Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. april 1978 11 f'mmro__ ____ Kristin trú! - Andatrú! Einhver mest spennandi og athyglisverðasti þáttur sem fram hefur komið i isl. sjón- varpi var sýndur laugardags- kvöldið 25.03. ’78 um anda- lækningar á Filippseyjum. Rækilega var flett ofan af þeim svikum, sem þar áttu sér stað með kukli og sjónhverfing- um vegna veikinda fólks, og þvi hvernig peningagræðgin kann sér engin takmörk. Hafi sjónvarpið beztu þakkir fyrir þessa mynd, og er þess farið á leit við ráðamenn, að myndin verði sem fyrst sýnd aftur. Margir misstu af henni vegna brottveru úr bænum þessa miklu ferðahelgi. NU hef- ur komiðfram, að hérhafi verið um annan lækni að ræða en þann sem fslendingar heim- sóttu. Hvað sagði formaður Lækna- félags Filippseyja? Hann lét i ljós undrun sina á þeirri ein- feldni, sem fólk frá þeim lönd- um þar sem læknisþjónusta er þróuð, sýndi. Hann fór ekki i grafgötur með það, að þetta væri hrein blekking, og nefndi enga undantekningu, t.d. An- tonio Agpaoa, sem ts- lendingarnir heimsóttu, sem honum hefði borið skylda til ef hann væri ekki kuklari eins og hinir. Ég lýsi yfir innilegri samúð minni með þvi fólki sem fór þessa ferð til þess að leita sér lækninga fyrir mikið fé, en um leið vil ég benda þvi á, að is- lenzka kirkjan vill vinna fyrir þá, sem sjUkir eru, með bænum og handayfirlagningu, en skv. upplýsingum frá skrifstofu biskups munu vera sérstakar bænastundir i Hallgrimskirkju, Neskirkju og á fimmtudags- kvöldum hjá séra Halldóri Gröndal, þar sem lagðar eru hendur yfir sjúka, og lækningar i nafni og krafti JesU Krists hafa skeð. Égskora á islenzka presta að segja þjóðinni frá afdrifum fsraelsmanna i gamla Testa- mentinu, þegar þeir sneru sér að hjáguðadýrkun. Boðið is- lenzku þjóðinni hreint og tært fagnaðarerindi um JesUm Krist, lif hennar liggur við. Það er skylda ykkar að vara þjóðina við, vilji hUn ekki hlýða Drottni. Þiðeigið vopnið: „Guðs Orð”, sem er beittara hverju tvieggjuðu sverði. I 16. kafla Markúsar guðspjalls, 17. og 18. versi, standa þessi orð: ,,En þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa: „1 mi'nu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tugum, taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað ban- vænt þá mun það alls ekki saka þá, og þeir munu leggja hendur yfir sjúka og þeir munu verða heilir." Hér eru ekki tilnefndir i Orði Guðs andalæknar á Filippseyjum. Heldur þeir, sem eru lærisveinar Jesú og trúa á hann um allan heim þ.á.m. Is- landi. Nýstofnað er kristilegt félag Snjórinn og smá- fuglarnir Um mikinn liluta landsins er nú mikið fannfergi, þótt á nokkru svæöi sé auð jörð, sagði maður, sem hringdi til blaðsins. Mikla þiðu þarf til þess að náist til jarð- ar, þar sem snjór er mestur. — Þessu langaði mig til þess að vekja athygli á, sagði maðurinn, og þá um leið að minna fólk á fugla, sem halda sig heima ið hús og bæi. Veturinn er orðinn langur hjá þeim i snjóahéruðum, og það er gott verk að fleygja einhverju æti fyrir þá. Gamalt máltæki seg- ir, að það sé litið, sem tittlings nefið ekki finnur, og salli eða eitt-' hvert mjölmeti kæmi sér vel. Allir geta fundið eitthvert æti handa þessum fuglum, ef þeir að- eins huga að þvi. heilbrigðisstétta. Það vill biðja fyrir sjúkum og leitast við að boða Guðs orð á meðal þeirra. Ef einhver óskar fyrirbænar, fyrir sjálfan sig eða ættingja sinn, verður það gert á hreinum Bibliulegum grundvelli i trausti til Jesú Krists, sem kom i þenn- an heim til þess að deyja fyrir synduga menn, og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu”. Við trúum þvi að hann sé upp- risinn frelsari okkar. Með bæn- inni biðjum við fyrir sjúkum, biðjum um likn i þraut þeim til handa, biðjum um lækningu þeirraog styrk til aðstandenda i nafni Jesú Krists. Þeir sem þannig óska fyrirbæna, merki bréf sitt Kristilegt Félag Heil- brigðisstétta, c/o Safnaðar- heimili Grensássóknar 108 — Rvik. Fyllstu þagmælsku er heitið. Frimerki á bréf innanlands er kr. 60.00. Við biðjum alla þá, sem eiga trú á Jesúm Krist, að vera með i þvi að biðja fyrir sjúkum, og þá sérstaklega á mánudögum kl. 18.00, en þá eru bænastundir félagsins. Égbið þá, sem sjúkir eru, að lesa 23. sálm Daviðs, megi hann verða lyf til hjálpar og hressing- ar. Bæn Jesú Krists á krossinum: „Faðir fyrirgef þeim, þvi þeir vita ekki hvað þeir gjöra” er enn i fullu gildi. En ég vil spyrja alla þá, sem visvitandi nota sjúkasértil féþúfu: Hvar ætlið þið að fá fyrirgefningu?. J. Guömundsson. (norpííIende) Bang &Olufsen Magnkaup- Gerum tilboð í magnkaup, yður að kostnaðarlausu w^niiwiJÍ 3L sjonvorp ALLAR STÆRÐIR Magnaf sláttur Tilvalið fyrir Þorp, kaupstaði, starfshópa og jafnvel • : — • Lægra verð — Betri þjónusta Skipholti 19, R. sími 29800, (5 línur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.