Tíminn - 08.07.1978, Page 3

Tíminn - 08.07.1978, Page 3
Laugardagur 8. júli 1978 3 Hvammstangi: Áform um að mjölverksmiðju reisa í sumar — vinnur bæði slátur- og fiskúrgang Kás — „Þaö má segja, aö allt sé vaöandi i byggingarfram- kvæmdum hér á Hvammstanga og sumar mjög stórar”, sagöi Brynjólfur Sveinbergsson, fréttaritari Timans á Hvamms- tanga.istuttuspjalli viö okkuri gærdag. „Hér er hafin bygging nýs sláturhúss á vegum kaupfélags- ins. Þá nálgast óðum, sá dagur að viðbyggingin við mjólkur- samlagið verði fokheld, en einn- ig er sveitarfélagið að reisa búningsaðstöðu fyrir sundlaug- ina og fyrirhugaö iþróttahús. Að þessu viöbættu eru auðvitað fjöl margir einstaklingar meö ibúðarhús i byggingu. Af sjávarsiðunni er það helzt frásagnarvert, aö hafnar voru veiðar á djúprækju héðan i vor, og hafa þær gengiö vel fyrir sig. Miðin sækja bátarnir norður fyrir Horn, og þykir aflamagn lofa góðu, en eftir fyrstu veiði- ferðina kom annar báturinn með 16 tonn en hinn með 14 tonn, auk einhvers af öðrum fiski. Þá var gerð tilraun hér i vor með veiðar á skelfisk, og verður þeim haldið áfram, en þær jiggja niðri þessa stundina vegna vélarbilunar I bátnum.” Unniö að viðbyggingu við Mjólkursamlagiö i Hvammstanga Ljósmyndir Róbert Brynjólfur sagði, að vorið heföi verið fremur kalt, og spretta þvi §ein á feröinni. Bjóst hann ekki við að sláttur hæfist fyrr en upp úr miðjum mánúð- inum. Mjólkurframleiðsla sagði hann væri hin sama og á sama tima i fyrra. Þegar Brynjólfur var inntur eftir þvi, hvort einhverjar fram- kvæmdír væru á döfinni sagði hann, að meiningin væri að reisa mjölverksmiöju þar á Hvammstanga, og uppi væru áform um að taka hana i notkun i sumar. Búið væri að kaupa vélarnar, en húsið yfir þær væri enn óbyggt. Nýlega hefði verið úthlutað lóð fyrir starfsemina, en sá galli væri á gjöf Njarðar, að hluti hennar væri enn i sjó. Aftur á móti sagöi Brynjólf- ur, að mikil fengur væri i að fá verksmiðju sem / þessa, sem bæði gæti unniö fisk- og rækju- úrgang, svo og sláturúrgang og væri það mikið þrifnaöarmál.” veiðihornið Laxá i Kjós Veiði i Laxá I Kjós hefur gengið ágætlega það sem af er þessu sumri. Við ræddum við Karl Björnsson i veiðihúsinu Ásgarði i gær og taldist honum til aö um 450 laxar væru komnir á land. Karl kvað lax- inn stærri nú en I fyrra og veiddist mikið af 6-7 punda fiski.Það eru útlendingar sem veiöa i ánni út þennan mánuö og eru tíu stangir leyfðar i ánni. Karl sagði aö það hefðu fengizt þetta 15-20 laxar á dag og allt á flugu. Húseyjarkvisl Að sögn Guömanns Tóbías- sonar kaupfélagsstjóra i Varmahlið, þá hefur veiði gengið ágætlega i Húseyjar- kvisl, a m.k. ef miðað er við undanfarin ár. Nú væru um 50 laxar komnir á land og sá stærsti um 19 pund að þyngd. Tvær laxastangir eru leyföar i ánni og tvær silungsstangir, ensilungsveiöiexekkert hafin aö ráði. Það er veiðifélag landeigenda, sem er með ána, kem skipt er I þrjú svæði. A og B sem eru laxasvæöi ög einnig er eitt silungssvæöi. Búiö er aö selja allar stangir á laxasvæð- in, en eitthvað er til af leyfum á silungssvæðin og kosta leyf- in 1500 krónur. Góð byrjun i Orma- lónsá á Sléttu Ormalónsá á Sléttu var opn- uð formlega i gær, en áöur höfðu vegageröarmenn, sem unnu skammt frá ánni fengið leyfi til þess að veiöa og þrátt fyrir slæmt veður og kulda þá höfðu þeir fengið 21 lax á smá- tima.Sveinbjörn Vigfússonhjá Stangveiðifélaginu Flugan á Akureyri, sem hefur ána á* leigu, sagði i gær aö þessi góöa byrjun væri vissulega uppörv- andi.