Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 8. ágúst 1978 á víðavangi Hvað er kaupmáttur launa? Ólafur Björnsson prófessor birtir grein i laugardagsblaði Mbi., sem hann nefnir: Hvað er grundvöllur launa? Hann telur framfærsluvisitöluna ekki réttan grundvöll til að byggja á, hver kaupmáttur sé raunverulega. t þann grund- völl vanti fjögur veigamikil atriði. Um tvö fyrstu atriðin farast ólafi orð á þennan veg: „t fyrsta lagi tekur visitala framfærslukostnaöar eingöngu mið af einkaneyzl- unni, en tekur ekkert tillit til samney zlunnar, sem hlýtur þó einnig að vera mikilvægur þáttur afkomu og velliðanar fólksins. Ef söluskattur væri t.d. hækkaöur um 1% til þess að afla fjár til fleiri leikvalla og dagvistunarheimila, myndi kaupmáttarvisitalan reiknuð á venjulegan hátt, sýna 1% kjararýrnun, en auðsætt er, að þetta er rangt, þvi að bætt þjónusta hvað snertir leikvelli og dagvistun barna gctur ver- ið fjölda fólks miklu meira virði en 1% lækkun söluskatts. Annað mikilvægt atriði I þessu sambandi er það, að yfirleitt er ekki I visitölunni tekiö tillit til beinna skatta. Mikilvægustu beinu skattarnir eru tekjuskattur og útsvar, en þeir eru, eins og ég tel mig áöur hafa fært rök fyrir á opinberum vettvangi, I raun sérskattar á launafólk. Virkt eftirlit með hinum tiltölulega stóra hópi smáatvinnurek- enda hér á landi yröi svo dýrt og vafstursmikiö, aö það gæti ekki borgaö sig, þannig að ef rétta ætti hlut launafólks i þessu efni, tel ég það eina- raunhæfa tillögur Gylfa Þ. Gislasonar um afnám tekju- skatta að mestu eða öllu leyti En meðan tekjuskattarnir eru stór liður í tekjuöflun hins opinbera er auðsætt, að hægt er að rýra kjör launafólks verulega með hækkun beinna skatta, án þess að það komi fram i kaupmáttarvisitöl- unni. ” Viðskiptakjör og kaupmáttur Um þriðja atriöið farast ólafi Björnssyni orö á þessa leið: „Til þess að mat á kaup- mætti launa geti veriö raun- hæft, veröur aö byggja á forsendum, sem von er til að geti varaö lengur en aðeins um stundarsakir. Með þvi að skrá erlendan gjaldeyri undir raunvirði hans en hafa innflutning frjálsan er um stundarsakir hægt að halda við miklum kaupmætti gagn- vart erlendri vöru. En auðvit- að aðeins um stundarsakir, þvi að slikt ástand leiöir til stórfellds viðskiptahalla gagnvart útlöndum. Kaunhæft matá kaupmætti launa verður þvi að taka tillit til viðskipta- kjara. Ef þau versna, t.d. vegna þess að innflutt vara hækkar I verði án tilsvarandi hækkunar útfluttrar vöru, er það raunar sjálfsblekking ein að reyna að halda uppi óbreyttum kaupmætti launa. Á hinn bóginn teldi ég það mjög koma til álita, að kaupmáttur launa ykist sjálf- krafa þegar viöskiptakjör batna. Tel ég slikt farsælla en stofna til þeirra stökkbreyt- inga launa, sem stundum hafa átt sér stað við næstu samn- ólafur Björnsson inga, sem geröir hafa veriö eftir það að veruleg tekju- hækkun hefír átt sér stað i út- flutningsframleiðslu.’ ’ Atvinnuöryggi og kaupmáttur Um fjórða atriðið farast Ólafi Björnssyni svo orð: „A samdráttar- og atvinnu- leysistimum er verðlag jafnan lágt og þar sem kaupgjaid er ósveigjanlegt, niður á við, má gera ráð fyrir þvi, að afkoma þeirra, sem eru i öruggum stöðum sé tiltölulega góð á slfkum timum. Tölfræöilegar athuganir i ýmsum löndum virðast og staöfesta það, að veröbólga og atvinnuleysi breytist jafnan i öfuga átt, þ.e. Util verðbólga þýðir mikið at- vinnuleysi og öfugt. Vist er og um það, að auðveldara er að halda verðbólgu I skefjum og tryggja þannig kaupmátt launa, ef látið er skeika að s köpuðu með a tvinnuástandið. Hér höfum við þannig enn eitt dæmi um það, að kaupmáttur launa, reiknaður sem hlutfall kaupgjaldsvisitölu og verð- lagsvisitölu, gefur ekki rétta mynd af afkomu launafólks, þegará heildina er litið, ef það að halda uppi kaupmætti launaer keyptþvi veröi, að at- vinnuleysi sé tilfinnanlegt.” 