Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 4. ágúst 1978 Verslunarmannahelgin 1978 Brimkló (þessir meö hvltu bindin), Halli og Laddi (meftaxlabönd og skyggni ágætt) og Agiist rótari verfta I Arnesi um helgina (Timamynd Róbert) ESE — Aö venju verftur mikift um aft vera um verslunar- mannahelgina og verfta fjöl- margar Utihátiftir haldnar vifta um land. Þá verfta og dansleikir i flest öllum helstu félags- heimilum landsins, þannig aft búast má vift aft fjölmargir verfti á faraldsfæti um helgina, Rauðhetta Stærsta útisamkoman verftur trúlega á úlfljótsvatni, þar sem skátar gangast fyrir hinni árlegu Raufthettuhátift. Mikill fjöldi landsfrægra skemmti- krafta mun koma fram á mótinu og nægir þar aft nefna, Bruna- liftift, Þursaflokkinn og töfra- manninn Baldur Brjánsson, auk þess sem þýsk-islenska ræfla- rokkhljómsveitin Big Ballsand the Great White Idiot mun heiftra mótift meö nærveru sinni. Bindindismótið Galtalæk Bindindismótift vift Galtalæk er trúlega ein elsta útihátiöin sem engin ellimörk lætur á sér sjá, en á mótinu veröur fjöl- breytt dagskrá, sem á aft geta höfftaö til sem flestra aldurs- hópa. Hljómsveitin Galdra- kariar mun sjá um aft leika fyrir dansi, en meftal þeirra sem koma fram, auk Galdrakarla, eru Baldur Brjánsson og Jör- undur. Aft venju mun vera ágætis aftstafta fyrir samkomugesti á mótinu I Galtalæk. Á faraldsfæti ’78 Hljómsveitin Brimkló, auk þeirra bræftra Halla og Ladda, verftur á faraldsfæti þaft sem eftir er sumars. Um verslunar- oacei Lava og Janis Carol sjá Húnverji mannahelgina veröa lúnir fætur hvildir i Arnesi og verfta dans- leikir öll þrjú kvöldin, an auk Brimklóar.Halla og Ladda mun Gisli Sveinn Loftsson sjá um kynningu, diskótek og svonefnt - ljósashow. Dansaft veröur frá kl. 22-02 alla dagana og aö sögn kunnugra er ágætis tjaldaö- stafta I Arnesi þannig aft ekki ætti aft væsa um menn ef vel viftrar. Þjóðhátið 1978 Eyjamenn láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna frekar en vant er, og um verslunar- mannahelgina mun iþrótta - félagift Þór i Eyjum sjá um framkvæmd árlegrar þjóft- hátiftar sem haldin verftur I Herjólfsdal. Þjófthátiftin veröur án efa f jöl- sótt, ef marka má reynslu fyrri ára, en á hátiöinni verftur dansaö öll þrjú kvöldin og eru þaft hljómsveitirnar Eymenn og Hljómsveit Þorsteins Guftmundssonar frá Selfossi sem sjá um músikkina. fyrir tónlist (TimamyndG.E.) Jörundur hefur I ýmsu aft snúast. Af öftrum dagskráratriftum má nefna, aft haldnar verfta kvöldvökur og brennur, og sýnd verfta bjargsig auk fjölmargra annarra skemmtiatrifta. Borgarfjarðargleði I Brautartungu og Logalandi i Borgarfirfti verftur mikift um dýrftir um helgina, þar sem aft hljómsveitirnar Haukar og Póker munu leika fyrir dansi á þessum stöftum. Auk dansmenntarinnar veröur ýmislegt til skemmt- unar, s.s. Baldur Brjánsson „andalæknir”, og einnig mun fara fram heljar mikill knatt- spyrnuleikur á milli liöa, sem skipuft eru þekktustu knatt- spyrnu,,stjörnum” landsins, þ.e. liösmönnum fyrrnefndra hljómsveita, sem leika munu gegn landsúrvali viftstaddra. Góft aðstafta er fyrir tjöld I Borgarfiröi eins og öllum mun vera kunnugt. Húna versgleðskapur Að vanda er eitthvaft um aft vera i Húnaveri, og aft þessu sinni veröur þaft hljómsveitin Alfa Beta sem sjá mun um aft halda dansfiflum vift efnift, auk hinna tveggja hálf Islensku hljómsveita Lava og Janis Carol og Big Balls and... Sætaferöir veröa á mótift frá Reykjavik og Akureyri og á svæftinu er góft tjaldaftstaða