Tíminn - 26.05.1978, Page 12

Tíminn - 26.05.1978, Page 12
12 Föstudagur 26. mai 1978. Þau skipa efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Kristján Benediktsson er fæddur á Stóra-Múla i Dalasýslu 12. janúar 1923. Hann lauk iþróttakennaraprófi 1944 og kennaraprófi 1948. Kristján var iþróttakennari á árun- um 1944-46 en 1949-62 var hann gagn- fræðakennari I Rvik fyrst við Hring- brautarskólann ogsiðar Hagaskólann. Arið 1963 geröist Kristján framkv.-stjóri við Timann og gegndi þvi starfi til 1972 er hann varð ritari þingflokks framsóknarmanna. Kristján hefur starfað mikið að félagsmálum. Ilann hefur átt sæti i borgarstjórn frá 1962 og lcngst af þeim tima verið i borgarráði. Kristján er nú formaöur Menntamálaráðs tslands. Kristján er kvæntur Svanlaugu Ermenreksdóttur, kennara. Þau eiga 4 uppkomin börn. Gerður Steinþórsdóttir er fædd 17. april 1944 i Reykjavik. Gerður lauk stúdentsprófi frá MR áriö 1964. Hún stundaöi nám við háskólann i St. And- rews i Skotlandi veturinn 1964-65 en lauk BA-prófi frá Háskóla tslands I is- lensku og ensku 1970. Hún hefur lagt stund á kandidatsnám i islenzkum bókmenntum frá 1973. Gerður hóf kennslustörf við Fram- haldsdeildir gagnfræöaskólanna við Lindargötu 1970 og kenndi þar fimm vetur. Sl. vetur kenndi hún við Flens- borgarskólann i Hafnarfirði. Gerður hefur tekið mikinn þátt i félagsmálum. Hún hefur verið vara- borgarfulltrúi Framsóknarflokksins frá 1970. Hún á sæti i stjórn SUF^blað- stjórn Tlmans og er varamaður i framkvæmdastjórn flokksins. Geröur er gift Gunnari Stefánssyni dagskrárfulltrúa og eiga þau tvö börn. Eirikur Tómasson er fæddur 8.júnl 1950 á Akureyri. Eirikur lauk stúdentsprófí frá MH 1970 og prófi við lagadeild Ht 1975. Veturinn 1975-76 stundaði hann framhaldsnám i stjórnarfarsrétti við háskólann i Lundi i Svíþjóð. Strax að loknu framhaldsnámi var Eirikur ráðinn fulltrúi i dómsmála- ráðuneytinu og tæpu ári siðar aðstoðar maður ólafs Jóhannessonar dóms- mála- og viðskiptaráðh. Samhliða þvi starfi hefur hann annast kennslu I laga- og viðskiptadeildum Háskóla ts- lands. Eirikur gegndi á námsárum sinum ýmsum trúnaðarstörfum, bæði I menntaskóla og háskóla. Jafnframt hefur Eirikur tekið virkan þátt i starfi Framsóknarflokksins og er nú ritari stjórnar SUF. Eirikur er kvæntur Þórhildi Lindal lögfræðingi og eiga þau einn son. Valdimar K. Jónsson fæddist 20. ágúst 1934 i Hnifsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1954 og prófi í vélaverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole I Kaupmannahöfn 1960. Hann varð doktor i verkfræði og stærðfræði frá University of Minnesota Bandarikjun- um 1965. Valdimar var verkfræðingur við Regnecentralen i Kaupmannahöfn og hjá Raforkumálaskrifstofunni i Rvik. Hann vann að rannsóknastörfum hjá Minnesotaháskóla 1960-1965, en gerðist síðan kennari hjá Imperial College of Science and Technology I London. Árin 1969-1972 var Valdimar prófessor við Pennsylvania State University. Frá 1972 hefur Valdimar verið prófessor I vélaverkfræði við Háskóla Islands. Valdimar er kvæntur Guðrúnu Sig- mundsdóttur og eiga þau fjögur börn. Kristján Benediktsson Gerður_________ Steinþórsdóttir Eiríkur Tómasson Valdimar K. Jónsson Starf borgarfulltrúa er margþætt. Hann þarf að þekkja borgina vel,ein- stök hverfi hennar,eyjarnar,höfnina og næsta nágrenni. Hann þarf að kunna skil á stjórn- kerfinuog þeim meginreglum,sem um það gilda hjá borginni og stofnunum hennar. Umfram allt þarf þó borgarfulltrúi að þekkja fólkið sem borgina byggir, vita deili á undirstöðugreinum at- vinnuli'fsins og þeim menningarlegu og félagslegu þáttum sem samskipti borgaranna grundvallast á. Þá er honum nauðsyn að hafa sam- band við fólk úr mismunandi starfs- greinum og kynna sér viöhorf