Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 5
V Við hringveginn Göngin lokuð Frá Stemmu i Suöursveit er haldið um Suðursveitina og til Mýrar i Hornafiröi. Sláttur er hafinn á nær hverjum bæ þann 11.7. Heykögglaverksmiðjan blæs hvitum mekki hátt i loft og sólin steikir allt og alla. Það er eitthvað annað en helviskur Hornafjarðarmáninn. Gul, rauð eða græn hraðbraut Flugfélagsins til Hafnar býr sig undir lendingu og við á vit henn- ar i von um sendingu að sunnan A Hornarfjarðarflugvelli er tal- að tungum. Verndarar af Stokksnesi koma og fara og heimilisgestir þjóöarinnar, þýskir þingmenn, koma i fylgd lenskra þingmanna að skoða Hornafjarðarmánann m. fleiru. Við heilsum með kurt og pi öll- um sem við þekkjum og auðvit- að Jóni Helgasyni, alþingis- manni, bónda að Seglbúðum, sem trúlega væri mikiu ánægð- ari við slátt heima en snudd i kringum þýska þingmenn, en is- lensk gestrisni hefur sett Jón i þetta hlutverk þennan daginn og gegnir hann þvi meö sóma eins og hinir fulltrúarnir. A Höfn hittum við enn á sjó- rallið. Þaö hefur vakið verð- skuldaða athygli. Við sem höf- um gaman af tryllitækjum til sjós og lands, fylgjumst spennt- ir með viðureign keppenda i rallinu. Landleiðaáfanganum lauk i lotunni Reykjavlk-Egils- staðir með sigri Timans. Við mættum Snarfara og Dagblaðs- mönnum á austurleiö ofan við Egilsstaði.Við á leið til baka i gistingu i Atlavfk. A leiðinni Egilsstaðir-Reykja- vik erum við gersigruö. Þeir fara hringinn á viku en við verð- um þrjár. Þeir trylla öllum 8 gata hestöflum Bronkósins en við læðumst hringinn á fjögurra gata Vauxhall. Seint um kvöldið er tjaldað i Atlavik. Þann 12. júli er ferðinni heitið I Neskaupsstað. Afar snemma er risið úr rekkju I Atlavik og á Egilsstöðum er heimsóttur höfðinginn Sigur- björn Snjólfsson frá Gilsárteigi og kona hans, Gunnþóra. Þau voru um áraraöir i fylkingar- brjósti framsóknarmanna á Héraði. Þau og börn þeirra voru gestgjafar framsóknarmanna á héraðsmótum i Atiavik. Gilsár- teigsheimilið er sivinnandi i þágu samvinnustarfsins og Framsóknarflokksins. Hinn aldni höfðingi Sigurbjörn Snjólfsson, ris enn á fætur er talið berst að pólitik. Hann er enn ungur i anda og baráttu- glaður, og Gunnþóra, hún er enn sem fyrr sama höfðingskonan. Þau eiga saman þann eldmóö hugsjónamannsins, sem oft virðist skorta nú. Frá Egilsstöðum er haldiö i Fagradal um Reyöarfjörð og Eskifjörö i Neskaupstað. Odds- skarð 705 m fjallgarður, er klif- inn, göngin eru lokuð. Lúðvik lét loka þeim vegna þess að svo margir framsóknarmenn sluppu I gegnum göngin, að þeir bættu viö sig manni i bæjar- stjórn á Neskaupstað. Ölyginn sagði mér aftur á móti að göngin væru lokuð vegna leka i berginu og þvi þyrfti bæði að steypa I loft og laga veginn i göngunum. Þessi saga er mun trúlegri. Ofan Oddsskarös heldur feröamaður- inn leið sina um árfarveg og stórgrytta slóð niður brekkurn- ar. Sá bill, sem áður hftði orustu i Holtum syðra, fær nú sina aðra eldsklrn. Hvar sem svipast er um á leið niður úr Oddsskarði til Neskaupsstaðar, finnst eng- inn vegur, að eins stórgrýttur árfarvegur. Vegagerðarmenn