Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. ágiist 1978 7 SAMVINNUÞÆTTIR HINIR SKATTLAUSU Nýlega hafa almenningi verið birtar fróðlegar tölur um skatta og ýmis gjöld, sem einstakling- um og fyrirtækjum er gert að greiða til rikis og bæjarfélaga, til að standa undir þeim sameiginlega kostnaði, sem ákveðið hefir verið aö þessir að- ilar skuli sjá um. Þykja tlöindi þessi næsta girnilegt fréttaefni. Þau eru mikið rædd meðan þau eru fersk. Samanburöur er óspart gerður milli einstaklinga sem þekkjast eða þekktir eru og einnig fyrirtækja og getgátur uppi um hversvegna Pétur sleppi svo létt og af hverju Páli sé einnig svo til stykkfrfr. Það liggur við að mörgum viröist heimurinn taka kollsteypu. Hin- ir fátæku virðast rikir og hinir riku fremur illa settir — tekju- litlir og eignalitlir eða jafnvel skuldum vafðir. Veröldin birtist að ýmsuleyti i nýju en ótrUlegu ljósi. Segja má, að i sumum til- fellum séu atburðir þvi likastir, að skattskráin klæöi menn úr fötunum og þá komi i ljós allt annar maður en sá, sem við höf- um hversdagslega fyrir augum. Enda þótt það sé kunnugt, að okkar sameiginlegu sjóðir fái aðeins nokkurn hluta tekna sinna með þeim beinu sköttum, sem .lesa má um i skattskránni, erhérum svomiklafjármuni að ræða, að næstaeðlilegt er, að at- hygli og umtal veki. ótvirætt virðist, að misjafnlega sam- viskusamlega sé tíundað enda misjöfn aðstaða til að gleyma eða láta niður falla hluta þeirra tekna, sem til hafa fallið. Fjöldi launafólks ber sinar birgðar I fullu samræmi við lög og rétt. Mörg fyrirtæki, sem þekkt eru og starfað hafa um langan tima og sem hafa I þjón- ustu sinni allmarga starfsmenn virðast einnig taka með nokkuö trúverðugum hætti þátt I sam- félagsskyldum. En ýmis fyrir- tæki sýnast ganga illa og hafa slæma afkomu, þegar mæli- kvarði skattskrár er notaður, en það undarlega er hinsvegar, að þau virðast dafna og blómstra þegar þau eru skoðuð með ber- um augum hversdagslega og litið til lffshátta forráöamanna þeirra. Traust bókhald Um það mun yfirleitt ekki ef- ast, að reikningar og bókhald samvinnufyrirtækja sé trúverö- ugt og traustur grunnur fyrir álagningu skatta. Munu sam- vinnufélögin þvi gjalda keisaranum það sem keisaran- um ber I samræmi við lög og reglur. Hitt er svo annað mál, að sú trúer afar almennað Samband- iö og kaupfélögin séu svo til skattfrjáls. Slikur er máttur áróðursins. Þessu hefir verið haldið blákalt fram, enda þótt það hafi árlega komið i ljós, að kaupfélögin og samvinnustarf- semin er i flestum byggðarlög- um meðal ef ekki lang hæsti greiðandi opinberra gjalda. Það er kominn timi til að al- menningur geri sér grein fyrir þvi rétta i'þessuefni og IIti á þær staðreyndir, sem við blasa. Of langt mál væri að gefa yfirlit um hverjar tölur eru kunnar um þessi efni frá öllum lands- hlutum. Slikt væri þó næsta auð- »> velt. 1 þess stað verður brugöiö á annað ráð til að draga upp skyndimynd. Samvinnu- fjölskyldan” Hér i Reykjavik eru bæki- stöðvar nokkurs hluta sam- vinnurekstrarins. Fyritækineru kunn þvi oft er aö þeim hnútum kastaö, en þeirra er einnig oft aö góðu getið. Stundum er talaö um þessa starfsemi sem Samvinnu- fjölskylduna i Reykjavik, Lát- um þá nafngift duga i þessu máli. Hvaða sögu segir Skattskrá Reykjavikur af þessum sam- vinnufyrirtækjum? Hvað leggja þau til