Tíminn - 31.08.1978, Qupperneq 7
Kimmtudagur :tl. ágúst 1!»7S
7
SAMVINNUÞÆTTIR
Um atvinnulýðræði
og eignaraðild í
samvinnufyrirtækjum
Umræður og blaöaskrif um
„fámennisstjórn” i Samband-
inu hafa færst aö nokkru leyti
inn á aðrar brautir. Fjallaö
hefir veriö um „atvinnulýö-
ræði’’ og „eignaraöild” i sam-
vinnurekstri.Þessi umræöa er
að ýmsu leyti athyglisverö og
fróðlegt að skoða þau sjónar-
mið, sem aöallega hefir verið á
lofti haldið. Sum þeirra eru all-
nystárleg og falla illa að sam-
vinnurökum liðinna áratuga.
Hér verður bætt við nokkrum
orðum og bent á nokkur atriöi,
sem ekki má hlaupa yfir eða
gleyma þegar mál þessi eru
skoðuð.
Fámennisstjómir
kaupfélaganna
og Sambandsins
Nú er þess fyrst að geta að 49
kaupfélög standa að Samband-
inu og eru þau hinir eiginlegu
„eigendur” þess, ef notað er
algengt orð. Þetta orð hafa
samvinnumenn þó jafnan notað
með vissum fyrirvara. Þegar
um eignaraðildað kaupfélagi og
Sambandinu er að ræða þurfa
menn að vita, að eignarréttur-
inn er ekki hinn sami og venju-
lega tíðkast. „Eignarréttur” fé-
lagsmannanna 1 kaupfélaginu
og kaupfélaganna I Sambandinu
er verulega skertur. Annars
vegar er um að ræða „séreign”
kaupfélagsins i Sambandinu og
hins vegar óskiptanlega sam-
eign. Sama gildir um félags-
menn og kaupfélag. Kaupfélög-
in geta hætt að vera aöilar að
Sambandinu og fengið séreign
sina útborgaða. Þar er fyrst og
fremst um stofnsjóðsinnistæðu
þess að ræða. Stofnsjóður Sam-
bandsfélaganna er nú rösklega
370 milljónir. Sameignin er hins
vegar ekki skiptanleg.
Enda þótt „eignarréttur”
kaupfélaganna i Sambandiu 'sé
að þessu leyti greinilega af-
markaður og skertur er
umráðaréttur þeirra á Sam-
bandinu algjör.
Þar sem nú kaupfélögin
„eiga” Sambandiöer eölilegt að
þau stjórniþvi og ráði. Þaögera
þau lika og rétt er að huga
nokkuð að þvi, hvernig það
gerist.
Aðalfundur og
kosningar
I kaupfélögunum eru rösklega
41 þúsund félagsmenn, sem allir
hafa atkvæðisrétt og möguleika
til að velja trúnaöarmenn i
stjórnir þeirra. Yfirleitt eru það
5 til 9 menn sem skipa stjórn
hvers félags og samtals eru
stjórnarmenn kaupfélaganna
246. Það er allstór hópur og
varla rétt að tala um fémenni.
Þessir menn hafa verið kosnir
til starfa og félagsmennirnir
gera meir en kjósa þessa
stjórnarmenn. Þeir kjósa einnig
árlega á fundum sinum fulltrúa
til að mæta á aöalfundi Sam-
bandsins. Þeir rösklega 110
fulltrúar sem aðalfund Sam-
bandsins sitja eru þvi vald-
ir á einfaldan en lýðræðis-
legan hátt af meðlimum
kaupfélaganna. Þessir fulltrúar
hafa þvi fullt og óskert umboð
beint frá félagsmönnum kaup-
félaganna til að ráöa stefnu
Sambandsins og velja þvi
stjórn. Um leið og Sambands-
fundarfulltrúi hefir með
atkvæði sinu valið stjórn Sam-
bandsins, framselur hann að
nokkruvald það og trúnaö, sem
hann fékk frá félagsmanninum
er kaus hann til setu á aöalfundi
samtakanna.
Vera má að ýmsir telji þetta
form galiaö og áhrifavald fé-
lagsmanna ekki áþreifanlegt, ef
svo má að orði komast. Hins
vegar hefir ekki verið bent á
annað heillavænlegra og eðli-
legra form og slikt framsal
réttar og umboð til trúnaöar-
manna eins og hér er um að
ræða, er eitt af höfuðeinkennum
þess lýðræðisforms, sem við bú-
um við. Um þaö má nefna ótal
hliðstæð dæmi bæði frá hinu
pólitiska sviöi og frá öðrum
greinum samfélags okkar.
Sambandsstjóm
Sambandsstjórn skipa 9 aöal-
menn og 3 varamenn. Til við-
bótar koma svo tveir fulltrúar
starfsmanna með málfrelsi og
tillögurétti. Sá háttur hefir oft
veriö á haföur, á seinustu árum,
að kveöja varamenn til fund-
anna, enda þótt aðalmenn væru
ekki forfallaðir og gefa þeim
þannig tækifæri lil að kynnast
málum og hafa áhrif á gang
þeirra. Það er þvl jafnan lltil 14
manna hópur kjörinna fulltrúa
samvinnumanna sem fjallar
um og tekur ákvarðanir á
þessum vettvangi I umboði fé-
lagsmanna.
Um það má að sjálfsögðu deila,
hvort hér er um „fámennis-
stjórn” að ræöa eða ekki. Boriö
saman við það sem almennt
tiökast um stjórnir fjöldasam-
taka, stórfyrirtækja rikisins og
fyrirtækja i félags- eða einka-
eign, mun fremur ástæða til að
tala um „fjölmennisstjórn” i
Sambandinu en hið gagnstæða.
Atvinnulýöræöi
Hvað er atvinnulýöræöi?Svör
við þessari spurningu eru marg-
vísleg. Þótt nokkrar tilraunir
hafi verið gerðar til að gefa orð-
inu ákveðna merkingu hefir það
ekki tekist svo viöunandi sé.
Hvað sem þvi liður, virðist það
hins vegar augljóst að flestra
dómi eðlilegt að i atvinnulýð-
ræöi felistþað, að starfsfólk hafi
rétt og möguleika til aö hafa
áhrif á ýmsa þætti fyrirtækis
þess sem það starfar við. Hvar
þessi réttur skal byrja og hvar
enda eru skiptar skoðanir um.
Alþingi hefir haftþessi mál til
meðferðar. Það hefir ekki fund-
ið neitt einfalt lausnarráð. Þó
hefir verið ákveðið, að settar
skuli upp svokallaðar „Sam-
starfsnefndir” við nokkrar til-
greindar rikisstofnanir og rikis-
fyrirtæki. Nefndir þessar eru
yfirleitt skipaðar jafnmörgum
mönnum tilnefndum af stjórn-
um og starfsmönnum. Starfs-
hættir þeirra eru nánast I mótun
og litil reynsla fengin af þessari
nýbreytni. Hvert framhaldið
verður skal ósagt látið. Svipaö
form I nágrannalöndum okkar
hefir skilað misjöfnum árangri.
Réttast væri liklega aö segja,
misjafnlega litlum árangri.
Hér eru samvinnumenn aö
gera tilraun með aöra leiö. Þeir
telja eölilegt að stéttarfélögin
haldi áfram að semja upp kaup
og kjör á svipaöan máta og tlök-
ast hefir. Þeir vilja hins vegar
reyna aö auka lifandi lengsl
milli starfsmanna og stjórnenda
samvinnufélaga.
Samvinnumenn þekkja vel
það vandamál, sem hrjáir flest
félagsleg samtök, að þegar
komið er yfir byrjunarörðug-
leika og mál hafa fengið sæmi-
lega trausta skipan, þá halda
liðsmenn að þeir megi draga af
sér þvi hlutirnir gangi af sjálfu
sér. Samvinnumenn telja að á
þessu sviði þurfi stöðugt að vera
á varðbergi.
Leiðin til úrbóta, sem nú er
veriö að reyna, felst i þvi, að
starfsfólk Sambandins og æ
fleiri kaupfélaga tilnefnir full-
trúa sem sitja stjórnarfundi og
fylgjast með öllum málum, sem
stjórnirnar taka til meöferðar.
Þar geta þeir einnig boriö upp
mál, sem snerta velferð starfs-
manna og fyrirtækisins.
Tilraunir hafa veriö gerðar I
Sambandinu meö ýms önnur
form, sem i raun geta talist leit
aö atvinnulýðræöi, eða leit aö
leiö til að auka möguleika
starfsfólks til áhrifa. Flestar
hafa tilraunir þessar misheppn-
ast eða skilaö óverulegum ár-
angri.
Fyrir nokkrum árum var
formlega leitaö eftir skriflegum
tillögum starfsmanna um end-
urbætur eða nýbreytni. „Tillaga
min” var þessi tilraun kölluð.
Starfsmannafélag Sambandsins
og framkvæmdastjórn þess
hafa efnt til umræðu og fræðslu-
funda. Þeir hafa nánast sagt
misheppnast vegna litilla þátt-
töku. Þeir voru jafnvel fámenn-
ari en fundir, sem fram-
kvæmdastjórarefna til með eig-
in deildarstjórum og starfsliöi.
Þessi mál horfa nokkuð öðru-
vi’si við i hinum smærri kaupfé-
lögum og fyrirtækjum sam-
vinnumanna þvl þar eru tengsl
og samskipti starfsfólks og for-
stöðumanna yfirleitt mjög náin.
Samvinnumenn telja lifandi
áhuga félagsmanna og starfs-
manna fyrir málefnum og
rekstri félaganna skipta sköp-
Framhald á bls. 19.
Kristinn Snæland:
Kappaksturinn mikli
Ekki er laust við að segja
megi að það sé ævintýraleg
reynsla að aka bil með utan-
bæjamúmeri i Reykjavik.
Reykviskir ökumenn virðast
lita á það sem ómótmælanlega
staðreynd, að utanbæjarbil-
stjórar séu ákaflega seinir og
óvissir i umferöinni. Utan-
bæjarbilarnir eru seinir og
keyra hægt. Reykviski bilstjór-
inn er með þetta á heilanum og
afleiðingin er sú, að utanbæjar-
billinn lendir alltaf i hálfgerðum
kappakstri.
Sumir utanbæjarbilstjórar
eru vissulega svo vitlausir að
reyna aðaka á löglegum hraða,
en það er einmitt atriðið sem
gerir það að verkum að þelr
hljóta þann dóm aö tefja fyrir
umferðinni, þeir aka of hægt, og
hinn prúði Reykjavikurbilstjóri
tryllist, framúr, framúr, svona
eru þessir andsk. utanbæjar-
menn alltaf fyrir, og Reykvik-
ingurinn ekur inn Miklubraut
meö sigurbros á vör kominn á
80-90 km hraða en utanbæjar-
bíllinn sigur á eftir á 60 km.
Nú vill svo til aö sumir utan-
bæjarbilar hafa Reykvfkinga
undir stýriog þá æsist nú leikur-
inn.
Utanbæjarbillinn ekur nú á
ólöglegum hraða eins og allir
hinir, eða t.d. á 80 inn Miklu-
brautog nú tekur þó steininn úr.
Reykjavikur-bilstjórarnir sjá
utanbæjarnúmerið og tryllast,
framúr, framúr, enginn reyk-
viskur bilstjóri með sjálfsvirö-
ingu getur ekið á eftir utan-
bæjarbil, þeir aka allir svo hægt
og Reykjavikurbiriinn er nú
kominn á 100 km hraða og sigur
framúr.
Vegna þess, að ég er Reykvik-
ingur á utanbæjarbil verð ég
óviljandi upphafsmaður að æöi-
mörgum kappakstrinum.
Við umferöarljósin á Miklu-
brautinni stansa ég fremstur og
biö eftir grænu ljósi, strax og
gula ljósið kemur er flautað fyr-
ir aftan mig, þvi auðvitað verö-
ur að reka utanbæjarbilinn af
stað, ég tek af stað með látum
og gef druslunni allt sem hún á
og æði áfram upp i 80km hraða,
en allt kemur fyrir ekki,
Reykjavikurbilarnir sigla sigri
hrósandi framúr, svona gengur
þetta stööugt! Ég djöflast
áfram i akstrinum nær alltaf á
ólöglegum hraða og nú er ekki
annað eftir en að skipta um
númer á bilnum, setja á hann
Reykjavikurnúmer, þvi það er
vist eina ráöiö til þess að ná
hraðanum á Miklubrautinni þó
niður i 80 km.
Þó svo að Reykvikingar kunni
alls ekki að aka úti á vegum
ættu þeir ekki að þurfa aö hefna
þess i umferöinni i Reykjavik.