Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 15
Föstudagur 7. april 1978
15
Ráðstefna
Krabbameinsfélag Reykjavikur:
Öflugt fræðslustarf
Aðalfundur Krabbameins-
félags Reykjavíkur var haldinn
nýlega. Formaður félagsins
Gunnlaugur Snædal dr.med.,
flutti ársskýrslu stjórnar og
gjaldkerinn Tómas A. Jónasson
læknir gerði grein fyrir
reikningum félagsins. Að venju
hafði starfsemi félagsins beinzt
að tveimur meginviðfangsefn-
um, rekstri happdrættis og
fræðslu- og útgáfustarfsemi.
Nær þessi starfsemi til alls
landsins i samvinnu við
Krabbameinsfélag tslands og
með tilstyrk krabbameins-
félaga úti á landi.
Félagið greiðir árlega til
Krabbameinsfélags tslands
helming nettótekna af rekstri
happdrættisins og félagsgjöld-
um. Fram kom að greiðslan til
Krabbameinsfélags tslands
nam að þessu sinni tæplega 7,3
milljónum króna.
Veigamesti þátturinn i
fræðslustarfi félagsins og sá
sem mesta athygli vakti var
reykingavarnastarfið i skólun-
um. Var það sérlega mikið i
sviðsljósinu i fyrravetur, eink-
um vegna hinnar skeleggu bar-
áttu nemendanna gegn tóbaks-
auglýsingum. Mest var starfið
þá i 6. bekk grunnskóla, einkum
á höfuðborgarsvæðinu og lauk
um vorið með sameiginlegum
baráttufundi þar sem m.a. var
flutt ýmislegt efni úr hópvinnu
nemenda og gerðar voru álykt-
anir.
Það sem af er þessum vetri
hefur reykingavarnastarfið i
skólunum verið með svipuðu
sniði og i fyrravetur en þó mun
öflugra en áður i efri bekkjum
grunnskólans. A timabilinu
milli aðalfunda var á vegum
félagsins farið i 76 skóla þar af
41 utan höfuðborgarsvæðisins.
Framkvæmdastjóri félagsins
heimsótti alla skólana suma
margsinnis, og auk þess fóru
læknanemar i suma þeirra.
Náði fræðslustarfið til um það
bil 10.000 nemenda á starfs-
árinu. Af skólanna hálfu var
samstarfið með miklum
ágætum. Hafa margir kennarar
lagt verulega vinnu af mörkum
ekki sizt i sambandi við hóp-
starfið i 6. bekk.
Auk starfsins i skólunum vann
félagið að ýmsum öðrum þátt-
um tóbaksvarna.
Liður i fræðslustarfinu er út-
gáfa blaðsins Takmarks sem er
einkum helgað baráttu unga
fólksins gegn reykingum. Ot
komu 4 tölublöð á árinu. Siðan i
haust hefur blaðið verið sent
nemendum 6., 7. og 8. bekkjar
grunnskóla á öllu landinu. Upp-
lag þess er nu 25 þúsund eintök.
Reykjavikurborg og Samstarfs-
nefnd um reykingavarnir veittu
hvor um sig hálfrar milljónar
króna styrk á árinu 1977 til
fræðslustarfsins og útgáfu Tak-
marks.
Af annarri útgáfustarfsemi er
það að segja að bæklingurinn
„Konur og reykingar” hefur
veriö prentaður tvivegis, alls 15
þúsund eintök og dreift um allt
land m.a. með aðstoð Kven-
félagasambands íslands. Verið
er að undirbúa útgáfu nokkurra
nýrra bæklinga þ.á.m. um
sjálfskoðun brjósta og um leg-
hálskrabbamein.
Nú er sérstök nefnd á vegum
„Hlifið börnunum við tóbaksreyk” er
sjötta bekk D í Breiðagerðisskóla.
valdur tóbaksreykingar eru.
Krabbameinsfélags Reykjavik-
ur að undirbúa fræðslu i útvarpi
og öðrum fjölmiðlum á hausti
komanda um krabbamein og
krabbameinsvarnir. Lögð verð-
ur áherzla á að kynna framfarir
i greiningu og meðferð sjúk-
dómsins og góðar batahorfur
sjúklinga ef krabbamein finnst
á byrjunarstigi.
1 Krabbameinsfélagi voru nú i
byrjun árs skráðir 1166 félagar,
þar af 558 ævifélagar. Margir
gengu i félagið á árinu einkum i
sambandi við sérstaka kynn-
ingu á félaginu i fyrrasumar.
Stjórn félagsins er óbreytt frá
. fyrra ári. Hana skipa dr. Gunn-
laugur Snædal yfirlæknir.for-
maður, Alda Halldórsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri,
Guðmundur S. Jónsson dósent,
Jón Oddgeir Jónsson fv. fram-
kvæmdastjóri, Páll Gislason
yfirlæknir og Tómas A. Jónas-
son læknir. Framkvæmdastjóri
félagsins er Þorvarður
örnólfsson lögfræðingur.
