Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. ágúst 197» 11 Ami Bjömsson: ORÐASKÝRIN GAR Fast er nú skorað á vora sam- visku og liggur við að biðjast verði forláts á sinni tilveru og hvatvislegum munnsöfnuði. Það eru einkum tvö atriði i at- hugasemd, sem ég gerði við grein Margrétar Hermanns- dóttur frá 23.6., sem virðast fara fyrir brjóstið á sumum, og hafa þau Margrét, Inga Dóra Björns- dóttir og Agúst ólafur Georgs- son ritað nokkurt mál af þvi til- efni. Ég vil strax taka fram, að ég er svotil sammála allri grein Ingu Dóru, en vegna túlkana hinna tveggja á minum ummæl- um hlýt ég að gefa skýringu: 1. Ég notaði oröið „prófhroki” vegna þess hversu Margrét staglaöist á oröinu „kunnáttu- leysi” og beindi þvi ekki sist til stúdentahópsins, sem starfaði að heimildasöfnun um þjóðhætti sumarið 1976. Ég er sammála Ingu Dóru I þvi, að æskilegt væri, ef unnt reyndist að afnema próf og mæla þekkingu manna með öðr- um hætti. Hinsvegar hefur enn ekki verið fundinn upp neinn skárri mælikvarði á þekking- una. Það þýðir afturámóti eng- an veginn, að hann sé einhlitur. Maður með góða einkunn i þjóð- háttafræði getur verið mun sið- ur fær til að safna upplýsingum meðal fólks en próflaus maður einsog t.d. Þórður Tómasson. Ég hef verið notaður fyrir kennara og þarmeð til að meta þekkingu og gefa einkunnir við háskóla hérlendis og erlendis. Kann vera að ég hafi litla kunn- áttu til þess, en hún er þó altént jafnmikil, hvort heldur ég geri það innan háskóla eða utan. Mér er vel Ijóst, að fólkið sem safn- aði heimildum sumrið 1976, var misvel i stakkinn búiö til þess. En mitt mat var þó, að i heild væru þau nægilega hæf til þessa afmarkaða verkefnis. 2. Hitt atriðið, þar sem ég minntist i einni setningu á „vits- muni” erlendra þjóðhátta- fræðinga, sem ég hefði kynnst, hefur verið tekið alltof alvar- lega. Þvi fer viös fjarri, að með þessu hafi ég viljað gera litið úr þjóöfræðimenntun yfirleitt eöa tilhögun hennar i öðrum lönd- um. öðru nær. Okkur vantar einmitt viðhlitandi námsmögu- leika i þessari grein hér á landi og við uppbyggingu slikrar námsbrautar hlýtur að verða tekið mið af langri reynslu ann- arra þjóða. Orðalag mitt var i beinu framhaldi af spurningunni um prófhroka og kunnáttuleysi. Endaþótt langflestir menn, sem ég hef kynnst úr þessum fræð- um, séu bæöi greinagott og skemmtilegt fólk, þá eru þar sem annars staðar fagidjótar innanum, sem ekki viröast þekkja mannlifiö nema af bók- um og hagskýrslum og setja sinar niðurstöður fram á þvi metafysiska stofnanatungu- máli, sem nú er að æra óstöðuga um vlða veröld. Og þvi er ekki aö leyna, að mér hefur fundist of margir I fræöigreininni veikir fyrir þessum ófögnuöi. Hitt er hártogun, aö ég for- dæmi skóginn vegna nokkurra fölleitra laufblaða. Þau stað- festa aðeins það sem áður sagði, aö próf eru ekki einhlitur mæli- kvarði. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni, að ég tel gott, að þessi blaðaskrif um málefni Þjóðminjasafnsins skuli hafa átt sér stað, enda þótt oröavalið hafi ekki verið dauðhreinsað af öllum tvimælum. Þau hljóta aö vekja athygli á þvi meginvandamáli, að Þjóð- minjasafnið hefur verið i alltof miklu f jársvelti til að geta sinnt slnum yfirgripsmiklu verkefn- Arni Björnsson. um sem skyldi og ráðiö starfsliö til þess. Hverjum þaö er að kenna, skal ósagt látið aö sinni, en svipaða sögu mun vera aö segja af fleiri skyldum stofnun- um, t.d. Þjóðskjalasafni og Arnastofnun. Þjóðminjalögin eru nú i endurskoðun, og von- andi verður hún til þess, að fjár- hagur safnsins stórbatni, svo að umsvif þess geti aukist. Bylting í Leikfélagi Akureyrar SJ — Nýlega var haldinn söguleg- ur aðaifundur Leikfélags Akur- eyrar. Jón Kristinsson formaður félagsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Guðmundur Magnússon kosinn formaður fé- lagsins, en ekki var kunnugt um framboðhans fyrr en á aðalfundi. Saga Jónsdóttir var einnig i frámboði, en féll. A.m.k. fjórir fastráðnir leikarar hjá félaginu, Saga, Þórir Steingrimsson, Aðal- Samband vestfirskra kvenna hélt sinn árlega aöalfund á Patreksfirði 2. og 3. júni s.l. Fyrri daginn skiluðu fulltrúar starfs- skýrslum félaga sinna sem sýndu hina miklu starfsemi sem fram fer á vegum kvenfélaganna.sér- staklega i liknar- og mannúðar- málum. Einnig ber þar hátt um- hyggju fyrir ýmsum stofnunum, svo sem kirkjum, elliheimilum, sjúkrahúsum o.fl. I sambandinu eru nú 14 félög með um 720 félögum. Gestir fundarins voru: Sigurlaug Bjarnadóttir alþingismaður. og Sigrfður Haraldsdóttir ráðu- nautur Kvenfélagasambands Is- lands. Sigurlaug flutti erindi á fundinum, sem hún nefndi: Viðhorf til skólamála. Að erindinu loknu urðu miklar umræður um efni þess, og siðan voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktar: 1. Að starfsemi grunnskóla i kauptúnum verði samræmdar i sjö og hálfan mánuð 2. Að starfskynning verði fastur liðurf efstu bekkjum grunnskóla, og skal hún vera mjög ítarleg. 3. Aðpróf skulu ekki lögð niður, en mati þeirra Ix-eytt þannig, að vinna nemenda yfir veturinn, verðirétt metin, en ekki eingöngu eðlisgreind einstakra nemenda. 4. Að skora á fræðsluyfirvöld i landinu að tryggð verði fram- kvæmd þingsályktunartillögu um tónmenntafræðslu i grunnskóla, sem samþykkt var á siðasta al- þingi. 5. Að héraðsskólum verði tryggöur starfsgrundvöllur meö áframhaldandi framhaldsnámi eftir grunnskóla, til þess að koma steinn Bergdal og Asa Jóhannes- dóttir hafa sagt sig dr félaginu og enginn af fimm fastráðnum leik- urum félagsins mun ætla að starfa áfram hjá féiaginu, ef stefna nýkjörinnar stjórnar nær fram að ganga óbreytt. I nýju stjórninni eru auk Guð- mundar Magnússonar, Heimir Ingimarsson og Þórey Aðal- steinsdóttir, en varastjórn skipa I veg fyrir fólksflutninga úr héraði. Einnig verði ráðið starfs- fólk við héraðsskólana, sem hafi þaðstarfssviðað vera nemendum nokkurs konar fósturforeldrar. 