voru að vinna i stórfinum vegi Fagra- dals þann daginn. Þeir hefðu haft erindi sem erfiði að vera heldur að þera ofani Odds- skarðsveginn Neskaupstaðar- megin. Breiöadalsheiöi á Vest- fjörðum beið i tiu ár eftir ofani- burði. Oddsskarðsvegur hlýtur að vera búinn aö biða I 100 ár. Viö plássin og i þeim var af krafti. lögð oliumöl öllum til yndisauka, en bræöslan fyllti firðina i logninu, og enn var tjaldað I Atlavfk. K.Sn. Kennara vantar að grunnskóla Njarðvikur. Aðalkennslugreinar: íslenska, danska, raungreinar og sam- félagsgreinar. Umsóknarfrestur til 15. ágúst. Nánari upplýsingar veitir skólastjórinn i simum (92)2125 eða (92)3577. Skólanefndin. Frá höfninni á Hofsósi. Þar er mikii vinna I fyrstihúsinu og er fiskur fluttur að frá Sauðárkróki. A Hofs- ósi er lftils háttar trilluútgerð, enda langt að sækja. Trillumönnum þykir togarafiskurinn smár. „Við myndum ekki standa á þessu”, segja þeir. Timamynd K.Sn. (iirolia l 'élarolía Akureyrarleikarar í útvarpi Fimmtudaginn 10. ágúst kl. 19.40 verður flutt leikritið „Alfa Beta” eftir E.A. Whitehead, I þýðingu Kristrúnar Eymundsdóttur. Félagar i Leikfélagi Akureyrar flytja, en leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Með hlutverkin fara þau Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gislason Nafn leiksins er dregið af fyrstu bókstöfunum i griska stafrófinu og er liklega hugsað á svipaðan hátt og þegar sagt er á islensku: ,,Ef þú hefur sagt A, verðurðu lika aö segja B.” Menn eiga ekki bara aösegja hálfan sannleikann, heldur allan. A þvi byggist ógæfa Normu Elliot i skiptum hennar við mann sinn. Og Frank er aö vissu leyti að blekkja sjálfan sig um leið. Enski rithöfundurinn E.A. Whitehead vann margvisleg störf, m.a. við vöruflutninga, kennslu og sölumennsku, áður en hann fór að skrifa leikrit. Um tima var hann leiklistarráðunaut- ur við Royal Court leikhúsiö i London. „Alfa Beta” er annaö i röðinni af verkum hans og var frumsýnt i Apolloleikhúsinu I London 1972. Arið eftir var það tekið til sýninga i Bandarikjunum og viðar um heim. Þaö var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á s.l. vetri. slær allar aðrar út af lagernum [ > ( Olía Jyrir \ \ akvakerfisuliu / C hemla i alíubadi • -rmmm ? is nnp ___»f_ e I Unifarm, nýja vélarolían frá ESSO er fjölþykktarolía í hcesta gœðaflokki. Engin vélarolía, sem seld er á íslandi * dag hefur fengið hcerri gceðaflokkun. API (American Petroleum Institute) flokkar hana APISE/CD, en SE er hcesta gceðaflokkun fyrir hensínvélar og CD er hcesta gceðaflokkun fyrir diselvélar. Flókinn 09 dýr lager óþarfur Unifarm er framleidd sérstaklega með bcendur * huga því aðalkostur hennar er að hún ein getur komið t stað ncer allra gömlu tegundanna sem bcendur nota nú á hinarýmsu vélar stnar. Með notkun Unifarm verður því óþarfi að reka stóran og dýran lager hinna mismunandi oltutegunda. Og ennþá rnikil- vcegara: Engin hcetta er á að röng otíutegund sé notuð. Eftirleiðis er þvt ekki vandi að velja rétta otíu af lag- ernum. Aðeins ein kemur til greina, þ.e. Unifarm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.