bæjar og rikis? Eru þau ekki skattfrjáls? Þessum spurningum er auð- velt að svara. Hér kemur skrá um þessa samvinnufjölskyldu og upphæö- ir þær, sem hún greiðir I opinber gjöld, söluskatt og landsútsvar, að þvi er best verður séð: Nafn fyrirtækis. Heildarupphæð gjalda. Samband isl. samvinnufélaga 1.034,3 milj kr. Samvinnutryggingar - Andvaka og. Endurtryggingarfélagið 377,5 miíj kr. Olíufélagið — HtS og Húsafell 1.401,8 milj kr. Sam vinnuferðir og Landsýn 4,5 milj kr. Dráttarvélar 42,5 milj kr. Samvinnubankinn 4,6 milj kr. Kirkjusandur 24,6 milj kr. Jötunn 13,8 milj kr. Osta og smjörsalan 2,6 milj kr. KRON 213,4 milj kr. Samtals 3.119 milj kr. Það munar um minna en þessa rúmlega þrjá miljarða, sem starfeemi samvinnumanna skilar beint til Reykjavikur- borgar og rikis vegna umsvifa sinna I Reykjavik. Við þetta bætast svo miljónir og aftur miljónir, sem beint og óbeint renna til sömu aðila frá rekstri og fólki, sem aö þessu öllu stendur. Af þessu er ijóst að ailt tal um að samvinnureksturinn taki ekki þátt i skattaby rðinni er fá- sinna. Hinna skattlausu ber að leita I öðrum röðum og þótt þeir reyni gjarnan aö vera I felum, erhægt að finna þá ef aö er hug- að. Framangreindar upplýsingar eru um margt athyglisverðar og vekja raunar ýmsar spurningar um samvinnustarfið og þýðingu þess I þjððfélagi okkar. Þær verða ekki teknar til meðferðar hér nú. Af þessari stuttu greinargerð ætti hinsvegar að vera ljós sá mikli ávinningur sem að þvi er fyrir Reykjavik, að „Samvinnufjölskyldan” heldur uppimargvislegri starfsemi hér I borg ekki siður en sama afl er styrkasta stoð fjölmargra byggðarlaga þar sem kaup- félögin hafa numið land. Mál er þvi að linni öllu tali um skattfrelsi reksturs samvinnu- manna. Samvinnumaður. Eftir að úrslit siðustu kosn- inga urðu kunn stóð þjóðin agn- dofa. Þau úrslit komu öllum á óvart, og þá ekki siður þeim sem verður að kalla sigurveg- ara i þeim kosningaslag. Sá sigur hefur komið þeim i meiri vanda en þeir eru menn fyrir. Um það bera hinar fálmkenndu tilraunir þeirra til stjórnar- myndunar gleggst vitni og sá hráskinnaleikur, sem þeir hafa leikið siðan. Margir hafa leitað skýringa á þessu fyrirbæri og ýmsar skýr- ingar komið fram. Margtliggur þar til grundvallar, en seint verða öll kurl komin til grafar i þvi efni. Ýmislegt liggur þó I augum uppi. Hvað Alþýðuflokkinn varðar hygg ég að Matthias Bjarnason, ráðherra, hafi komist næst kjarna málsins I viðtali, sem fréttamaður útvarpsins átti við hann á Isafiröi morguninn eftir kosningarnar, þó þvi hafi ekki verið flikað í útvarpi eða sjón- varpi. Matthias sagði, að þeir ættu þennan sigur að þakka siö- degisblöðunum, rikisfjölmiðlun- um, útvarpi og sjónvárpi, og peningapúkum Sjálfstæðis- flokksins. Enginn þarf að ætla að Matthias hafi ekki vitað fullvel hvað hann var að segja þegar hann lét sér þessa skýringu um munn fara, þó hlutaðeigendur hafi haldið þvi litt á lofti. Síðdegisblöð- in beittu sér Það er viöurkennd staðreynd, Guðmundur P. Valgeirsson: Þeir gátu spókað sig Um kosningaúrslitin og af- leiðingar þeirra, fyrsta grein að siðdegisblöðin beittu sér fyrir framgangi stjórnarandstöðunn- ar gegn rikisstjórninni og voru málgögn þeirra. Hefur þó eng- inn bendlað þau blöð við „vinstri stefnu”. Hvað peninga- púka, (eða poka) Sjálfstæöis- flokksins varðar, þá