Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 24
Föstudagur 7. april 1978 . -------------- . Treg grá- sleppuveiði GV — Grásleppuveiðin hefur vei* ið óvenju treg, og miðað viö sókn. sem farið hefur heldur minnk- andi, er veiðin örugglega helm- ingi minni nú en undanfarin ár, sagði Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags HUsavikur. i viðtali við Timann Vertiðin, hófst 10. marz og er nii nær hálfnuð og hafa eingöngu verið saltaðar 60 tunnur af grá- sleppuhrognum, en að sögn Tryggva ætti nú að hafa verið saltað i um 100 tunnur. A vertið- inni i fyrra voru saltaðar 430 tunnur. 60 tunnur er ekki neitt ná- lægt þvi sem áður var. Oft voru saltaðar um 80 tunnur á dag og þegar bezt var voru saltaðar um 1000 tunnur á vertiðinni. A tima- bili var Fiskiðjusamlagið stærsti verkandi á grásleppuhrognum i heimi, svo veiðin nú er ekkert til að hrópa húrra fyrir. 60 þúsund krónur fást nú fyrir ».hverja tunnu af grásleppuhrogn- um og miðað við fiskverð nil er það mun óhagkvæmara verð, en var. — Við vonum að það sé ekki of- veiöin sem veldur þessu, en leyfisveitingar til grásleppuveiða hafa verið takmörkuð mikið. Mjög stutt er siðan athuganir hóf- ust á grásleppu, og er litiö vitað um fæðuöflun og göngur hennar, svo að ástæðan gæti verið önnur, en ofveiði sagði Tryggvi að lok- um. W18-300 Auglýsingadeild Tímans. Ökukennsla Greiðslukjör Gunnar Jónasson Sími 40-694 Sýrð eik er sigild .eign HU&C. TRÉSMIÐJAN MCIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 m 1 IKiSí ' »■ 10 félög hafa þegar boðað útflutn- ingsbann JB — Siðdegis i gær höfðu 10 aðildarfélög innan Verkamanna- sambands Islands boðað út- flutningsbann. Eru þetta flest stærstu verkalýðsfélögin og mörg þau mikilvægustu hvað sjávarút- veg snertir. Eftirfarandi félög hafa boðað útflutningsbann frá og meö 13. þessa mánaðar: Verkalýðsfélög- in i Höfn Hornafirði, Vestmanna- eyjum, Akranesi og Dagsbnín i Reykjavik, Verkalýðsfélögin i Þorlákshöfn, Sauðárkróki og Akureyri hafa boðaö bann frá og meö 14. þ.m. Verkaiýðsfélagið á Siglufirði þ. 12. og á Seyðisfirði gengur bannið i gildi frá og með 10. Heimaey VE seldi i Hull Ekki er annað sjá á þessari mynd en að fólk láti alþjóðlegan baráttudag gegn háþrýstingi 7. april ein- hverju varða og að það hafi verið áhugasamt um að láta mæia blóðþrýstinginn. Myndin var tekin I gær á Lækjartorgi, þar sem læknanemar mældu blóðþrýsting fólks. t dag er svo alþjóðlegri baráttudagurinn og þá verða læknanemar einnig á fjórum stöðum I borginni: á Lækjartorgi, f Glæsibæ, f Hagkaupi, og Vörumarkaðinum frá kl. 2-7. (Tfmamynd Gunnar) GV — Heimaey VE seldi tæplega 20 tonn I Hull i gærmorgun, fyrir 71,819 þúsund. Meðalverð aflans var 274,62 krónur. sm riKSj a Sr |3| Hvað mikið af varningi Frfhafnarinnar hefur fariö um aðaldyrnar og hvaðmikið hefur lekiö út um bakdyrnar, þaö er spurningin, sem Rikis- endurskoðun er aö fást viö þessa daga. Frihöfnin: Óeðlileg rýrnun — rannsókn hafin SSt—Ljósternú, að rýrnun IFri- höfninni á Keflavikurflugvelli á siðasta ári var meiri en svo að eðlilegt geti talizt, einkum þó et varðar þrjár vörutegundir, úr, skartgripi og ljósmyndavélar, og erþarum töluverðar upphæðir að ræða — samkvæmt upplýsingum Páls Asgeirs Tryggvasonar deildarstjóra i varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins, en Fri- hafnarverzlunin heyrir undir þá deild. Páll Asgeir sagði i samtali við Timann, að upphaflega hefði ver- iö álitið, að rýrnun allt aö 2% af heildarveltu i svona verzlun mætti kalla eðlilega. Yfirlit frá Rikisendurskoðun yfir siðasta ár hefði leitt I ljós óeðlilega mikla rýrnun, sem þyrfti nánari at- hugunar við, en það væri ekki hægt að tala um neina sérstaka rannsókn i þeim skilningi. Velta Frihafnarverzlunarinnar skipti nokkur hundruð milljónum króna árlega, og rýrnun á siðasta ári næmi töluverðum upphæðum, en Páll nefndi engar tölur þar