Tíminn - 26.05.1978, Page 8

Tíminn - 26.05.1978, Page 8
8 Föstudagur 26. mal 1978. mmmn Athugasemd við sj ónvarpsræðu Kristjáns Benediktssonar Þaö virðist tæpast gert ráö fyrir aö fatiaöir neyti kosningaréttar slns og ekki ósennilegt aö einhverja skorti kjark til svona feröalaga. Hafa fatlaðir ekki fullan kosninga- 1 tilefni af upplýsingum um Hitaveitu Reykjavikur, sem Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi hefur látiö frá sér fara i fjölmiðlum, langar mig til að taka eftirfarandi fram: 1 fyrsta lagi eru þær niðurstöð- ur sem þarna eru settar fram ekki óalgengar í fyrirtækjum og stofnunum. Þær sýna skiptingu heildarvinnutima eftir ákveðnu kerfi í svokallaða verktima, ferðatima, tafatima o.s.frv. Þeir verk- og tafartimar, sem að baki tölum þessum standa, eiga allir sinar eðlilegu skýringar. Hluta þeirra er ekki hægt að breyta en aðra má stytta, eins og þegar hef- ur verið gert. Hugtakið virkur timi er t.d. hreinn verktimi án annarra eölilegra vinnuþótta.svo sem aðdrátta, flutninga og óvið- ráðanlegra tafa, og þýðir þvi ekki það sama og unninn eða nýttur vinnutimi. Hér er þvi hætta á ómaklegum misskilningi. 1 öðru lagi er hér ekki um nein- ar leynilegar niðurstöður könnun- ar að ræða, heldur ein tafla, sem er hluti af vinnuplöggum, sem varða þetta hagræðingarverk- efni. Þetta blað er ekki til þess fallið að það birtist I fjölmiðlum án allra skýringa. Blaðið mun borgarráðsmaðurinn hafa fengið sér til upplýsinga hjá hagsýslu- stjóra Reykjavikurborgar, þegar áframhaldandi hagræðingarað- gerðir voru ræddar og samþykkt- ar i borgarráöi. t þriðja lagi hefur hitaveitu- stjóri aldrei falið mér að gera sérstaka úttekt á nýtingu vinnu- timans. Á sl. ári fól hann hins vegar rekstrarþjónustu minni að leggja drög að og stjórna, i samvinnu við starfsmenn, marg- háttuðum breytingum á stjórnun og skipulagningu vinnuflokk- anna, samfara þvi að tekið var upp hvetjandi launakerfi. Þessar aðgerðir hafa tekizt mjög vei og verið starfsmönnum til sóma. Arangurinn er: Betri þjónusta, meiri afköst og hærri laun. Tekið skal fram, að á undan- förnum árum hefur á minum veg- um verið unnið að fjölda hagræð- ingarverkefna hjá Reykjavikur- borg og borgarstofnunum. Enn- fremur er unnið að nokkrum verkefnum um þessar mundir og finnst mér raunar borgin vera j fararbroddi á þessu sviði. Hagræðing af þessu tagi bygg- ist ekki á úttektum með tilheyr- andi skýrslugerðum ef árangur á að nást. Hér er um viðkvæm sam- starfsverkefni að ræða þar sem nauðsynlegt er, að gætt sé trún- aðar i samskiptum starfsmanna og stéttarfélaga þeirra jafnt sem stjórnenda. Þess vegna verður það ekki metið i tölum hvilikt áfall það er fyrir slika samvinnu þegar hagræðingaraðgerðir verða bitbein stjórnmálamanna. J. Ingimar Hansson rekstrarverkfræöingur. rétt HEI — Það er hart að missa kosningaréttinn ef maður af ein- hverjum ástæðum teppist á sjúkrahúsi eða er fatlaður af öör- um orsökum. Ég fékk þvi hjálp og fór á kjörstað þótt sumum sem með mér eru á sjúkahúsinu þætti ég kaldur að leggja út i þetta, sagði Tómas Emilsson frá Seyðisfirði. En hann mátti i gær reyna þá erfiðleika sem fötluðu fólki eru búnir við að komast á kjörstaö i Reykjavik. Það urðu vonbrigði margra á Landakoti að ekki fékkst að kjósa þar, sagði Tómas og taldi varla vafamál að sumt fatlað fólk sleppti þvifrekar að kjósa heldur en að leggja út i svona flutninga. Tómas sagðist hafa starfaö við kosningar vegna sambandsslita við Dani og þá heíöi m.a.s. mátt kjósa iheimahúsum, honum þætti þetta þvi mikil afturför. Þvi má einnig bæta við að þeg- ar Tómas og aðtoðarmenn hans voru komnir upp þær þrennar tröppur og stiga sem til þarf að komast til að kjósa utankjör- staðar i Miðbæjarskólanum og Tómas beið i hjólastól I gangin- um, var einn starfsmaöur svo vinsamlegur að biðja þá að vera ekki fyrir. Ekki er úr vegi að leiða hugann að þvi að I Miðbæjarskólanum eru námsflokkar Reýkjavikur til húsa svo augljóst er að ekki er fötluðu fólki ætlað tækifæri til að auka þar við þekkingu sina þótt það hefði hug á þvi. Hátiðaguðs- þjónusta i Vindáshlið Undanfarin ár hefur starfið i Sumarbúðum KFUK i Vindáshlið hafizt með guðsþjónustu og kaffi- sölu. Sunnudaginn 28. mai kl. 14.30 verður minnzt 100 ára af- mælis kirkjunnar i Vindáshlið. