Tíminn - 13.05.1978, Page 7
Laugardagur 13. mal 1978.
wmm
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Slöimúla 15. Slmi 86300.
Kvöldslmar bláöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
' 36387. Verö ilausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi- Blaöaprent h.f.
I
Þeir hneggja
við stall
Um þessar mundir má lita i Morgunblaðinu
næstum þvi daglega langhunda þar sem öllu er
til tjaldað til af afsaka stjórnarháttu Sjálf-
stæðismanna i Reykjavikurborg i augum al-
mennings.
Reyndar er það sizt að undra að borgar-
stjórnarihaldið skuli telja sér nauðsyn á sibylju
i fjölmiðlum um imyndað ágæti sitt, þvi að af-
sökunin á stjórnarháttum forráðamanna
borgarmálefna verður ekki fengin með þvi að
litast um i borginni sjálfri. &
í stjórnun borgarmálefna koma fram ýmsir
verstu eiginleikar hægristefnunnar. í höfuð-
borginni er að vonum við ýmis brýn félagsleg
vandamál að etja sem tilheyra fjölmennu þétt-
býlissamfélagi og kalla á samfélagslegar að-
gerðir og úrbætur. Sleifarlag hægristefnunnar
og frumkvæðisleysi andspænis félagslegum
vandamálum verður að skipbroti þegar reynt
er að takast á við stjórnun nútima borgarsam-
félags, eins og vaxið hefur upp i Reykjavik á
siðustu áratugum.
Það gildir einu hvort litið er til félagslegra
málefna, stjórnunarhátta eða atvinnumála-
stefnu. Gott dæmi um háttalag borgarstjórnar-
ihaldsins er ,,græna byltingin” sem básúnuð
var út um allar jarðir fyrir nokkrum árum. Nú
stendur hof Sjálfstæðisflokksins þar sem búið
var að gera ráð fyrir opnu svæði fólki til yndis-
auka. í stað gefinna fyrirheita um bjartara
yfirbragð borgarinnar hneggja nú gæðingar
Sjálfstæðisflokksins við stall með öllum tygj-
um i musteri Alberts Guðmundssonar og Ár-
mannsfells.
Og Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar orðinn
yfirkominn af þreytu við að stýra málefnum
Reykvikinga. Slikt er ekki að undra.Veðrunina
og slitið má hvarvetna lita i störfum borgar-
stjórnarihaldsins, og er löngu mál að þeir fái
hvild en félagshyggjumenn komi við þeim um-
bótum og framförum sem kalla að.
Sjálfstæðismenn i Reykjavik halda þvi fram
að þeir séu samstæðir og samhentir um stjórn
borgarinnar. Þá lönguvitleysu er endemi á að
hlýða, og mun nægja að benda á þá miklu
óánægju sem fram hefur komið i röðum Sjálf-
stæðisflokksins innbyrðis á siðustu árum og Al-
bert Guðmundsson borgarfulltrúi með meiru
hefur gerzt talsmaður fyrir.
Sannleikurinn er sá, að þeir eru þreyttir og
svo sem verða vill i sliku ástandi kenna þeir
hver öðrum um það sem miður hefur farið.
Hvernig sem á málin er litið er það ljóst, að
það þarf nýja og óþreytta menn til ötulla starfa
að málefnum höfuðborgarinnar. Það þarf
ferskan andblæ inn á skrifstofurnar. Og um
fram allt þarf félagshyggjumenn til að takast
af alvöru á við vandamál og verkefni i nútima-
þjóðfélagi.
JS
Indiánar i Bandarikjunum eiga i vök að verjast:
Auðlindir á
verndarsvæðunum
freista hvítra manna
Indiánarnir vilja sjálfir nýta þessar auðlindir
Frá Indiánaráöstefnu, POWOW i Kansas sumariö
1975. — Timamynd: JB.
Enginn af kynþáttum jarö-
arinnar hefur verið jafngrátt
leikinn á siðustu öldum og
Indiánar. Þjóðfélögum þeirra
var gersamlega sundrað, er
hvitir menn komu til Vest-
urheims, löndum þeirra rænt
purkunarlaust og menning
þeirra lögð i rústir. Þeir voru
ýmist brytjaðir niður með
vopnum eða sjúkdómar og
lestir sem aðkomumennirnir
fluttu með sér, komu þeim á
kaldan klaka. Þegar þeir
snerust til örvæntingarfullrar
baráttu gegn þeim, sem
ásældust lönd þeirra, voru
þeir gerðir að táknmynd
grimmdar og slægðar í sögum
og sögnum um langan aldur.
