Tíminn - 13.05.1978, Side 10

Tíminn - 13.05.1978, Side 10
10 Laugardagur 13. mai 1978. Hápunkturinn i ævi de Gaulle var 1944 er hann gekk i hópi frjálsra Frakka í sigur- göngu um Paris eftir að borgin var frelsuð úr höndum Þjóð- verja. Myndin sýnir hann ganga frá Sigurboganum. Honum á hægri höiid er Georgc Bidault einn nánasti samstarfsmaður hans um þessar mundir.Bidault snerist gegn de Gauile eri Ijós kom að hann vildi ekki styðja stefnu hersins i Alsir. forsætisráðherra. Eftir viku þras i þinginu barst sii fregn(að sveitir úr franska hernum i Al- sir hefðu gengið á land á Kor- siku og óttazt var að fallhlifar- sveitir réðust á Paris þá og þeg- ar. Undir mánaðamót gáfust st jórnmálamennirnir upp. Flestir flokksleiðtogarnir féllust á að veita de Gaulle tækifæri til þess að koma á röð og reglu i landinu. Hann var eini maður- inn sem talið var að gæti knúið herinn til hlýðni við lögleg yfir- völd. René Coty birti ávarp þar sem hann sagði m.a.:„Ég leita tilhinsfræknasta meðal Frakka sem á myrkustu stund sögu vorrar gerðist leiðtogi vor”. Pflimlin gekk á fund de Gaulle og þeir urðu sammála um að de Gaulle fengi allsherjarvöld um sex mánaða bil,að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðin vildi fallast á að hann .færi með þessi völd og samin yrði ný stjórnarskrá,sem einnig yrði borin undir atkvæði kjósenda. 1. júni kom svo de 13. MAÍ 1958 OG DE GAULLE Hinn 13. mai 1958 barst René Coty forseta Frakklands skeyti frá nýstofnaðri þjóðfrelsisnefnd franska hersins i Alsir. 1 skeyt- inu stóð að nefndin bæði hann að hlutast til um að mynduð yrði rikisstjórn i Frakklandi, sem sæi svo um að Alsir yrði áfram óaðskiljanlegur hluti Frakk- lands. Skeyti þetta var loka- skref þeirrar stefnu yfirmanna franska hersins i Alsir, að fara sinu fram i trássi við þingið rikisstjórnina og skoðanir meirihluta frönsku þjóðarinnar. En skeytið varð til þess að flýta fyrirþvf, að deGaullekæmist til valda eftir tólf ára „útlegð” á sveitasetri sinu La Boisserie, i þorpinu Colombey i Lorraine. Aðdragandi þessara viðburða var orðinn langur. A 19. öld „friðuðu” Frakkar norður- strönd Afriku og um og eftir aldamót settist fjöldi Evrópu- manna að i Alsir. Þetta fólk átti eftir að ráða miklu um þau ægi- legu átök.sem þarna urðu upp Ur 1950. Þeir voru orðnir um ein milljón um það leyti og töldu sig Alsirbúa enda áttu þeir ekkert annað föðurland. Hins vegar óttuðust þeirað verða undirstétt i riki(sem stjórnað væri af hin- um arabiska meirihluta lands- manna. Þeir héldu þvi fast i þá stefnu að hindra að tengslin við Frakkland væru rofin. Alsir- málið varð mesta og flóknasta vandamál franskra stjórnmála eftir strið. Eftir að vopnuð upp- reisn hófst i Alsir haustið 1954 var augljóst að fyrr eða siðar hlaut að þvi að koma,að landið fengi sjálfstæði eins og ná- grannarikin TUnis og Marokkó. I Frakklandi voru þó sterk öfl sem ekki vildu faliast á neins konar eftirgjöf og börðust fyrir þvi að halda Alsir f franska rik- inu. Foringjar i franska hernum i Alsir voru flestir sammála þessari afstöðu. Franska þingið var ófært um að finna lausn á þessu máli. lausn sem óhjá- kvæmilega fæli i sér sjálfstæði Alsir og algeran aðskilnað þess frá Frakklandi. Þingið felldi hverja ríkisstjórnina á fætur annarri(hver landstjórinn eftir annan var sendur til Alsir. Þeir voru ihaldssamir, frjálslyndir og allir ráðalausir. Hinn örlagarika dag 13. mai var Pierre Pflimlin að taka við embætti af Gaillard forsætis- ráðherra landsins en stjórn hanshafði verið felld i atkvæða- greiðslu um vantraust i þinginu mánuði áður. Þjóðfrelsisnefnd- in i' Algeirsborg var undir for- sæti Massu hershöfðingja, yfir- manns fallhlifarsveitanna. 