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, mun predika og sóknarpresturinn á Reynivöllum, sr. Einar Sigurbjörnsson, þjóna fyrir altari. Kirkjan var byggð árið 1878 og vigð á þriðja sunnudegi i aðventu sama ár. Hún er eina timbur- kirkjan sem verið hefur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Arið 1957 var kirkjan flutt frá Saurbæ i Vindáshlið Þar voru endurnýjaðar innréttingar og kirkjan siðan endurvigð 16. ágúst 1959. A sumrin eru guðrækni- stundir i kirkjunni hvern helgan dag. Eftir guðsþjónustuna hefst kaffisala og gefst kirkjugestum kostur á að skoða staðinn. 2. júni fer svo fyrsti hópurinn til dvalar i Vináshlið. Dvalarflokkar sumarsins verða 11 og hver flokkur dvelst að jafnaði 1 viku i senn. Karlakórinn Þrestir heldur konsert Karlakórinn Þrestir i Hafnar- firði heldur sinn árlega konsert nasstkomandi'föstudagskvöld kl. 21 og á laugardag kl. 16 i frjóð- kirkjunni i Hafnarfirði. Á efnis- skrá eru vönduð karlakórslög bæði innlend og erlend. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni eru Sigurður Björns- son óperusöngvari og Helgi Þórðarson. Undirleik annast Agnes Love. Stjórnandi karla- kórsins er Páll Gröndal. íslenzka í nútíð vandi skólanna: Ráðstefna á vegum móður- máls- kennara Samtök móðurmálskennara, sem stofnuð voru á siöastliðnu ári, efna á næstunni til ráðstefnu sem ber heitið: Islenzka i nútið — Vandi skólanna. Veröur ráð- stefnan haldin i Kennaraháskóla Islands dagana 2. — 3. júni nk. og hefst hún kl. 10 f.h. Framsöguerindi flytja þeir Baldur Jónsson dósent sem talar um „tslenzkt mál á vorum dögum” og Indriöi Gislason námsstjóri en hann fjallar um efnið „Vandi skólanna”. Þá mun og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ávarpa ráðstefnugesti. 1 umræðuhópum verður fjallað um eftirtalda efnisþætti eftir þvi sem að hátttaka leyfir: 1. Málaúppeldi og málastefna. 2. Staöa Islenzku I skólakerfinu 3. Hvað á að kenna I islenzku i skólum og hvernig? 4. Hlutverk samtaka móöurmáls- kennara. Siöari ráðstefnudaginn veröur haldinn framhaldsstofnfundur Samtaka móðurmálskennara, en félagsmenn geta orðið allir starf- ■ andi móðúrmálskennarar, hvar á ■ skólastigunum sem þeir kenna og er félagssvæðið landið allt. Báða ráðstefnudagana verður opin bókasýning i bókasafni Kennaraháskólans, þar sem að verða tii sýnis bækur og kennslu- gögn sem notuð eru viö islenzku- kennslu. Mœldur tirai Mældur tími Hugsanle(jur á skiptum á tilrauna- tími flokka 5. flokkum flokkum kaupaukakerfi --______ % • %_________________________ Heildarvinmitími 100 100 100 Virkur tími 21 Z± 63 Dic5, Grensás 13 15 5 Akatur 10 .10 10 Arrnað 3 31 2 21 1 16 Sótt efni og sett á bil 6 4 3 Upphaf o£ lok verks 5 6 3 Beöiö eftir efni 4 0 1 Beöió eftir tœkjum 3 l 1 Beóiö eftir verkstjóra 1 0 1 Viðtöl viö verkstjóra 3 22 0 1 1 1 10 Aógeröarlaus 5 2 2 Ke..;st eklci aö 9 3 3 Sést eklci 1 0 1 Fers&nuleftur tími 5 20 6 n. 5 11 HITAVEITA REYKJAVÍKUR Samanburður á mældum vinnutfma fyrir og eftir breytingu á vinnu- flokkum og árangur, sem taliö er hugsanlegt aö ná megi. Hér getur fólk séö svart á hvltu, hver niöurstaöa varö af könnun rekstrarverkfræöings, J. Ingimars Hanssonar. Þessi skýrsla segir allt, sem segja þarf. Útivinna hjá borginni og stofnunum hennar hefur oft veriö gagnrýnd, enda blasir hún viö augum borgarbúa. Þaö er þó rengt, aö viö verkamennina sé aö sakast. Þaö er skipulagiö, sem er I molum. Skýrsla rekstrarverkfræöings um vinnubrögöin hjá hitaveit- unni staöfestir, aö aöeins rúmur fjóröungur vinnutlmans nýtist viö þaö verk, sem veriö er aö framkvæma. Bessastaðahreppur — lóðahreinsun Heilbrigðisnefnd Bessastaðahrepps hvet- ur hér með hreppsbúa til þess að hreinsa lóðir sinar s.b.r. 40. gr. gildandi heil- brigðisreglugerðar og ljúka þvi fyrir 10. júni nk. Til þess tima mun skrifstofa oddvita veita upplýsingar og aðstoð til þess að auðvelda ibúum hreinsunina. Minnist þess, að bannað er að kasta á fjörur á Álftanesi hverskonar rusli eða öðru þvi er kann að falla til við lóðahreinsunina. Heilbrigðisnefnd Bessastaðahrepps Yokahama YÖrubílahjólbarðar á mjög hagstæðu verði Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR BORGARTÚNI 29 S(MAR 16740 OG 38900

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.