Tíminn - 13.05.1978, Qupperneq 2

Tíminn - 13.05.1978, Qupperneq 2
2 Laugardagur 13. rtial 1978. Dayan reiður ummælum friðar- sinna í ísrael Stokkhólniur/Heuter. Utan- ríkisráðherra Israels, Moshe Dayan, gekk Ut af blaðamanna- fundi i Stokkhólmi i gær eftir að hann hafði verið spurður að þvi hvernig honum þætti að vera kallaður ,,hermdarverkamaður af hæstu gráðu”, en þessi um- mæli voru höfð eftir meðlim i samtökunum „Frið nú” i Israel. Dayan reiddist spurningunni og sagöist ekki hafa séð sjónvarps- viðtalið við unga Israelann sem nýlega var flutt i sænska sjón- varpinu. ,,1 sumum iöndum er ungum mönnum leyft að segja það sem þá lystir, en ég veit ekki hvað þetta fólk vill að við gerum, sem við erum ekki þegar búnir að gera”, sagði Dayan. ,,Ég er ekki hryðjuverkamaður. Hvað myndir þU segja ef einhver kall- aði þig hryðjuverkamann? Hef ég gert eitthvað sem þer likar ekki?” spurði utanrikisráðherr- an fréttamanninn og gekk siðan Ut af blaðamannafundinum sem ekki stóð lengur en fimmtán minUtur. Dayaner nú á ferð um Evrópulönd til að taka þátt i há- tiðahöldum Gyðinga þar i tilefni þess að þrjátiu ár eru nU liðin Moshe Dayar,. frá þvi að Israel var lyst full- valda riki. Krafa A.I.: Ógnarstj ór ninni aflétt í Uruguay Belfast: IRA tekur lögin í sínar hendur JB — Kunnugt er, að að minnsta kosti tuttugu og tveir menn hafa látizt af völdum pyndinga i Suður-Amerikurikinu Uruguay, á árabilinu 1972-1975. Þrátt fyrir öll þau mótmæli sem af þessu hafa spunniztá alþjóðavettvangi þurfa pólitiskir fangar að sæta pynding- um nU sem áður, og stjórnvöld i landinu hafa virt að vettugi og neitað að verða við tilmælum um að utanaðkomandi rannsóknar- nefnd verðiheimilaðað kynna sér ástandið i þessum málum og gera rannsókn á þvi ofbeldi sem vitað er að fjöldi manns hefur verið beitturi' landinu. Auk pyndinga er um að ræða fjölda handtaka án dóms og laga, dauöa manna I gæzluvarðhaldi og ennfremur hafa menn horfið sporlaust. Landsmenn i Ururguay hafa búið við hreina ógnarstjórn frá þvi þjóðþing landsins var leyst upp árið 1973 og herinn tók völd. Fyrir tveim árum hóf Amnesty International herferð til að vekja athygli á þeim brotum, sem þar eru framin, á mannréttindum sem bundin eru i stjórnarskrá landsins og þeim alþjóðlegu mannréttindasattmálum, sem Uruguay er aðili að. Þykir þessi herferðhafa tekizt vel að þvi leyti að varpað hefur verið ljósi á ástand mála, og hefur þess jafn- vel orðið vart að rikisstjórnin og ýmiss konar samtök hafa beitt áhriíum sinum i' þvi skyni að reyna aö fá ógnaröldinni þar af- N'icosia/Reuter.Stjórnin á Kýpur fagnaði þvi að áframhaldandi vopnasölubann til Tyrklands var samþykkt á Bandaríkjaþingi. Akvörðunin var, að sögn tals- manns stjórnarinnar, réttlát en vopnasölubanni var komið á eftir innrás Tyrkja á Kýpur 1974. Spyr- létt. En þrátt fyriraðbenda megi á nokkurn jákvæðan árangur her- ferðarinnar er ekki hægt að segja að hUn hfi orðið til þess að ástand- ið i mannréttindamá lum i Uruguay hafi batnað svo taki tali. Aframha ldandi og aukinnar baráttu er þörf. os Kyprianou sagði i ræðu fyrr i þessari viku, að ef vojxiasölu- banninu yrði aflétt, myndi yfir- gangur Tyrkja aukast, og það gæti leitt til átaka. Stjórnin á Kýpur lýsti i dag yfir vaxandi áhyggjum sinum vegna þess að Vestur-Þjóðverjar halda Belfast/Reuter.lrskir skæruliðar og stuðningsmenn þeirra ætla að setja á stofn alþýðulögreglu og al- þýðudómstóla er starfa eiga i hverfum lýðveldissinna i Belfast, að því er tilkynnt var hér i Belfast i gær. Meðal refsinga er beitt verður