er sennilegt að þeir hafi ætlað sér að koma sér upp hæfilega stórum Alþýðuflokki, sem þeir gætu stuðst við.og notað i nýrri Viö- reisnarstjórn til að geta skarað betur eld að sinni köku en þeim var fært undir þeirri stjórn sern sat að völdum, en mistekist að skammta stærðina viö pað hæfi, og þvi farið sem fór. Þá hafði það sitt að segja þeg- ar þessir kampakátu frambjóð- endur, á erlendum mála, gátu spókað sig og ekið gljáfægðum bilum daglega heim i hvers manns hlað og gert sig heima- komna i hvers manns húsi vik- um ogmánuðumsaman,svo um þá skapaðist dýrðarljómi i aug- um skammsýnna manna. Og ekki minnkaði þaö dýrðarljóm- ann hvað siðdegisblöðin studdu rækilega við bakið á þessum lukkuriddurum. Svo nærgöng- ulir voru þeir, að nærri stapp- aði, að friðhelgi heimilanna væri rofin af þeim. Svipaða sögu er aö segja um Alþýðubandalagið.nema hvað þeir töldu sin fjárráð dregin upp úr vösum hins blásnauða verka- lýðs, sem þeir i orði báru fyrir brjósti, þó að Ben. Gröndal og ýmsir aðrir hefðu aðra skýringu á þvi. Allt kjörtimabiliö höfðu skrif- finnar þessara flokka haldið uppi látlausum ábyrgðarlaus- um áróðri og rakalausum svi- virðingum um rikistjórnina og gegn sérhverjum gerðum henn- ar. Heiöarlegustu menn voru bornir upp’ognum sökum og á- sakaðir um alls kyns myrkra- verk og misferli. Allt hefur þetta verið svo ofsafengiö og yf- irdrifiðaöengu tali tekur. Undir þessu kyntu svo siðdegisblööin og drógu ekki af. Menn vöruðu sig ekki Þeir sem fyrir sökum voru hafðir hafa ekki tekið þessa rógsherferð nógu alvarlega. Þeir litu á þetta sem augljóst moldviðri, sem menn með heil- brigða dómgreind sæu i gegnum og fengju skömm á. Þeir blátt áfram vöruðu sig ekki á þvi hvaða dómgreindar- stigi þjóðin er stödd, eða þvi hvernig hún er mötuð af vissum a$ilum. En svo oft er hægt að endurtaka sömu ósannindin og sama óhróðurinn að menn fari að trúa þvi eins og um sannleik væri að ræöa. Það sannaði Göbbels og þýsku nasistarnir, og það hafa fleiri gert fyrr og siðar. Þjóðin var þreytt á seina- gangi rikisstjórnarinnar i efna- hagsmálum. Það notfærði stjórnarandstaðan sér dyggi- lega.En rikisstjórnin hafði lika stórt verk að vinna, Landhelgis- málið. Þvi lyktaði með sóma fyrir hana. Það verður seint fullmetið, en er þó eitt m es ta og merkasta sjálfstæðismál þjóð- arinnar. A meðan það mál stóð yfir gaf rikisstjórnin sér ekki nægjaníegt tóm til að sinna öðr- um nauösynjamálum sem skyldi. Meðan vann Gróttar- kvörn stjórnarandstöðunnar allt sem hún gat til ógangns i þeim málum. Þegar -svo efnahagsaögerðir rfkisstjórnarinnar loks sáu dagsins ljós á s.l. vetri voru þær misheppnaðar að formi og auð- veltaðafflytja þær, þó nauðsyn- legar væru. Hrópyröin: „Kaup- rán! Kúgun! Oheiðarleiki!, Svik! ” og fleira með öllum blæ- brigðum smánaryrða dundu i eyrum þjóðarinnar látlaust alla daga , vikum og mánuðum sam- an. Ri'kisfjölmiðlarnir tindu samviskusamlega upp allar mótmælasamþykktir þessu til framdráttar. Það var matur fyrir gleraugnalýö þeirra stofn- ana. Greind kona hefur sagt mér að útvarpsþættir, sem einkum voru ætlaðir ungu ftílki, hafi óspart verið notaðir með ýmsum hætti i sama tilgangi. Við öll þessi ósköp greip um sig slik múgsefjun að einsdæmi er. Guðmundur P.Valgeirsson. Fyrirsögn og milíifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.