Tíminn - 13.05.1978, Síða 13
Laugardagur 13. maf 1978.
13
Peningar eru
ekki
— og við hóf-
um ekki
búskap til
þess að
eignast mikla
peninga,
segja ung
hjón, sem i
haust hófu
búskap vestur
i Barða-
strandafsýslu
Þaö þýðir ekki fyrir neinn
að fara út i búskap til þess að
verða rikur að veraldlegum
gæðum, en peningar eru ekki
allt i lifinu. Ánægjan af þvi að
umgangast skepnurnar og vera
i nánum tengslum við náttúruna
er einnig mikils virði.
Þetta sagði ungur bóndi Þrá-
inn Hjálmarsson á Kletti i
Geiradalshrepp i samtali við
Timann. Þráinn hóf búskap á
Kletti ásamt konu sinni Málfriði
Vilbergsdóttur siðastliðið haust.
Þá keyptu þau hjón jörðina
ásamt bústofni,heyjum og vél-
um og fluttu vestur.
Bústofninn er nú rúmlega
tvö hundruð fjár og stefna þau
hjón að þvi að hafa sem mestan
arð af kindunum. Þegar blaða-
maður var þar á ferð um fyrstu
helgi i mai voru tiu ær bornar og
allar tvilemdar, þannig að vel
litur út með frjósemina.
Þau hjón eru bæði fædd og
uppalin i þéttbýlinu við Faxa-
flóa en höfðu bæði verið i sveit á
sumrin. En Þráinn kvaðst alla
tið hafa verið ákveðinn i að búa i
sveit. Siðan þegar þau fréttu af
þessari jörð á siðastliðnu sumri
ákváðu þau að fara og skoða
hana og kaupin voru gerð.
— Vissulega er erfitt að hef ja
búskap i sveit, sögðu þau hjón.
Þótt við höfum fengið jarða-
kaupalán og bústofnskaupalán,
segir það litið i svona mikla
fjárfestingu. Siðan bætist þar
við að við fáum ekkert innlegg
fyrr en næsta haust, eða ári eftir
að við hófum búskap.
1 raun hefði þetta verið alveg
vonlaust ef við hefðum ekki
verið að byggja i Reykjavik, og
látið húsið upp i kaupverðið.
Einnig hefur það hjálpað okkur
mikið að Málfriður hefur unnið i
kaupfélaginu i Króksfjarðarnesi
hálfan daginn.
Þá sögðu þau hjón að það
hefði hjálpað þeim mikið hve
vel nágrannarnir tóku þeim og
verið þeim hjálplegir þegar á
hefði þurft að halda.
Málfriður kvaðst vera orðin
málkunnug öllum i sveitinni
enda koma allir i kaupfélagiö.
Þá væri mikið félagslif i sveit-
inni miðað við mannfjölda. T.d.
hefði leikritið Karolina snýr sér
að leiklistinni verið æft og sýnt i
vetur. Léku þau hjón bæði i' þvi
leikriti, og kváðu öruggt að slikt
hefðu þau aldrei fengið að reyna
ef þau hefðu búið áfram fyrir
sunnan. Þá tók Þráinn þátt i aö
skemmta á þorrablótinu og
þannig mætti nefna fjölmargt,
sem þau hjón reyna i sveitinni,
en hefðu aldrei fengið að taka
þátt i ef þau hefðu áfram búið á
mölinni.
Að lokum sögðust þau vera
mjög ánægð og- lifa hamingju-
sömu lifi, enda væru þau laus
við alla taugaveiklun og stress,
sem fylgdi borgarlifinu. MÓ.
Málfriður Vilbergsdóttlr og Þráinn Hjálmarsson.
Þráinn bóndi hugar að ám sfnum í fjárhúsi.
V\Vft°Ð
frá IILSAYÍK
til þeirra sem hyggja áfunda-
eóa ráóstefnuhald
'rr
Fundarstaður: Hótel Húsavík
Tímabil: Fram að 15. júní og eftir 30. ágúst
Tímalengd: Tveir sólarhringar
Fjöldi þátttak.: 10 - 100 manns
Verð: Kr. 26.324.-* og 28.828.-** á mann
Innifalið í verði: Flugferðir til og frá Húsavík.
Flutningur milli flugvallar og Hótels Húsavikur.
Gisting og fullt fæði.
Afnot af fundarsölum og hjálpartækjum.
* MálsveríSir í veitingahúð ** Málsverðir í veitingasal.
Hótel Húsavík er löngu lands-
þekkt fyrir vandaða og góða
þjónustu. Þar eru 34 herbergi.
veitingasalur og veitingabúð,
notalegur barogsetustofa. Einnig
er á staðnum sundlaug og sauna.
Húsavík.er friðsæll kaupstaður
i nánd við víðfrægar ferða-
mannaslóðir. Þaðan erauðvelt að
fara i stuttar skoðunarferðir.
Hér er því kjörið tækifæri fyrir þá
sem vilja sameina skemmtun
og starf.
HOTEL
-4VIHVUÍK
Húsavík Simi 9641220 Simnefni: Hotelhusavik
Telex 2152 fyrirHH
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla