Tíminn - 13.05.1978, Side 30

Tíminn - 13.05.1978, Side 30
/ /////////////< 30 Laugardagur 13. mai 1978. Vandaðar vélar borga LOFT KÆLDU Slg bezt dráttaivélamar Með eða án framdrifa Fullnægja ströngustu kröfum Hagsýnir bændur velja sér hagkvæmar vélar, þeir velja DEUTZ: dráttarvélar við sitt hæfi ÓSKAVÉL ÍSLENZKA BÓNDANS HFHAMAR VeLADEILD SlMI 2-21-23 TRYGGVAGoTU REYKJAVIK Lausar stöður Viö Flensborgarskólann i Hafnarfiröi. fjölbrautaskóla, eru iausar nokkrar kennarastööur, einkum I Islensku, stæröfræöi, listgreinum, vélritun og iþróttum. Æskilegt er aö umsækjendur geti kennt fleiri kennslugreinar en eina. Laun samkvæmt launakerfi starfsmann rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. júni n.k. Umsóknar- eyðublöö fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 11. mai 1978. Hvers eiga íslendingar að gjalda hjá N orðmönnum? Blaðinu hefur borizt norska timaritið Farmand, útgefið 6. mai' 1978, nr. 18. Fljótt á litið er erfitt að gera sér nokkra hug- mynd um hver tilgangurinn með.útgáfu ritsins er, en ef til vill er skýringuna að finna i fjögurra siðna grein, sem hefst á bls. 36. Undir yfirfyrirsögn- inni: Arne Durban: Nordiske portretter kemur nokkru stærri fyrirsögn: Johannes Kjarval og Isiand. Þar er lýst sögu Islend- inga i þúsund ár eða svo, drykkjusiðum þeirra i Kaup- mannahöfn, stil Halldórs Lax- ness og list Jóhannesar Kjar- vals. 1 fáum en völdum orðum dregur höfundurinn, Arne Dur- ban, upp mynd af islenskri þjóð og fremstu sonum hennar, glöggt gestsauga hans hefur séð dýpra i þjóðarsálina en maður á að venjast nú á timum yfir- borðslegra fréttapistla og at- hugasemda i simskeytastil. Eftir inngang um „þungan og stálgráan sjó þegar Island end- anlega stigur upp úr hafinu”, ástæðurnar fyrir rigningunni á Islandi (lægðir i endalausri röð) kemur sagan. „Hér höfðu norsku forntiðarútflytjendurnir setið um langa vetur og búið til sagnabókmenntir og skáldskap, svo öflugan og merkilegan, að hann lifir enn og mótar hug- ann”. Hin dýpri rök sögunnar fara að skýrast: „Svo gekk Is- land undir Noregskonung með þvi skilyrði að lög og réttur yrði sem áöur. Bæði löndin komu undir Danakonung og höfðu það klént. öldum saman urðu þeir (Islendingar?) að klóra sig fasta i Island, bókstaflega að grafa smábýlin inn i grashól- ana”. En likn fylgdi þraut: „Brennivinið var huggunin”. A 19. öld fer loks að rofa til. Bylt- ingarárið 1848 setur Jón Sig- urðsson fram sjálfstæðiskröfur Islendinga. „Hann hugsaði sér bara persónusambarid, sameig- inlegan konung með Dan- mörku”. Sigurðsson kunni margt um gömul handrit og vis- aði til Gamla sáttmála. „En það dugöi ekki”. Konungur lofaði fögru en Islendingar gleymdu ekki, að hinn konunglegi danski umboðsmaður, með danska sol- dáta fyrir utan, hafði leyst upp samkomunaá Þingvöllum „Vér mótmælum allir (frumtextinn: De glemte ikke paa Island at den kongelige danske kommi- sjonær,með danske soldater ut- enfor, hadde oplöst forsamling- en paa Thingvellir „Vér mót- mælum allir). Þá kemur kafli um heimsins bókmenntalegasta fólk, sem lifgaði kvöldin með sögum og kveðskap. Og hvað er eðlilegra en að I beinu framhaldi af þessu sé komið að Laxness. Islands- klukkunni er lýst sem breiðri lýsingu á „dansketiden” en án hinnar ljósu ákefðar sem ein- kennir samskonar frásagnir Falkenberget á Rörosheiðun- um. En Laxness er ekki ein- hamur. ,,An þess að bera neitt sérstakt skyn á sjónlistir (myndlist?) reit hann formála að mikilli bók með myndum af listaverkum Kjarvals. Arne Durban finnur ekkerttil saman- burðar nema þegar Finnar taka sig til að lofa sina mestu menn. En allir geta ekki lifað á þvi að yrkja og mála i þessu blauta auðnalandi. Þeir, sem neyðast til að hafa kindur til að geta dregiðfram lifið, brugga landa, enda er „Island eitt af þeim löndum þar sem brennivin er lifsnauðsyn” (er hægt að þýða „naturnödvendighet” með lifs- nauðsyn?) Höfundur télur, að hugsanlega sé brennivin nauð- synlegt til að losa um raddbönd- in þegar kvæði eru sögð fram. Vitnar hann máli sinu til sönn- unar til islenzkra manna i Kaupmannahöfn, sem verði að fá eitthvað, sem hreinsar ryðið og þögnina af sagnahálsinum (sagastrupen), þótt þeir sveifli pensli en ekki penna. En efnishyggjan hefur lika haldið innreið sina i Island og fólk er upptekið af eltingarleik við bætt lifskjör. Horfinn er Kjarval, ættarstolt á undan- haldi, hinum miklu einstakl- ingshyggjumönnum fer fækk- andi. En þó geta tslendingar enn skroppið til Norðurlands „det som i gamle dage het Hol- ar” og flúið þannig lægðirnar á á Suðurlandi. O.s.frv., o.s.frv., o.s.frv.. Um markmið ritsins þarf varla að hafa fleiri orð. Grein Durbans fylgja fjórar eftir- prentanir á myndum eftir Kjar- val. h.ó. HMZ3Z3 Œ 40sidiur sunnudaga Bændur athugið 14 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili í sumar. Upplýsingar í síma 4- 00-53/ eftir kl. 4 á dag- inn. Vélgæzlumaður Óskum að ráða mann til starfa við vél- gæzlu i frystihúsi voru á Drangsnesi, sem fyrst. Nánari upplýsingar gefa Jón Alfreðsson, Hólmavik, simi 95-3155 eða Guðmundur B. Magnússon, Drangsnesi. Hraðfrystihús Drangsness hf. Vandaðar vélar „ fÍ CÚ heuítih % borga sig bezt HEumn HEYÞYRLUR 2ja og 4ra stjörnu í HEHAMAR véladeild sími 2-21-23 Tryggvagötu Revkiavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.