiðum, m.a. i ræðu, sem hann flutti við það tækifæri: — Framleiðsluaukningin, sem mörg undanfarin ár hefur verið mest i iðnaðinum af atvinnu- greinum okkar, varð mun minni þetta ár og afkoma iðnaðarins, sem hefur verið þjóðhættulega lé- leg undanfarinn áratug — versn- aði stórlega á árinu 1977, sagði Davið Scheving Thorsteinsson ennfremur. — Astæður þessa eru fyrst og fremst tvær — miklar kostnaöar- Jónas Haralz talar um lánamál iðnaðar hækkanir innanlands, einkum vegna launahækkana, og röng gengisskráning. Segja má, að gjaldeyrir hafi verið á útsölu allt frá miðju ári 1977. — Gengisfellingin í febrúar bætti nokkuð úr. Þó er verð- jöfnunarsjóður hraðfrysti- iðnaðarins þvi miður enn notaður öfugt við upphaflegan tilgang sinn.... Um kjaramál sagði formaður iðnrekenda, að aldrei mætti semja um laun opinberra starfs- manna og þeirra, sem starfa við byggingastarfsemi, samgöngur, verzlun, viðskipti og þjónustu, nema á grundvelli launþega i fiskiðnaði, veiðum og fram- leiðsluiðnaði. Yrði þessa ekki gætt myndum við búa áfram við endalaust gengissig og gengisfell- ingar. Útflutningsbann það sem nú er til umræðu kallaði Davið Sch. Thorsteinsson siðleysi, sem myndi hafa óheillavænleg áhrif á fjöregg þjóðarinnar, útflutning- inn, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir alla ibúa þessa lands. — Útflutningsbannið, ef til framkvæmda kemur, er pólitisk- ur skæruhernaður, sem allir þjóð- hollir menn — launþegar sem at- vinnurekendur — eiga að rlsa gegn af fullri einurð. Þetta mál á ekkert skylt við eðlilega kjara- baráttu. Formaður iðnrekenda fagnaði þeirri ákvörðun að virðisauka- skattur skuli tekinn upp hér á landi og þvi að stórnarfrumvarp um timabundið jöfnunargjald á innfluttar iðnaðarvörur muni verða lagt fram á þvi alþingi sem nú situr. A ársþinginu var skorað á iðnaðarráðherra Gunnar Thor- oddsen að sjá til þess að frum- varpið fengi afgreiðslu fyrir þing- lok. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra flutti einnig ræðu á árs- þinginu og skýrði m.a. frá þvi, að ákveðið hefði verið að leggja fram á alþingi næstu daga stjórnarfrumvarp um Tækni- stofnun. — Standa vonir til að hin nýja stofnun geti innan fárra ára náð þvi markmiðiaðstuðlasvo að tækniþróun og framleiðni i is- lenzkum iðnaði, að hann standi á sporði erlendum keppinautum. Á ársþinginu var m.a. fjallað um stefnuskrá Félags islenzkra iðnrekenda, en þar kom fram, að það sem iðnrekendur sjálfir verða að bæta er m.a. vörugæði, umbúðir, sölutækni, vöruþröun og framleiðni. A ársþingi Félags i'slenzkra iðnrekenda sem fram fór i var lýst stjórnarkjöri i félaginu. Samkvæmt lögum félagsins höfðu 169 fyrirtæki atkvæðisrétt með samtals 20.900 atkvæði. 17.736 atkvæði bárust, eða sem næst 84.66%. Formaöur var kjörinn Davið Sch. Thorsteinsson með 17.550 at- Iðnrekendur gera kröfu til is- lenzkra stjórnvalda að þau styðji viðleitni félagsins til að fá önnur aðildarriki EFTA og EBE til að hætta styrkaðgerðum við iðnað i löndum sinum. Fll krefst þess að rikisstjórnin fresti tollalækkun þar til látið verður af styrkjum þessum. Aðbúnaður iðnaðarhér á landi nálgist það ekki að vera i samræmi við það sem gerist i samkeppnislöndunum. Þá er i stefnuskránni m.a. fjallað um jöfnun starfsaðstöðu höfuðat- vinnuvega þjóðarinnar, samstarf við sveitarfélög, skattamál, láns- fjármál og fleira. Einnig fjallaði þingið um drög að ályktun um lánamál iðnaðar- ins. Auk venjulegra aðalfundar- starfa ársþings iðnrekenda flutti Birgir Isleifur Gunnarsson kvæðum sem er 98.95% greiddra atkvæða. Tveir aðalenn báðust undan endurkjöri þeir Björn Þorláksson og Hjalti Geir Kristjánsson. 1 þeirra stað voru kjörnir sem aðalmenn til 2ja ára Sveinn S. Valfells og Viglundur Þorsteins- son. Fyrir i stjórn eru sem aðal- borgarstjóri erindi, sem hann nefndi „Atvinnumálastefnu Reykjavikur”. Jónas Haralz bankastjóri fjallaði um „Lána- mál iðnaðar, núverandi ástand og tillögur um framtiðarskipan”. Voru skoðanir hans á aðstöðu iðnaðarins i lánamálum nokkuð aðrar en þær, sem komið hafa fram af hálfu iðnrekenda á undanförnum árum. Taldi hann ekki til bóta, að óeðlileg lána- stefna yrði tekin upp gagnvart iðnaðinum, þótt aðrar atvinnu- greinar hefðu stundum notið óeðlilegra lánakjara. Jónas Haralz lét i ljós þá sicoðun sina, að rikisbankarnir ættu að vera tveir i staðinn fyrir þrir og einkabank- ar tveir i stað fjögurra; Þá yrðu til stærri bankar, sem væri æski- legt, og eðlileg samkeppni ætti sér stað i bankamálum. menn Kristinn Guðjónsson og Björn Guðmundsson. Varamenn i stjórn til eins árs voru kjörnir Agnar Kristjánsson og Pétur Ei- riksson. Framkvæmdastjórar Félags islenzkra iðnrdienda eru Ilaukur Björnsson aðalframkvæmda- stjóri og Pétur Sveinbjarnarson, f ram kv æm dast j óri. Stjórnarkjör iðnrekenda Oleyfilegur þorskafli 15 Eyjabáta í þorskveiðibanni gerður upptækur GV — Nú hefur verið staðfest að andvirði óleyfilegs þorskafla allt að 15 Vestmannaeyjabáta verði gertupptadct og er verið að ganga frá þeim málum nú. Ekki hafa fleiri brot verið staðreynd og aðr- ir en Vestmannaeyjabátarnir sem Landhelgisgæzlan kærði fyrir óleyfilegar þorskveiðar i banninu, hafa ekki verið kærðir. Að sögn Jóns B. Jónassonar deildarstjóra i sjávarútvegsráðu- neytinu hefur þorskafli þessara báta farið óverulega yfir 15% af heildaraflanum og er það mis- jafnt hve róðrarnir voru margir á meðan á þorskveiðibanninu stóð. — Þó þorskur fari óverulega yfir 15% af aflanum er það ekki refsi- vert en v ið gerum það upptækt og markmiðið með þessu er að auka sókn i aðrar fisktegundir. Þaö hefur tekið nokkurn tima að fá staðfest andvirði hvers afla sem fer eftir stæröarflokkum og gæðum sagöi Jón að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.