Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. ágúst 1978 7 Wrnám Alexander Stefánsson: . # EFLUM SVEITARFELOGIN Framsóknarflokkurinn vill gera stjórnkerfi landsins ein- faldara og lýöræöislegra meö þvi að færa ákvöröunarvaldiö nær fólkinu. Jafna aöstööu sveitarfélaganna, efla samtök þeirra, fela þeim aukin verkefni og veita þeim tekjustofna i sam- ræmi við það. Um leið og byggöastefnunni hefur aukizt fylgi og áhrif fram- kvæmda i samræmi við hana komið i ljós, hafa sveitar- stjórnarmál oröið fyrirferðar- meiri þáttur i stjórnkerfi okkar en áður var. Umræður um mál- efni sveitarfélaganna hafa orðið opnari og áhrif þeirra vaxið. Samband islenzkra sveitarfé- laga tók upp ný vinnubrögð. Frjáls samtök sveitarfélaga i landshlutum voru mynduð, til að vinna að sameiginlegum málefnum byggðanna og hafa áhrif á framgang byggðastefn- unnar. Er óhætt að fullyrða, að þessi vakning hefur þegar haft heillarik áhrif um landið allt. Mörg sveitarfélög hafa tekið höndum saman um verkefni á sviði skólamála, félagsheimila, heilsugæzlustöðva, gatna- gerðarmála, hitaveitumála og stefna nú að stærri málaflokk- um eins og orkumálum al- mennt. Jákvæð þróun Þessi þróun er jákvæð og hef- ur þegar haft áhrif um stefnu- mörkun á löggjafarsviðinu. Er nií i gangi endurskoðun á verk- efnaskiptingu rikis og sveitarfé- laga, sem spannar yfir verk- efnaskiptingu, tekjuskiptingu og stjórnsýslumál. Verkefnaskiptinganefndin hefur þegar skilað frá sér fyrri hluta verkefnisins, þ.e. um verkefnaskiptinguna. Þarerum að ræða róttækar breytingar, sem miða að þvi að gera þessi skipti skýrari og að þvi að auka hlutverk sveitarfélaga i veiga- miklum málum,sem jafnframt hljóta að knýja fram aukna tekjustofna þeim til handa. Jafnhliða hljóta þær að valda breytingu á stjórnsýslu. Bezt fær um að tryggja framgang A undanförnum árum hafa farið fram miklar umræður á fundum og þingum sveitar- stjórnarmanna um þessi mál. Það er þvi' vel, að ákveðnar til- lögur stjórnskipaðrar nefndar fara að sjá dagsins ljós. Munu sveitarstjórnarmenn I landinu taka þær til meðferðar með opn- um huga. Jafnframt verður aö ætlast til þess að stjórnmála- flokkarnir geri sér grein fyrir þróun sveitarstjórnarmála og fyrirferð þeirra i islenzku þjóð- lifi. Ég vil minna á Hafnasam- bandsveitarfélaga, sem stofnað var 1969. Þetta samband tók sér fyrir hendur að setja upp sam- ræmda gjaldskrá fyrir allar hafnir landsins, og koma fjár- málum hafnasjóða á traustari grundvöll, jafnframt þvi að vera beinn aöili að yfirstjórn hafnamála og eiga þátt i öllum meiriháttar málefnum hafn- anna, svo sem áætlunum um hafnagerð, Hver sem stefnan verður um þátt sveitarfélaga i stjórnskipan landsins, er alveg ljóst, að sveitarfélögin og samtök þeirra verða bezt fær um að tryggja framgang framfara og búsetu- öryggis i' hverju byggðarlagi i landi okkar i nútið og framtið. Þvi vill Framsóknarflokkurinn efla sveitarfélögin. SAMVINNUÞÆTT/R LÉLE6UR LEIÐSÖ6UMAÐUR Fyrir nokkrum dögum birti Visir grein, sem fjallaði að verulegu leyti um viðhorfin I samvinnumálum, en sitthvað fleira slæddist þó með. I grein þessari komu fram ný- stárleg sjónarmið, sem vert er að hugleiða litið eitt. Um leið var áberandi viss ókunngleiki á starfi og eðli samvinnufélag- anna. í sjálfu sér þarf þetta ekki að vera undrunarefni. Skilningur Visisliða á samvinnumálum hefir jafnan verið af skornum skammti en i þetta skipti er þó að einu leyti farið rétt með grundvallaratriði.Er það nokk- ur nýlunda. Sagt er i grein þessari, að samvinnuhreyfingunni hafi allt- af verið ætlað að eiga sinn sóknarvettvang úti á meðal fólksins á fleiri sviðum en i af- urðakaupum og hveiti og sykur- sölu. Þetta er raunar alveg rétt. Markið var i upphafi sett hátt og alla tið hefir verið unnið eftir þeim meginlinum, sem þá voru markaðar, og breyttir timar og aðstæður hafa kallað á. Þetta sést meðal annars á margvis- legri atvinnustarfsemi, sem rekin er af kaupfélögunum og Sambandinu og raunar er minnst á i sama Visisblaði og gefin einkunnin, atvinnustarf- semi ,,af fyrstu gráðu”. En félögin mega samt ekki forsóma hina almennu versl- unarþjónustu. Hveiti og sykur og aðrar lifsnauðsynjar verða að skipa sitt rúm og það er alls ekki á það treystandi að kaup- menn og heildsalar sinni þess- um þætti sómasamlega, ef þeir eru látnir einir um hituna. Hugsanlega væri það VIsi mjög aðskapi ef kaupfélögin hættu öllu „verslunarstússi” og létu Visisliðum einum eftir að ann- ast verslunarþjónustu fyrir al- menning. Það stendur hins veg- ar ekki til og