Tíminn - 13.05.1978, Page 6
6
Laugardagur 13. mal 1978.
menn og málefni
Þeir koma með sama
graut i sömu skál
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
9
l»I Al'til.YSIH l M AI.I.T
i.ant) i>i:<;ah h ah.
I.YSIK I MOHHl'NHI.ADIM
Á myndinni eru:
Birgir ísl. Gunnarsson, Ólafur B. Thors, Albert Guðmundsson, Davíö Oddsson, Magnús L.
Sveinsson, Páll Gíslason, Markús Örn Antonsson, Elín Pálmadóttir, Sigurjón Á. Fieldsted.
Ragnar Júlíusson, Hilmar Guðlaugsson, Bessí Jóhanqsdóttir, (vantar á myndina), Margrét
S. Einarsdóttir, Sveinn Björnsson, Hulda Valtýsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, (vantar á
myndina), Sveinn Björnsson, Valgarð Briem.
Við erum reiðubúin
Viö erum frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum
28. maí n.k. og skipum 18 fyrstu sætin á framboöslistanum.
Kosningaskrltla Sjálfstæ&isflokksins I Reykjavlk. Fólkiö sem I 206 vikur kjörtlmabilsins lifir I filabeins-
turni, tekur á sig sendilsgervi i tvær vikur —og býöur auk þess vinnu, þegar veriö er aö skera gatna-
geröarframkvæmdir i sumar niöur um fjóröung af þvl aö beinn rekstrarkostnaöur borgarinnar gleypir
orðiö svoaö segja allar tekjur hennar. „We are ready, willing and able” auglýsa þeir.
Fyrir kosningar er jafnan
mikiö um dýröir. Þá er timi
skóflustungunnar góökunnu, og
þá eru dagar vigsluhátiöanna. ,
Þeir, sem setiö hafa ábúðarmiklir
i filabeinsturni sinum, koma út
með ljúfmannlegu sniði og yfir-
bragði, bjóða háum og lágum til
sin á hverfisfundi, taka þýðlega á
málum fólks og hafa um það hin
þokkalegustu orð, að úr þvi skuli
nú bætt, er kvartað er yfir, og því
til góðralyktaráðið, er uppi hefur
dagað i kerfinu. En oft, þvi miður
er ekki ráðrúm til þess að ganga
endanlega frá þessu fyrr en eftir
kosningar. Það gerir.hvað timinn
er orðinn naumur, og svo náttúr-
lega bannsettar annirnar, sem
seint verður lát á.
Að svo mæltu er fólki klappað
notalega á öxlina, það er svo
mikil vinsemd,sem inni fyrir býr,
og sönn alúð lögð i handtakið,
þegar kvatt er. Og þá er hverfis-
fundurinn búinn.
Uppákomur i
heimahúsum
En það koma ekki nema fáir á
hverfisfundi eða i móttöku hjá
borgarstjóranum og fólki hans.
Ekki miðað við allan þann sæg,
sem til er af fólki i bænum. Það
liggur i' augum uppi, að betur má
gera. í gamla daga fóru bóksalar
migangandi um byggðir i sölu-
erindum og á seinni árum hefur
verið mikil tizka, að góðgerða-
félög láti ganga i hús til þess að
selja merki og happdrættismiða.
Þetta hefur auðvitað ekki fariö
fram hjá borgarstjóranum. Þess
vegna veröur það nýjung þessara
kosninga, að hann mun senda vel
skóaða liðsodda sina inn á
heimilin, likt og sölubörn frá
Krabbameinsfélginu, til þess aö
mæla fólk máli og lofa þvi góðu —
eftir kosningar.
Likt og árvökul smurbrauðs-
stofa, sem afgreiðir brauð og
rúllupylsu eða óðalsost i skyndi,
mun Sjálfstæðisflokkurinn senda
eitt stykki tungulipran boðbera i
heimahús eftir pöntun til þess að
spila þar rullu sina af fingrum
fram. En það er náttúrlega viss-
ara að vera með fyrra fallinu til
þess að njóta þessa eftirlætis, þvi
að óvist er, að svona uppákomur
verði boðnar fram eftir
kosningar.
Það gæti orðið fjögurra ára bið
eftir gestunum, ef þeir eru ekki
pantaðir strax.
Nú borga þeir
reikningana
Fyrir kosningar gildir það að
styggja engan, gera engan aftur-
reka. Það hefur Sjálfstæðis-
mönnum i Reykjavik lengi verið
ljóst. Þess vegna leggja þeir
aldrei i það háskaspil að úthluta
lóðum, sem fleiri kunna að
girnast en fengið geta, rétt fyrir
kosningar. Það er talin „betri”
pólitik að láta alla lifa i voninni i
þeim efnum sem öðrum, þar sem
sumir geta hlotið það, sem þeir
vilja, en aörir verða að mæta af-
gangi. Það er reglan hjá Birgi &
Co.ierfö frá fyrri borgarstjórum,
að leggja viðkvæm mál i salt og
láta liklega við sem flesta — fram
yfir örlagadaginn, sem að þessu
sinni er 28. mai.
