Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 4. ágúst 1978 raiíí Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Cislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö í lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi- Blaöaprent h.f. Launþegar bíða Eftir að slitnaði upp úr viðræðum um vinstri stjórn hefur hugtakið ,,verkalýðsflokkarnir ” ger- samlega glatað merkingu sinni i islenskum stjórn- málum. Gagnstætt þvi sem látið var i veðri vaka fyrir kosningar eru andstæðurnar milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags miklu meiri en það sem þessir flokkar geta komið sér saman um. Eftir að þetta kom svo greinilega i ljós hafa menn á ný farið að hugleiða hlutverk og stöðu launþega- hreyfingarinnar i landinu og tengsl hennar við atburði og ákvarðanir á stjórnmálasviðinu. Ýmsir héldu þvi nefnilega fram i sigurvimu eftir kosning- arnar, að verkalýðshreyfingin hefði unnið sigur. Nú heldur þessu að visu enginn lengur fram, heldur hafa menn af þvi miklar og vaxandi áhyggjur að framferði flokkanna tveggja, sem kosningasigur unnu, verði mjög til þess að veikja launþegahreyf- inguna og valda sundrung i hennar röðum. Ætla má að þess verði skammt að biða að þess verði hefnt i héraði sem hallast hefur á Alþingi undan farnar vikur. Grið verða fá og miskunn litil þegar til uppgjörsins kemur milli þessara aðila. Það er skaðlegt fyrir launþega, ef sú firra sósialista nær fram að ganga, að verkalýðshreyf- ingin taki sér algilt vald eða hlutverk i samfélaginu. Þar sem slikt hefur gerst hefur hún jafnan tekið sér einhliða hagsmuni atvinnurekstrarins, gerst vinnu- veitandi en snúist gegn eðlilegum hagsmunum og réttindum launþeganna. Þessa þróun þekkja menn úr öllum þeim rikjum sem kenna sig við sósialisma. Vettvangur verkalýðshreyfingarinnar, ábyrgð hennar og hlutverk eru grundvallaratriði i sér- hverju lýðfrjálsu landi þar sem velmegun rikir og velferð þegnanna er i hávegum höfð. Verkalýðs- hreyfingin er ein meðal fleiri almannahreyfinga i sliku samfélagi og hefur mjög mikils verðra hags- muna og réttinda að gæta. Þegar til lengri tima er litið, er ábyrg og frjáls verkalýðshreyfingin eitt sterkasta vigi lýðfrelsis og borgaralegs félags gegn ásælni og alræði auðs og rikisvalds. Þannig getur launþegahreyfingin orðið brjóstvörn gegn öfgunum, til hvorrar handar sem vera kunnu. Það er i samræmi við þetta mikill misskilningur og sýnir uppburðarleysi og veimiltituhátt flokk- anna, sem voru að vinna kosningasigur i þessu landi, að halda að það sé eðlilegt, að launþegahreyf- ingin fari að taka á sig beina ábyrgð á aðgerðum stjórnvalda til lausnar efnahagslegum vanda. Slikt er einfaldlega ekki hlutverk hreyfingarinnar, frem- ur en það er hlutverk stjórnvalda að fyrirskipa kjarasamninga þegar ekki rikir hreinasta ófremdarástand. Hið pólitiska frumkvæði á að vera i höndum stjórnmálamannanna. Það er þeirra hlutverk og þeirra ábyrgð. Eftir að stjórnmálamennirnir hafa gert upp hug sinn og tekið markvissar ákvarðanir, sem þeir geta staðið við, er það siðan allt annað mál að þeir leiti samráða við fulltrúa hagsmuna- og stéttasamtaka um framkvæmdaratriði. Sjaldan hefur þetta verið brýnna en nú. ERLENT YFIRLIT Óháð ríki tortryggja Rússa meira en áður Young reynist Bandarikj unum vel RAÐSTEFNA óháöra rikja sem var haldin i Belgrad i siöastliöinni viku, markar aö vissu leyti þátta- skil i sögu þessara samtaka. Fram aö þessari ráöstefnu, hefur sá andi svifiö yfir vötn- um, aö flest hi'ö illa stafaöi frá hinum gömlu nýlenduveldum. Oháöum rikjum bæri sérstak- lega aö varast aö dragast i fylgd meö þeim, þvi aö þaö gæti oröiö upphaf nýlendu- stefnu i breyttu formi. Banda- rikin hafa lent i flokki meö gömlu nýlenduveldunum, m.a. vegna hernaöarlegs samstarfs viö þau, og yfir- drottnunar bandariskra auö- félaga i latnesku Ameriku, sem riki Afriku og Asiu hafa veriö hvött til aö varast. Jafn- framt þvi, sem ákveöin and- staöa hefur þannig rikt gegn vestrænu rikjunum, hafa óháöu rikin veriö talin eiga miklu meiri samleiö meö sósialisku rikjunum, sem ekki reyndu aö sælast til óeölilegr- ar ihlutunar um mál þeirra og veittu þeim aöstoö án sér- stakra skilyröa. A ráöstefnunni i Belgrad rikti verulega breyttur andi i þessum efnum frá þvi sem áö- ur hefur