011- um var ljóst hvað að baki lá. Franski herinn i Alsir hlýddi ekki lengur fyrirskipunum rikisstjórnarinnar. Og dregið var i efa að franski herinn yfir- leitt hlýddi lengur íyrirmælum hennar. Landið var i raun stjórnlaust og búast mátti við valdatöku hersins á hverri stundu. Kallið frá Algeirsborg þýddi raunar aðeins eitt: látið de Gaulle taka völdin i sinar hendur ella gripur herinn i Alsir til sinna ráða. 1 Frakklandi blasti við alger upplausn. Hótanir hersins i Alsir vöktu ugg meðal almennings i Frakk- landi og litill vafi er á þvi,að krafan um að de Gaulle tæki völdin átti mikinn hljómgrunn. 1 æviminningum sinum Memoiresd’espoirsem Ut komu 1970,lýsir de Gaulle þessum dög- um og segist hafa verið viss um að atburðirniri Alsir þýddu það að hann yrði að koma rikinú til bjargar. Rikið var i upplausn þvi var ógnað innan frá og hlaut þvi að veikjast út á við. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að þing og stjórn væru ófær um að veita þá leiðsögn sem nauðsynleg er á slikum timum. En hannsegir jafnframt að þau völd sem hann fengi yrðu að koma frá þjóðinni. Hann vildi ekki setjast i sæti forsætis- ráðherra nema þingið sam- þykkti það og þjóðin samþykkti i þjóðaratkvæðagreiðslu að- gerðir sinar og féllist á stefnu sina. Þingið var klofið i afstöðu til málanna. Flokksleiðtogarnir vildu reyna til þrautar hvort ekki tækist að knýja franska herinn til hlýðni og mynda starfhæfa rikisstjórn. Fjöldi stjórnmálamanna hafði þegar haft samband við de Gaulle og lýst stuðningi við að fela honum völdin um sinn. Meðal þeirra sem töldu þetta eina Urræðið var René Coty(for- seti. Hann bauðsttil að vinnaað þvi að de Gaulle yrði löglegur Gaulle i franska þingið þar sem samþykkt var að fela honum stjórn rikisins.309 greiddu at- kvæði með en 224 voru á móti m.a. allir þingmenn KommUn- istaflokksins og menn eins og Medes-France og Mitterand. Stjórnin sem de Gaulle veitti forsæti var skipuð mönnum Ur ýmsum stjórnmálaflokkum eins konar þjóðstjórn, að visu án kommúnista sem voru stærsti flokkur landsins. En hvað um Alsir? Her- foringjarnir þar viðurkenndude Gaulle. Þeir trúðu þvi að hann ynni að þvi að treysta bönd Al- sír og Frakklands. Eitt fyrsta verk de Gaulle var að fara til Alsir og ná tökum á hinum upp- reisnargjörnu herforingjum þar. En hvaða áhrif höfðu at- burðirnir i mai 1958 þegar fram i sótti? De Gaulle tók við riki sem var á barmi borgarastyrj- aldar. Rikisstjórnir komu og fóru án þess að þær gætu látið framkvæma fyrirskipanir sin- ar. Löggjafarstarf þingsins var á góðum vegi með að verða skripaleikur og gjaldmiðill landsins var verðlitill. Álit Frakklands út á við var minna en nokkru sinni áður. 1 minningum sinum rekur de Gaulle þessi atriði og ræðir til hverra ráða hann telji að verði að gripa. Fyrsta verkefni hans var að beygja herinn til hlýðni. Gera varð frankann að stöðug- um gjaldmiðli og vinna varð að þvi að rödd Frakklands i al- þjóðastjórnmálum og menningarmálum, heyrðist vitt og breitt. Um þetta leyti riktu Frakkar yfir nýlendum og n verndarsvæðum viða um heim. De Gaulle lét setja Frakk- Þegarde Gaulle fannst mikiö landi nýja stjórnarskrá. Þar voru völd forsetans aukin og þjóðaratkvæðagreiðsla varð tæki til að fá stuðning við mál sem stjórnmálamenn og þing- ið vildu ekki samþykkja. liggja við sneri hann sér til þjóðarinnar með ávarpi I sjón- varpi. Myndin sýnir hann flytja slikt ávarp til frönsku þjóðarinnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.