Aðalfundurinn gerði sam-
þykktir sem fara hér á eftir:
Ályktun um krabba-
meinslækningar
Aðalfundur Krabbameins-
félags Reykjavikur haldinn 27.
febrúar 1978 lýsir ánægju sinni
yfir þeim undirbúningi sem
þegar er hafinn á samhæfingu
krabbameinslækninga og eftir-
liti með krabbameinssjúkling-
um i landinu. Vekur fundurinn
athygli á þessu nauðsynjamáli
og felur stjórn félagsins að
fylgjast með framvindu þess i
samráði við stjórn Krabba-
meinsfélags Islands.
Ályktun um tóbaksmál
Aðalfundur Krabbameins-
félags Reykjavikur haldinn 27.
febrúar 1978, fagnar þeim
árangri sem náðst hefur i bar-
áttunni gegn tóbaksreykingum
hér á landi og meðal annars
birtist i þvi að tóbakssala ATVR
varð rúmlega 7% minni allt árið
1977 en árið á undan.
Vafalaust er hér um að ræða
árangur af þvi mikla fræðslu- og
varnaðarstarfi og þeim áróðri
boðskapur þessara nemenda I
Allir vita hver krabbameins-
sem beitt hefur verið að undan-
förnu i baráttunni gegn reyking-
um og fyrir rétti þeirra sem
reykja ekki.
Vill aðalfundur Krabba-
meinsfélags Reykjavikur þakka
öllum þeim sem ásamt félaginu
hafa átt hlut að máli. Sérstak-
lega vill fundurinn þakka
skólunum, Samstarfsnefnd um
reykingavarnir, tslenzka
bindindisfélaginu og Sjónvarp-
inu fyrir mikilvægt framlag
sem þessir aðilar hafa innt af
hendi þver á sinu sviði.
Aðalfundurinn leggur áherzlu
á nauðsyn þess að efla enn
markvissa baráttu gegn
reykingum, þar sem saman fer
skipuleg fræðsla i skólum.
áróður i fjölmiðlum, aðstoð við
þá sem vilja hætta að reykja og
auknar skorður við reykingum á
almannafæri.
Væntir fundurinn að með þvi
móti geti þjóöin á tiltölulega
skömmum tima komizt, nálægt
þvi marki sem felst i kjörorði
unga fólksins: Reyklaust land.
um
málefni
lúðrasveita
Dagana á morgun og tvo næstu
daga efnir Samband íslenzkra
lúðrasveita til ráðstefnu á Akur-
eyri. Henni er ætlaö að fjalla um
málefni isl. lúðrasveita á sem
breiðustum grundvelli. Þátttaka
er öllum heimil sem að einhverju
leyti hafa áhuga á þessari elztu
almennu hljómlistarstarfsemi i
landinu.
Efni ráðstefnunnar skiptist I
fjóra aðalmálaflokka:
1. Rekstur og félagsmál lúöra-
sveita
2. Tónlistarfræðsla — stjórnendur
og endurnýjun
3. Nótur og hljóðfæri
4. Hlutverk Sambands isl. lúðra-
sveita og sameiginleg verkefni.
Ráðstefnan verður haldin að
Hótel KEA og hefst föstudag -
kvöld kl. 21.00.
Við upphaf ráðstefnunnar mun
stjórnandi Lúðrasveitar Akur-
eyrar, Roar Kvam flytja erindi.
Sunnudag kl. 13.00 verður aöal-
fundur SIL og er ráðstefnunni þar
með lokiö.
TOMBOLUVERÐ
Á SKÍÐAVÖRUM
20-40%
afsláttur
Nú er tækifærið komið. Hólasport verður með
stórkostlega útsölu á skiðavörum i þessari viku
og gefur 20-40% afslátt. Á boðstólum eru m.a.
DYNAFIT skiðaskórnir, merkið sem allir
þekkja, en á verði sem fæstir hafa kynnst áð-
ur. Einnig úrval af skiðagöllum, skiðablúss-
um, stökum buxum o.fl o.fl.
Birgðir eru ekki ótakmarkaðar
Aðeins útsala þessa einu viku
Póstsendum
HOLA-
SPORT
Hólagarði
Lóuhólar 2-6
Sími 75020
Félagsráðgjafar mótmæla
Stéttarfélag Islenzkra félags-
ráðgjafa hélt nýverið aðalfund.
Stjórn félagsins skipa nú: Sigrún
Karlsdóttir formaöur, Gunnar
Sandholt varaformaður Anný
Haugen gjaldkeri, Hjördis Hjart-
ardóttir, ritari og Svanhildur
Guðmundsdóttir varamaður.
A fundinum var einróma sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Stéttarfélags Is-
lenzkra félagsráðgjafa ályktar
eftirfarandi: „Félagiö mótmælir
harðlega kjaraskerðingarlögum
rikisstjórnarinnar. Félagið bend-
ir á að visitöluskeröing sú sem i
lögunum felst kemur haröast
niður á þeim sem lægst eru laun-
aðir. Félagið telur algjörlega
óviðunandi að gripið skyldi til
þess ráðs að skerða vistölubætur
á tryggingabætur,en þeirra njóta
þeir hópar I þjóðfélaginu sem vit-
að er að búa við þrengstan kost.
Félagið mótmælir gerræðislegum
ákvörðunum fjármálaráðuneyt-
isins og borgarstjórnar um frá-
drátt á launum þeirra er þátt tóku
I verkfalli 1. og 2. marí: sl. til
varnar gerðum samningum”.
(Fréttatilkynning).