Aftur á móti getum við meö
góðrisamvizku ráðlagtþeim sem
eigaógreidda reikninga eða ávis-
anir á Reykjavikurborg, að sæta
færi næstu tvær vikur. Þótt þeir
séu hvekktir sökum fyrri reynslu
i skiptum sinum við borgar-
stjórnarvaldið, þá má það nærri
öruggt heita, að þessa daga fram
að kosningum verða engar bið-
raðir hjá gjaldkeranum og ekkert
múður. Það væri lika svo and-
styggilegt að geta ekki staðið i
skilum i jafniskyggilegri nálægð
við atkvæðakassana. Þess vegna
hljóta þeir að vera búnir að fara i
Landsbankann upp á yfirdrátt
eða víxil.
Gorkúlan vex
- framkvæmd-
irnar minnka
Tekjur Reykjavikurborgar á
þessu ári eru áætlaðar nærri
hálfum fimmtánda milljarði
króna. Þetta eru að visu flot-
krónur eins og hjá öðrum, en þó
álitleg fárhæð. En þvi er verr og
miður, að rekstrarkostnaðurinn
hjá Reykjavíkurborg hefur haft
mikið af tilhneigingu gorkúlunnar
áseinni árum. Hann hefur þanizt
út af mikilli vaxtaorku, og nú er
beinn rekstrarkostnaður orðinn
mjögnærri þrettán milljörðum á
ári. Yfirbyggingin er orðin ári
hátimbruð, og með sama vaxtar-
hraða er skammt i það að hún
gleypi gersamlega allar tekjurnar
að öUu óbreyttu, svo að ekki veröi
lengur unntað leggja handarvik i
það, sem heitir nýjar fram-
kvæmdir, án þess að taka peninga
til þess að láni. Það yrði enn ný
ávisun handa næstu kynslóð að
borga.
Þegar þess er gætt, hve
rekstrarkostnaður Reykjavikur-
borgar hefur bólgnað i höndunum
á Sjálfstæðisflokknum, og nauða-
litið verður afgangs, þegar hann
hefur verið reiddur af höndum,
þarf enginn að láta sér bilt við
veröa, þegar vitnast, að draga
verður saman framkvæmdir við
gatnagerð og holræsagerð i
sumar um fjórðung frá þvi, sem
gertvar ráð fyrir i fjárhagsáætl-
uninni i desembermánuði siðast
liðnum án tillits til þess, hvort at-
vinnuástand verður gott eða
slæmt þegar kemur fram á
sumarið. Það er einfaldlega
ekkert afgangs til þess að standa
við þá áætlun. Og þó — sumum
kemur þetta ef til vill óvart,
einkanlega ef ^þeir hafa lagt
trúnað á þá máttarstólpa-
kenningu, að Sjálfstæðisfor-
kólfunum sé öðrum mönnum
betur gefið að fara með peninga.
En það er nú misskilningur — að
minnsta kosti ef peningarnir eru
sameign allra Reykvikinga.
Hitt er svo sjálfgefið:
Kosningasálfræðin hjá borgar-
stjóranum og ftokknum hans
leyfir ekki , að borgarbúum sé
sagt, fyrr en eftir kosningar,
hvaða framkvæmdir lenda i úti-
deyfu i sumar, hvaða hverfi verða
enn að biða malbikunar og
annars. Endurskoðunin á
áætluninni fer ekki fram fyr en i
næsta mánuði, af þvi að það gæti
verið óhollt fyrir heilsufar ihalds-
atkvæðanna að hún verði fyrr
gerð.
Skóflustung-
ur og vigslu-
athafnir
Allar horfur eru á þvi, að minna
verði um skóflustungur i vor
heldur en stundum hefur áður
verið. Kannski kemur það ekki
stórlega að sök, þvi að stundum
hefur fyrsta skóflustungan farið
fyrir lítið hjá borgarstjóranum i
Reykjavik. Dæmi um það er
kosninga skóflustungan, sem einu
sinni átti að verða upphaf æsku-
lýðshallar í kálgörðunum, þar
sem nú eru hús öryrkjabanda-
lagsins, en varð aldrei annað en
einn skurður djúpur. _ .
A hinn bóginn verða væntan-
lega vigslur. Til dæmis er búið aö
afhýðá biöstöðina á Hlemmi og
má furðu gegna ef hún verður
ekki vigð með talsverðri viðhöfn
nokkrum dögum fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar. En þeir
sem þar eiga að fá inni með sölu-
búðir, verða áreiðanlega að biða
sins heiðursdags fram yfir
mánaðamótin, þvi að sum
verzlunarplássin eru talin gróða-
vænleg og þess vegna gildir að
allir sem eftir þeim hafa falazt
fái sofið i næstu tvær vikur á
þeirri von, að einmitt þeir séu
hinir útvöldu er við brjóstið verða
lagðir.
