Tíminn - 16.08.1978, Page 17
Miövikudagur 16. ágúst 1978
17
Grundarfjarðarkirkja áður og eftir að turnsplrunni var komið fyrir.
Myndirnar tók Bæring Cecilsson.
Turaspím komíð fyrir
á Grandarfjarðarkirkju
BC — Grundarfirði —Um þessar
mundir á Grundarfjarðarkirkja
12ára vigsluafmæli. Miðvikudag-
inn 26. júli var ánægjulegum
áfanga við smiði siðari
byggingarhluta náð, er turnspíru
með ljósakrossi var komið fyrir.
Einhugur safnaðarsystkina hefur
rikt um byggingu þessa allt frá
upphafi, og hafa margar góðar
gjafir borist henni til styrktar og
framgangs. Aðalsmiðir viö kirkj-
una eru Páll Harðarson og Pálm-
ar Einarsson, en kranamaður við
hifingu var Heiöar Skarphéöins-
son.
Flugsýning
í Reykjavík
Ákveðið hefur verið aö efna til
flugsýningar i Reykjavik 26.
ágúst n.k. i tilefni 50 ára afmælis
innanlandsflugs hér á landi.
Sý ning in m un stand a yf ir f rá kl.
14-18, ef veður leyfir, annars
verður reynt á sama tima daginn
eftir.
Það eru Vélflugfélag Islands og
Islenska flugsögufélagið sem
gangast fyrir þessari sýningu og
meöal dagskráratriða má nefna
að sýndar verða flestar einka-
flugvélar landsmanna sem eru
frá ýmsum timum eða allt frá ár-
inu 1934 til 1978. Þá verða einnig
til sýnis farþegavélar af ýmSum
stærðum og geröum ásamt flug-
flotum Landhelgisgæslunnar og
Landgræðslunnar. Varnarliðiö
mun sýna vélar bæði á jörðu og i
loftá og listflug verður sýnt á nýrri
listflugvél. Þá er einnig að þvi
unnið að fá hingað til lands
erlendar flugsveitir og listflug-
menn i sambandi við sýninguna.
Eins og á fyrri flugsýningum
verður fólki gefinn kostur á þvi að
fara i útsýnisflug yfir bæinn á
meðan sýningunni stendur og
verða happdrættisflug dregin Ut á
hálftimafresti á meðan á sýning-
unni stendur.
Tómas Helgason flytur erindi um
geðlæknisfræði i Arósum
SJ — Háskólinn I Arósum á
fimmtiu ára afmæli á þessu ári.
Af þvi tilefni efnir háskólinn m.a.
til ráöstefnu um sjúkdómana geö-
hvörf og þunglyndi, sem stendur
næstkomandi mánudag til mið-
vikudags. Prófessor Tómas
Helgason yfirlæknir á Kleppsspit-
ala er einn þeirra, sem flytja
fyrirlestra á ráöstefnunni. Hann
talar á miðvikudag um faralds-
fræöi geðhvarfa og þunglyndis.
Fyr ir lestur sinn bygg ir hann m .a.
á rannsóknum sem gerðar hafa
veriö hér á landi.
Halldór Kristjánsson:
Til hvers stjórn?
Fullorönir menn eiga aö vita
til hvers þarf rikisstjórn. Það er
vist heimskulegt að vera i vafa
um það.
Flestir munu lika finna til
stjórnleysis á þessum timum.
Þvi held ég aö svo sé komiö að
mörgum myndi létta ef hér yrði
mynduö stjórn, jafnvel þó þaö
væri ekki stjórn nema að nafn-
inu til.
Skipaö gæti ég, væri mér
hlýtt.
Undanfariö hafa rikisstjórnir
átt I striði við stéttarsamtök.
Þess ætti ekki aö þurfa. Fjölda-
samtök ættu að geta unniö með
rikisstjórn og stjórnin meö
þeim. Þvi marki veröum við aö
ná, þvi að viö viljum ekki gera
tilraun með lögregluriki. Við
höfum engin efni I herforingja-
stjórn.
