Tíminn - 13.05.1978, Qupperneq 20

Tíminn - 13.05.1978, Qupperneq 20
20 Laugardagur 13. maí 1978. Fjárveitingu vantar svo hægt sé að ráða fleira starfsfólk áður en lagvatnsrannsóknir geta hafizt hér fyrir alvöru „Hjálpum fólki til að eignast heilbrigð börn” — segir Ron Berry, sem koma mun rannsóknunum af stað — Legvatnsrannsóknir geta hafizt hér þegar öll nauðsynleg tæki og efni eru komin til lands- ins. Hins vegar getur rannsókna- stofan ekki annað þeim 400 rann- sóknum, sem ég áætla að nauð- synlegt verði að gera árlega, nema starfsmönnum verði fjölg- að i þrjá, og fjárveiting hefur enn ekki verið veitt fyrir fleira starfs- fólk, þótt tæki og efni hafi þegar ýmist fengizt eða verið pöntuð. Svo mæltist Ron Berry erfða- fræðingi, sem ásamt Margréti Steinarsdóttur erfðafræðingi, starfar við litningarannsóknir á Rannsóknastofu Háskólans á Landspitalalóðinni. Ron Berry kom hingað til lands i sept. sl. Hann er nú i fullu starfi hjá rannsóknastofunni og hefur verið beðinn að starfa hér áfram. Það mál hefur hann nú i athugun. Margrét er lausráðin i 3/4 starfi, enoft er nauðsynlegt að hún vinni lengur en þann tima. Þau Ron og Margrét greina litningagalla i frumum úr sjúkl- ingum. Þau rannsaka m.a. blóð- frumur sjúklinga með hvitblæði (blóðkrabba), en i sumum tilfell- um verða breytingar á litningum þeirra, einnig kynlitningagallar, en þeir valda þvi m.a. að fólk verður ófrjótt, og ennfremur mergúr beinum sjúklinga. Þegar iegvatnsrannsóknirnar hefjast telur Ron Berry nauðsynlegt að starfsmenn við litningarann- sóknirnar verði þrir i fullu starfi. 400 konur á ári Svo sem skýrt var frá i Timan- um á miðvikudag eignast u.þ.b. 300 konur 35 ára og eldri barn hér að jafnaði hvert ár. Æskilegt er talið að legvatnssýni sé rannsak- að úr þessum konum og einnig konum, sem hafa átt vangefin börnáður, eðaef vitað erum van- gefni í annarri hvorri ættinni. Samtals geta þetta orðið allt að 400 konur á ári. Hingað til hafa aðeins nokkrir tugir kvenna hér á landi fengið sli'ka rannsókn. Legvatnssýni hafa verið tekin á Fæðingardeild Landspitalans og send til Dan- merkur þar sem rannsóknin hef- ur verið framkvæmd. Það hefur því verið mjög undir þekkingu kvennanna sjálfra komið og ár- vekni lækna þeirra, hvort þær hafa hlotið þessa þjónustu, og er langtfrá þviað þar hafi allir setiö við sama borð svo sem oft vill verða um nýjungar i læknisþjón- ustu. Ekki hefur verið hægt að vekja athyglikvenna á þessari þjónustu og þvi, að yfir 40% mongólita, sem hér fæðast, eru börn mæðra 35ára og eldri. Vistun vangefinna á hælum og sjúkrastofnunum verður sifellt kostnaðarsamari, og er það ærin ástæða til að brýnt er að legvatnsrannsóknum verði hið fyrsta komið á hér. En þyngst er þó á metunum sú óhamingja, sem það veldur foreldrum og börnunum sjálfum, aðþau fæðast andlega og likamlega vanheil. Öruggar niðurstöður — Þetta eru mjög „grófar” rannsóknir, sem við gerum hér, segir Ron Berry, en hins vegar gefa þær öruggar niðurstöður. Legvatnsrannsóknirnar gefa t.d. 100% öruggt svar við hvort ófætt barn verður mongóliti eöa ekki. Hins vegar leiða þær ekki i ljós alla ágalla, sem barnið getur haft, t.d. er enn ekki hægt að finna með rannsókn hvort ófætt barn mun fæðast með sjúkdóm að nafni „Cystic fibrosis”, en eitt af hverjum 2000 börnum, sem fæö- ast i tempraða beltinu, eru haldin honum og deyja á unga aldri. — Margs þarf að gæta viðvikj- andi hvenær sýni úr legvatni er tekið hjá móðurinni. Legvatnið myndast smátt og smátt um með- göngutimann og það þarf að vera orðið nægilega mikið, og einnig þarf að taka tillit til hvers konar frumur eigaað fást. Égtel bezt að taka legvatnssýni þegar konan er komin 16 vikur á leið. Siðan eru frumurnar ræktaðar i hitaskáp og siðan rannsakaðar i smásjá. Niðurstaða fæst eftir 8 daga til 3 vikur, venjulega eftir 2 vikur. 