þess til þeirra fjölbreytilegu mála sem borg- arstjórn fjallar um. Þótt um sum mál sé grundvallar- ágreiningur milli stjórnmálaflokka eru hin þólangtum fleiri i borgarstjórn sem ekki hafa beinan snertiflöt við stjórnmálastefnur. Málefnaleg gagnrýni og stuðningur við þau mál er til heilla horfa er sú stefna sem ég hef reynt að fylgja i borgarstjórninni undanfarin 16 ár. Þeirri stefnu mun ég fylgja áfram. „Okkar timiokkar lif—þaðer okkar fegurð” stendur i merkri bók. Þannig verðum við að skynja strauma timans en missa þó ekki sjónar á verðmætum fortiðar. Þjóðlifsbreyting undangenginna ára hefur vissulega haft röskun i för með sér. Þó hygg ég að enn meira ósam- ræmis gæti milli hugmynda og raun- veruleika vegna þátttökuleysis kvenna i opinberu llfi. Málefni sem talin hafa verið „kvenleg” hafa orðið Utundan eða gleymst. Borgarsamfélag okkar miðast i allt of rikum mæli við heil- brigt fólk i atvinnulifinu. Minnihluta- hópar eins og börn.fatlaðir.aldraðir, hafa oröiö utangátta. „Kerfið” gerir ráö fyrir einni- fyrirvinnu á vinnu- markaðinum og hUsmóöur sem gætir bús og barna — þrátt fyrir þá staöreyndað 70% giftrakvenna vinna utan heimilis. Dagvistarheimili og skólar eru starfræktir samkvæmt fyrirvinnuhugmynd og vinnu- markaðurinn gerir ekki ráð fyrir föðurhlutverki. Ég tel kröfuna um að allir eignist húsnæði einstrengings- lega. Fólk á að geta valiö hvort það vill leigja eða kaupa og þá hvenær. Verkefnin framundan éru óþrjót- andi. Hugar- og stefnubreytingar er þörf, þar semi andleg vérðmæti, félagslegt öryggi og jafnrétti skipa öndvegi. Nái ég kjöri i borgarstjórn Reykja- vikur eru það einkum fjögur mál sem ég hyggst beita mér íyrir. í fyrsta lagi að bætt verði Ur hUs- næðisskorti þeim,sem óneitanlega rikir hér i Reykjavík. Hraða þarf uppbygg- ingu nýrra hverfa og auka þar meö framboð á byggingarlóöum. Jafn- framt á að leggja aukna áherslu á byggingar á félagslegum grundvelli. Þá er ekki siður nauðsynlegt aö það húsnæði sem fyrir hendi er i eldri borgarhverfum verði betur nýtt. I ööru lagi að stuðningur borgarinn- ar við hin frjálsu félagasamtök verði stóraukinn. Þvi fé sem rennur til æskulýðs- og tómstundastarfs verður ekki betur varið en með þvi að úthluta stærstum hluta þess tU þeirra fjöl- mörgu áhugafélaga sem starfandi eru i borginni. 1 þriðja lagi aö stjórnkerfi borgar- innar verði gert einfaldara og lýð- ræðislegra. Og siðast en ekki sist að borgin okk- ar verði skemmtilegri með þvi að fjölga tækifærum okkar til aö njóta tómstundanna á heilbrigðan hátt. Það sem ég hef taliö upp og margt, margt fleiraverður þóekki gert nema til komi stuöningur ykkar i kosningun- um 28. mai. Það vekur undrun mina, hve sú skoðun er almennað pólitik sé eitthvað sem fólk eigi að halda sig sem lengst frá.Áðuren éggafkostá mér til fram- boðs i borgarstjórn ihugaöi ég það lengi, kosti pess og galla og komst að þeirri niöurstöðu.að þörf væri á manni i borgarstjórn með verklega og tækni- lega þekkingu og menntun og reið það baggamuninn. Mörg málefni sem borgarstjórn fjallar um og afgreiðir eru tæknilegs eðlis svo sem ýmiss konar byggingar- framkvæmdir, sjávarútvegur, raforku mál, hitaveitumál, hafnarmál, sam- göngumáþgatna- og holræsalagnir svo eitthvað sé nefnt. Að visu hefur borgarstjórn sér til að- stoðar verkfræðinga og tæknifræðinga en endanlega ákvörðunarvaldiö en 1 höndum borgarfulltrúanna sjálfra og misjafnt er, hversu vel þeir geta sett sig inn i málin. Fái Framsóknarflokkurinn þrjá borgarfulltrúa mun ég verða fyrsti varamaður flokksins i borgarstjórn og þar með fá tækifæri til að nýta rQmslu mina og þekkingu i þágu Reykjavikur- borgar og ibúa hennar. ;S§H fe; |pÞ ■ - mm ,siáf ~ > $»■ - SlSfi ■'■*':

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.