Vandi væntanlegrar stjórnar
er sá aö gera stéttarsamtökin
ábyrg. Það er einmitt þaö — og
það eitt sem liggur til grund-
vallar tali Alþýöuflokksmanna
um kjarasáttmála. Og það er
raunar alveg það sama sem
vakir fyrir mönnum þegar þeir
Halldór Kristjánsson.
eru að tala um aö rikisstjórn
sem styðjist viö þá flokka sem
forustumenn stéttarfélaganna
fylgja muni öörum fremur ráða
við vandann. Þaö getur auðvit-
að ekki byggzt á öðru en þvi að
menn geri aörar og minni kröf-
ur þegar þeirra menn eru i
stjórn. Hver gæti ástæöan veriö
önnur?
Viö höfum nú þegar reynslu af
þvi aö stjórnarandstaöa gerir
yfirboð og þaö gildir jafnt um
andstöðu félagsstjórnar og
rikisstjórnar.
Ég held aö stéttarfélögin
verði gerð ábyrg meö þvi aö fá
þeim vald til aö ákveða launa-
kjör, — eða viðurkenna I oröi og
verki að þau hafa þetta
vald.Jafnframt veröur aö fela
þeim umsjón og eftirlit fyrir-
tækja sem hafa megi að dæmi
um þaö hvaö atvinnuvegir þurfi
og þoli.
Þetta er þaö verkefni sem
mest kallar að þeirra sem telj-
ast mega framtlðarmál. Þetta
erleiöin til að grundvalla vinnu-
frið, hagsæld og réttlæti I þessu
landi. Þaö væri mikil ástæða til
aö fagna stjórn sem setti sér
þetta mark. En hins vegar er
vandséð að viö þurfum stjórn til
aö láta hrekjast eins og verið
hefur. Aö minnsta kosti ér eðli-
legt að viti bornir menn vilji
heldur sneiða hjá þvi að bera
ábyrgö á slíkri stjórnarnefnu.
lesendur segja
Vond þjónusta
Ég hef orðið fyrir slæmri
reynslu, undanfarna daga, af
ýmissi þjónustu I bænum.
Saganhefstá þvi, að hjón sem
búa í sama húsi og ég fóru i
feröalag um helgi, og var dóttir
þeirra 18 ára aö passa ungbarn
sem þau eiga.
Ég haföi heyrt móður þeirra
tala um það, áður en þau fóru,
að það mætti ekki tæjara
standa með mjólkina, að hún
væri nothæf, enda stimplaöur á
fernurnar siðasti söludagur átta
dögum eftir að hún er látin i
umbúðir. Þar sem heimiliö er
mér skylt vildi ég gjarnan eiga
eins nýja mjólk og kostur væri
á, til að hlaupa undir bagga, ef
með þyrfti.
Enga mjólk að fá
A laugardagsmorgun fór ég
þvi aðkaupa mjólk I brauða- og
mjólkursölubúö að Háteigsvegi
2, sem hafði verið opin á laugar-
dagsmorgnum i júnimánuði, og
ég vissi ekki annað en svo væri
enn. En þá var, þvi miður, búið
að leggja niður þessa iaugar-
dagsþjónustu og búðin var
■lokuð. Þar eð ég fékk enga
mjólk þarna, fór ég ofan á
Managötu 18 og ætlaði að kaupa
Tropikana heldur en ekkert. En
auðvitað var það ekki til i sjopp-
unni, og litið var ég hrifin af
þeim varningi sem þar var á
boðstólum. M.a. blasti þar við
mér klámblaö með myndum af
berum kvenmanni I viöbjóðs-
legum stellingum. Var ég nú
orðin reið, og kvartaði yfir þvi
við afgreiöslustúlkuna, að
ekkert skyldi fást frambærilegt
fyrir börn og unglinga, hvorki til
að lesa né leggja sér til munns.
Hef ég áður kvartað yfir þvi við
sjoppueigendur, aö hafa ekki
betra lestrarefni fyrir börn og
unglinga, en þar er aö finna,
finnst mér sérstök þörf á því,
þar sem sjoppur eru i miðjum
Ibúöarhverfum. Þá finnst mér
ekki siður þörf á að sjoppur hafi
á boðstólum eitt og annað, sem
getur komið sér vel fyrir hús-
mæöur og ekki er skaölegt fyrir
böra Þvi miður, er ég hrædd
um að sjoppueigendur megi
ekki hafa neitt annaö en þetta
sem þeir hafa i sjoppum sinum,
sem flestum húsmæörum er illa
við. Finnst mér það mesta
skömm, ef satt er.