1 legvatninu eru frumur úr fóstrinu og við einfaldlega teljum litningana i ákveðinni frumu. Verði fóstrið mongóliti er einum litningi of mikið i frumunum. Einnig getur vantað á litning eða þeir verið brotnir. Mongólismi, sem við ættum raunar ekki að kalla þennan sjúkdóm og móðga þannig heilan þjóðflokk, eða Down’s syndrome, er algengasti ágallinn vegna litningagalla, sem börn fæðast með. En einnig getur verið um annars konar ágalla að ræða. Yfirleitt valda litningagall- ar andlegum vanþroska og oft gallaðri beinabyggingu. Það skal tekið fram að flestir litningagallar valda þvi að konur missa fóstrið snemma á með- göngutimanum og hefur rann- sóknhérá landileitt i ljós, að 60% af fósturlátum á fyrri hluta með- göngutima orsakast af þeim. Tiðnin 20 faldast við 45 ára aldur. — Hve algengt er að konur eignist mongólita? — Að meðaltali eitt af hverjum 2000 börnum kvenna 30 ára og yngri er mongólíti, eitt af hverj- um 500 börnum kvenna 3545 ára og eitt af hverjum 100 börnum kvenna 45 ára og eldri. Tiðnin fjórfaldast þvi við 35 ára aldur og 20 faldast við 45 ára aldur. — Áhætta i sambandi við töku legvatnssýnis er óveruleg, og með þvi að taka það og rannsaka eftir 16 vikna meðgöngu getur konan fengið fóstureyðingu, ef hún óskar þess, áður en með- göngutiminn er hálfnaður. Janframt þvi að smásjárrann- sókn fer fram á litningunum verður rannsakað á Land- spitalanum hvort of mikið af ákveðnu eggjanvituefni (AFP) eri' legvatninu, en þá er liklegt að barnið fæðist með vatnsheila eða klofinn hrygg.Ron BerryogMar- grét Steinarsdóttir munu ekki annast þær rannsóknir. Einnig er hægt að rannsaka aminósýrur og fitugalla með tilliti til annarra sjúkdóma, en það gerist ekki sjálfkrafa, heldur verða læknarn- ir þá að vita hverju þeir eru að leita að og biðja um sérstaka rannsókn. Margt er enn óljóstum væntan- Ron Berry og Margrét Steinars dóttir erfðafræðingar Ron við smásjána Margrét: — Það leiðinlegasta viö rannsóknirnar, sem við framkvæmum, er að yfirleitt er litið hægt að gera til aö lækna þá TlmamyndirGE sjúkdóma sem við finnum. legar legvatnsrannsóknir. Verða þær þáttur i mæðraeftirlitinu, þannig að allar konur eldri en 35 eða 40 ára gangist undir þær, auk annarra hópa kvenna, sem ástæða þykir til að fái slika rann- sókn? Greiðir sjúkrasamlagið kostnaðinn við rannsóknirnar, sem nú er 70 þúsund krónur, ef sýnið er sent til Danmerkur, og verður eftir sem áður mikill, þótt þær fari fram hér? Foreldrarnir velja sjálf- ir — Það eru til konur, sem ekki vilja gangast undir legvatnspróf af trúarástæðum eða öðrum or- sökum, og eins eru konur, sem ekki vildu láta eyða fóstrinu þótt þær vissu að það yrði vangefið barn, segir Ron Berry. — Þó eru tslendingar sennilega svo skyn- samir að minna er um þetta hér en hjá ýmsum öðrum þjóðum, þar sem t.d. kaþólsk trú er rikjandi. Og þeir foreldrar, sem ekki vilja láta eyða fóstri, þótt þeir viti að þaðverði vangefið barn,eru að minu áliti fólk, sem er reiðubúið til að hugsa um og annast barnið sjálft, þótt það sé vangefið. —-Það er náttúrulögmál að flest fólk þráir ekkert heitar i lifinu en að eignast eðlileg, heilbrigð börn. Almennt talað held ég að við eig- um aðhjálpa þvi til þess. Meðnú- tima læknisfræðiþekkingu lifir vangefið fólk nú lengur en áðurog verður æ meiri baggi á þjóðfélag- inu. Eftir tilkomu legvatns- prófananna geta konur reynt að eignast barn aftur eftir að þær hafafengið fóstureyðingu, vegna litningagalla i fóstrinu, og þá er liklegt að betur takist til og þær eignist heilbrigtbarn. Þvi til allr- ar hamingju fæðast langflest börn heilbrigð. Konur sem eru 45 ára eða eldri tel ég að myndu yfirleitt ekki reyna aftur, en þá er alltaf möguleiki að taka fósturbarn. — Þetta er þó engan veginn ein- falt samvizkuspursmál. Hér i Reykjavik eru til mongólitar, sem erufærir um að sjá sér sjálf- ir farborða. Og hvað gerir móðir, sem fær að heyra að fóstur henn- ar sé með kynlitningagalla? Barn hennar yrði sennilega ófrjótt og tæki ekki út fullan ytri kynþroska, en nokkru er þó hægt að bjarga með hormónameðferð. Slik börn eru oft með fulla greind og heil- brigð að öðru leyti. Hver og einn verður að velja og hafna. Við get- um ekki hreinsað þjóðfélagið af öllu afbrigðilegu fólki. Við höldum lifinu i vangefnum lengur en áður nú á timum, en þeir geta sjaldnast notið lifsins eins og bezt yrði á kosið. Það er hlutverk læknisfræðinnar aö leit- ast við að gera fólki kleift að lifa eins góðuli'fi og kostur er. Og þeir sem stjórna þjóðfélaginu verða að hugsa um kostnaðinn. SJ Þetta linurit sýnir hvernig tiðni þess að konur eignist mongóllta eykst með hækkandi aldri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.