6. Að beina eindregnum. til- mælum til fræðsluyfirvalda, að þeim ákvæðum, sem i gildi eru, samanber grunnskólalög, um kennslu I heimilisfræðum i grunnskóla sé framfylgt af fremsta megni eftir þvi sem tök eru á, á hverjum stað. Einnig að unnið verði markvisst gegn þeirri óheilla-þróun sem orðið hefur á málum húímæðraskólanna i landinu. Telur fundurinn, að stefna beri að þvi að endurskipuleggja störf þeirra, eftir þvi sem hentar á hverjum stað, i stað þess að leggja þá niður. Einnig að sú menntun tilmunns og handa, sem þar er veitt i lengri eða skemmri tima (á námskeiðum) sé metin með tilliti til framhaldsnáms á hússtjórnarbraut. Sigriður Haraldsdóttir kynnti störf Kvenfélagasambands Is- lands, og skýrði sýningu þá, sem hún setti upp i sambandi viö f und- inn: Börnin og umhverfið. Meðal annarra mála er rædd voru, voru málefni aldraðra og heilbrigðis- þjónusta á Vestfjörðum. Alvarleg óánægja og gagnrýni kom fram á sjónvarpið, varðandi glæpa- morð- og soramyndir og þætti, sem þar eru sýndir, og flæða inn á hvert heimili. Fundinn sátu 35 konur af sam- bandssvæðinu, en það spannar yfir frá innstu hreppum Djúpsins og vestur á Barðaströnd. For- maður er frú Þorbjörg Bjarna- dóttir, skólastjóri, Isafirði. Kven- félagið Sif á Patreksfirði, tók á móti fundinum af mikilli rausn á öllum sviðum. Marinó Þorsteinsson, Þórhalla Þorsteinsdóttir og Hreinn Skag- fjörð. Nýja stjórnin telur aðsókn að leikhúsinu hafa verið i lágmarki undanfarinn vetur. Vill hún fá fleiri áhorfendur á sýningar með breyttu vérkefnavali. Stjórnin kveðst ekki vilja hætta rekstriat- vinnuleikhúss enda hafi hún að mestu gengið frá samningum við Félag islenskra leikara nú einum og hálfum mánuði áður en samn- ingar renna út. Það ber þó á milli FIL og stjórnar LA, að fyrr- nefnda félagið krefst þess að fimm leikarar verði fastráðnir, en LA hefur boðið á móti sjö árs- laun, sem félagið heföi möguleika á að skipta niður á fleiri leikara til að skapa meiri breydd. Saga Jónsdóttir hefur látið i ljósi fúrðusína yfir atburðunum á aðalfundi LA, og sagt Guðmund Magnússon og Marinó Þorsteins- son hafa verið búna aö neita að gefa kost á sér til formannskjörs tveim dögum fyrir fundinn. Saga telur að ágreiningurinn I Leikfé- lagi Akureyrar sé um tvær stefn- ur — annars vegar sé fólk, sem viljihalda áfram rekstri atvinnu- leikhúss af fullum krafti, en hins vegar sé nýja stjðrnin, sem vilji draga saman seglin og taka stdrt skref afturábak og ráða helst enga I fullt starf. Þetta hafi verið reynt hjá félaginu á sinum tima og gefist illa, þar sem timinn hafi nýtst illa. Lélegaösókn hafi verið vandamál h já LA af og til og ekki sé rétt að miða við eitt ár þegar dæmt er um hvort verkefnaval hafi tekist eða ekki. Timinnreyndiaðná tali afOddi Björnssyni rithöfundi nýráönum leikhússtjóra hjá LA, vegna þessa máls i gær en tókst ekki. ítarlega er fjallað um mál þetta I Akureyrarblaðinu íslendingi sem út kom 1. ágúst sl. Vestfirskar konur vilja samræmdan 7 /2 mánaðar skóla ^fJÖRIÐOc^ \ 4 1 Cfif . m J ^ % ► 1 UTIHflTIÐin ÚLFUÓTSVflTNI um verslunarmannahelgina Tívolí Basil Fursti Þursaflokkurinn Megas Jazzvakning Fjörefni Big Balls and the Great Baldur Brjánsson eöneurallv Wlu'tp TJiut n;.i f ? , r y hestaleiga bátaleiga Brunaliðið Mannakorn íslandsmeistaramótið í svifdrekum maraþonkossakeppni þúfubíó tívolí White Idiot Diskótekið Dísa (þýskir ræflarokkarar) Rut Reginalds Getraunakeppni: Verðlaun: fKENWOQD hljómtækt og hljómplötur frá Fálkanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.