Þurfti að sækja
i sveitina
A sunnudagsmorguninn kom
þaö i ljós.aö engin mjólk var
lengur til handa barninu, og var
þá leitaö til min um mjólk, sem
ég átti ekki, svo sem fyrr segir.
1 sama mund og ég og telpan
sem gætti barnsins, bárum
saman bækur okkar um hvernig
viö ættum aö leysa þetta
mjólkurmál, þrumaði rfkisút-
varpiðyfir okkur kennslustund i
bruggi, lýsti nákvæmlega þeim
tækjum, sem til þess þyrftu og
hvað þau kostuðu.
Stúlkan, sem gætti barnsins
hafði fyrst snúið sér til Mjólkur-
samsölunnar, en þar var öll
mjólk búin, svo nú var ekki
annað fyrir hendi en að hringja I
kunningjana. Gerðum viö það,
en án árangurs. Veðrið var gott
og margir úr bænum. Eftir aö
barnið hafði grátið af mjólkur-
leysii þr jár klukkustundir tókst
okkur loksins að fá mjólk handa
þvi ofan frá Korpúlfsstöðum.
Hversvegna getum við ekki
fengið mjólk um helgar, úr þvi
að sjoppur eru opnar á hverju
götuhorni? Það eru hvort sem
er kælitæki i flestum sjoppum,
svo ekki ætti að vera hættara við
að mjólkin skemmdist þar en I
öðrum biíðum.
Óvenjulegir
viðskiptahættir a
þriðjudaginn, á milli kl. 12 og 13,
fékk ég mann til að fara með
mér aö kaupa nýtt útvarpstæki.
Fyrst fórum viö i búö i Skip-
holtinu og var hún lokuö. Ókum
við þá niöur á Bergsstaöastræti
I aöra viðtækjaverslun, þangað
komum viö kl. 13.15. Var sú
versiun einnig lokuð og stóöu
tvær bálreiðar konur viö
dyrnar, þær höfðu ætlað að nota
matartimann til aö versla. Viö
héldum nú aftur upp i Skipholt
og þar keypti ég tækið, var það
danskt. Sagði afgreiöslumaður-
inn mér I óspurðum fréttum, aö
rússnesk útvarpstæki hefðu
vondanhljómburö. Þetta fannst
mér ókurteisi og ómenning, þar
sem ég spuröi ekkert eftir rúss-
neskum útvarpstækjum. Finnst
mér þetta sérstaklega smekk-
laust og óviöeigandi, þegar
einmitt um þessar mundir er
þess getið i blöðum og útvarpi,
að Rússar séuaökaupaaf okkur
iðnaöarvarning, svo sem
peysur, I stórum stil. Mér
sárnaði þetta, þar sem ég hef
tvisvar veriö i Rússlandi og ekki
séð annaö en sterkar og vand-
aðar vörur þar.
Seinni hluta sama dags labb-
aöi ég niöur á Dagblað, til að
greiða fyrir auglýsingu. Inni á
afgreiðslunni sátu tvær stúlkur
og önnur tuggöi i ákafa, sýndist
mér hún veraað borða. Ég bauö
góðan dag, og önnur stúlkan tók
kveðjuminni, en hin hélt áfram
aö tyggja. Spurði ég hana hvort
hún væri með tyggigúmmi, og
játti hún þvi. Hin stúlkan af-
greiddi mig kurteislega, og fór
ég svo út. Þegar ég kom út tók
ég eftir þvi, að fullt var af rusli
fyrir utandyrnar, voru þartóm-
ir plastpokar og allskonar
bréfadrasl með meiru. Þar sem
mér fannst stúlkan alveg eins
geta sópað fyrir utan dyrnar,
eins og að vera að jóðla tyggi-
gúmmi, fóréginni afgreiðsluna
aftur og sagöi þeim frá þessu
rusli, og benti þeim á, að það
þyrfti að sópa þvi burtu..Einnig
sagöi ég þeim, að mér þætti
vænt um landiö mitt og fólkiö
sem þar byggi og starfaði.
Þessu tóku þær vel, og brostu til
min að skilnaði.
Aö lokum þetta: Hversvegna
getur vinnandi fólk ekki fengið
afgreiðslu á varningi, sem það
þarf að kaupa, hvorki i niatar-
timanum um hádegið né eftir kl.
18 aö kveldi. Lóa.