að lút- andi. Halldór V. Sigurðsson hjá Rikisendurskoðun, em hefur með höndum bókhaldseftirlit Fri- hafnarinnar sagöi, að Rikis- endurskoðun hefði þetta mál i at- hugun. Um nokkurra ára skeið hefði verið um allnokkra rýrnun fram yfir eðlileg mörk að ræða og verið væri að grennslast fyrir um nánari ástæður hennar. Sem stæði væru ákveðnir, tilteknir starfsmenn Frihafnarinnar ekki undir grun, og ákvörðun um sakamálarannsókn væri auðvitað i höndum varnamáladeildar utanrikisráðuneytisins, sagði Halldór að lokum. John Lindsay Kært til Verð- lagsdóms — vegna meintra svika og brots á verðlagslöggjöf ESE — 1 gærmorgun hófst fyrir verðlagsdómi rannsókn á meintu verölagsbroti umboðs- og heild- verzlunarinnar John Lindsay hf., en verðlagseftirlitið sendi I sið- ustu viku frá sér kæru á hendur fyrirtækinu, til verðlagsdóms, byggða á rannsókn sem staðið hefur frá þvi I haust. Málið snýst um það, að á sið- asta ári urðu eftirlitsmenn verð- lagseftirlitsins varir við það, að fyrirtækið John Lindsay hf. seldi ákveðna vöru til smásala á mun hærra verði, en þeir höfðu sjálfir reiknað út og fengið heimild fyrir hjá verðlagseftirlitinu. Að sögn fulltrúa verðlagsstjóra mun láta nærri að sú upphæð, sem talið er að fyrirtækið John Lindsay hf. hafi svikið út vegna fyrrgreinds verðlagsbrots, nemi allt að sjö milljónum króna og hafi svikin átt sér stað á sex mánaöa timabili á siðasta ári. Timinn sneri sér til Sverris Einarssonar sakadómara vegna þessa máls og innti hann eftir þvi hvort verðlagsdómur hefði fjallað um málið. Sverrir sagði, aö rann- sókn hefðu hafizt fyrir verðlags- dómi i gærmorgun, en máliö væri það skammt á veg komið, að ekk- ert væri hægt að segja um það aö svo stöddu. Albert Guðmundsson: Ríkisstjórnin hindri fram- kvæmd útflutningsbannsins KEJ — Albert Guðmundsson lagði i gær fram á Alþingi tillögu þess efnis að Alþingi feli rikis- stjórninniað beita áhrifum sinum til að Verkamannasamband Is- lands dragi til baka samþykkt sina um bann við útskipun á varn- ingi sem ætlaður er til útflutn- ings. Beri sú tilraun ekki tii- ætlaðan árangur, ályktar Alþingi jafnframt að fela rikisstjórninni að leggja fram frumvarp til laga erbanni verkföll og aðrar þær að- gerðir er torvelda það að koma megi útflutningsafurðum lands- manna á erlendan markað. f greinargerð með þessari þingsályktunartillögu segir Al- bert meðal annars: „Þeir, sem berjast harðri baráttu gegn þvi þjóðskipulagi sem við búum við æsa nú launþega til uppþota en al- menningur gerir sér grein fyrir markmiðum þeirra sem nota hvert tækifæri til að veikja það lýöræðisfyrirkomulag sem is- lenzkt þjóðfélag byggist á i von um að upp úr rústum ringulreiðar fái þeir tækifæri til þess að skapa sér valdaaöstöðu. Tii þess að koma i veg fyrir til- gang verkalýðsforystunnar verða rikisstjórnin og Alþingi að beita þvi eina valdi sem lög leyfa og láta reyna á það hvort landsmenn Birtur hefur verið framboðslisti Sjálfstæðismanna vegna bæjar- stjórnarkosninganna i Kópavogi nú i vor. Listinn eins og hann er endanlega skipaöur ber það með sér að um mikið hnjask hefur verið að ræða og má gera ráð fyrir þvi að ýmsir séu illa sárir i ihaldsflokknum i Kópavogi um þessar mundir. Atökin um framboð Sjálfstæðis- vilja fara að lögum eöa ganga með opin augun inn i nýja tima ófreisis, sem stjórnað er frá skrif- stofum verkalýðsfélaganna.” manna i Kópavogi hófust fyrir al- vöruá þvi að fram fór prófkjör i kaupstaðnum fyrir nokkru. Undu flokkseigendurnir úrslitum þess svo illa að um fullan fjandskap hefur verið að ræða i Sjálfstæðis- félögum Kópavogs siðan. Richard Björgvinsson sem verið hefur bæjarfulltrúi i Kópa- vogi áræddi ekki að taka þátt i prófkjöri þessu enda hafði hann Framhald á bls. 23 Sjálfstæðismenn í Kópavogi: Hafa prófkjör- ið að engu — Richard Björgvinsson hrifsar annað sætið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.