Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1978, Blaðsíða 5
Fö.studagur 7. april 1978 5 Vilja efla sauðf jár- veikivarnir við Þjórsá Þriðjudaginn 21. marz 1978, boðaði Búnaðarsamband Suður- lands til fundar á Hellu með odd- vitum, formönnum búnaðarfé- laga, héraðsdýralæknum o.fl. í Rangárvallasýslu, samkvæmt samþykkt formannafundar Búnaðarsambandsins, sem hald- inn var i Þykkvabæ i febrúar- mánuði n.l. Fundarefni: að ræða um smitandi búfjársjúkdóma á Suðurlandiogleita sameiginlegra ráða til að koma i veg fyrir út- breiðslu þeirra um Rangárvalla- sýslu. Hjalti Gestsson, framkvæmda- stjóri Búnaðársambandsins, setti fund, stjórnaði honum og bauð gesti velkomna, en á fundinum vru mættir auk heimamanna þeir Jón Guðbrandsson, héraðsdýra- læknir Selfossi, Gunnlaugur Skúlason, héraðsdýralæknir Laugarási og Sigurður Sigurðar- son, dýralæknir á Keldum, en hann flutti framsöguerindi á fundinum. Sigurður flutti mjög glöggt og itarlegt mál um búfjár- sjúkdóma, útbreiðslu þeirra og einkenni. Þá fór hann yfir helztu atriði, sem menn þurfa að hafa i huga i sambandi við varnir gegn smitun og að greina sýkta ein- staklinga i hjörðum. Sigurður sýndi litskuggamyndir til skýringar á máli sinu. Að f ramsöguerindi loknu hófust frjálsar umræður. Héraðsdýra- læknar, þeir sem fundinn sátu, lýstu baráttu sinni við búfjársjúk- dómana og hvöttu til aukinnar að- gæzlu og meiri skilnings manna almennt á öllum varnaraðgerð- um. Aðrir ræðumenn voru: Magnús Kjartansson, Hjallanesi. ölvir Karlsson Þjórsártúni Hjalti Gestsson Selfossi, Hermann Sigurjónsson Raftholti, Sigurður Jónsson Kastalabrekku, Erlend- ur Árnason Skiðbakka, Sigurður Sigurðsson Skammbeinsstöðum, Guðni Kristinsson Skarði, Sigur- bjartur Guðjónsson Hávaðarkoti, Eggert Haukdal Bergþórshvoli, Guðjón Ólafsson Syðstu-Mörk. 1 ræðum manna kom fram ein- róma áhugi á þvi að standa vel aö vörnum gegn búfjársjúkdómum i Rangárvallasýslu og einkum lögðu menn áherzlu á það, aö varnir við Þjórsá yrðu efldar. Þá var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd, sem heföi það hlutverk, að fylgja eftir niðurstöðum og ályktunum fundarins við Sauðfjársjúkdóma- nefnd og aðra þá aðila, sem máliö varðar. Kosnir voru: Sigurður Jónsson Kastalabrekku Sigurður Sigurðsson Skamm- beinsstöðum og Magnús Kjartansson Hjallanesi. Þá samþykkti fundurinn svo- hljóðandi ályktun: 1. Fundur um búfjársjúkdóma og varnir gegn þeim, haldinn aö Heliu 21. marz 1978 með oddvit- um, formönnum búnaðarfé- laga, héraðsdýralæknum o.fl. I Rangárvailasýslu, lýsir áhyggjum sinum yfir þvi aö ýmsir smitandi búfjársjúk- dómar eru að ná æ meiri út- breiðsluum Suðurland og legg- ur áherzlu á að allt sé gert, sem unnt er til þess að stöðva þessa öfugþróun. Ýmsir þessara sjúkdóma s.s. riða, tannlos og kýlapest, hafa ekki enn svo vit- að sé borizt austur yfir Þjórsá til Rangárvallasýslu. Þvi legg- ur f undurinn sérstaka áherzlu á það, að allar varnir við Þjórsá verði efldar svo sem frekast er mögulegt. 