veriö. NU beindist ótt- inn ekki siöur aö sósialisku rikjunum, og þó einkum Kúbu og Sovétrikjunum. Astæöan til þess var ööru fremur hern- aöarleg ihlutun þeirra i Angola og Eþiópiu. Nokkur riki gagnrýndu harölega þessa ihlutun, eins og Sómalia, Zaire, Egyptaland og Marokkó, en önnur vöröu hana eins og Angola, Eþiópia, Suö- ur-Jemen og Líbýa, og töldu hana réttlætanlega sökum þess, aö viökomandi rfki heföu beöiöum aöstoö. Þriöji hópur- inn, sem upphaflega haföi for- ustu um myndun þessara samtaka, eöa riki eins og Júgóslavla, Indland, Indónesia og Sri Lanka, lögöu áherzlu á aö óháðu rikin fylgdu raunverulegri óháöri stefnu og létu ekki dragast i fylgd meö hernaöarsamtök- um stórveldanna. Oháöu rikin yrðu að gæta þess, aö deilunni milli austurs og vesturs yrði haldiö utan Afriku, Asiu og latnesku Ameriku. Annars gæti vel fariö svo, eins og full- trúi Singapore benti sérstak- lega á, aö þriöja heims- styrjöldin ætti upptök sin I þriðja heiminum og yröi aöal- lega háö þar milli risaveld- anna. Þannig gætu þau hlift löndum sinum og háö styr jöld- ina að mestu eöa öllu utan þeirra. RIKIN, sem taka þátt I sam- tökum óháöu rikjanna, eru mjög mislitur hópur og eiga Young sendiherra fátt sameiginlegt annaö en aö geta auglýst með þátttöku sinni, aö þau fylgi óháöri utan- rikisstefnu, sem aöailega þýö- ir það, að þau séu ekki I hern- aðarsamtökum meö risaveld- unum. Sum eru raunverulega I meiri eöa minni tengslum viö viss vestræn eöa austræn riki (gömlu frönsku nýlendurnar viö Frakkland og Kúba viö Sovétrikin) en önnur eru raun- verulega óháö (Júgóslavía, Nigeria, Tanzania). Hin raun- verulegu óháðu riki hafa grun- að vestrænu rikin öilu meira um græsku, eins og áður er rakið. Til viöbótar þvi ýtti Vfetnamstyrjöldin mjög undir þann áróður, aö Bandarflcin stefndu aö þvi aö ná heims- yfirráðum, m.a. meö vopna- valdi. Stefna sú, sem Banda- rikin hafa fylgt siðan Carter kom til valda og Young, sendi- herra Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóöunum, hefur aðallega túlkaö, hefur hins- vegar mælst vel fyrir. Hún er i stuttu máli sú, aö Bandarikin forðist hernaöarlega Ihlutun i þriðja heiminum og láti sér Vietnamstyrjöldina að kenn- ingu veröa. Jafnframt taki þau upp vinsamlegri sambúö •við hlutlausu rikin og beinlinis hjálpi þeim til aö vera óháö. I samræmi við þetta hafa Bandarikin ekki látiö Rússa ögra sér til hernaðarlegrar ihlutunar i borgarastyrjöld- inni i Angola eöa I styrjöldinni milli Eþiópiu og Sómaliu. Af- staða Bandarikjanna og Bret- lands til Rodesiumálsins hefur einnig mælzt vel fyrir meðal margra óháöra rikja og dreg- iö úr tortryggni i garö þeirra. Hins vegar hafa Rússar og Kúbumenn aflaö sér vaxandi tortryggni meö hernaöarihlut- un sinni. Það var sérstakt ein- kenni ráðstefnunnar i Bel- grad, að komin var til sögu miklu meiri tortryggni i garö þessara tveggja þjóöa en á fyrri ráðstefnum óháöu rikj- anna. Þaö hefur ekki dregiö úr þessari tortryggni, aö Kin- verjar hafa eftir megni ýtt undir hana. MARGT bendir til, að Rúss- ar og Kúbumenn séu farnir aö gera sér ljóst, að þessi afskipti þeirra hafi ekki verið hyggi- leg. Kúbumenn virðast búa sig undir það, aö geta dregiö herliö sitt frá Angola, enda er herferðin þangaö orðin þeim dýr, þrátt fyrir efnahagslega aðstoð Rússa. I þessa átt benda nýgeröir samningar milli stjórna Angola og Zaire, þar sem lýst er yfir, aö þær muni ekki styðja skæruliöa- hreyfingar, sem stefni að þvi að steypa stjórnum þessara rikja af stóli. Þá er Angola stöðugt aö bæta sambúð sina við vestræn riki. RUssar hafa heldur dregið Ur afskiptum sinum af Rhódesiudeilunni og raunar gildir hiö sama um KUbumenn. En bæöi Rússar og Kúbumenn verða aö gera betur, ef þeir ætla að draga úr þeirri tortryggni, sem svo ber- lega kom I ljós á Belgradráð- stefnunni. Annars eiga Kúbu- menn á hættu, aö mörg riki sendi ekki fulltrúa á næstu ráöstefnu óháöu rikjanna, en hún verður haldin i' Havanna. Það gæti orðiö Kúbumönnum verulegt áfall, ef mörg riki auglýstu andúö sina meö fjar- veru. Kúbumenn hafa stefnt aö þvi, aö Havannaráöstefnan yröi fjölmennari en fyrri ráö- stefnur. Ráöstefnuna i Bel- grad sóttu tæplega 90 riki, en alls teljast um 110 riki til þess- ara samtaka. JS Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.