auk fullkominnar hreinlætisaftstööu. Laugahátið A Laugum i S-Þingeyjarsýslu veröur haldin Laugahátift um verslunarmannahelgina. Þaft verfta hljómsveitirnar Hver frá Baldur Brjánsson galdrar vlfta um landift um helgina og er þar ekki ábætandi, þar sem Galdra- karlar verfta einnig á ferftinni I Galtalæk á sama tima og Baldur. Akureyri og Pónik og Einar, sem sjá um aft „lauga” menn tónum á dansleikjunum sem haldnir verfta á hátlftinni, en meftal skemmtiatrifta má nefna ávarp Jónasar Kristjánssonar ritstjóra, auk þess sem Jörund- ur og Rut Reginalds m unu kom a fram, og þá eru ótalin fjölmörg önnur atriöi sem til skemmt- unar verfta. Deildarbungubræður i Viðihlið Um helgina verfta tveir dans- leikir i félagsheimilinu i Vífti- hlift. Þaö er hljómsveitin Deildarbungubræftur sem sjá mun um fjörift, en þeim til aftstoöar er „gömlu og nýju- dansahljómsveitin „Trölla- bakkatrió”. í Viftihllft er góft tjaldaöstafta. Hér hafa þá veriö taldar upp helstu samkomur sem haldnar verfta sérstaklega i tilefni verslunarmannahelgarinnar, en hvaft skyldu svo verslunar- menn sjálfir gera i tilefni helgarinnar? Tilþessaft fá svar vift þvi hringdum viö i Magnús L. Sveinsson hjá Verslunar- mannafélagi Reykjavikur og spurðum hann þessarar spurn- ingar. Magnús svarafti þvl til, aö VR væri löngu hætt aft gangast fyrir einhverjum sam- komum i tilefni verslunar- mannahelgarinnar, þaö heffti verift gert á meftan eitthvaft heffti verift um aö vera i Reykjavik, en heffti verift lagt niftur þegar reynslan heffti sýnt aö Reykjavík væri tómur bær um þessa helgi. Aö lokum þetta, nú þegar mesta ferftamannahelgi ársins fer f hönd þá hlýtur þaft aft vera von allra aö vefturguftirnir brosi nú einu sinni, svona rétt til til- breytingar, mót ferftalöngum hvar svo sem á landinu þeir kunna aft vera staddir hverju sinni, um leift og þaft er brýnt fyrir mönnum aft sýna aftgætni og tillitssemi i umferöinni þessa mestu ferftahelgi ársins. Deildarbungubræftur, sem sjást hér á meftfylgjandi mynd, „trofta upp” I VIDihlIO ásamt Tröllabakkatrlóinu. Þursaflokkurinn mun sjá til þess aft menningunni sé ekki misboftift á Raufthettu ’78. (Timamynd: Tryggvi) Bilar F.Í.B. um helgina Um verslunarmannahelgina verfta viftgeröabilar F.t.B. á eftirtöldum stöftum: FtB 1. Þingvellir FtB 2. Húnavatnssýsla FtB 3. Kollafjörftur — Hval- fjörftur FIB 5. Borgarfjörftur FIB 6. Akureyri — ólafsfjörftur FIB 7. A-Skaftafellssýsla FIB 8. V-Skaftafellssýsla FIB 9. Mývatn og nágrenni FIB 11. Arnessýsla FíB 12. Vestfirftir FtB 15. Austfirftir Ef þörf krefur mun þjónusta F.t.B. verfta aukin um helgina, og mun þá Gufunes radió gefa nánari upplýsingar. AOstoftar- beiftnum mun verfta hægt aö koma á framfæri i gegnum Gufunes radió, s: 2238 (11030), Brúar radió, s: 95-1112. Akur- eyrar radió, s. 96-11004. Enn- fremur verftur hægt aft koma aftstoftarbeiftnum á framfæri i gegnum hinar fjölmörgu tal- stöövarbifreiftar sem eru á veg- um úti umverslunarmannahelg- ina. Bifreiftarnar hlusta á tiftn- um 2790 KHz og 27185 MHz og eiga þær aö tilkynna staftar- ákvöröun á timunum kl. 14.00, 15.30, 17.00, 18.30, 20.00 Og 21.30. Þeir sem óska aftstoöar skulu gefa upp númer bifreiftar og staftsetningu, svo og hvort þeir eru félagar i F.Í.B., en þeir ganga fyrir meft þjónustu. Þeim, sem óska eftir aft ger- ast félagar I F.t.B., er bent á aft snúa sér til skrifstofu félagsins, en féiagsmenn fá meira en helmingsafslátt af allri þjónustu F.t.B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.