Nú er svo komið fyrir löngu,
að þær leifar Indianaþjóð-
flokka, sem eftir hjara, eru
ekki nema svipur hjá sjón. 1
Suður- og Mið-Ameríku eru
þeir örfátækir bændur, sem
landeigendurnir ráðskast með
að vild sinni eða reköld i
borgum og bæjum, og sumir
flúnir langt inn i frumskóga,
þar sem þeir eru þó ekki leng-
ur óhultir. I Norður-Ameriku
eru þeir innikróaðir á svo-
nefndum verndarsvæðum þar
sem sjálfsmorð eru mörgum
sinnum tiðarien nokkurs stað-
ar annars staðar, eða hirast i
fátækrahverfum stórborg-
anna. Atvinnuieysi meðal
þeirra er gifurlegt og eðlileg
viðkoma heft með þvi að gera
Indiának' nur ófrjóar i stór-
hópum. Hin yngri kynslóð i
Norður-Ameriku hefur þó i
seinni tið nokkuð verið að
vakna til meðvitundar um for-
tið sina og þa menningu, sem
einu sinni var, og kröfur um
réttlátari samskipti og sæmi-
legri aðbúð hafa hvað eftir
annað valdið hörðum árekstr-
um. Nú hafa Indiánar i
Bandarikjunum gert enn eina
tilraun til þess að vekja sam-
vizku bandarisku þjóðarinnar.
Um miðbik nitjándu aldar
var enn ekki fágætt, að fólk
sem bjó i grennd við járn-
brautina miklu, sæi stóra hópa
Indiána rekna inn i lestar-
klefa. Þá var verið að flytja þá
nauðungarflutningi til vernd-
arsvæðanna, er stjórnvöld
höfðu ákveðið að þeir skyldu
hafast við á. Hvitir landnemar
höfðu heimtaði sinn hlut lönd
og vatnsföll. þar sem þessir
Indiánar höfðu stundað veiðar
og lifað á jarðargróða frá
ómuna tið. Indiánar litu á
hvitu mennina sem ræningja,
eins og þeir lika voru, og þeir
komust fljótt að raun um, að
lönd þau, sem þeim voru ætluð
i staðinn, voru útskæfur, þar
sem landkostir voru miklu
minni.
Nú, að meira en öld liðinni,
finna Indiánar i Bandarikjun-
um hringinn um sig enn
þrengjast. Hvitu mennirnir
sækja að þeim eins og áður
gerðist.A hinum ófrjóu vernd-
arsvæðum, sem þeim voru
fyrirbúin á nitjándu öld, hafa
fundizt námur og oliulindir og
þá er ekki að sökum að
spyrja: Græðgi hins hvita
manns er söm við sig, hvað
sem ártalinu liður. Samt hafa
allmargir dómar, sem nýlega
hafa gengið um deilumál
hvitra manna og Indiána fært
hinum örfátæku rauðskinn-
um ofurlitinn fjárhagslegan
ávinning. Enhvitir menn, sem
ágirnast auðæfi þessara
verndarsvæða er áður voru
talin litils virði, sjá ofsjónum
yfir þvi að þurfa að láta eitt-
hvaðaf höndum rakna til Indi-
ánanna og hafa myndað með
sér samtök, sem þeir beita
gegn þeim um landið allt.
Þessi samtök, sem raunar
kenna sig við jafnrétti og jafna
ábyrgð, segjast til þess borin
að rétta hlut hvitra manna i
skiptum við Indiána og er þvi
einkum haldið á loft, að Indi-
ánar hafi atkvæðisrétt, en
borgi ekki skatta á sama hátt
og hvitir menn, auk þess sem
sérstakir samningar veiti
þeim meiriheimild til veiða á
heimaslóðum sinum en öörum
mönnum. í reynd er hér á döf-
inni tilraun til þess að svipta
Indiána verndarsvæðunum,
og styðja samtökin alls konar
málarekstur gegn Indiánum
og kröfugerð á hendur þeim i
tuttugu fylkjum Bandarikj-
anna. í þessum samtökum eru
um tiu þúsundmanns, og beita
þau öllu afli til þess að fá
Bandarikjaþing til þess að
samþykkja lög, sem myndu
stórlega skerða réttindi Indi-
ána, auka vald lögreglu og
fylkisdómstóla til afskipta á
verndarsvæðunum og þrengja
kosti Indiána yfirleitt.
