Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.08.1978, Blaðsíða 15
Föstudagur 4. ágiist 1978 llli'i'l'lfí 15 [OO00OOOO Olympíumeistari í spretthlaupi tilkynnti í gær komu sína á Reykjavíkurleikana „Þetta verða stórkost- legir sýningarleikar” VILMUNDUR FÆR HARÐA KEPPNI... VILMUNDLk... vann öruggan sigur I 100 m hlaupi á Reykja- vlkurleikunum 1977 — sjá mynd. Hann fær nii haröa keppni og ekki má reikna meö sigri hans, en aft- ur á móti kæmi engum á óvart, aö hann setti nýtt isiandsmet. (Timamynd Róbert) — 19 heimsfrægir frjálsíþróttamenn munu keppa á Reykjavíkurleikunum — 5 bættust í hópinn í gær 5 bandarískir frjálsíþróttamenn á heimsmælikvarða til- kynntu komu sína á Reykjavíkurleikana í gær — þar er um að ræða hástökkvara, stangarstökkvara og sprett- hlaupara. — Við höfum nú ákveðið að taka ekki á móti fleiri erlendum frjálsíþróttamönnum — þessir voru þeir síð- ustu, sagði Örn Eiðsson, formaöur F.R.I. í viðtali við Tímann. örn sagði að 19 erlendir keppendur kæmu á Reykjavikur- leikana, sem væri orðið frjáls- iþróttamót á efsta mælikvarða. — Þetta verður algjör sýning og skemmtileg keppni, þar sem flestir útlendinganna keppa i hlaupagreinunum, sem eru alltaf skemmtilegastar fyrir áhorfend- ur. Þeir Bandarikjamenn, sem tilkynntu komu sina i gær, eru ekki neinir viðvaningar á frjáls- iþróttavöllum. Fyrstan má nefna Steve Riddick, sem var i sigur- sveit Bandarikjamanna i 4x100 m boðhlaupi á Olympiuleikunum i Montreal og hann hljóp einnig i úrslitum i 100 m hlaupinu. Þá kemur stangarstökkvarinn Larry Jessee.sem keppti einnig á Reykjavikurleikunum 1977 — hann hefur stokkið 5.61 m i ár, sem er þriðji besti árangur stangarstökkvara i ár. Hástökkvarinn Ben Fields kemur — hann stökk 2.28 m á frjálsiþróttamóti i Bandarfkjun- um fyrir þremur #ögum og varð sigurvegari. Bill Collins mun keppa I 100 m hlaupi (hann á best 10.1 sek.) og 200 m hlaupi (20.3). Tony Darden mun keppa I 400 m hlaupi (45.3) og 200 m hlaupi (20.4). Eins og sést á þessu, eru þetta ekki frjálsiþróttamenn af verri endanum. —SOS ★ Tottenhara selur Duncan ★ Dýrlingarnir kaupa Júgóslava ,,Æ . .ó ,,ekki svona fast” . . .Einn af liösstjórum Valsliðsins sést hér festa takka undir knattspyrnuskóm Guömundar Þorbjörnssonar. (Timamynd Tryggvi) Nú er keppnistimabiiiö á Bretlandseyjum aö hefjast og félögin eru byrjuð að kaupa nýja menn — og einnig aö selja leik- menn. Mikiö hefur veriö um féiagaskipti aö undanförnu — hér koma nokkrar nýjar fréttir i þvi sambandi • Dýrlingarnir frá Southampton hafa nú fengið Júgóslava til liðs við sig. Þetta er Marjan Golac, sem var keyptur á 50 þús. pund. Enska knattspyrnusambandið hefur gefið Tottenham og Sheffield United leyfi, til að nota Argentinumennina, sem þau hafa fest kaup á. Tottenham keypti HM-leikmennina Osvaldo Ardiles og Ricardo Villa fyrir 750 þús. pund, en Sheff. United keypti Alejandro Sabella á 160 þús. pund. Nú þurfa félögin aðfá sam- þykki sambands enskra atvinnu- knattspyrnumanna,sem ersagt á móti þvi að erlendir leikmenn leiki i Englandi. • JOHN DUNCAN . . . hinn mikli markaskorari Tottenham, er nú farinn frá félaginu — hann var seldur tilMotherwell i Skotlandi á 100 þús. pund. • NORWICH . .hefur fest kaup á Martin Chivers, fyrrum marka- skorara Southampton og Totten- ham. Norwich keypti Chivers frá Servette i Sviss á 25. þús. pund. • DEREK HALES . . annar mik- iU markaskorari, sem hefur leikið með Charlton, Derby og West Ham, er nú aftur kominn i her- búðir Charlton, sem keypti hann frá West Ham á 70 þús. pund. • MANCHESTER CITY . . er nú áhöttunum eftir Deyna, fyrirliða pólska landsliðsins. Peter PETER OSGOOD . .klæðist hann aftur Chelsea-peysunni? Swales, formaður félagsins, sagöi, að ef Q.P.R. vildi ekki selja Gerry Francis til City á 400 þús. pund, þá myndi hann fljúga til Varsjár i lok þessarar viku og ræða við Deyna. • RON ATKINSON . . iram- kvæmdastjóri W.B.A. hefur boöið Aston Villa 250 þús. pund fyrir hinn marksækna John Deehan. Villa hefur ekki gefið W.B.A. ákveöið svar — um hvort félagið vilji selja Deehan. • CHELSEA . . er að kanna hvort bandariska liðið Philadelphia Fury vilji selja Peter Osgood, fyrrum leikmann Chelsea. Fury keypti Osgood frá Southampton á 50 þús. pund. • FRANKFURT . .hefur til- kynnt, að félagið sé tilbúið að kaupa hinn snjalla Peter Withe , miðherja Nottingh. Forest,sem er á sölulista — á 300 þús. pund. ENSKIR PUNKTAR . . . Félagaskipti í Bretlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.