viðafbrotamenn eru skot i fótleggina, en þaö er sama aðferð og skæruliðar á ttaliu hafa beitt að undanförnu. Atta félagar i Sinn Fein, sem er löglegur stjórnmálaflokkur Pro- visionalarms irska lýöveldishers- ins, sækja nú um að verða látnir lausir gegn tryggingu, en þeir eru ákærðir fyrir þátttöku samsæri og að vera félagar i skæruliða- hópum irska lýðveldishersins. verði Islandsdeild A.I., sem aðsetur hefur i' Reykjavik, stóð fyrir undirskriftasöfnun vegna her- ferðarinnar 1976, og skrifuðu þá tæplega 2000 Islendingar undir. Á skrifstofu samtakanna er allar frekari upplýsingar að fá um málið. áfram að veita Tyrkjum hern- aðarlega aðstoð þrátt fyrir vopnasölubann Bandarikja- manna til landsins. Utanrikisráð- herra Kýpur kallaði sendiherra V-Þýzkalands á eyjunni á sinn fund og baö hann um að gera yfir- völdum i Bonn grein fyrir áliti stjórnarinnar. 1 . Kevin Mcmahon saksóknari sagði að i september á siðasta ári hefðu 25 menn verið skotnir i fót- leggi i hverfum lýðveldissinna i Belfast. Sinn Fein mun reka keðju ráðleggingastöðva þar sem tekið verður á móti kvörtunum fórnarlamba glæpamanna. Eink- um veröur ráðizt gegn innbrots- þjófum, kynferðisglæpamönnum og þeim, er gerast sekir um lik-. amsárásir. Saksóknarinn sagði að kerfi þetta væri afkvæmi IRA manna, en engar sannanir væru fyrir þvi að þessir dómstólar væru raunverulega til. Prír skæru- liðar fram- seldir til V-Pýzkalands llaag/Reuter. Hollenzka stjórnin gaf i gær leyfi sitt til að þrir skæruliðar úr vestur-þýzka Rauða hernum verði framseldir til heimalands sins. Skæruliðarn- ir, sem sitja nú i hollenzkum fangelsum, eru Kurt Volkerts, Christoph Wackernagel og Gert Schneider. Fangarnir verða ekki sendir til V-Þýzkalands þegar i stað, vegna þess að lögfræðingar þeirra gera nú tokatilraun til að leita þeim. hælis sem póliitiskir flóttamenn i Hollandi. Dómsmálaráðuneytið i Hol- landi hefur þegar hafnað beiðni skæruliðanna um hæli sem póli- tiskir flóttamenn, en rikisráðið, þar sem JUliana drottning er i forsæti, getur endurskoðað ákvörðun ráðuneytisins. Hæstiréttur i Hollandi tilkynnti að Volkerts yrði þvi aðeins fram- seldur, að tryggt væri að hann yrði ekki ákærður fyrir ránið og morðið á Hanns-Martin Schleyer og morðið á lifvörðum hans, þvi þetta yrðu að teljast pólitiskir glæpir.Volkerts situr nú i fangelsi fyrir morð á hollenzkum lög- reglumanni en hann fékk tuttugu ára dóm. Að sögn dómsmála- ráðuneytisinsermögulegt að Vol- kerts verði aðeins framseldur nokkurn tima, á meðan máls- rannsókn fer fram i Vestur-Þýzkalandi.en verði siðan sendur aftur til Hollands, til að afplána það sem eftir er af dómn- um. Wackernagel og Schneider voru teknir fastir i skotbardaga i Amsterdam seint á siðasta ári. Bandaríkj amenn: Áframhaldandi vopna- sölubann til Tyrklands AHÆTTAN VIÐ ELEKTRÓNÍSKAR NJÓSNIR Fullkomnustu orrustuþotur nútlmans eru allar búnar tölvum. Washington/Reuter. Banda- riskir gervLhnettir bUnir að- dráttarlinsum og elektróniskum hlustunartækjum safna ótrU- lega nákvæmum upplýsingum hvaðanæva að Ur Sovétrikjun- um. Þó að Sovétmenn séu alls ekki ánægðir með þessar aðgerðir Bandarikjamanna, láta þeir gervihnettina afskipta- lausa. Hvers vegna skutu Sovét- menn þá niður farþegaþotu frá Suður-Kóreu, sem að þvi er sagt er, villtist i mesta sakleysi inn yfir landsvæði nærri Mur- mansk? Liklegasta skýringin er sú að flugmenn farþegaþotunnar hafi óviljandi flækzt i kapphlaup sem nU fer fram milli risaveld- anna. Með þvi að senda óboðna gesti inn á yfirráðasvæði hvors annars reyna stórveldin að