1 greinarlokin segist ólafur Björnsson vilja koma þeirri hugmynd á framfæri, hvort ekki væri skynsamlegt, i stað þe ss að einblina á kaupmáttarvisitöluna i þeirri mynd, sem nú er, að freista þess að reikna út kjaravisi- tölu, þar sem tekið sé tillit til framangreindra fjögurra atr- iða og öll skipta miklu fyrir lifskjör fólks. Slikt gæti að visu verið erfítt, en ætti að geta tekizt með góðum vilja. Þ.Þ. Síðan hvenær er Björn Líndal og „stuttbuxna klíka” hans málsvari Framsóknarmanna í Leifur Karlsson: Reykjavík? Tilefni skrifa minna i Timann er viðtal það, er Dagblaðið átti við Björn Llndal, formann FUF i Reykjavik, s.l. miðvikudag undir fyrirsögninni „Alfreð er litill karl meö bitlitið sverð”. Finnst mér orö hans heldur ósmekkieg og eins þykir mér ógeðfellt af formanni FUF, sem væntanlega telur sig vera fram- sóknarmann, að láta hafa nokk- uö eftir sér i málgagni, sem hef- ur mest hatast út i framsóknar- menn og Framsóknarflokkinn. Ég tel það vera fyrir neðan virð- ingu framsóknarmanna að eiga nokkur samskipti viö það blað. Björn Lindal veður heldur betur á súöum. Hvaðan kemur honum sú viska, að Alvar óskarsson og Kristinn Finn- bogason skorti samúð fram- sóknarmanna? Viö hvað er átt? Hvað hrjáir Alvar og Kristin svo að slik orö séu notuð? Sennileg- asta skýringin á þessu rugli mannsins er sú, aö hann geti ekki stjórnað þeim eins og hann auösjáanlega vill stjórna öllu starfi Framsóknarflokksins i Reykjavik. Störf Björns Lindal sem kosningastjóra fyrir flokk- inn I nýafstöðnum kosningum skulum viö láta iiggja milli hluta að sinni en á þeim var enginn glæsibragur. Efast um að hann þekki fleiri Ekki veit ég hvaðan Birni Lin- dal kemur sú frekja að gerast óbeöinn málsvari allra fram- sóknarmanna iReykjav. og gera sin orð að þeirra. Ég efast stór- lega um, að Björn þekki öllu fleiri framsóknarmenn en 25-30, en af öllum hinum vill hann sjálfsagt ekkert vita eða þá hrekja eða reka úr flokknum. Telst ég liklega til þess hóps, þar sem ég hef ekki tekið undir óráðshjal og oröarugl hans. Varðandi ályktun FUF um málefni Framsóknarflokksins I Reykjavik sem samþykkt var á 24ra manna fundi i siðasta mán- uði er það að segja, að i hópi samþykkjenda voru 5-6 ekki i flokknum, en auk þess sátu tveir hjá við atkvæöagreiðsluna. Birni Lindal láðist alveg að leita mótatkvæða, og er fundið var að þvi við hann, taldi hann þess ekki þurfa. Lýðræöið blómstrar þvi ekki aldeilis þar sem Björn Lindal er við fundarstjórn. Það er þvi staðreynd, að aö- eins 16-17 meðlimir FUF sam- þykktu ályktun fyrir félag, sem teiur um 700-800 meölimi. Ein- hverjum þætti þetta svo lélegt fylgi, að um það yrði þagað. En þvi er ekki að heilsa hjá mönn- um, sem framagirnin hefur blindað svo gersamlega, að þeir vilja heldur rifa niður en byggja upp og standa einhuga saman vörö um fylgi og framgang Framsóknarflokksins i Reykja- vik. Við höfum séð þessi vinnu- brögð áður, og hét þá hver klika sinu nafni. Klika Björns Líndal var skirð á fundi i Framsóknar- félagi Reykjavikur nýlega og nefnd „stuttbuxnaklikan” og hæfir þar skel kjafti. Leifur Karlsson Hefndaraögeröir Uppáögn Alvars óskarssonar, skrifstofustjóra fulltrúaráðsins i Reykjavik, var að sögn gerö aö vilja meirihluta framsóknar- manna i Reykjavik, svo orö Björns séu notuð. Meirihluti framsóknarmanna I