Samanborið við fyrri tið verða
þó jafnvel vigslurnar að likindum
fáar og svipdaufar. Einu sinni var
það til dæmis borgarspitalinn,og
svo seint á ferðinni, að siðustu
dagana voru iðnaðarmenn látnir
vinna þar eins lengi og þeir gátu
staðið uppi, likt og gerðist á
togurum fyrir daga vökulaganna
svo að hann næði vigslu fyrir
kosningar og var þó ekki að frá-
gangi, er til frambúðar væri.
heldur skyndifrágangi og bráða-
birgöa, er nægt gat vigslugestum
og ljósmyndurum blaðanna.
Hámarki náöi vigslugleðin eitt
kosningaárið i borgarstjóratið
Geirs Hallgrimssonar. Þá segja
tölfróðir menn að vigslurnar hafi
orðið sjö enda hafði þá verið
frestaö að taka sumt i notkun sem
vigjanlegt taldist, eða vigslan
látin biða, þar til rétt dæmdist að
gera það eftir lögum kosningasál-
fræðinnar. Hátindurinn var, er
Geir ók i fararbroddi með stóral-
varlegu augnaráði úr gömlu
slökkvistöðinni við Tjarnargötu i
hina nýju við öskjuhlið.
Það vantaði ekkert annað en
litlar stúlkur stæðu i röðum með
blóm meðfram götunum eins og
gert var, þegar hann heimsótti
Sovétrikin. En þangað var hann
ekki búinn að fara á þessu sæla
slökkvistöðvarári.
Kosninga-
remba og
skuldasöfnun
En þetta var nú þá. Arið 1974
með sina landnámshátið og
kosningar, er lika komið i tals-
verða fjarlægð. En er þó ekki enn
nálægt Reykvikingum að vissu
leyti. Þá þótti henta að tjalda þvi,
sem til var,og raunar talsvert
miklu meira. Borgarstjórnar-
meirihlutinn rembdist i rass og
sinar við að sýna mátt sinn og
veldi, svo að engum sæist yfir það.
hver hann var. Þetta var ár
grænu byltingarinnar sem enn er
reyndar grá i jaðrana og her-
kostnaðurinn varð mikill.
I reynd komst Reykjavikurborg
harla nærri greiðsluþroti ekki alls
ólikt þeim i New York. Niu urðu
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins svo að það fékkst sem
eftir var sötzt. En i ágústmánuði
stöðvaðist allt hjá borginni af þvi
of miklu hafði verið eytt. Bráða-
birgðaskuldir við Landsbankann
voru orðnar sjö hundruð milljónir
króna og skútan var að þvi komin
að steyta á skeri eða hafði jafnvel
gert það,varð að breyta þessum
yfirdráttarskuldum og vixlum i
föst lán.
1 framhaldi af þessu var horfið
að þvi óyndisúrræði að taka er-
lent lán handa Reykjavikurborg.
En slik lán hafa það eðli að gróð-
inn af þeim er seintekinn likt og
var af hestakaupum við Sumar-
liða póst i fyrri tið. Þessir pening-
ar undu upp á sig og hafa nú náð
þeim vexti á eitthvað sjö misser-
um að vextir og afborganir nema
um þrjú hundruð milljónum
króna á ári. Og munu gera betur,
áður en sagan er úti.
Þannig er siðasta kosningaár
enn á meðal okkar i reikningum
Reykjavikurborgar og á blöðum
þeim, sem almenninur fær fyrir
peningana sem til Gjaldheimt-
unnar ganga.
Sendlar
smurbrauðs-
stofunnar
1 stuttu máli sagt: Reykviking-
ar eiga þess kost að fá erindreka
Sjálfstæðisflokksins heim til sin,
inn i eldhúsið til frúnna og inn i
herbergið til elsku litlu barnanna,
sem sannarlega eiga skilið að fá
klapp á kinnina þvi að þau munu
seinna meir fá að borga brúsann
— allar óreiðuskuldirnar sem
gestirnir frá hinni pólitisku smur-
brauðsstofu Sjálfstæðismeirihlut-
ans i Reykjavik hafa stofnað til og
munu hlaða upp i framtiðinni i
takt við siaukinn tilkostnað viö
rekstrarbákniö sem þanið er út ár
frá ári.
„Vantar þig fólk?” spyr Birgir
& Co i stórum auglýsingum i
Morgunblaðinu og birtir mynd af
sér við átjánda mann. Það er
áhlaupasveitin sem i tvö hundruð
og sex vikur kjörtimabilsins er
fólk i filabeinsturni en tekur á sig
gervi sendilsins i tvær vikur fyrir
kosningar.
Vikurnar tvær, þetta pólitiska
veiðitimabil, gildir þessi regla:
„Bara hringja.þá kemur það”.
Það kemur þetta fólk úr sendi-
sveit borgarstjórans sem berst
fyrirenn einni framlengingunni á
ihaldsstjórn á Reykjavik. Það
kemur tindilfætt og brosmilt,
skólað til fjórtán daga þægileg-
heita með sama graut i sömu skál
og tilreiddur hefur verið fyrir all-
ar aðrar borgarstjórnarkosning-
ar.
—JH