Áin værifull af laxi og sá fiskur, semkomið hefur á land er mjög vænn og sá stærsti 18 pund á þyngd. Alls eru leyfðar 152 stangir i Ormalónsá yfir ■sumarið, en oftast er veitt á 2-3 stangir á dag i júnimánuöi, en fjölgað upp i fjórar þegar liða tekur á sumariö. t Sveinbjörn sagði að Flugan hefði einnig fyrstu tvö s væöin i Laxá i Aöaldal fyrir neðan stiflu á leigu, þ.e. á svæðinu frá Eyvindarlæk aö Laxár- virkjun. Veiði þar hófst 10. júní þ.e., silungsveiöin, en leyföar eru þrjar laxastangir og þrjár silungsstangir i ánni. Sveinbjörn sagöi, aö varia væp von á laxi svo nokkru næmi á þessu svæði fyrsta mánuöinn, en þó eru komnir 5-6 laxar á land. Að sögn Sveinbjarnar þá hefur áin ver- ið vatnsmikil að undanförnu og veður hefur verið slæmt og hefur það hamlaö veiöum. Fremur tregt i tJlfarsá — ennþá Ragnar Guðmundsson, veiðivöröur við Úlfarsá sagði okkur i gær að veiði hefði verið heldur treg þaö sem af væri og þó væru nú um 30 laxar komn- ir á land. Laxinn er fremur smár eða á milli 3 og 7 pund. Það er Aburöarverksmiöjan sem er leigutaki en verzl. Veiðimaöurinnsérumaö selja veiðileyfi og aö sögn Ragnars þá mun eitthvað af leyfum vera laus i september. Fnjóská Veiði hefur gengið vel I Fnjóská f sumar. Aðallega heftir verið veittá fyrsta svæði og hefur veiöin verið þetta 10 laxar á dag. Að sögn Olgeirs Lútherssonar þá eru leyfðar tvær stangir á þessu svæði og hefur laxinn sem veiözt hefur verið vænn, um tiu pund. 470 laxar úr Laxá i Aðaldal Helga Hallgrimsdóttir ráðs- kona í veiöihúsinu á Laxamýri tjáöi okkur i gær aö þaö væru komnir um 470 laxar á land á þessu sumri. Laxinn er mjög fallegur, feitur og mun stærri en i fyrra. Stærsti laxinn veiddist strax fyrsta daginn og reyndist hann vera 20 pund. Nú eru leyföar 12 stangir I ánni. Breiðdalsá Veiöihorninu hafa borizt tvö bréf frá forráöamönnum veiöiáa og er annaö þeirra frá Siguröi Lárussyni, á Gilsá i Breiðdal, sem hefur verið ötull við að senda horninu bréf meö fróðlegum upplýsingum, en hittbréfið er frá Jóni A. Guö- mundssyni Bæ Reykhólasveit og er Veiðihorninu sérstökk ánægja að birta þessi bréf um leið og það er undirstrikað að slik bréf eru alltaf vel þegin. „Laxveiðisvæðin á vatna- svæði Breiðdalsár voru opnuð frá og með 2L júni, enda hefur laxinn gengið litið á þetta vatnasvæði fyrr en um eða eftir 10. júli. Nú brá svo viö að fyrstu 4 laxarnir veiddust á svæði 1 og 2 25. júni, en þann dag keyptu heiinamenn hálfan dag á hvoru svæði. Siöan var næst reynt á bændadegi 29. júni', en þá veiddist einn lax neðst á svæði 3 og er það al- gjört einsdæmi aö lax hafi veiözt á þvi svæði svo snemma sumars. Þá hefur aldrei fyrr veiðzt lax I Breiödalsá í júni mánuöi. 1. júli fengust fjórir laxar á svæði eitt og tvö og 2. júlí einn lax á sama svæði. Það eru þvi komnir 10 laxar á land á kvöldi 2. júll, allt óvenju vænir laxar og er meöalþyngd þeirrarúm8 pund, sem erum tveim pundum meira en meö- alþyngd veiddra laxa undan- farin sumur. Við erum þvi bjartsýnir um aö laxveiðin gangi með bezta móti nú, en i fyrra sumar var metveiði hjá okkur. Mikil eftirspurn er eftir leyfum og eru flestir dagar seldir á fyrsta og öðru svæði en nokkuð er til af lausum dögum á svæöi þrjú einkum I júlí. Silungsveiðin hefur verið með daufara móti.hér ennþá. 3. júli 1978 Siguröur Lárussoi Gilsá I Breiöda; Laxá og Bæjará i Reykhólasveit Arnar Laxá og Bæjará i Reykhólasveit hafa fram aö þessuverið litt þekktar meðal stangveiðimanna, en nú í sumar gefst þeim tækifæri til þess aö reyna sig þar vestra. Veiðileyfi veröa seld aö Bæ I Reykhólasveit, og þar er einn- ighægt að fá fjTirgreiðslu um húsnæði. Veiöi hefst á ánum 10. júli og verða leigðar út tvær stangir á dag. Jón A. Guðmundsson Bæ, Reykhólasveit, A-Baröastrandarsýslu.” —ESE

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.