komast aö þvi hvað þróun i elek- tróniskri tækni miðar hjá and- stæðingnum. Við njósnum um þá og þeir njósna um okkur og vini okkar, þetta er elektróniskt kapphlaup, einn leyndasti þátt- ur vopnakapphlaupsins. Andstæðingurinn esp- aður Það er afar sjaldgæft að grip- ið sé til vopna i þessum leik músa og katta, eins og gerðist er farþegaflugvélin villtist. Vana- lega snúa hinir óboðnu gestir við jafnskjótt og viðbrögð eru sýnd og snUizt til varnar. Um leið og her þjóðarinnar, sem verður fyrir ágangi, sýnir viðbrögð, er árangrinum lika náð, þvi þá er bUið að ljóstra upp hvernig varnarkerfinu er háttað. Leik- urinn mun lika halda áfram um ófyrirsjáanlega framtið, þvi endalaus leit að nýjum þáttum elektróniskrar tækni er orðinn miðpunktur vopnakapphlaups- ins milli Sovétrikjanna og Bandarik janna. Kostir þess að gjörþekkja tækni andstæðingsins komu i ljós á fyrstu dögum Yom Kippur striðsins 1973, en þá mistókst Israelsmönnum algerlega að rugla radarstýringu sovézkra flugskeyta, er Arabar höfð.s yfir að ráða. Skýrslur herma að Israelsmenn hafi fyrir bragðið misst nær 100 herþotur áður en Bandarikjamenn sendu þeim ný tæki, er breytt gátu stefnu flug- skeytanna. Að fenginni þessari reynslu, auk þess sem svipaðir atburðir áttu sér stað í Vietnam-striðinu, hafa herstjórnarmenn séð að nauðsynlegt er að fylgjast með tækniframförum hjá andstæð- ingnum um leið og kappkostað er að finna nýja tækni handa eigin her. Þessi keppni hefur leitt af sér keðju aðgerða sem siðan leiða til gagnaðgerða og leikurinn virðist engan endi ætla að taka. Þaðer t.d. gagnlegt að vita allt um radartækni varnaraðilans, þvi þá er hægt að senda villandi merki eða „blinda” radarinn. Varnaraðilinn getur siðan fund- iðtækni til að forðast villumerk- in og skotið á árásaraðilann, sem siban þarf að trufla radar- stýringu flugskeytanna, þannig er haldið áfram að trufla og vinna gegn truflunum. Elektróniskur nigling- ur. Málið gerist æ flóknara, tölvu- bUnaður verður stöðugt fyrir- ferðaminni og nú er svo komið að tölvur eru um borð i nær öll- um orrustuþotum. Rauðir barónar nútimans eru eiginlega ekki annað en farþegar um borð i tölvustýrðum vigvélum. Stöðugt flóknari tæki eru smið- uð til að nema og trufla merkja- sendingar óvinarins, en til að verða sér Utium upplýsingar um merki andstæðingsins þarf við og við að senda óboðinn gest inn á yfirráðasvæði hans til að fá andstæðinginn til að nota nýj- ustu tækni sina. Tölvur eru sið- an mataðar með upplýsingum sem við þetta fást. Víðtæk áhrif Reyndin verður vanalega sú að ný hertækni hefur viðtæk áhrif. Bandarikjamenn eru vanalega taldir standa Sovét- mönnum framar i þvi að koma tölvubUnaði fyrir i litlu rými, og nU er kostað kapps um að upp- lýsingar varðandi tæknina ber- ist ekki til andstæðinganna. Einn vandinn sem herinn á við að etja er að almennur markað- ur fyrir elektróniska tækni er mjög stór. Þarfir hersins á þessusviði eru hins vegar mjög afmarkaðar og þeim er því vart nægur gaumur gefinn. Sé tekiðtillittil kapphlaupsins á sviði elektrónískrar tækni, eru þau viðbrögð Sovétmanna að neyða farþegaþotuna er villtist inn ilofthelgi þeirra til að lenda eftir að hafa skotið á hana, alls ekkert öðruvisi en bUast mætti við. Það sem þykir öllu undra- verðara er að þotunni var leyft að sveima i loftinu kring um Murmansk i nærri tvo klukku- tima áður en hUn var neydd til að lenda. Elektónfskar forsendur þessa atburðar eiga eftir að valda bandariskum visindamönnum heilabrotum i framtiðinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.