Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. ágiíst 1978 3 Haustkosningar — líklegar — æskilegar? — svör nokkurra stjórnmálamanna Magnús Torfi: Hreint neyðarúrræði „Ég tel aö eins og mál standa, væri það hreint neyðarúrræði og merki um uppgjöf, sérstaklega hjá þeim flokkum, sem unnu á i siðustu kosningum. Neyðarúrræði vegna þess, að það þýddi að sjálfsögðu drátt, hver veit hvað mikinn, á að brugðist væri við viðfangsefn- um og vanda sem þola enga bið, ef vandinn á ekki að vinda upp á sig enn meira en ella. Uppgjöf vegna þess, að það er tvimæla- laust hverja kjósendur efldu i kosningunum í sumar, til að taka forystu i að fást við verk- efnin.” Stefán Jónsson: Ekki tilhlökkunarefni „Ég tel það ekki liklegt. Ekki þætti mér það tilhlökkunarefni, en þó ef til vill æskilegt.” Jón Ármann Héöinsson: Ólina verður að spenna um eitt gat eða meira Jón Ármann Héðinsson: „Aö minu mati bendir margt til þess að það stefni i kosningar á þessu ári og er ekki óeðlilegt, þar sem ýmislegt hefur komið fram, sem engan óraði fyrir, hvorki fyrir kosningar né i kosningahit- anum. Það sem óvænt hefur komið fram, er að skreiðin fer ekki úr landi eins og til stóð, svo milljónaverðmæti liggur hér, að visu ekki undir skemmdum. Sala á 12 til 16 þús. tonnum af saltfiski er i algerri óvissu, en allir vita að saltfiskur hefur takmarkað geymsluþol, þá farai súginn 8 til 10 milljarða verðmæti, sem er rothögg á fjölda fyrirtækja og vissulega landsvoði Siðan tekur Bandarikjamarkaður ekki við óvæntu framboði af freðfiski. Að lokum eru fáránleg átök i sam- bandi við loðnuveiðarnar, sem hundruð milljóna tjón hlýst af, en þessi loðnuveiði er ný atvinnu- grein og menn hafa kostað milljarða fjárframlögum til að koma henni i kring. Engin gengisfelling, hvorki 10% eða 100% læknar þetta. Það leys- ist ekki nema með breyttu hugar- fari með þjóðinni. Kosningar eru þvi ekki óeðlilegar nú svo þjóðin fái að staðfesta hverja hún vill velja til að leysa úr þessum vanda, þar sem þetta var ekki umræðuefni i kosningabaráttunni i vor. Afleiðingar þessa hljóta að verða þær, að allar fjárfestingar- áætlanir hljóta að verða rangar og verða að skoðastað nýju, i ljósi þessara staðreynda. I einfaldri setningu: Menn veröa að spenna mittisólina um eitt gat eða meira, hvort sem þeim likar betur eða verr”. Aö lokum sagði Jón Armann að hann teldi að kosningar nú mundu breyta fylgi flokkanna töluvert. Jón Skaftason: Glöggur vottur úrræðaleysisins „Ég tel ósennilegt að kosið verði i haust, en á næsta ári gæti það orðið. Sé nýkjörið Alþingi svo lánlaust og getulitið, að það geti hvorki myndað meirihluta- stjórn eða minnihlutastjórn, hlýtur utanþingsstjórn til að koma og hún sæti tæpast skem- ur en fram á næsta ár. Kosningar i haust væru óæski- legar að flestu leyti.Þær væru glöggur vottur þess úrræða- leysis og rótleysis, sem i landinu rikir. En e.t.v. er best fyrir álla að horfast i augu við að sigurvegarar kosninganna eru engir kraftaverkamenn”. Gerður Steinþórsdóttir: Sat ekki fund blaðstjórnar í gær var hér i blaðinu birt samþykkt blaðstjórnar Timans vegna þeirra blaðaskrifa sem orðið hafa um blaðið að undan- förnu. Að þessu tilefni hafði Gerð- ur Steinþórsdóttir varaborgar- fulltrúi, samband við blaðið, en hún á sæti i blaðstjórninni. Gerður Steinþórsdóttir óskaði eftir þvi að eftirfarandi yfirlýs- ing yrði birt i blaðinu: „Vegna frásagnar á baksiðu Timans hinn 3. ágúst með fyrir- sögninni: „Framkvæmdastjóri Timans nýtur fyllsta trausts blað- stjórnar” vil ég taka fram eftir- farandi: Til fundar blaðstjórnar 2. ágúst sl. var boðað með löglegum hætti og eitt mál á dagskrá: Reikning- ar blaðsins. Mál framkvæmdastjóra Tim- ans var þvl ekki til umræðu sam- kvæmt boðaðri dagskrá. I frétt Timans kemur hvergi fram hverjir blaðstjórnarmanna sátu fundinn. Af gefnu