kaupfélögin munu leitast við að rækja þennan þátt og hin almennu þjónustustörf, sem þeim er ætlað að sinna, af bestu getu. Kjarninn i hinni nýstárlegu kenningu Visis er hins vegar þessi: Kljúfa á samvinnuhreyfing- una. Skipta á hverju og einu samvinnufyrirtæki, verksmiðju og vinnustað niður i deildir og afhenda það starfsliðinu til fullra umráða. Starfsmenn kjósi stjórn úr sinum hópi sem réði framkvæmdastjóra og rekstur hvers fyrirtækis yrði þá mál hvers starfsmanns. Þannig hljóðar hinn nýi boð- skapur. Einfaldlega er kjarninn sá, að hinni félagslegu uppbygg- ingu samvinnuhreyfingarinnar á að splundra. Rétt félagsmann- anna til að ráða málum á að af- nema. Afhenda á hann ásamt forræði öllu til starfsmanna- hópa á hverjum vinnustað og þeirra sjónarmið ein eiga að ráða stefnu. Illa fellur þessi boðskapur að hugmyndum samvinnufólks um uppbyggingu og form félags- starfsemi sinnar. Varla var raunar við þvi búist, að umbóta- tillögur i samvinnumálum kæmu úr herbúðurri heildsal- anna. Meginreglan er sú, að kaup- félögin eru opin til þátttöku öll- um þeim, sem vilja koma á um- bótum með félagslegu átaki. Starfsfólkið hefur sama rétt og aðrir til áhrifa á mótun stefnu og á val viðfangsefna. Engum einstaklingi eða hóp er hins veg- ar gefinn réttur til að leggja undir sig ákveðin starfssvið, verksmiðjur, frystihús, iðn- stöðvar eða atvinnurekstur, sem efnt hefir verið til. Sam- starf og sameign eru grund- vallarsjónarmiðin. Þau voru það i upphafi og eru það enn. Iðnstöðvar og önnur atvinnu- starfsemi hefir verið reist á þessum grunni og gefist vel. Hver þátturinn hefir stutt annan og stuðlað þannig að atvinnuör- yggi og framförum. Nú á iðnaðurinn mjög i vök að verjast. Stundum hefir hann verið hjálparhella. Þannig hafa sveiflurofteinnig verið á öðrum sviðum. Hætt er við þvi, að ef „heilræði” Visis yrðu höfð til íeiðsagnar myndi skjótt skipast veður i lofti. Með þvi að kljúfa allt samvinnustarf niður I smá einingar og hver vinnustaður ætti að sjá um sig sjálfur i bliöu og striðu yrði ekki efnt til stórra átaka og vegur og reisn sam- vinnustarfs yrði litill. Slikt yrði ekki harmað i herbúðum þeirra, sem nú hafa kjörið sig til að gefa samvinnumönnum „heilræði”. Samvinnumaður íslendingar að tafli erlendis íslenskunámskeið Norðurkollubúa MóL— A morgun halda fjórir is- lenskir skákmenn út til Noregs, þar sem þeir munu taka þátt i al- þjóðlegu skákmóti i Skien, sem hefst á morgun. Skákmennirnir eru þeir Guð- mundur Sigurjónsson, stórmeist- ari, Jón Kristinsson, Jóhann Hjartarson og Asgeir Overby. Jón var lengi einn af okkar albestu skákmönnum, en siðustu árin hefur hann verið bankastjóri Búnaðarbankans á Hólmavik, og hefur hann þvi að mestu dottið út úr islensku skáklifi. A mótinu verða tefldar níu umferðir og lýk- ur þvi 9. ágúst n.k. Tveim dögum síðar hefst annað mót i Noregi og tefla þar m.a. Guðmundur Sigurjónsson, Jón L. Arnason og Margeir Péturson. Að sögn Einars S. Einarssonar, for- seta Skáksambands Islands, hef- ur verið unnið að þvi, að Jóhann Hjartarson fái einnig að tefla þar. Jóhann er einungis 14 ára gamall og er þvi ekki enn kominn með al- þjóðleg skákstig. Hann er hins vegar einn af okkar efnilegustu unglingum i skák, svo mikið væri unnið með þvi að fá leyfi fyrir hann til að tefla I mótinu til að öðlast meiri reynslu á alþjóðleg- um skákmótum. Þessu seinna móti lýkur þann 18. ágúst og þá tekur við hjá þeim Jóni L. og Margeiri Norðurlanda- mót framhaldsskólanna, en það er menntaskólinn við Hamrahlið sem verður fulltrúi Islands á mót- inu að vanda. Þeir hafa unniö i öll þau skipti, sem þeir hafa tekiö þátt I þessu móti. I júli s.l. var haldið islensku- námskeið Norðurkollubúa en svo nefnast ibúar nyrstu héraða Norðurlanda, i Skálholti. I lok námskeiðsins var siðan haldin ráðstefna Norðurkollubúa og Is- lendinga, sem Hjámar Olafsson, formaður Norræna félagsins, stýrði. A ráðstefnu þessari kom fram sú ályktun að efla beri samstarf Norðurkollubúa og Islendinga. Það samstarf yrði best tryggt með gagnkvæmum tungumála- námskeiðum, og er i þvi sam- bandi rætt um að gera islensku- námskeiö i Skálholti að föstum lið i þessum námskeiðum. Ennfrem- ur að samskipti þessara svæða i formi ferðalaga, skólaheimsókna og listkynninga, verði aukin, svo og gagnkvæm dreifing kennslu- tækja, er varða þessi landsvæði. Reglusöm kona óskar eftir góðu herbergi og aðgangiað eldhúsi og baði. Húshjálp kemur til greina. Upplýsingar í síma 3- 39-29 eða 2-68-81, eftir kl. ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.