Þessar aðgerðir hafa leitt
það af sér, að Indiánar viðs
vegar að úr Bandarikjunum
söfnuðust nýlega saman i
Window Rock i Arizona til
þess að ráða ráðum sinum um
viðbrögð sin við þessu, mót-
mælafundi og fjöldagöngur, i
þvi skyni að vekja athygli al-
þjóðar á þvi sem er að gerast.
Það er kaldhæðnislegt, að
samt(8cum af þvi tagi, er hér
hefúr verið getið, skuli vera
beittgegn Indiánum. Þeir eru
lakast settir allra kynþátta i
Bandarikjunum, og þeir hafa
ef til vill tekið þvi með meiri
þolinmæði en allir aðrir,
hvernig að þeim er búið, að
minnsta kosti fram á allra sið-
ustu ár. Enn þann dag i dag
búa 48% Indiána á verndar-
svæðum við sára örbirgð, 55%
búa i húsnæöi, sem er alls
óviðunandi og 58% Indiána-
barna komast aldrei upp i
sjötta bekk barnaskóla. Lifs-
bjargarmöguleikar Indiána
eru fáir og áfengisneyzla er
geigvænleg.
A hinn bóginn eru svo oliu-
lindirnar og málmgrýtið, sem
menn vita nú, að er i jörðu á
verndarsvæðunum. Jarðfræð-
ingarhafaáætlað að þar sé um
40% af þvi úrani, sem finnan-
legt er i Bandarikjunum, ef til
vill tveir þriðju þeirra kola,
sem nýtanleg eru i vesturrikj-
unum og 5% af oliu og jarðgasi
Bandarikjanna allra. Einkum
boðar það ekki gott, að þar
skuli vera svo mikið af úrani,
þvi að þar er kjarnorkan og
hervæðingin á hinn bóginn, og
þá er hætt við að mannréttindi
og lifskjör jafnvel tilvera,eins
fátæks og illa leikins kynþátt-
ar verði létt á metunum.
Fram undir þetta hafa Indi-
ánarsjálfirgefiðauðlindum af
þessu tagi litinn gaum. En
Indiánaskrifstofan og námu-
félögin hafa ekki alfrjálsar
hendur til þess aö ákveða end-
urgjald fyrir þvilik landsvæði.
Indiánar hafa uppgötvað aö
þeir hafa að jafnaði verið
hlunnfarnir i slikum málum,
og af þeirra hálfu er nú megn
andstaða gegn langtimasamn-
ingum, sem tiðkaðir voru
fram yfir 1970. Þeir hafa
bundizt samtökum i svoköll-
uðu orkumálaráöi kynþáttar
sins, og hlutverk þess ráös er
að standa vörð um rétt Indi-
ána og finna leiðir til þess, að
Indiánar nýti sjálfir auðlindir
verndarsvæðanna ef nokk-
ur kostur er og fari með stjórn
vinnslustöðvanna, þegar fram
liða stundir.
Leita forystumenn Indiána að
sinuleyti eftir stuðningi við þá
hugmýnd hjá alrikisstjórn-
inni, að ungir Indiánar geti átt
kost á þeirri menntun og
tækniþjálfun, er geri þeim
kleift að verða forvigismenn
við námagröft og oliuvinnslu,
oger það stefnumið þeirra, að
menn, sem fram úr skara
geti hlotið fyllstu menntun,
sem völ er á sem verkfræðing-
ar og visindamenn. Nú hefur
lika orðið sú breyting á að
fleiri ungir Indiánar en áður
kjósa að dveljast um kyrrt á
verndarsvæðunum eða snúa
þangað aftur að loknu skóla-
námi.
Þannig eru bersýnilega
fram undan miklar sviptingar
milli hvitra manna úr auö-
mannastétt er girnast þær
auðlindir, sem finnast á
verndarsvæðunum, og nýrrar
kynslóðar Indiána, sem ekki
sættir sig lengur við, aö kyn-
þáttur þeirra sé hafður að
fótaskinni og fólk af Indiána-
kyni dæmt til þess að vera ör-
birgöarlýður og hrakningsfólk
i þvi landi, er forfeöur þeirra
áttu um langan aldur. En
margt verður að breytast i
viðhorfunum til Indiána, ef
þeirra eiga ekki að biða ný
vonbrigði á vonbrigði ofan.