tilefni þykir mér rétt að fram komi að ég sat fundinn ekki og stend þvi ekki að sam- þykkt blaðstjórnarinnar. Gerður Steinþórsdóttir” Kóngur setti nýtt met i folahlaupi á Vindheimamelunum i fyrra og sigr- aðiá Landsmótinu i sumar. Bætir hann metið aftur nú um helgina? Ljósm. SV. Vindheimamelamótíð um verslunarmannahelgina Vindheimamelamótið hefur um árabil verið einn helsti viðburð-, ur meðal hestamanna á hverju sumri og er alltaf haldið um verslunarmannahelgina. Nú sem fyrr koma þar til leiks flest helstu hlaupahross landsins, svo sem Fannar, Neisti, Vafi og ölver i skeiðið, Gjálp, Glóa og Maja i 350 m stökk, i 800 m stökkið koma hestar þeirra feðga Baldurs og Björns og auk þeirra Blákáldur og Gutti i folahlaupinu mætast enn Reykur, Köngur og Störmur og kapparnir Funi og Faxi eigast við i brokkinu. Heimamenn segja öruggt að eitthvað af metum verði bætt og það er ekkert ísennilegt, þvi það gerist á flest- um mótum á Vindheimamelum. Mjög margir gæðingar' verða dæmdir með nýjum hætti á laug- srdag og þá fara fram undanrás- ir kappreiða en á sunnudag verða órslit og gæðingar kynntir auk riópreiðar, helgistundar og ungl- íngakeppni. Þjóðlegir tónleikar í kvöld, föstudaginn 4. ágúst eru tónleikar i Norræna húsinu kL 9 á á vegum Fél. Isl. einsöngvara. A tónleikunum verða flutt islenzk þjóðlög og sönglög eftir islensk tónskáld. Einnig koma fram kvæðamenn frá kvæðamannafél. Iðunni og kveða stemmur. Þetta eru fjórðu tónleikar félagsins á þessu sumri sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir erlenda ferðamenn. hve | A fundi Framsóknarfélags Reykjavikur sl. miövikudag var húsfyllir. Kom þaö mönnum á óvart L._ fundurinn var vel sóttur, þegar tekiö er tillit til aö þessi timi ársins, er vinsæili til flestra annarra hiuta en fundahalda. Timamynd: Tryggvi. Fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur: Erum fyrst og fremst Framsóknarmenn — en hvorki tíl vinstri né hægri HEI —Framsóknarfélag Reykja- vikur gekkst fyrir almennum fé- lagsfundi á miðvikudagskvöldið um stjórnmálaviðhorfið. Frum- mælandi á fundinum var Einar Ágústsson. Einar leiddi talið m.a. að þeim vanda sem nú er kominn upp varðandi stjórnarmyndun. Hann sagðist hafa talið sjálfsagt að sig- urvegararnir mynduðu stjórn. En nú væri það öllum ljóst orðið, að þeir gætu ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Leiðir þeirra til úrlausnar efnahagsmál- anna hefðu nú verið birtar og þar hefði fátt verið um fina drætti. Al- þýðubandalagið hefði hallast að gömlu uppbótaleiðinni en Alþýðu- flokkurinn gengislækkun og kaupskerðingu, sem hann gagn- rýndi þó svo mjög i kosningunum. Mætti þvi segja að öllu meiri kú- vending hefði ekki verið gerð af einum stjórnmálaflokki um langa hrið. Mest heföi viljaleysi þessara flokka til stjórnarmyndunar verið áberandi, sagði Einar. Hvorugur Einar Agústsson fiutti fram- söguræöu. Timamynd Tryggvi. hefði viljað hnika neitt til. Þvi taldi hann að ágreiningur milli þeirra væri svo djúpstæður að vinstri stjórn þýddi ekki að reyna. Einar sagðist telja litlar likur á myndun allra flokka stjórnar. Stjörn Alþýðu-, Sjálfstæöis- og Framsóknarflokka þætti honum heldur ekki girnileg, en það yrði miðstjórnarfundarins að taka ákvörðun um hvað gera skuli. Að lokinni framsöguræöu tók fjöldi manna til máls og voru um- ræður fjörugar. Varð sjálfri sér og bömum sínum að fjörtjóni Salt Lake City.Kona nokkur henti i gær sjö af börnum sinum frá 12. hæð hótels I borginni og stökk svo sjálf á eftir, að þvi er lögreglan þar skýrði frá. Ekki höfðu i gær verið borin kennsl á konuna, og þvi ekki vitað af hvaða ástæðum hún geröi þetta. En samkvæmt heimildum frá slysstaðnum létust fimm fjöl- skyldumeðlimanna átta og þrir voru fluttir I sjúkrahús, þar sem tvisýnt var um lif þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.