2. Fundurinn bendir á mikilvægi þess að ganga vel frá vörnum við brýrnar yfir ána bæöi 1 byggð og óbyggð. Að girðingar frá vegristum séu traustar, hestahlið vel upp sett og auö- veld f umgengni, svo og vel merkt. Þá skorar fundurinn á Sauðfjársjúkdómanef nd aö kanna itarlega á hvaða stöðum sauðfé fer helzt austur yfir Þjórsá og gera tafarlaust ráö- stafanir til þess að komið verði upp girðingum til varnar þvi. 3. Fundurinn brýnir það fyrir bændum, að þeir séu vel á verði ga'gnvart flökkufé, sem fer yfir varnarlinur og handsama slik- ar kindur og einangra strax og þeirra verður vart. Sérstakiega skal vakin athygli á þessu atriði hvar sem fé er rekið til rétta, hvort sem er úr heima- högum eða afréttum. 4. Fundurinn litur svo á, að brýna nauðsyn beri til að sótthreinsa rækilega gripaflutningabila, þegar þeir fara á miili varnar- hólfa. 5. Fundurinn hvetur alla bændur til góðrar samvinnu við Sauð- fjárveikivarnir um hverjar þær Sænska söngkonan Ilona Maros heldur tónleika að Kjarvalsstöð- um föstudaginn 7. april n.k, kl. 21. Þorkell Sigurbjörnsson leikur með á pianó. Á efnisskránni eru verkeftir sænsk og ungversk tón- skáld. Ilona Maros lærði i Búdapest og Stokkhólmi. Hún hefur sungið i mörgum löndum og einnig inn á plötur og er einkum rómuð fyrir túlkun sina á samtimatónlist. Fjölmörg tónskáld á Norðurlönd- fyrirbyggjandi aðgerðir og varúðarráðstafanir, sem lik- legareru tii árangurs i barátt- unni við þann vagest sem smit- andi búf jársjúkdómar eru hverju búi. Þar má nefna höml- ur á flutningi á búfé og heyi yfir varnarlinur, litarmerkingar sauðfjár og margt fleira. 6. Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að þeir beiti sér • fyrir þvi, að sauðfjárveikivarn- ir fái nægilegt fé til umráða, svo að unnt sé að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir hér að lútandi eftir þvi sem aðstæður krefjast hverju sinni. um hafa sérstaklega samið verk fyrirhana. Hún er gift tónskáld- inu Miklos Maros. Þorkell Sigurbjörnsson er, sem kunnugt er, eitt fremsta tónskáld okkar, en hann er einnig prýðileg- ur pianóleikari og hefur gert tölu- vertað þvi að flytja kammertón- list. Næstkomandi sunnudag mun Ilona Maros koma fram á tónleik- um Kammersveitar Reykjavik- ur. ESE — 24. april n.k. mun trió danska bassaleikarans Niels- Hennings örsted Pedersen, halda hljómleika í Háskólabiói á vegum Jazzvakningar. Hljómleikarnir munu hefjast kl. 21.15, og er fyrir- hugað að verð aðgöngumiða verði tæpar 3000 krónur. Trióið skipa auk Pedersens, þeir Philip Catha- rine gitarleikari, sem m.a. hefur leikið með Jean-Lue Ponty og hljómsveitinni Focus, en þar tók hann við gitarleik af Jan Akker- man, sem margir munu kannast við. Einnig skipar flökkumaður- Þann 31. marz s.I. skipaði land- búnaöarráöherra Hauk Ragnars- son, skógfræöing i stööu skógar- Nieís-Henning örsted Pedersen — var valinn af lesendum Melody Maker, besti jazz-bassaieikari heims. <------------:-------m inn Billy Hart hljómsveitina, en hann leikur á trommur og hefur m.a. leikið með ekki ófrægari manni en Herbie Hancock, auk þess að hann hefur á undanförn- um 'árum verið miðdepill rythma- hljómsveitar Stan Getz. Ljóst er á þessari upptalningu, að þarna er um frábæra lista- menn aö ræöa og ætti enginn jazz- áhugamaður aö láta þessa hljóm- leika fara fram hjá sér. Forsala aðgöngumiða mun hefjast i verzluninni Faco, föstudaginn 7. april n.k. varöar á Vesturlandi frá og meö 1. mai 1978. Sambyggt ferðaútvarps- tæki er iausnin Sænsk og ungversk tón- list á Kjarvalsstöðum Skógarvörður á Vesturlandi Jazz viðburður: Heimsfrægir iista- menn koma hingað til hljómleikahalds

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.