Tíminn - 26.05.1978, Side 1

Tíminn - 26.05.1978, Side 1
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Fjármálahneyksli í uppsiglingu á Seltjarnarnesi: Sjálfstæðismenn bornir þungum sökum Þungar sakir eru bornar á sjálfstæöismenn á Seltjarnar- nesi þessa dagana af andstæö- ingum þeirra fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar, þeim H-lista mönnum, en samkvæmt upplýsingum, sem Timinn hefur aflaö sér, er hér á feröinni meira en léttvægt kosningamál og er á döfinni aö fara fram á allsherjarrannsókn á því. Sjálfstæöismönnum er boriö á brýn aö hafa selt hús I eigu gjafasjóös Sigurgeirs Einars- sonar, en sjóöur sá er i' umsjá forseta bæjarstjórnar og eins bæjarfulltrúa aö auki, langt undir matsveröi og er kaupandi þess nákominn háttsettum sjálfstæöismanni á Seltjarnar- nesi. Auk þess þykir nú sýnt, aö þeir sjálfstæöismenn hafi fariö nokkuö frjálslega meö sjóöféö og fengiö þaö lánaö til eigin nota og mun sjóöurinn þvi vera sem næst tómur núna, en fé úr s jóön- um var upphaflega ætlaö aö vera framlag til byggingar elli- og dvalarheimilis þar I bæ. Framhald á bls. 18 A skrifstofu Framsóknarflokksins aö Rauöarárstíg 18 kemur daglega fjöldi áhugasamra sjálfboöaliöa til starfa, þvi aö miijill hugur er I mönnum aö koma þvl efnilega unga fólki, sem skipar efstu ssti fram- boöslistans, I borgarstjórn. Þessi mynd var tekin nýlega þegar ræddar voru kosningaspár sfödegisblaö- anna- Timamynd Tryggvi. Frambjóðendur kynntir Kristján Benediktsson. Geröur Steinþórsdóttir. k Eirikur Tómasson. Valdimar K. Jónsson. Frambjóðendur i fjórum efstu sætum á lista Framsóknarflokksins i Reykjavik eru kynntir i blaðinu i dag. Þar er einnig að finna stutt ávörp frambjóðendanna. Bls. 12. Kosninga- handbók fylgir í dag Kosningahandbók fylgir blaðinu i dag. Er þar aö finna upplýsingar um úrsiit bæjar- og sveitastjórnarkosning- anna i kaupstöðum og kaup- túnahreppum 1974. Þá er hægt aö færa inn úrslit á einstökum stööum eftir þvi, sem þau berast. Alls veröur kosiö i 22 kaup- stööum og 33 kauptúna- hreppum. Taka veröur tölum um kjósendur á kjörskrá meö fyrirvara, en nýrri tölur var ekki hægt aö fá þegar blaöiö fór í prentun. Heilbrigð skynsemi er bezti ráðgjafinn J.H. — Sjálfstæöismeirihlutinn I Reykjavik ber varla viö aö rifja það sér upp til framdráttar, hvaö hann hefur gert þetta siö- asta kjörtimabil. Hann á lika óhægt um vik. Útgerö borgar- innar og fiskvinnsla hefur verið I niöurlægingu vegna vanmats á arögæfum atvinnurekstri, iönaöurinn stendur höilum fæti, fyrirtækin hafa flúiö úr bænum og nýbyggingar þeirra eru i rööum rétt utan viö borgar- mörkin og meöaltekjur Reyk- vikinga eru komnar niöur fyrir landsmeöaltal, þrátt fyrir alla þá mergö rikislaunaöra embættismanna og starfs- manna opinberra stofnana, sem hér er. Þaðerlikaerfittað verjaþað, að bákniö, sem Sjálfstæðis- meirihlutinn hefur hlaðið i kringum sig á löngum tima, gleypir oröið þrettán milljarða af fjórtán og hálfum, sem borgin hefur úr aö spila. Svo til allur kosningaáróður Sjálfstæöism eirihlutans i Reykjavik er byggöur á þvi að vekja ugg og gera tortryggilega þá tilhugsun, að nýir og óþreyttir menn taki við borgar- stjórninni.' Hvernig sem þetta hefur verið hjá okkur, þá verður það verrahjáöðrum.segja þeir. Þetta megininntak alls kosningaáróðursins, sem þeir hafa uppi. Þetta er bágborinn kosninga- áróður, boöskapur kyrrstöðu og neikvæöur í eðli sinu. Þetta er lika ósannur áróöur, þvi aö það, sem gerzt hefur I öörum sveitarfélögum, þar sem sjálfstæöismenn hafa lengi haft meirihluta og misst hann siðan, sýnir svart á hvltu, að enginn skaði er skeður nema slður sé. Stjórn bæjarfélaganna hefur gengið með ágætum, þótt menn úr fleiri en flokkum hafi staðið saman aö henni, og oftast hefur nýr fjörkippur, framfarir og bætt skipulag fylgt breytingunni Þarna er auk þess höfðað til þess, sem sizt skyldi. Uggur er llkt og allar tegundir múgsefj- unar versti ráðgjafinn, þegar fram úr einhverju máli skal ráða. Með sliku er leitazt við aö taka ráðin af heilbrigðri dóm- greind og ihuguðu mati á þvi, sem til úrlausnar er — að þessu sinni, hvernig Reykjavikurborg verður stjórnað á farsælan hátt, atvinnulffið glætt og þannig að fólki búið að þvl megi vel farnast i aölaðandi bæ. B-listinn fer fram á þaö eitt við Reykvlkinga, að þeir láti ekki rakalausan hræðsluáróður gamla Sjálfstæðismeirihlutans, sem á svo marga einkahags- muna að gæta innan borgar- stjórnarinnar, villa sér sýn, heldur ráöfæri sig við skynsemi sina, bezta ráögjafann I hverjum vanda, áður en þeir ráðstafa atkvæði sinu. Hræðsluáróður Sj álf stæðismeiri- hlutans er tilraun til múgsefj- unar af verstu tegund

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.