Reykjavik er sem sé 17 manns;trúi þvi hver sem vill. Nei, ég skal segja sannleikann i þvi máli. „Stutt- buxnaklikan” notfærði sér að- stöðu sina i stjórn fulltrúaráös framsóknarfélaganna i Reykja- vik til að reka Alvar. Af fimm manna stjórn voru þrir með brottvikningu en tveir á móti. Litum aðeins nánar á þessi þrjú sem að meirihlutanum stóðu: 1. Þóra Þorleifsdóttir, fulltrúi kvenfélagsins. Hvers vegna stóö hún að samþykktinni? Allir, sem eitthvað hafa fylgst með starfi framsóknarfélag- anna vita, að Þóra og kona Alvars hafa eldað grátt silfur i kvenfélaginu i mörg ár. Henni hefur þvi sjálfsagt ekki leiðst að beita hnifnum. 2. Sigurður Haraldsson, vara- maður i stjórn fulltrúaráðs- ins. Vitað er, að Sigurður hefur lagt fæð á Alvar óskars son allt frá þeim tima, er Alvar var eftirlitsmaöur af hálfu fulltrúaráðsins með rekstri, Hótel Hofs, sem Siguröur starfrækti. Ekki hefur honum leiðst að rétta upp hönd fyrir „stuttbuxna- deildina” i þessu máli. 3. Gestur Jónsson, nýorðinn framsóknarmaður og tilheyr- ir stuttbuxnadeildinni. Mjög handgenginn Birni Lindal og Eiriki Tómassyni. Enginn vissi neitt um þennan mann, fyrr en hann greiddi atkvæði á þessum fundi. Að minu mati var hér ein- göngu um hefndaraðgerðir að ræða gegn Alvari, enda hafa engar ávirðingar I hans garð verið nefndar. Þessar aðferðir eru mjög i anda gömlu Möðru- vellinganna. Ég býst við, að margir framsóknarmenn sem starfað hafa innan Fram- sóknarflokksins leiði nú hugann aö þvi hverjir séu næstir á „af- tökulistanum”. Björn Lindal hafði ekki verið marga daga I flokknum þegar hann byrjaði að kyrja sönginn um að reka og skera alla þá, sem ekki voru á sömu linu og hann. Minnir þetta ekki dálitið á Möðruvellingana gömlu, sem kváðust hafa gengið i Framsóknarflokkinn til að breyta honum? Þannig eiga þúsundir framsóknarmanna að fylgja þessari nýju kliku i bliðu og striðu. Einhvern tima hefði þetta verið kallað einræðis- hneigð. Sumir sjá ekki skóginn fyrir trjánum Ég held, að Björn ætli að láta það vera að ráðast gegn þeim mönnum, sem aflaö hafa Fram- sóknarflokknum kjörfylgis allt frá þeim tima, er Björn sleppti pela og bleiju. Meðan þessir menn stjórnuöu, átti flokkurinn 2—3 borgarfulltrúa, en nú er hann aöeins einn. Og lengst af voru þingmennirnir 2, en nú er einn eftir. Þetta ættir þú að hafa I huga kosningastjóri góður, Björn Lindal. En sumir sjá ekki skóginn fyrir trjánum, og þrátt fyrir margt nið um Alfreð Þor- steinsson er öruggt, að þau at- kvæði, sem hann vann fyrir flokkinn, m.a. vegna baráttu sinnar fyrir iþróttahreyfinguna, voru frekar i þúsundum en hundruðum, þegar hann var I framboði, en hvorki Gerði Steinþórsdóttur né Eiriki Tómassyni tókst að ná til þeirra atkvæða. Laus staða Staða ritara I skrifstofu Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla islands er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt itarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik, fyrir 15. ágúst n.k. — Nánari upplýsing- ar um starfið eru veittar i skrifstofu Æfingaskólans. Menntamálaráðuney tið, 4. ágúst 1978. Auglýsið í Timanum Brotist inn á fjórum stöð- um I Kópavogi Kás — Um helgina var brotist inn á fjórum stöðum i Kópavogi á að- faranótt sunnudagsins, verk- stæði, verksmiðju, skóla og dag- heimili. Sami maður reyndist hafa verið á öllum stöðum, en hann var handsamaöur á einum brotastaðnum, og kom þvi engu undan. Rannsókn innbrotanna var lok- ið i gærdag, en þarna var um aö ræða mann á fertugsaldri. Hann hefur komið við sögu lögreglunn- ar I svipuðum tilvikum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.