Tíminn - 13.05.1978, Síða 12
12
Laugardagur 13. mal 1978.
TÍMINN HEIMSÆKIR VESTMANNAEYJAR
Fjárhagsstaðan er mjög þung
— enda hefur bæjarsjóður ekki enn fengið
allt tjón vegna gossins bætt
Rætt við
Pál
Zóphoníasson
bæjarstjóra
— Fjármálin eru okkur mjög
erfið um þessar mundir.-sagði
Páll Zophoniasson, bæjarstjóri i
Vestmannaeyjum, i viðtali við
Tímann nýlega.-Annars vegar
er það vegna þess,að ekki hefur
verið staðið við þau loforð,sem
forsætisráðherra gaf þegar við-
lagasjóður var lagður niður, og
hins vegar kemur erfið staða
fiskvinnslufyrirtækjanna hér i
Eyjum mjög illa við bæjarsjóðr
Páll sagði, að þegar Viðlaga-
sjóður hætti störfum hefði það
komið skýrt fram hjá forsætis-
ráðherra, að eftirþað yrði vandi
bæjarsjóðs Vestmannaeyja og
Rafveitu Vestmannaeyja, sem
enn er til staðar vegna gossins,
alfarið á herðum rikissjóðs.
Skipuð hefði verið úttektar-
nefnd, sem skilaði áliti i júli
1977. Nefndin lagði til, að
bæjarsjóði yrðu lánaðar 300
millj. kr. á timabilinu 1977 til
1981. Yrði lán þetta með 10%
vöxtum og afborgunarlaust
fyrstu 10 árin. Aukþess var talið
að Rafveitan þyrfti að fá 250
millj. kr. lán á þessu timabili.
Þessu til viðbótar gerði út-
tektarnefndin tillögur um ýmsa
fleiri þætti.
-1 lánsfjáráætlun rikisstjórn-
arinnar fyrir árið 1978,er gert
ráð fyrir 200 millj. kr. láni til
þessara mála. Ekkert af þvi fé
hefur hins vegar fengizt ennþá
og kemur þetta sér mjög illa
fyrir okkur,-sagði Páll.
Dælustöð hitaveitunnar
að verða tilbúin
En þótt erfiö sé fjárhagsstað-
an og ýmsar blikur á lofti i þvi
sambandi eru þó margar bjart-
ar hliðar á lifinu i Eyjum um
þessar mundir. Sélitið til fram-
kvæmda á vegum bæjarins
kemur hitaveitan strax i hug-
ann. Nú er dælustöð að verða til-
búin og er áætlað að tengja nýju
byggðina, iþróttahúsið, elli-
heimilið o.fl. við hitaveituna i
mai eða júni.
Páll sagði, að hitaveitan, sem
fyrir nokkru var lögð i austur-
byggðina heföi reynzt mjög vel.
Markmiðiö væri að ljúka lagn-
ingu hitaveitu i allan bæinn á
Páll Zophoniasson
Dælustöðin er nú að veröa fullbyggð. Hitaveitan veröur tengd I
þessum eöa næsta mánuöi.
Unga kynslóöin unir sér vel i leikskólanum.
Frá Vestmannaeyjum.
næstu tveimur árum, en það fer
þó eftir fjárhagsafkomu hita-
veitunnar hvort það takmark
næst.
Nýr rafkapall úr landi i
sumar
1 ágúst er fyrirhugað að
leggja nýjan rafkapal milli
lands og Eyja. Gamli kapallinn
er orðinn mjög ótryggur og bil-
anir tiðar á honum. Nýi kapall-
inn mun því auka öryggið mikið.
"En nýi kapallinn er ekki að-
eins lagður til þess að auka
öryggið,-sagði PálL-Orkunotkun-
in hefur aukizt það mikið hér i
Eyjum að flutningsgeta gamla
kapalsins verður fullnýtt árið
1980.
Ný skolpleiðsla
Nú standa yfir framkvæmdir
við lagningu nýrrar skolpleiðslu
i Vestmannaeyjum. Hingað til
hefuralltskolp verið leittihöfn-
ina. 1 gosinu lokaðist höfnin
mjög mikið og hreinsar sig mun
verr eftir gos en fyrir. Þvi' er
sjór i höfninni mjög mengaður
og þessi framkvæmd af þeim
sökum nauðsynleg.
Vaxandi samvinna
milli skólanna
Vaxandi samvinna hefur
verið milli skólanna i Vest-
mannaeyjum að undanförnu.
Hugmyndin er siðan að slá öll-
um framhaldsskólunum i einn
samræmdan framhaldsskóla.
Hugsanlegt er að sameiningin
eigi sér stað þegar næsta haust
og verði þá stofnaður fjöl-
brautarskóli i Vestmannaeyj-
um.
Páll sagði það vera von
manna, að með þvi að sameina
skólana opnuðust möguleikar á
enn frekara framhaldsnámi
fyrir unglinga i Vestmannaeyj-
um.
Fjölmörg fleiri mál, en hér
hafa verið nefnd eru ofarlega á
baugi i Vestmannaeyjum. Þar
er t.d. unnið að gatnagerð og
hafnarframkvæmdum. Hug-
myndir eru uppi um að koma
þarupp skipalyftu og fjölmargt
fleira mætti telja.
Ibúar i Eyjum eru nú um 4700.
Fyrir gos voru þeir flestir 5300.
Mikið hefur verið um það, að
nýtt fólk hafi flutt til Eyja eftir
gos og hefur þvi ibúunum
íjölgað stöðugt siðan fólk fór að
flytja út i Eyjar á ný eftir gos.
MÓ
Laus til ábúðar
Jörðin Grenjar i Álftaneshreppi, Mýra-
sýslu er laus til ábúðar frá næstu fardög-
um.
Á jörðinni er um 100 fermetra ibúðarhús,
300 kinda fjárhús, 12 kúa fjós ásamt hlöð-
um.
Jörðin hentar vel til fjárbúskapar.
Upplýsingar gefa:
Jóhannes M. Þórðarson, oddviti, Kross-
nesi, Álftaneshreppi, Mýrasýslu, simi um
Arnarstapa, og
Vifill Oddsson, Norðurbrún 36, Reykjavik,
simi: 91-82202.
1
I
Auglýsingadeild Tímans
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla