Tíminn - 31.08.1978, Page 6

Tíminn - 31.08.1978, Page 6
6 Kimmtudagur 31. ágúst 197S Útgefandi Framsóknarflokkurinn Krainkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Pórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Sleingrimur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjÓMi og' auglýsingar Siöumúla 15. Slmi SG300. Kvöldslmar blaöamanna: S0563, S0495. Eftir kl. 30.00: S03S7. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á inánuöi. Klaöaprent h.f. Ekki Haraldur Ólafsson skrifar: Verður Sahel-svæðið grætt upp á ný? Þurrkar ógna lífsafkomu í nokkrum Afríkuríkjum einu sinni enn Menn eru orðnir meira en langeygir eftir þvi að mynduð verði starfhæf rikisstjórn sem taki af festu á þeim mörgu og brýnu úrlausnarefnum sem biða. Menn hefðu sannarlega vænst þess að nú siðustu dagana yrði hljóðið i þingmönnum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags orðið tiltölulega jákvætt, ekki sist að sæmileg grið hefðu verið sett milli þessara flokka. En það virðist vera öðru nær. Milli þessara flokka fljúga brigsl og dylgjur. Það er eins og sumum forystumönnum þessara tveggja ílokka sé ekkert f jær en að vinna saman. Vonandi er hér þó fyrst og fremst um ýfingar að ræða sem ekki hafa áhrif á leiðtoga flokkanna. Það er alveg ljóst að leiðtogar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags verða að hefja sig upp yfir hnútu- kast lagsbræðra sinna og hjúa. Ella getur aldrei með neinu móti orðið um heiðarlegt eða farsælt samstarf að ræða. En það er önnur furða sem almenningi er boðin nú siðustu'dagana af hálfu hinna sigursælu tvilemb- inga i islenskum stjórnmálum. Nú rjúka þeir fram i fjölmiðlum hver af öðrum, krati og kommi á vixl, og setja fram alls kyns skilyrði um að ný rikisstjórn móti sér nýja og markvissa efnahagsstefnu til frambúðar. A það verður að minna að þessir pótintátar hafa þótst vera að vinna að stjórnarmyndun allt frá Al- þingiskosningunum. Aldrei hafa neinir flokkar fengið annað eins tækifæri til þess að kanna málin rækilega og til botns og til þess að koma sér saman um nýja og hressilega stefnu til úrlausnar. Nú þegar verið er að ræða i þriðja sinn um sam- starf þeirra við Framsóknarflokkinn og það er fimmta tilraunin — hvorki meira né minna — til þess að koma þessum tvilembingum inn i sama rikisstjórnardilkinn, þá upphefjast þeir með æsingi og hjartslætti og heimta nýja efnahagsstefnu! Um hvað hafa þessir menn verið að tala alla þennan tima sem þjóðin hefur kostað þá til við- ræðna um stjórnarmyndun? Á það skal minnt að allan þennan tima hafa Framsóknarmenn skorað á þá og eggjað þá lög- eggjan að móta sér einbeitna efnahagsstefnu. Við- ræður um stjórnarmyndun hófust meira að segja á þvi að Framsóknarmenn hétu þessum flokkum tveimur hlutleysisstuðningi ef þeir vildu láta svo lit- ið að ganga til verks og frelsa þjóðina. Þriðja undrið er siðan spenningurinn sem gripið hefur allmarga i fylkingarbrjósti þessara flokka sem kalla sig „verkalýðsflokka” af takmörkuðu litillæti, þegar rætt er um ráðherrastólana. Tvisvar hefur tilraunum um myndun rikisstjórnar þessara flokka með Framsóknarmönnum verið aflýst vegna þess að ekki gat orðið samkomulag um vegtyllur og ráðherrastóla. Þvi verður hreint og beint ekki trúað að óreyndu að nú ætli þeir að byrja i þriðja sinn að kútveltast i slagsmálum um ráðherrastóla og aðrar vegtyllur. Nóg hafa þeir boðið kjósendum sinum þegar, þótt þeir bæti þvi ekki við einu sinni enn. JS Kmi á ný vofir hungurvofan yfir Saheí-svæöinu I Afríku. Sahel er landræma suiinan Sa- hara-eyöimerkurinnar, frá Atlantshafi i Vestri aö Súdan i austri. A Sahel-svæöinu eru átta riki. Undanfarin sex ár hefur úrkoma á svæöinu veriö i lágntarki, helmingur búpen- ings rnargra landa hefur falliö og yfir 100.000 manns hafa dá- iö vegna fæðuskorts. Að undanförnu hefur ástandiö skánað nokkuð, en þó litur út fyrir, að alvarleg hungursneyö verði i fjórum Sahel-landanna i ár vegna þurrka og uppskerubrests. Þau eru Grænhöföaeyjar, Gambia, Senegal og Máretan-' ia. Keynslan hefur kennt Afrikuþjóöunum að vera vel á veröi er uppskerubrestur verður. Er nú til talsvert af matvælum, sem unnt er aö gripa til. Alþjóölegar hjálparstofnan- ir hafa lika viðbúnaö vegna ástandsins. Er þegar búið að senda 450.000 tonn af matvör- um til þessara landa á yfir- standandi ári. ið meö slikar matar- og lyfja- sendingar sem þær væru þeirra eign. Algengt er, aö matvæli og lyf hafiveriðseld á svörtum markaöi fyrir of fjár. Braskararnir eru langoftast stjórnmálamenn og fjármála- menn i háúm embættum i rik- inu. Samgöngumál eru viðast hvar í mesta ólestri i Afriku. Járnbrautir liggja aðeins milli stærstu borga, vegir eru léleg- ir, og þegar rignir breytast þeir i svað. Flugsamgöngur eruþrátt fyrirallt mikilvægari en samgöngur á landi, þótt viða vanti flugvelli. Samgöng- ur á fljótum eru erfiðleikum háðar, bæði vegna þess að fæst fljóta i Afriku eru skipgeng frá ósum, og ekki siöur hins, að grynningar og flúðir eru viða i stórfljótum. A undanförnum 6 þurrkaár- um i Afriku hafa mikil land- flæmi blásið upp. Saharaauðn- in mikla hefur beinlinis færst um hundruð kilómetra i átt til miðbaugs. Onnur lönd, sem á þessu svæði eru hafa að undanförnu þessum löndum undanfarna áratugi. Minnkandi beit hefur svo valdiö felli nautpenings. En þegar nautgripum fækkaði var jarðvegurinn á bak og burt, og ekkert strá greri þar, sem áður voru blómleg bændabýli. Afrika er álfa bænda. Land- búnaöur er undirstaða lifsaf- komu langflestra. Sé þessum grundvelli kippt undan fótum Afrikubúa blasir örbirgð viö. I fyrra var haldinn I Nairóbi fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna þar, sem fjallað var um vandamál þurrks og. upp- blásturs f Sahel, og viðar um heim reyndar. Samþykkt var að verja árlega einum millj- arði dollara til að græða upp land og koma i veg fyrir að eyðimörkin breiðist yfir Sa- hel-löndin. Afrikuþjóðir, Noröurálfuriki og Arabarikin sneru bökum saman i þessu máli, og þess er að vænta, að hafist verði handa um upp- græðslu, en ekki bara hjálpar- starf. Einungismeð viðtækum aðgerðum til að vernda gróður er unnt að bjarga þessusvæði. Að undanförnu hefur mjög skort á, aö matvæli og hjálp- argögn, sem send eru til Afriku, komi að þeim notum, sem ætlað er. Veldur þvi tvennt: annars vegarspilling I ýmsum löndum, hins vegar gifurlegir erfiðleikar á að koma varningi á leiöarenda. Um fyrra atriöiö er það aö segja, að viða hafa embættis- menn og jafnvel háttsettir stjórnmálamenn beinlinis far- orðið mjög hart úti vegna þurrka. Eru það Niger, Mali, Efra-Volta og Tchad. 1 þeim er mikið af nautpeningi, og hefur hann falliö I stórum stil eins og aö ofan segir. Naut- gripirnir eru bæði fórnarlömb og sökudólgar. Beit á þurru landi býöur upp á uppblástur nema úrkoma viðhaldi raka jarðvegsins Ofbeit er ein meg- inástæðan fyrir þvi, að stór svæöi hafa orðið að eyðimörk i En lausn á vandamálum Sahel er ekki aðeins tengd Afriku. Sahel er nú i raun tilrauna- stofa, og rannsóknir, sem þar verða gerðar og niðurstöður, sem þar fást, munu koma aö gagni meðal allra þróunar- landa og jafnvel breyta viö- horfum manna til uppgræðslu um heim allan. H.Ó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.