Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 16
16
Laugardagur 13. mal 1978.
Aðalfund
ur Félags
íslenzkra
bókaút-
gefenda
Félag islenzkra bókaútgefenda
hélt aðalfund sinn miðvikudaginn
10. mai i húsakynnum félagsins
að Laufásvegi 12.
Formaður félagsins, Orlygur
Hálfdánarson, flutti skýrslu um
starfsemi félagsins á liðnu ári. 1
lok ræðu sinnar gat hann þess, að
hann gæfi ekki kost á sér til end-
urkjörs i formannssæti, en hann
hefur gegnt íormennsku i félag-
inu i sex ár. 1 stað örlygs var
kjörinn formaður Arnbjörn
Kristinsson.
Þrir menn gengu úr stjórninni
og voru þeir allir endurkjörnir.
Stjórnin er þannig skipuð: Arn-
björn Kristinsson formaður,
Böðvar Pétursson varaformaður,
Brynjólfur Bjarnason gjaldkeri.
Ragnar Gunnarsson ritari, og
meðstjórnendur örlygur Hálf-
dánarson, Valdimar Jóhannsson
og Hjörtur Þóröarson.
Á myndinni sést Gunnar Friöriksson forseti SVFI veita gjöfinni viö-
töku. Talið frá vinstri: Benedikt E. Gunnarsson Gunnar Friöriksson og
Richard Hannesson.
SVFÍ
Fær kennslubát að gjof
Fyrirtækið RFD i Englandi og
umboðsaðili þesshér á landi Ölaf-
ur Gislason og Co. hf., hafa fært
Slvsavarnafélagi Islandsað gjöf 6
manna gúmbjörgunarbát til að
nota við kennslu á námskeiðum
fyrir sjómenn um meðierð og
notkun þessara báta.
Þetta er ný gerð af björgunar-
bátum sem gagngert eru fram-
leiddir til notkunar um borð i
minni fiskibátum og skemmtibát-
um og samræma kröfur fyrir
eldri gerðir slikra báta 4ra og 6
manna sem eru vel þekktir meðal
islenzkra sjómanna.
Richard Hannesson forstjóri
afhenti þessa kærkomnu gjöf og
þakkaði hinn mikla þátt SVFt að
kenna Sjómönnum rétta notkun
hinna mikilvirku björgunartækja
um leið oghann óskaði félaginu til
hamingju með 50 ára afmælið og
árnaði þvi allra heilla í fram-
tiðinni.
m\ uai\
'flie
n*l*[á*lmlmm*kmhmÉ9 j
ALEX
HALEY
AUGAVEG 178. SÍM! 86780.
Aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi:
Aflinn misjafn
ef tir veiðisvæðum
Stöðugar gæftir voru á Vest-
fjörðum allan aprilmánuð en afli
óvenjulega misjafn eftir veiði-
svæðum. Undanfarin ár hefur afli
vestfirzku linubátanna verið nær
eingöngusteinbituren nú bregður
svo við að uppistaðan i aflanum
er þorskur en steinbitsaflinn
bregzt að miklu leyti. Athyglis-
vert er að steinbiturinn var
óvenjulega horaður. Þykir þetta
benda tii að fiskurinn hafi nú haft
minna æti en oft áður.
Afli togaranna var góður fyrstu
vikuna en lengst af tregur eftir
það, þar til siðustu daga
mánaðarins að farið er að lifna
yfir honum á ný.
t april stunduðu 47 (45) bátar
róðra frá Vestfjörðum réri 31 (27)
með linu 6 (9) með net og 10 (9)
með botnvörpu auk nokkurra
minni báta sem voru byrjaðir
handfæraveiðar.
Heiidaraflinn i mánuðinum var
9.700 lestir og er heildaraflinn frá
áramótum þá orðinn 28.937 lestir.
í fyrra var aflinn i april 7.951 lest
og heildaraflinn frá áramótum
29.562 lestir. Af vertiðaraflanum
er linuaflinn 13.731 lest (14.003)
lestir eða 47% afli togaranna
13.525 (13.764)lestir.einnig 47% og
afli netabátanna 1.681 (1.795)
lestir eða 6%.
Afli linubáta i april var 4.118
lestir i 701 róðri eða 5,9 lestir að
meðaltali i róðri en var 3.124 lest-
ir í 529 róðrum eða 5,9 lestir að
meðaltali i róðri i april i fyrra.
Afii flestra togaranna og afla-
hæstu línubátanna er nú um 10%
lakari en hann var á sama tima í
fyrra,valda ógæftirnar fyrri hluta
vertiðarinnar vafalitið þar mestu
um.
Fj ölbrautaskóli
Suðurnesja
sigraði í
skákkeppni
stofnana
Nýlega lauk skákkeppni stofn-
ana ogfyrirtækja 1978. Keppninni
var skipt i tvo riðla, A- og B-riðil.
1 A-riöiitefldu 16 sveitir 7 um-
ferðir eftir Monrad-kerfi. Sigur-
vegari varð Fjölbrautaskóli Suð-
urnesja, hlaut 19 vinninga af 28
mögulegum. Röð efstu sveita
varð þessi:
vinningar
1. Fjölbrautaskóli
Suðumesja 19
2. Búnaðarbankinn 18
3. Grunnskólar
Reykjav ikur 17 1/2
4. Otvegsbankinn 16 1/2
5. Breiðholt hf. 151/2
6. Flugleiðir a-sveit 15
Sigursveit Fjölbrautaskóla
Suðurnesja skipuðu þessir skák-
menn:
1. Bragi Halldórsson
2. Björgvin Viglundsson
3. Jón G. Briem
4. Gisli K. Sigurkarlsson
1. varam.: Jón Böðvarson
2. varam.: Baldur Kristjánss.
3. varam.: Garðar Oddgeirsson
4. varam.: Sigmundur Böðvars.
Að lokinni aðalkeppninni i
A-riðli var efnt til hraðskákmóts
og sigraði þá sveit frá Skákprent,
en Búnaðarbankinn varð i 2. sæti.
1 B-riðli tefldu 24 sveitir. Flesta
vinninga hlaut unglingasveit frá
Taflfélagi Reykjavikur (14 ára og
yngri), alls 21 vinning. Sú sveit
keppti sem gestur i mótinu, og
hlaut þvi 1. verðlaun skáksveit
Landspitalans, sem hlaut 19 vinn-
inga. 2. verðlaun hlaut Rikisút-
varpið með 18 vinninga og 3.
verðlaun þýzk-islenzka verzl-
unarfélagiö með 17 1/2 vinning. 1
sigursveit Landspitalans voru
þessir skákmenn:
1. Ingólfur Hjaltalin
2. Bjarni Þjóðleifsson
3. Sverrir Bergmann
4. Snorri Páll Snorrason
1. varam.: Davið Gislason
2. varam.: Guðjón Sigurbj.son
3. varam.: Auðunn Sveinbj.son
4. varam.: Þórður Harðarson.
Hraðskákmót fór einnig fram i
B-riöli og sigraði þýzk-islenzka
verzlunarfélagið, sem hlaut 41
vinning, en unglingasveit frá
Taflfélagi Reykjavikur hlaut 39
1/2 vinning.
■j/////////////W///////////fl//y////////W///y/////////////////y//i£-
f Vandaðar vélar v . X
% borga
%sig
| bezt
HEUmR HEL-II
^///////////////////////////////////.
wniEmEHER
Aí* HF HAMAR5
véladeild
sími 2-21-23
Tryggvagötu
Reykjavík.