Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 9. ágiist 1978 Bobby Fischer snýr sér að tölvu- tafli Eins og flestir vita tefla þeir nú á Filippseyjum um heimsmeistaratitilinn í skák, Anatoly Karpov og Viktor Korchnoi. Gamall vinur Bobby Fischers, fyrrverandi heimsmeistara, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að Bobby tefli nú skák með tölvu, „hann hefur eiginlega ekki teflt við mann- lega veru siðastliðin 6 ár". Bobby, sem nú er 35 ára, er sagður búa hjá embættismanni „Guðskirkju al- heimsins7' og hefur gefið þessum trúflokki nálægt 100.000 dollara. Bobby Fischer afsalaði sér heims- meistaratitilinum í skák árið 1975, án keppni, þegar Alþjóðaskáksambandið gekk ekki að kröfum hans um breyttar keppnisreglur. ✓ Tveir bræður A annarri inyndinni sést Karl Bretaprins sigla snekkjunni Dido i nýlegri keppni og á hinni myndinni er yngri bróðir hans Edward prins, sem ber gylltan hjálm sér til varnar, þegar hann steig niður i námu i Saskatoon I Kanada, þegar konungsfjölskyldan var þar i heimsókn. í spegli tímans með morgunkaffinu — Jú, vissulega eru þaö hlunnindi að fá aö nota bil fyrirtækisins, en ég er orðin hundleiö á að skrúfa lokið tvisvar á dag. — Og ef þú ert búinn að búa þig undir aö heyra slæmar fréttir, þá er alveg vist að þú munt þurfa að borga skattana I 40 til 50 ár enn. — Haltu þér fast, elskan, hér komum viö enn aö einni bogabrúnni! HVELL-GEIRI DRÉKI SVALUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.